Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Hvalveiðistefnan Landsbyggðinni blæðir Sölusamtök Lagmetis: Útlitfyrir atvinnuleysi 160 manns. Töpuðsala fyrira.m.k. l,4miljarð Takist grænfriðungum ætlun- arverk sitt hafa þeir sent út í atvinnuleit 160 manns, sem nær allir búa utan höfuðborgarsvæð- isins, skert verulega rekstur tveggja verksmiðja og lokað fjór- um. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu lagmetisiðnaðarins, sem tekin var saman af Sölusam- tökum Lagmetis og Félagi ís- lenskra iðnrekenda að ósk Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra í lok janúar. í skýrslunni kemur fram að nú þegar hafi 41 starfsmaður í lag- metisiðnaði misst atvinnuna vegna mótmæla grænfriðunga í Þýskalandi. Láta mun nærri að áætla megi launagreiðslur hvers mannmánaðar 55 þúsund krón- ur. Tapaðar launagreiðslur nema því 2,8 miljónum króna á mán- uði. Síðan segir í skýrslunni: „Óbreytt stefna íslenskra stjórnvalda í hvalveiðimálinu þýðir því tapaða sölu að verð- mæti að minnsta kosti 1.400 milj- óna króna. Það skal undirstrikað að þessi upphæð er algert lág- mark. Allt bendir til þess að salan minnki mun meira og athuga ber hver þróunin verður á öðrum mörkuðum ss. Bandaríkjunum. Auk þessa þarf að bæta hér við kostnaði við að vinna markaðinn aftur þegar íslendingar hafa hætt hvalveiðum. Erfitt er að segja nákvæmlega til um þennan kostnað, en hann mun vafalaust skipta nokkrum tugum miljóna." -grh Ráðhúsið Bflastæðið á 2,5 miljónir Bílageymslan kostar jafn mikið og veitt er tilframkvœmda í þágu aldraðra, íþrótta, dagvistar, umhverfis, útivistar og kaupaá leiguíbúðum Hvert bflastæði í ráðhúskjall- aranum mun kosta tvær miljónir sex hundruð og þrjátíu þúsund krónur ef marka má nýútkomna skýrslu verkefnisstjórnar ráð- hússins. Eins og Þjóðviljinn greindi frá í gær var lögð fram í borgarráði skýrsla verkefnisstjórnar um áætlaðan byggingarkostnað ráð- hússins. Þar kom fram að áætlað- ur kostnaður við bygginguna hef- ur hækkað um rúm 19% frá því sl. sumar. í skýrslunni kemur fram að kostnaður við bílageymslu í kjall- aranum er nú áætlaður um 342 miljónir kr. Þess má geta að það er nánast sama upphæð og Sjálf- stæðismenn hafa ákveðið að verja á þessu ári til framkvæmda við æskulýðsmál, íþróttamál, heilbrigðismál, dagvistarheimili, umhverfi og útivist, til kaupa á leiguíbúðum og til verkamanna- bústaða í Reykjavík. -sg Efnahagsaðgerðir Dapurleg niðurstaða - Þessar efnahagsaðgerðir þýða að meðalfrystihúsið er enn rekið með tapi en saltfiskvinnsian er rétt yfir núllinu. Við hefðum viljað sjá minnst 10% gengisfell- ingu sem hefði nægt til að koma frystingunni í hagnað. Það náðist því miður ekki og það teljum við vera heldur dapurlega niður- stöðu,“ segir Arnar Sigurmunds- son formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. - Efnahagsaðgerðirnar gefa því miður ekki tilefni til fisk- verðshækkana að óbreyttum for- sendum og skilja því útgerð og sjómenn eftir. Nú hefði hins veg- ar verið lag að auka tekjur vinnsl- unnar með góðri gengisfellingu og gefa þar með svigrúm til fisk- verðshækkana, því bæði eru doll- arinn og afurðaverð á erlendum mörkuðum að styrkjast frá því sem áður var,“ sagði Arnar Sigurmundsson. -grh Neytendasamtökin Kært vegna kartöfluverðs Neytendasamtökin hafa óskað eftir rannsókn á meintu lögbroti heildsöluaðila og kartöfluframleiðenda. Jóhannes Gunnarsson: Verð á kartöflum hefurhœkkað um 88% á einu ári Neytendasamtökin vilja að landbúnaðarráðherra kanni meint lögbrot við verð- lagningu á kartöflum. Við höfum óskað eftir því við landbúnaðarráðherra að nú þegar verði rannsakað meint brot sumra heildsöluaðila og fram- leiðenda kartaflna. Við höfum heimildir fyrir því að sumir þeirra sem fást við framleiðslu og dreifingu á kartöflum brjóti lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna á blaðamannafundi