Þjóðviljinn - 17.01.1989, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1989, Síða 4
þJÓÐVILHNH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Eymdogótti í Sjálfstæðisflokknum Áriö 1988 var ár ósigranna í Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til að flokkurinn rétti úr kútnum árið 1989. Þessvegna einkenna eymd og ótti starf og áróður forystumanna hans nú um stundir. Flokkurinn varðfyrirgríðarlegu áfalli vorið 1987, þegarfjórðung- ur af hefðbundnu fylgi hljópst undan merkjum. í kjölfarið var hins- vegar mynduð stjórn, sem ekki aðeins lautforystu flokksins heldur tók í veigamestu málum mið af pólitískri stefnu hans, samblandi af óheftri markaðshyggju, forréttindafyrirgreiðslu, og harðvítugri afturhaldsstefnu á félagslega sviðinu og í mennta- og menning- armálum. Það er fróðlegt að bera þessa síðustu kafla í sögu Sjálfstæðis- flokksins saman við mesta kosningaósigur Framsóknarflokksins, árið 1978. Báðir tóku forystu í þriggja flokka ríkisstjórn eftir kosn- ingarnar, og þáðar þær stjórnir sprungu í loft upp eftir rúmt ár. Framsókn átti ekki mesta sök á slitunum 1978. Þá var það óeining A-flokkanna, óþol og reynsluleysi krata í bland við stefnu- lega stöðnun Alþýðubandalagsins sem mestu olli. Snjöllum og vinsælum foringja Framsóknarmanna tókst svo að aka seglum þannig eftir vindi að í kosningunum ‘79 vann flokkur Ólafs Jóhann- essonar einn glæstasta sigur sinn á síðari tímum. Sjálfstæðisflokkurinn átti hinsvegar mesta sök á stjórnarslitun- um 1988. Stjórnarstefnan var gjaldþrota, og veikburða forysta Sjálfstæðisflokksins gat hvorki bent á aðrar leiðir né tekið leiðsögn samstarfsflokka sinna. Flokkurinn hafði löngu fyrir slitin brugðist á báðum þeim málasviðum sem forðum voru stolt Ólafs Thors og félaga: Efnahagslegt sjálfstæði landsins var komið að hruni, og í atvinnulífinu blöstu við fjöldagjaldþrot og v.'ðtækt atvinnuleysi. Við þetta bætist að fylgiskannanir sýna að flokkurinn er hvergi nálægt því að rífa sig uppúr tölunum frá 1987. Öfugt við Framsókn 1978 virðist fylgishrunið hjá íhaldinu í fyrravor ætla að verða pólitísk staðreynd til langframa. Og meðal annars vegna pólitísks magnleysis í forystu Sjálfstæðisflokksins var mynduð hér vinstri- stjórn án kosninga. Sú stjórnarmyndun var jafnvel enn grimmilegra pólitískt áfall en dauði fyrri stjórnar, og enn eitt höggið á flokkinn er síðan að vinstristjórnin komst heilu og höldnu í gegnum brimgarðinn á þingi nú um jólin, vegna þess að fulltrúar byggðastefnu og láglauna- fólks í stjórnarandstöðu skildu sinn vitjunartíma og létu ekki blekkj- ast af langhundum Þorsteins Pálssonar og Halldórs Blöndal. Sjálfstæðismenn reyna þessa dagana að hefja gagnsókn og eru nú flestir sótraftar á sjó dregnir. í gagnsókninni bjóða forystumenn íhaldsins sínar gömlu frjáls- hyggjulausnir með gengisfellingu og kjaraskerðingu sem að- göngumiða að paradís á jörð. Liður í þessu lýðskrumi er svo áróðurinn gegn tekjuöflun stjórnarinnar. Því er rétt að minna á nokkrar staðreyndir. