Þjóðviljinn - 18.01.1989, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.01.1989, Qupperneq 2
FRÉTTIR Fiskvinnsla Geislun í stað frystingar Dr. Grímur Valdimarsson: Bylting ígeymslufisks effordómum almennings yrðieytt. Þrisvar sinnum lengri geymslutími enmeðfrystingu. Hœttulaus með öllu. Tilraunir í Noregi með hitaðan fisk en ekki ferskan Ef geislun fisks yrði viðurkennd af neytendum þá er hægt að tala um byltingu í geymslu fersks físks enda geymslutíminn allt að 3 sinnum lengri en með hefðbund- inni frystingu, sagði dr. Grímur Valdimarsson forstjóri Rann- sóknastofnunar fískiðnaðarins. í nokkra áratugi hafa verið gerðar tilraunir með að geisla ferskan fisk til að varðveita fersk- leika hans lengur en hægt er með frystingu og ma. voru gerðar til- raunir þar að lútandi hjá R.F. á árunum 1964 og 1965. Þá hafa sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum kannað áhrif aðferð- arinnar og skrifað skýrslu um málið þar sem fram kemur að í lagi sé að geisla fiskinn með litl- um skömmtum. Helstu kostirnir við þessa aðferð eru þeir að hún er örugg, drepur gerla án þess að breyta útliti fisksins, er einföld og fljótvirk. Aftur á móti eru tækin sem til þarf dýr og nauðsyn á ströngu eftirliti. Grímur sagði að eftir Tjernó- bylslysið í Sovétríkjunum hafi all- ar áætlanir um þessa geymsluað- ferð verið lagðar á hilluna í bili vegna fordóma almennings við allt sem lýtur að geislun. Þó hafa Hollendingar geislað rækju með góðum árangri og ennfremur er grænmeti geislað til að eyða skor- dýrum og lengja geymslutíma. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið í Noregi til að lengja geymslutíma fisks koma ekki til með að breyta miklu fyrir fisk- vinnsluna hérlendis þar sem hrá- efnið er pakkað inn í lofttæmdar umbúðir og síðan hitað. Þar er því ekki um að ræða geymslu á hráum fiski heldur á nokkurskon- ar kælivöru sem er allt annar handleggur. - Ef hér hefði verið á ferðinni ný aðferð til að geyma ferskan fisk í allt að 10 vikur væri það svo mikill viðburður að Nó- belsverðlaun hefðu varla dugað fyrir, sagði dr. Grímur Valdi- marsson. -grh Neskaupstað Norskir fylla Æmaa X ■ fjorðinn Fjöldi norskra loðnu- skipa liggur inni á Norðfirði. Aflinn frystur um horð Undanfarnar tvær vikur hefur hópur norskra loðnubáta legið inni á Norðfirði á meðan skip- verjar vinna að frystingu afíans um borð. Oftast hafa bátarnir verið 10-15 talsins og liggja þeir við Iegufæri á firðinum. Nokkrir þeirra hafa komið að landi með rifnar nætur og sett þær til við- gerðar hjá Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar, þeir sömu bátar hafa þá jafnan landað slöttum í bræðslu hjá Síldarvinnslunni. Kvóti hvers báts er ekki stór á íslenskan mælikvarða, 970 tonn, og reyna því Norðmennirnir að frysta sem mest af aflanum. Norskir sjómenn vinna að loðnufrystingu um borð í loðnubátnum Nybo frá Molde. Myndir — hb Frystigeta bátanna er allt að 50 tonnum á sólarhring og flestir haf pláss fyrir um 250 tonn í frystilest- um. Mestur hluti frystu loðnunn- ar fer í laxafóður í Noregi. Norðmennirnir hafa óneitan- lega sett svip á bæjarlífið í Nes- kaupstað að undanförnu, því þótt flest liggi skipin út á, er nokkuð um að skipverjar komi í land á Iéttabátunum til að kaupa helstu nauðsynjar. Auk norsku skipanna var mikið um komur íslenskra loðnu- báta og togara í lok síðustu viku, bæðí vegna brælu á Austfjarða- miðum og bilana í skipunum. Hátt í 30 skip íslensk og norsk voru á firðinum og við bryggjur í Neskaupstað á föstudagskvöldið síðasta. hb/Neskaupstað HÍK Samningar lausir á annað ár Stjórn HÍK: Verður ekki þolað lengur Félagsmenn í Hinu íslenska kennarafélagi hafa nú verið með lausa samninga í rúmt ár, en samningar félagsins við fjármál- aráðuneytið voru lausir um ára- mótin í fyrra. Ekki tókst að ljúka samningum í fyrravor áður en bráðabirgðalög tóku gildi sem bönnuðu alla samningagerð. Ómar Árnason framkvæmda- stjóri HÍK sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þessi staða samningamála hefði m.a. haft það í för með sér að kennarar í HÍK væru í nokkrum tilfellum allt að þremur launaflokkum og einu þrepi undir kjörum kennara úr KI, sem náði að ljúka sínum samningum fyrir samningsbannið í fyrrasumar. Stjórn HÍK