Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Herœfingarnar Ovæntir þjóðhátíðar gestir! „Northern Viking ‘89“, stœrsta her- œfing Bandaríkjahers á Islandi til þessa, ráðgerð 17. júní. Stœrsta bandaríska hersveitsem komið hef- ur síðan á 6. áratugnum Þannig segir í nýlegu hefti tíma- ritsins Reservoice, sem gefið er út af yfirstjórn 94. varaliðssveitar bandaríska landhersins. „Norræni víkingurinn ‘89“ er fyrirhuguð heræfing þeirrar deildar bandaríska landhersins, sem á að sjá um varnir íslands og gengur undir skammstöfuninni ARICE (Army Forces Iceland). Kapteinn Nelson, blaðafulltrúi jJ'íorræna Víkingsins ‘89“ stað- festi það i viðtali við Jón Ásgeir Sigurðsson, fréttaritara Ríkisút- varpsins í Bandaríkjunum í fyrradag, að æfingin myndi hefj- ast á þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní, og standa í 2 vikur. Ekki hefur verið gefið upp op- inberlega hversu margir muni taka þátt í æfingunni, en óstað- festar fréttir herma að eitt til tvö I BRENNIDEPLI þúsund manna varaliðssveit verði send til íslands af þessu tilefni. í tímaritinu Reservoice er Jay Green liðþjálfi og yfirmaður ARICE-herdeildarinnar spurður að því, hvers vegna æfingin eigi að fara fram á íslandi? Gestirnir breyta sér óvænt og skjótt úr óbreyttum borgurum í hermenn, eins og fólagar þeirra á myndinni sem æfðu sig hér á landi 1987. „Við lofuðum tslendingum að við myndum verja þá,“ segir Green. „Ef við meinum það, þá verðum við að sýna það í verki. Og allir sem hafa lesið skáldsög- una „Red Storm Rising" (Rauða rokið brestur á) vita að ísland gegnir lykilhlutverki í vörnum Bandaríkjanna.“ Friðþór Eydal blaðafulltrúi Bandaríkjahers á íslandi sagði í samtali við Þjóðviljann að æfing þessi hefði verið lengi í undirbún- ingi. Hliðstæðar æfingar hefðu verið haldnar hér áður, síðast 1987, munurinn væri hins vegar sá að nú væri áformað að hingað kæmu mun fleiri landhermenn en nokkru sinni fyrr. 187. fótgönguliðsfylkið, sem hingað kemur, mun mannað 4-5 þúsund hermönnum. ARICE eða íslandsdeild bandaríska landhersins var samkvæmt heim- iidum Þjóðviljans stofnuð 1984. Hún hefur höfuðstöðvar sínar í Massachusetts og hefur til þessa haldið 3 heræfingar. Árin 1986 og 1987 mun ARICE hafa haldið æfingar í Kanada með þátttöku um 4000 landhermanna. Og 1987 kom um 300 manna hersveit landhersins til æfingar hér á landi. Hermenn þessir eru úr varaliði Bandaríkjahers, og segir í umræddri tímaritsgrein að eitt meginmarkmið með „Norræna Víkingnum ‘89“ sé að þátttak- endurnir nái „með skjótum og ár- angursríkum hætti að breyta sjálfum sér úr óbreyttum borgara í hermann. Norræni Víkingurinn ‘89 mun rífa fólk í skyndingu upp frá síðustu borgaralegu baunam- áltíð laugardagskvöldsins og inn í heraga sunnudagsmorgunsins...“ -ólg/ks Steingrímur Hermannsson Heræfingar tímaskekkja Margt á huldu umfyrirætlanir Bandaríkjamanna en þó öruggt að herœfingar þeirra hefjast ekki þann 17. júní Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra telur að heræfingar á borð við þær sem Bandaríkjamenn hafa boðað hér á sumri komanda séu algjör tímaskekkja og þjóni engum tilgangi á tímum spennuslökunar í heimin- um. Forsætisráðherra segir margt á huldu um æfingaáætl- un Bandaríkjamanna en eitt sé þó víst: heræfingar þeirra hérlendis hefjist ekki á þjóðhátíðardegi íslendinga, þann 17. júní, einsog ýjað var að í sjónvarpsfréttum í fyrra- kvöld. Forsætisráðherra sagðist í gær eiga bágt með að tjá sig um fyrirhugaðar heræfingar þar eð sig skorti upp- lýsingar um þær. Um þetta mál væri vitaskuld fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar þótt það væri formlega á forræði utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra hefði hins- vegar enga ákvörðun tekið enn um það hvort hann gæfi grænt ljós, hann biði nú skýrslu frá Bandaríkjamönnum með skýringum og upplýsingum. ks ólafur Ragnar Grímsson Móðgun við íslendinga Ráðherrar Alþýðubandalagsins að sjálfsögðu and- vígir heræfingum ísumarsem og öðru hernaðar- brölti hérlendis - Það er vitaskuld gróf móðgun við íslendinga að Bandaríkjamenn skuli láta það boð út ganga að hérlendis fari fram umfangsmestu heræfingar í sögu hernámsins í sumar og þær hefjist í þokkabót á sjálfum