Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 3
BÆKUR Allt sem þeir gerðu var óvenjulegt Guðbergur Bergsson: Maðurinn er myndavél. Smásögur. Forlagið 1988. í þessari bók eru sögur allt frá árinu 1972, sumar eins og hrokknar utan úr því efni sem Guðbergur var þá að moða úr í stærri verk. Fleiri eru þó tiltölu- lega nýjar af nálinni. Og það er eins gott að taka það strax fram að þetta er mjög skemmtilegt safn. í sögu af tveim sjómönnum heldur betur dularfullum („Hálf- sögð saga“) segir sem svo: „Allt sem þeir gerðu var óvenjulegt og ruglaði fólk í ríminu“. Allar eru sögur Guðbergs „óvenjulegar". Það er eins og hann vilji gera til- raun með það hve Iangt hann kemst með sjálfan sig og lesand- ann áður en honum ferst sem prestinum í þeirri sögu sem áðan var vitnað til: „Ef hann héldi áfram vissi hann að hann vissi ekki lengur hvað hann var að segja“. Hann þaulræktar hug- myndir og kreistir úr þeim safann með mikilli útsjónarsemi. í sög- unni „Maður sem varð fyrir óláni“ er afbrýðisemin látin teyma tortrygginn eiginmann út yfir allan þjófabálk. I „Jón Karl og konan“ rennur það smám saman upp fyrir lesaranum, hvemig sögukonan smíðar sér eiginmann úr einsemd sinni enda telur hún að veruleikinn sé „ein- hver tegund af vissu og vilj a“. Og svo framvegis. Stundum er úr- vinnslan þannig að sögurnar verða ekki barasta „óvenjulegar" heldur geta vel „ruglað fólk í rím- inu“. En bættur sé sáskaði,menn geta þá fengið annað í staðinn eins og konan sem bjó sér til Jón Karl: hún las bók og „í sögunni fólst eitthvað heillandi eins og ævinlega í skáldskap sem maður skilur aðeins til hálfs“. Ef maður á annað borð fellst á það að slíkur hálfskilningur sé heillandi, þá dregur hann lesand- ann langt til að sættast við jafnvel mestu ólíkindalæti í Guðbergi og persónum hans. Reyndar má það segja um ýmsar best skrifuðu og hnyttnustu sögur þessarar bókar, að höfundur er hófsamari í leik sínum en oft áður og þar með „aðgengilegri" hverjum þeim sem á annað borð nennir að lesa. Nefnum til dæmis ágæta dæmi- sögu frá stríðsárunum um dreng- ina sem fundu hanska af amrísk- um hermanni og gerðu árangurs- lausar og hlálegar tilraunir til að skila honum til hersins í nafni þjóðlegrar reisnar. Eða þé loka- söguna (eða sögurnar), „Brúðan“, sem geymir furðuleg en jafnframt merkilega þekkjan- leg brot úr síðustu byltingunni í Evrópu, hinni portúgölsku. Árni Bergmann T 1 Guðbergur Bergsson Lífið í kringum okkur Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Lifandi heimur - Lífið í kringum okkur eftir Marit Claridge og John Shackell. Þetta er fræðslubók um náttúruna í myndum og máli þar sem börnin fá svalað forvitni sinni og svör við spurningum um lífið í kringum okkur. Þessi litríka bók hefur að geyma ómældan fróðleik um það sem gerist í jurtaríkinu, dýrarík- inu og daglegu lífi barnanna sjálfra. í bókinni er yngstu kyn- slóðinni kennt að gera einfaldar tilraunir sem leiðir hana fyrstu sporin í líffræði og náttúrufræði. Einnig eru grundvallarhugtök líf- fræðinnar útskýrð á einfaldan og fjörlegan hátt og aftast í henni eru orðskýringar þar sem hægt er að fletta upp á erfiðustu orðun- um. - En bókinni er ekki aðeins ætlað að fræða - heldur er henni líka ætlað að temja börnunum virðingu fyrir öllu því sem lifir og andar í kringum okkur. Lifandi heimur - Lífið í kring- um okkur er 39 bls. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. PETUR ZOPHONÍASSON VKINGS IÆKJARHT V FANGINN OG DOMARINN Þáttur af Sigurdi skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VIKIN GSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k; og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjama- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ÞÓRÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í Islendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. SKVGGSJA - BOKABÚÐ OLTVERS STEJNS SF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.