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var einhver allra mesta skatta- stjórn í manna minnum. Þrátt fyrir skattagleðina skildi hún eftir sig ríkissjóð í rúmlega sex miljarða króna halla. Tekjuöflun núverandi stjórnar veldur því að tekjuskattur fólks með lágar tekjur lækkar, hækkar örlítið á meðaltekjufólki, en tals- vert á hátekjumönnum, sérstaklega ef eignarskattur er tekinn með í reikning. Þetta hefur Þorsteinn Pálsson gagnrýnt harðlega. Sami maður lagði fram tillögur um skattahækkanir nokkrum dögum áður en stjórnin hans dó. í þeim var gert ráð fyrir miklu þyngri tekjusköttum. Maður með 60 þúsund krónur á mánuði borgar nú rúm 7% af tekjum sínum í skatta. Skattatillögur Þorsteins gerðu hinsvegar ráð fyrir að 60 þúsund króna maðurinn greiddi rúm 10% af tekjum sínum í skatta. Þorsteinn hefur þannig tvær tungur í munni einsog margir aðrir óvandaðir stjórnmálamenn. Sérstakur galli við Þorstein er hins- vegar sá að tungurnar tvær flækjast stundum saman með þeim afleiðingum að hann kemur ekki upp nokkru hljóði. í gagnsóknartilraun Sjálfstæðismanna hafa Þorsteinn og fé- lagar til dæmis ekki getað stunið upp orði um það hvar skuli skorið niður eða hvar aflað annarra tekna. Sú þögn sýnir best að gagnsókn Sjálfstæðisflokksins er í raun- inni á mörkum þess að geta flokkast undir pólitískan viðburð. Þessar æfingar eru fyrst og fremst sálfræðilegt mál. Forystumenn- irnir eru ekki að reyna að berjast gegn pólitískum andstæðingum sínum, heldur beinist gagnsóknin að því að yfirvinna eigin eymd og ótta. Enda er hin raunverulega stjórnarandstaða ekki skipulögð í þingflokkum þessa dagana. -m KLIPPT OG SKORIÐ Sjálfsgagnrýni Okkur varð á í messunni á fimmtudaginn þegar birt var gáta eftir Böðvar Guðmundsson skáld frá Kirkjubóli í Hvítársíðu og höfundur kallaður hagyrðingur. Böðvar er að vísu hagorður vel en rétt starfsheiti hans er skáld og rithöfundur. Þjóðlíf spyr um Nató Fréttatímaritið Þjóðlíf tekur fyrir afstöðu íslendinga til hersins og NATO í janúarhefti sínu vegna þess að ýmsir halda því fram að sú afstaða sé að breytast. Þar er rætt við ellefu manns sem ýmist eru á móti hvorutveggja, með hvorutveggja eða á móti her en með Nató. í viðtölum þessum kemur fram margt fróðlegt og umhugsunar- vert eins og von er til þegar stór mál eru tekin til umfjöllunar og full ástæða til að klippa valda kafla úr máli manna. Eitt af því sem athygli vekur er að her- stöðvaandstæðingar eru að öllum jafnaði skýrmæltari og ótvíræðari í málflutningi sínum en her- stöðvasinnar. Takið eftir því í köflunum sem hér fara á eftir. Vegir Sovétmanna eru órannsakanlegir Albert Jónsson, framkvæmda- stjóri Öryggismálanefndar segir m.a. þetta: „Stefna Sovétríkj- anna gagnvart Evrópu er engan veginn á hreinu. í stríðinu um al- menningsálitið hefur frum- kvæðið á mjög mikilvægum svið- um komið frá Gorbatsjov, leið- toga Sovétrikjanna, án þess þó að menn hafi áttað sig til fulls á raun- verulegu markmiði hans. Er markmiðið ef til vill það sama og áður, en tæknileg útfærsla þess betri, að kljúfa Nató og losna við Bandaríkjamenn úr Evrópu, eða alla vega kjarnorkuvopn þeirra? Þessi möguleiki hefur valdið nokkmm áhyggjum innan Atl- antshafsbandalagsins." Það er von. Skömmu seinna segir: „Hafin er framkvæmd allsherj- ar endurskoðunar á því hvernig Nató geti sem best þjónað tveimur meginmarkmiðum sín- um að tryggja öryggi Vestur- Evrópu bæði með fælingu og slökun gagnvart austurblokkinni. Hér er um að ræða tilraun til að móta sameiginlega stefnu banda- lagsríkjanna í þessum málum.“ Styðja styðja tsja tsja tsja. Kalda stíðinu er lokið Albert Jónsson spáir í orð og gerðir Gorbatsjovs en þykist sjálfsagt vita allt um hugsanir og ráðagerðir Bandaríkjamanna. Stefán Jón Hafstein bendir á að vegir þeirra geti verið vafasamir líka: „í öðm lagi er pólitískt og efna- hagslegt hlutverk hersins mun meira á íslandi en í fljótu bragði sýnist. Þetta getur reynst okkur hættulegt; leifar kalda stríðsins eru hugmyndafræðilegt ósjálf- stæði þar sem ofurkapp hefur verið lagt á átrúnað á Bandarík- in. Eftir að hafa fylgst náið með bandarískum stjórnmálum í nokkur ár er ég ekki í vafa um að stórveldið beri að umgangast með fuilkominni tortryggni. Til vinstri hafa menn fyrir löngu gert þetta mál upp við Sovétríkin, en til hægri bólar ekki á neinni slíkri endurskoðun. Tilefnin em þó ærin.