hefur sent frá sér ályktun þar sem bent er á að þann tíma sem samningar félagsins hafa verið lausir hafi kaupmáttur launa rýrnað verulega. „Rýr kaupmáttur og svikin loforð hafa reynt svo á þolrif kennarastéttar- innar að ekki verður lengur við unað,“ segir í ályktuninni, en stjórn HÍK hefur ekki fengið samræmingu á samningum stnum og samningum KÍ þrátt fyrir ítr- ekaða beiðni. í ályktun stjórnarinnar er einn- ig mótmælt harðlega nýjum álögum ríkisstjórnarinnar óg bent á að launafólk hafi mánuð- um saman orðið að búa við þau ólög að vera svipt verkfalls- og samningsrétti og hafi þar á ofan mátt sæta frystingu launa. -•g- Fjölmiðlanám Kennslustefna mótuð Nefnd skipuð til að gera tillögur umfjölmiðlakennslu á öllum skóla- stigum um. Nefnd skipuð af Svavari Gests- syni menntamálaráðherra, á að skila frá sér tillögum fyrir 1. júní um fjölmiðlakennslu á öllum skólastigum í landinu. Hagnýt fjölmiðlun hefur verið kennd í háskólanum í tæp tvö ár og á nefndin að gera tillögur um kennslu í greininni til að mennta starfsménn við blöð og aðra fjöl- miðla./ í störfum sínum á nefndin að /_________________________ skoða tillögur sem þegar liggja fyrir í háskólanum. Hvað fram- haldsskólastigið varðar, skal nefndin gera tillögur um mark- mið og framtíðarskipan fjölmiðl- akennslu og byggja á reynslu sem þegar er fengin á þessu sviði. Þá á nefndin að gera sams konar til- lögur um grunnskólana, með það í huga að að fjölmiðlafræðsla verði hluti af ýmsum námsgrein- um þar, t.d. móðurmáli, samfé- lagsfræði og erlendum tungumál- Formaður nefndarinnar er Þorbjörn Broddason dósent en með honum sitja Höskuldur Þrá- insson prófessor, Inga Sólnes for- maður Félags félagsfræðikenn- ara, Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafélags íslands, Sig- rún Stefánsdóttir framkvæmda- stjóri fjarkennslunefndar og Örn Jóhannsson formaður Félags ís- lenska prentiðnaðarins. -hmp / / Möskvastœrð Samræmdar mælinpr Tillögur Guðna Þor- steinssonar komnar til sjávarútvegsráðu- neytisins - Það verður allt kapp lagt á að hraða afgreiðslu þessara tillagna um samræmdar möskvamæling- ar sem voru að detta hingað inn. Hvenær það verður get ég ekkert sagt um né efni þeirra enda varla farinn að lesa þær, sagði Jón B. Jónasson skrifstofustjóri sjávar- útvegsráðuneytisins. í gær skilaði Guðni Þorsteins- son fiskifræðingur til sjávarút- vegsráðuneytisins tillögum sem hann gerði um samræmdar möskvamælingar í umboði Haf- rannsóknastofnunar. Að undan- förnu hafa mæst stálin stinn milli sjómanna og Landhelgisgæslunn- ar þegar þeir síðarnefndu hafa fært togara til hafnar eftir að möskvamælingar hafa sýnt þá of litla. Sjómenn fullyrða að vinnu- brögð Gæslunnar jaðri við norna- veiðar fremur en þau séu eðlilegt eftirlits- og iöggæslustarf, en mæla síðan ýmist með gömlu mælingaspjöldunum eða danska þrýstimælinum sem ekki er einu sinni löggiltur hérlendis. Að sögn Guðna Þorsteins- sonar reyndist möskvastærðin hjá Ásbirni RE ekki vera 1-2 mm minni en leyfilegt er, heldur 4 mm. -grh Ísafjarðardjúp Seiðin ekki vandamál Rækjuveiðar nýhafn- ar eftir áramót. Hrognarœkja íArn- arfirði - Eftir að rækjuveiðar hófust með leggpokanum eru seiðin ekki lengur vandamál hér í Djúpinu. Fyrir áramót var búið að veiða um 300 tonn af 1000 tonna kvóta sem verður endurskoðaður eftir rannsóknaleiðangur í næsta mán- uði, sagði Guðmundur Skúli Bragason forstöðumaður útibús Hafrannsókna á ísafirði. Rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi máttu hefjast að nýju eftir ára- mótin á föstudag en vegna leiðindaveðurs fór enginn til veiða af 31 bát sem leyfi hafa. Fyrsti veiðidagurinn var því í fyrradag og var afli þokkalegur, að jafnaði um 2 tonn á bát, en hámarksafli í viku hverri má ekki vera meiri en 4 tonn. Alls vinna um 7 rækjuverksmiðjur afla bát- anna við norðanvert Djúp. Að sögn Guðmundar Skúla er uppistaðan í aflanum ársgömul rækja og því fara um 350 stykki í kílóið. Öðru máli gegnir um rækjuna sem veidd er í Arnar- firði. Þar er sannkölluð hrogna- rækja, 3ja til 4ra ára gömul og stór. Enda þarf ekki nema um 180 stykki í kílóið þar vestra. Þar er rækjukvótinn 600 tonn til bráðabirgða sem 10 bátar mega veiða. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.