Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 5
i-',nv.v. v BÆKUR Fiumkvöðullinn fra Laxalóni ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON SKRIFAR Baráttusaga athafnamanns. Endurminningar Sklula Pálssonar á Laxalóni. Eðvarð Ingólfsson skráði. Bókaútgáfa Æskunnar. Grunurinn að nútíma fiskeldi á íslandi var í raunar lagður árið 1939, þegar eldhuginn skúli Páls- son á Laxalóni hélt utan til Dan- merkur að kynna sér eldi á lax- fiskum. Skúli flutti inn nýja þekk- ingu til landsins, sem smám sam- an barst út á meðal manna. Af glefsum úr fréttagreinum frá ár- unum eftir stríðið, sem birtar eru í endurminningum Skúla, skilur maður betur en ella hversu mikil- vægu hlutverki hann hafði að gegna við að ryðja fiskeldi brautina. Hann lét sér ekki nægja að láta verkin tala, heldur kynnti hugmyndir sínar í ræðu og riti, og stóð meira að segja fyrir kvik- myndasýningum fyrir alþýðu manna, þar sem möguleikar fisk- eldis voru kynntir með kvik- myndum frá Ameríku. Ég dreg ekki í efa, að hefði Skúli fengið að njóta sín og sinna hugmynda hefði stórhugur hans leitt til þess að við hefðum orðið að meiriháttar fiskeldisþjóð fyrir mörgum árum. í dag er hann kominn vel yfir áttrætt, og enn dugar glóðin til að kveikja í mönnum. „Mig dreymir sprikl- andi fisk á hverri nóttu," sagði hann við mig í síðustu viku, og geislaði af áhuga. Hefði honum gefist friður á sínum tíma til að koma upp blómstrandi fyrirtæki á sviði fiskeldis er ekki að efa að hann hefði hrifið marga aðra með sér. Pað þarf víst ekki mörg há- skólapróf til að reikna út, hvers konar verðmæti það hefði skapað fyrir þjóðina. Nægir bara að minna á, að það sem frændur okkar Norðmenn skapa með lax- eldi er löngu komið langt framúr því verðmæti sem þeir afla með þorskveiðum sínum, og eru þó ekki aukvisar á því sviði. En Skúli þurfti að eyða mörg- um starfsömustu og bestu árum ævi sinnar í slítandi togstreitu við kerfið. Öllum er kunn barátta hans út af regnbogasilungnum, sem hann flutti til landsins 1951, og yfirvöld grunuðu um að bera með sér sóttkveikjur. Af bók Skúla, þar sem hann birtir öll gögn í málinu, er afar erfitt að skilja hvers vegna yfirvöld héldu svo lengi í þennan grun. Enda barst um síðir óyggjandi úr- skurður frá erlendum rannsókna- stofnunum um að svo væri ekki. Þá hafði Skúli hins vegar ekki getað beitt stofninum til fram- leiðslu um margra ára skeið. í hartnær þrjá áratugi var stofninn lokaður í sóttkví og allan þann tíma hafði Skúli nær ekkert nema kostnað og erfiði af öllu saman. Minni maður hefði nú gefist upp, og fargað stofninum. En náttúran gæddi Skúla vestfirskri þrautseigju og þolgæði. Hann gafst ekki upp. í dag er auðvitað öllum ljóst, að Skúli var beittur rangindum. Stofninn sem hann flutti inn er annálaður fyrir lífsþrótt og góðan vöxt, og eftirsóttur af eldis- mönnum utan landsteina og innan. Pað er ekki lengra síðan en í fyrrasumar að ég var staddur á fisksjúkdómastöð breska ríkis- ins í Weymouth á Englandi. Par var ég spurður í þaula af merkum sérfræðingi um Laxalónsstofn- inn, sem að hans sögn var þá eini ósýkti stofninn í Evrópu! En slagurinn leiddi til þess að framleiðsla á sjóöldum regnboga hefur nánast engin verið til þessa. Á sama tíma hafa hins vegar Norðmenn framleitt tugi þús- unda tonna á síðustu árum og flutt til Japan og Bandaríkjanna fyrir afar góð verð. íslendingar, með sinn kalda og hreina sjó, hefðu auðvitað getað skorið sér sneið af þeirri köldu köku. Það er ekkert efamál að við hefðum get- að framleitt þúsundir tonna á ári hverju í sjóeldi af regnboga, með miklu minni áhættu en laxinn. Þeir Laxalónsfeðgar hafa nefni- lega þróað afar hentugan eldis- feril fyrir regnbogann, þar sem hann er alinn í fesku vatni á ódýr- an máta upp í allt að 300 grömmum. Með því að setja fisk af þeirri stærð í sjó að vori er kominn sláturfiskur að hausti, þannig að silungnum má slátra áður en hætta verður á ísreki og undirkælingu. Að því leytinu er áhættan minni en í laxeldinu, auk þess sem regnboginn vex hraðar, er þolnari gagnvart sjúkdómum og auðveldari á allan hátt í eldi. En það er fyrst núna, sem þessum ferli er beitt að einhverju marki MjÓfirðÍngaSÖgUr Fyrsti og annar hluti eftir Vilhjálm Hjálmarsson Bökaúfgöfa /MENNING4RSJODS SKÁLHOLTSSTlG 7» REYKJAVIK # SÍMI 6218 22 GÓÐ BÓK ER GERSEMI og enn eru það Laxalónsmenn sem gera það. Mér bregst þá illa