“ Sama tunga? Klausan úr máli Kjartans Gunnarssonar er á þessa leið: „Ég held að áhrif aukinnar sam- vinnu Evrópurfkja í Evrópu- bandalaginu felist fyrst og fremst í því að þessar þjóðir eru fljótari að sameinast um skoðanir og hugmyndir innan Atlantshafs- bandalagsins. Ég hygg að það sé mjög ákveðin skoðun leiðtoga þessara þjóða að það komi ekki með neinum hætti til greina að rýra eða draga úr varnarsamstarf- inu í Atlantshafsbandalaginu, sem er þá einkum milli Evrópu- ríkjanna annarsvegar og ríkja Norður-Ameríku hinsvegar. All- ir þessir aðilar eru sammála um það að varnarsamstarfið við Bandarikin sé jafnmikilvægt nú og það var áður.“ En Sigríður Dúna segir: „...mér hefur á undanfömum árum þótt mikilvægast að ísland efldi og samhæfði rödd sína þann- ig að hún gæti hljómað hátt og afdráttarlaust í þágu friðar og af- vopnunar hvar sem er í heimin- um.“ Trójuhestur Ásgeir Hannes Eiríksson líkir Nató skáldlega við Trójuhest og vill að bandarísku hermennirnir skríði út úr honum og fari að leggja vegi og flugvelli og reisa sjúkrahús handa íslendingum. „Þá kemur vel til greina að inn- heimta beina leigu fyrir afnot á landinu okkar fyrir varðturn.“ Þegar hér er komið sögu rifjast upp fyrir klippara limra Þorsteins Valdimarssonar sem hann nefndi „Samvisku": Hún Snotra er móðir að Snató, en Snató er undan Plató. Hann er skelfilegt svín en þó skammast hann sín nið‘r í skott, ef við köllum hann Nató. Stutt og laggott Pressan gerir því skóna á fimmtudaginn að hús DV við Þverholt sé veðsett fyrir skuldum Arnarflugs. Af því tilefni hefur blaðið viðtal við ritstjóra DV, Jónas Kristjánsson, holdgerving frjálsrar og óháðrar fjölmiðlunar og einn helsta fulltrúa opinna tjá- skipta og óhefts upplýsinga- streymis a la Washington Post á landinu. Viðtalið er á þessa leið: - Nú hefur hús fyrirtækisins verið veðsett fyrir lánum sem gengu til Arnarflugs. Telur þú það eðlilegt þegar dagblað á í hlut? „Ég get ekkert tjáð mig um það núna.“ - Var þetta samþykkt í stjórn Dagblaðsins hf.? „Ég get ekkert tjáð mig um það.“ - En er þér kunnugt um þetta? „Ég get ekkert sagt um það heldur.“ - Viltu þá ekkert segja um þetta mál? „Nei.“ Þess ber að geta að Ellert Schram skrifar snöfurlega grein í helgarblað DV um þetta efni. Árekstrar á himnum? Frjálsu útvarpsstöðvarnar eru þekktar að frjálslegri beitingu tungunnar og mjög frjálsu mynd- máli, en það vakti óhug meðal fólks þegar einn útsendari frelsis- ins sagði í hljóðnemann í hálk- unni fyrir helgina að „árekstrun- um rigndi niður í Reykjavík“. li Síefún Jón Hafstein, dagskrárgerðunnadur Kalda stríðinu er lokið O) o> CD H sér cn ckki niíílefnínu til terir þa<) uð verkum að mcr förmimfirum þótt mikilv&’ítast i og sarnh&'fði lotitl sína þannig iljómað h:itt ou afdiátrarlaust í Albert Jónsson. Þó fc ýmiss innrl vondamál Oö Nató s ' "u —s gj n Kjartán Gunnarsson, fríxmkvœm\ ísland gegnir í unrnnm Evr Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ólafurGíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson(Umsjón- arm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson. Útlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri:HallurPáll Jónsson. Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.