þjóðhátíðar- degi íslendinga. Þetta er sérstaklega óeðlilegt í ljósi þess að nú á tímum leitast ríki heims við að slaka á spennu og afvopnast fremur en hið gagnstæða, sagði Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðhcrra við Þjóðviljann í gær. Fjármálaráðherra sagði að þessar boðuðu heræfingar hefðu verið ræddar ítarlega á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun og ráðherrar Alþýðubandalagsins ekki dregið dul á að þeir væru gjörsamlega andvígir þeim sem og öðru hernaðarbrölti hér á landi. Ekki væri enn séð fyrir endann á þessu máli því utanríkisráðherra ætti eftir að taka ákvörðun. Það gerði hann væntanlega von bráðar og í þeim dúr að allir stjórnarflokkanna gætu við unað. ks Hjörleifur Guttormsson Algjöriega fráleitt! Pessar umfangsmiklu heræfingar koma utanríkis- málanefnd alveg á óvart - Það er algjörlega fráleitt að af þessum umfangsmiklu heræfingum Bandaríkjamanna verði hér á landi í sumar og ber að aflýsa þeim án tafar. Nú er ástandið slíkt í alþjóðamálum að menn kappkosta víðast hvar að draga úr hernaðarbrölti og íslendingum ber skylda til að leggja sitt lóð á þær vogarskálar, sagði Hjörleifur Guttormsson, ritari utanríkismálanefndar alþingis, við Þjóðviljann í gær. Hjörleifur kvað þessar fréttir um heræfingar koma sér í opna skjöldu því engar upplýsingar um þær hefðu borist inná borð utanríkismálanefndar. Þar eð utanríkisráð- herra bæri að upplýsa og hafa samráð við utanríkismála- nefnd myndi hann fara fram á að fá skýringar ráðherrans á næsta nefndarfundi. Hjörleifur sagði víst að fyrirætlanir af þessu tagi væru á skjön við anda stjórnarsamstarfs með þátttöku Alþýðu- bandalagsins og vonandi bæru stjórnvöld gæfu til þess að aflýsa þessum heræfingum. ks Bandaríkin Krókur á móti bragði Samtök bandarískrafisk- og sjávarafurðafyrirtœkja: Kröfur græn- friðunga um viðskiptabann á íslenskanfisk eru ósanngjarnar ogskað- legar Mynt Léttari króna Pyngjan léttist trúlega eitthvað næstu daga hjá landsmönnum, ekki eingöngu vegna sífellt aukinnar dýrtíðar, heldur hefur Seðlabankinn nú sett í umferð nýja krónupeninga sem eru hálfu grammi léttari en eldri krónupen- ingar. Nýja krónan er slegin úr nikk- elhúðuðu stáli og vegur hver pen- ingur 4 gr. en eldri krónupening- ar voru slegnir úr kopar/nikkeli. Nýja krónan er töluvert ódýrari í sláttu en sú eldri en samt kostar ríflega krónu eða 1,20 kr. að slá hverja krónu. Eldri málm- blandan er um 40% dýrari. Stofnun samtaka bandarískra fisk- og sjávarafurðafyrir- tækja, National Fisheries Instit- ute, hefur sent bréf til viðskipta- vina sinna þar sem þeir eru beðn- ir um að styðja ekki kröfur græn- friðunga um að hætta fisk- kaupum frá Islandi, sem séu ós- anngjarnar og skaðlegar, vegna hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. í bréfi samtakanna, sem í eru um 1000 fyrirtæki, eru tíunduð rök fyrir hvalveiðistefnu ís- lenskra stjórnvalda sem sögð eru hafa stuðning bandarískra stjórnvalda, Alþjóða hvalveiði- ráðsins og ógni ekki hvalastofn- um. Þá muni viðskiptabann á ís- lenskan fisk í Bandaríkjunum skaða hagsmuni bandarískra verkamanna sem og þarlendra sjávarafurðafyrirtækja auk þess sem það myndi skaða bandaríska neytendur. Orðrétt segir í bréfinu: „Það er tvískinnungur að beita efnahags- legu valdi gegn þjóð sem er þús- und sinnum minni en Bandaríkin á meðan við höldum áfram að veiða hvali sjálf. Veiðar Banda- ríkjamanna eru í þágu frum- byggja og af hefðbundnum ástæðum, en vísindaveiðar ís- lendinga eru í þágu efnahags- legrar tilveru þjóðarinnar“. Loðna Kvótinn að klárast Senn líður að lokum loðnuver- tíðar en í gær voru aðeins eftir um 63 þúsund tonn af rúmlega 900 þúsund tonna heildarkvóta. Þótt þetta lítið sé eftir af kvótanum eru skiptar skoðanir um það meðal sjómanna hvort takist að veiða upp í hann eða ekki. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd fékk Beitir NK 900 tonn af loðnu út af Berufjarð- arál fyrir austan og átti að nýta hluta aflans til hrognatöku. Þá fékk Júpiter RE um 600 tonn á miðunum út af Jökli. Þrátt fyrir það virðist sem allur flotinn sé á leið úr Breiðafirðinum og austur í von um veiði. -grh -grh Miðvikudagur 29. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.