spádómsgáfan, ef íslendingar framleiða ekki innan nokkurra ára vel yfir 1000 tonn árlega upp úr sjó af regnbogasilungi. Ætli yfirvöld hugsi þá ekki hlýlega til Skúla á Laxalóni. Skúli er framsýnn með afbrigð- um einsog kemur víða fram í bók- inni. Hún greinir til að mynda frá því, þegar hann fyrir mörgum árum tryggði sér land austur í Ölfusi og reisti þar síðar stöð til að framleiða laxaseiði og regn- bogasilung. Löngu síðar fylgdi í fótspor hans fjöldi annarra eldis- manna, og nú eru risnar á tiltölu- lega litlu svæði umhverfis Skúla margar eldisstöðvar. Sömuleiðis keypti hann landið í Hvammsvík í Hvalfirði þar sem aðstæður eru kjörnar til sumareldis. Þannig fann hann ekki bara á sér hvar bestu svæðin voru löngu á undan öðrum, heldur skildi hann ekki síður nauðsyn þess að dreifa áhættunni, festa ekki fé sitt á ein- um stað heldur víðar. Einmitt vegna þeirrar fyrirhyggju náði Laxalón að standa af sér áföllin, þegar þau dundu yfir. I baráttusögu Skúla kennir nokkurrar beiskju yfir öllum þeim tíma og atorku sem varið var í stríðið við kerfið, og kannski örlar á því að Skúla finnist sem framlag hans hafi ekki verið metið að verðleikum. En hann getur huggað sig við að kerfið náði ekki að brjóta hann niður, sem er vægast sagt furðulegt mið- að við aðfarirnar. Kannski getur hann sjálfum sér um kennt að einhverju leyti um viðmót kerfis- manna. Bókin ber það með sér að Skúli er ekki maður málamið- lana, hann er hvass og stirður þeim sem honum finnast sér andsnúnir alveg einsog hann er vinum sínum sannur í raun. Mað- ur af vestfirsku höfðingjakyni lætur ekki þurra þræla af skrif- borðum ráðuneyta og opinberra stofnana kveða sig í kútinn. í gegnum baráttusögu Skúla kem- ur berlega fram hvernig stríðið milli hans og Veiðimálastofnunar magnast, og að lokum er svo komið að bilið á milli er ekki brú- andi. Sagt er, að sjaldan valdi einn þá tveir deila. En einsog at- burðaröðinni er lýst í bók Skúla er ekki efamál, að framkoma Veiðimálastofnunar við Skúla er með allt öðrum hætti en ætlast má til af opinberri stofnun. Á köflum er hún vægast sagt óskiljanleg. Um þessar mundir er skiljan- legur ótti í stangveiðimönnum við stofnablöndun af völdum flót- talaxa úr eldiskvíum. Það er því fróðlegt að kynnast því, að þegar Skúli var á árum áður að fram- leiða og selja seiði í margar af bestu laxveiðiám landsins, þá gætti hann þess alltaf að nota hrogn úr klakfiskum úr viðkom- andi straumvatni. Þannig skildi hann þá þegar nauðsyn þess að nota einungis klak úr ánum, sem átti að sleppa seiðunum í. Á sama tíma var hins vegar sjálf Veiði- málastofnun að dreifa smálaxast- ofni út um allt land! Bók Skúla er tvímælalaust merkileg heimild um þróun nýrr- ar atvinnugreinar. Hún er gott framlag til atvinnusögu þjóðar- innar og verður efalítið þaullesin klassfk í röðum okkar fiskeldis- manna. Hún er Iíka skemmtileg, og lýsir vel baráttumanninum frá Laxalóni. Það er ekkert vafamál að Skúli er einn af helstu frum- herjum fiskeldis hér á landi, og í rauninni miklu merkilegri en hann skilur sjálfur. Össur Skarphéðinsson Óskiljanleg kúla Óskiljanleg kúla, fjórða ljóða- bók Einars Melax er komin út á vegum Smekkleysu s/m h/f. í bókinni eru níu ljóð, mynd- skreytt af Kristbergi Péturssyni. Bókin er gefin út í 93. ein- tökum og bundin inn í galvaniser- að járn. Upplagið er rúmt 51 kfló að þyngd og er til sölu í stærri bókabúðum sem og á skrifstofu Smekkleysu h/f. Verð 2.000 kr. Einar Melax: eftir Þórarin Eldjárn Lesning sem hrífur: Mig verkjaöi í höfuðbeinin. Einar Kárason Stíllinn blómstrar svo unun er við að dvelja. Örn Ólafsson, DV Sagan verður forvitnilegri eftir því sem ótrúlegri atburðir gerast... Jóhann Hjáltnarsson, Morgunblaðinu Þegar fyrsta bók Þórarins kom út var ég f immtán ára. Soffia Auður Birgisdóttir, RÚV Þegar farið er að kafa niður í hana kemur þó margs konar samhengi í Ijós og margar hug- leiðingar vakna. Eysteinn Sigurðsson, Tímanum ...frásögn af einkennilegu fólki sem nefnist ís- lendingar og samskiptum þess við umheiminn. Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaðinu Er þetta skáldsaga? Sojfía Auður Birgisdótúr, RÚV ...því er nú verr og miður. Arni Bergmann, Pjóðviljatiiim Skuggabox 0v3VUWiVc var það heillin, Fæst í öllum bókaverslunum. Verð kr. 2.480. Afgreiðsla: Fífumýri 4, Garðabæ, sími: 92-641455.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.