Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 6
Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í háspennustrengi 12-kV. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. febrúar 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1989 og verða álagningaseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykja- vík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúla- túni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úr- skurðar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um lækkunina þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík 12. janúar 1989 Frænka mín Sigrún Jónatansdóttir hjúkrunarkona Stóragerði 30 er látin. Anna Brynjúlfsdóttir Útför Gunnars Hanssonar Sólheimum 5 fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabb- ameinsfélag íslands. Huida Valtýsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Stefán P. Eggertsson Helga Gunnarsdóttir Michael Dal Hildigunnur Gunnarsdóttir Ásgeir Haraldsson og barnabörn ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Efasemdir um kraftaverk Práttfyrir dauðaleit hefur ekki tekist að hafa uppi áfimm af mönnunum sex sem bjargað var úr húsarústum, 35 dögum eftir jarðskjálftana mannskœðu r Izvestía, málgagn Sovétstjórn- arinnar, lét í gær í Ijós efa- semdir um að fréttirnar af björg- un 6 manna úr húsarústum í Len- ínakan væru sannleikanum sam- kvæmar. Fregnir um þessa mannbjörg flugu vítt um heim í fyrradag en komið er hátt á ann- an mánuð frá því hörmungarnar dundu yfir í Armeníu. í fyrrakvöld sýndi sovéska sjónvarpið viðtal við miðaldra rafvirkja, Aikaz Akopjan að nafni, sem tjáði höggdofa frétta- mönnum að hann hefði verið grafinn út úr húsarústum daginn áður við sjötta mann. En Ízvestía efast. Þrátt fyrir ít- arlega leit og mikla eftir- grennslan hafi ekki tekist að hafa uppá þessum fimm félögum Ak- opjans. Og það þótt menn hafi spurst fyrir á öllum sjúkrahúsum á svæðinu frá Lenínakan að höf- uðborginni Jerevan. „Við blaðamenn erum í klípu því reynsla undanfarinna daga og vikna hefur kennt okkur að fólk vonast heitt og innilega eftir kraftaverki,“ segja höfundar greinarinnar en þeir héldu til Armeníu daginn eftir jarðskjál- ftann og dvelja þar enn. Þeir segjast hafa haldið að rúst- um fjölbýíishússins sem fólkið lá grafið undir strax og björgunar- fréttin barst þeim til eyrna. „Við komum þangað klukkan tvö eftir hádegi en sexmenningarnir „Fólk vonast heitt og innilega eftir kraftaverki." höfðu verið grafnir út um morg- uninn. Hvað var orðið af þeim? Auðvitað hlaut einhver að hafa gefið þeim gaum, liðsinnt þeim og hjúkrað?“ En enginn virtist hafa grænan grun um afdrif þess- ara manna. Mjög var af Akopjan dregið eftir hrakningarnar en engu að síður lýsti hann undirheimavist þeirra félaga af all mikilli ná- kvæmni. „Það er erfitt að gera sér í hug- arlund að maður sem er jafn illa á sig kominn og hann fari með fleipur,“ segir Ízvestía og hefur eftir lækni nokkrum að Akopjan væri illa farinn á taugum þótt minni hans virtist óskert. Tass kveðst hafa byggt fréttina um „kraftaverkið í Lenínakan“ á upplýsingum frá ermsku frétta- stofunni Armenpress en blaða- menn hennar segjast vera að reyna að rekja frétt sína til róta og hafa uppi á týndu fimmmenn- ingunum. Reuter/-ks. Þýskir kommúnistar Báðu félögum griða Skjöl úrsafni Kóminterns þykja sanna að drápsœði Stalíns komflatt uppá þýska kommúnista sem farið höfðu úr öskunni í eldinn Austurþýskir sagnfræðingar hafa um nokkurt skeið rótað í pappírum og skjölum Kómint- erns, þriðja alþjóðasambandsins, og segjast nú hafa fundið bréf sem sanni að oddvitar þýskra komm- únista hafi reynt að bjarga lífum landa sinna og félaga undan blóð- hrammi Jósefs Stalíns á ofanverð- um fjórða áratugnum. Neues Deutschland, málgagn Einingarflokks sósíalista, einsog austurþýski kommúnistaflokkur- inn nefnir sig, birti bréf þetta og ítarlega skýringarklausu á dögun- um. Bréfið ritaði Wilhelm Pieck fyrir hálfri öld. Hann fer þess á leit við sovéskan fyrirmann í al- þjóðasambandinu að hann komi í kring fundi þeirra Stalíns. „Við þýskir félagar í Kómint- ern erum fullvissir um að þessir menn hafa ekki gerst sekir um neina glæpi gagnvart Sovétríkj- unum,“ segir Pieck og finnur að því að enginn hafi hirt um svara fyrirspurnum um afdrif þessara félaga hans. Út af efni bréfsins leggur síðan Heinrich nokkur Kuehnrich, starfsmaður Marx-Lenín stofn- unarinnar. Það sanni svo ekki verði um villst að þýskir komm- únistar, sem einhverra hluta vegna var hlíft við gúlagi og dauða, hafi gengið fram fyrir skjöldu og reynt að bjarga lífum Við tilurð Þýska alþýðulýðveldisins heilsast kommúnistinn Wilhelm Pieck og jafnaðarmaðurinn Otto Grotewohl. Andi StaKns sveif yfir vötnum. félaga sinna og landa, þýskum kommúnistum sem af einhverj- um orsökum var síðan ekki hlíft við gúlagi og dauða. Kómintern var sem kunnugt er stofnað árið 1919 en lagt niður árið 1943 þegarseinni heimsstyrj- öld var í algleymingi. Árum sam- an gættu Kremlverjar skjalasafns þess einsog sjáaldurs auga síns og engir útlendingar fengu að hnýs- ast í pappírana fyrr en í ágúst í sumar. Austurþýskir sagnfræðingar létu ekki segja sér tvisvar að skella sér austur enda hefur ætíð farið iágt hvað varð um 2.000 kommúnista sem flúðu í austur- veg undan nasistum. Þeir hurfu nær sporlaust en almannarómur hermir að þeir hafi troðist undir járnhæl Stalíns einsog miljónir annarra. Pieck var einn fremur fárra Þjóðverja í Moskvu sem skrimti í skjóli hulins verndarkrafts og fyrir duttlunga bóndans í Kreml. Erich Honecker var fangi Hitlers heima í Þýskalandi á þessum tíma. Kannski barg það lífi hans!? Reuter/-ks. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.