þar sem kæra þeirra var kynnt. . Aðdragandi þessa máls er sá, að á síðasta ári óskuðu kartöflu- framleiðendur eftir því að sex- mannanefnd ákveddi verð á kart- öflum til framleiðenda. í fram- haldi af því ákvað nefndin að verð á 1. flokks kartöflum skyldi vera 42,37 kr. pr. kg. - Við höfum heimildir fyrir því að sumir dreifingaraðilar borgi um 50 kr. fyrir hvert kg. Það er skýlaust brot á lögum en þar segir: „Enginn má kaupa eða selja búvöru innanlands á öðru verði en ákveðið hefur verið sam- kvæmt ákvæðum þessara laga“. Samkvæmt okkar útreikningum leiðir þetta til þess að neytendur þurfa að borga nærri 20 kr. meira fyrir kg í smásölu, sagði Jóhann- es. Hann sagði jafnframt að verð á kartöflum væri nú mjög hátt og hefði hækkað óeðlilega mikið á síðustu árum. Þannig hefði verð á einu kg af kartöflum hækkað um 88,3% á undaförnum tólf mánuð- um, á meðan framfærsluvísitalan hefði hækkað um 18,3%. - Ef litið er hins vegar á tíma- bilið janúar 1985 til janúar 1989 hafa kartöflur hækkað um 339%. Á samtíma hefur heilhveitibrauð hækkað um 201% og fiskhakk um 202%, sagði Jóhannes og benti á að kartöfluverð hérlendis væri miklum mun hærra en í ná- grar.nalöndunum. Neytendasamtökin hafa einnig mótmælt ýmsum þeim hugmynd- um sem fram hafa komið í drögum að reglugerð um dreif- ingu á kartöflum. Samtökin vilja meina að framleiðendum sé veitt óeðlilega mikið vald hvað varðar heildsöludreifingu. - Við erum þeirrar skoðunar að ef þær einokunarhugmyndir sem komið hafa fram í drögunum ná fram að ganga muni það ein- göngu leiða til enn hærra verðs á kartöflum, sagði Jóhannes og bætti við, að hann treysti því að þessar reglur yrðu ekki settar án samráðs við samtök neytenda. -sg Heilabólga Nýtt bóluefni 1. maí næstkomandi hefst bólu- setning ungbarna í landinu gegn heilahimnu bólgu. Sem kunnugt er stingur heila- himnubólga sér niður hér á landi af og til. Á árunum 1974-1987 greindist sjúkdómurinn hjá 129 börnum og þá aðallega börnum undir fimm ára aldri. Með tilkomu þessa bóluefnis verður hægt að veita 90% vernd gegn sýkingu. Sjúk- dómurinn getur orsakað heila- skemmdir og heyrnarskerðingu. Bólusett verður í Heilsuvernd- arstöðinni í Reykjavík, svo og á öðrum heilsugæslustöðvum þar sem ungbamaeftirlit fer fram. eb. / Innkaupsverð á, innlendri bjór- framleiðslu til ÁTVR hefur enn ekki verið ákveðið og bíður ÁTVR nú eftir að íslenskir bjór- framleiðendur sendi inn ný og lægri tilboð, þar sem Áfengis- verslunin treysti sér ekki til að taka því verði sem boðið var. „Við gerðum innlendum öl- gerðum grein fyrir þeim öðrum kostum sem í boði eru, þ.e. er- lenda bjórnum, og að þama bæri mikið í milli í verði og að við í þessu fyrirtæki treystum okkur ekki til að brúa það bil, nema þá að um það kæmu fyrirmæli frá æðri stjórnvöldum. Það eru það miklar upphæðir sem þarna ber í milli að það er ekki okkar að taka ákvörðun um það,“ sagði Hösk- uldur Jónsson forstjóri ÁTVR í samtali við Þjóðviljann í gær. íslensku ölgerðirnar skiluðu inn sínum upphaflegu tilboðum um 20. janúar en nú er sem sagt beðið eftir nýjum tilboðum innan fárra daga. Það er ljóst að fram- leiðslukostnaður íslenskra öl- gerða er mun meiri en hjá erlend- um stórfyrirtækjum. Ef ÁTVR kaupir erlendan bjór á 11 krónur dósina en innlendan bjór á 21 krónu, má líta á þær tíu krónur sem munar sem niðurgreiðslu til innlendrar bjórframleiðslu. Er þá komið til kasta stjórnvalda að ákveða hvort þau telja það skynsamlegt að hér verði komið á legg bjóriðnaði sem þarf á niður- greiðslum að halda og þarf að flytja inn öll hráefni fyrir utan vatnið. Ljóst er að innlendir öl- framleiðendur hafa treyst á að svo verði og í því ljósi lagt út í miklar fjárfestingar í tækjabún- aði og húsakosti. -phh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. febrúar 1989 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.