Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 9
Alþýðubankinn hf Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. verður haldinn í Sóknarsalnum Skipholti 50A, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1989 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. gr. samþykkta bankans, þar á meðal breytingar á samþykktum og ákvörð- un arðs. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 5., 6. og 7. apríl næstkomandi. fh. Bankaráðs Alþýðubankans Ásmundur Stefánsson, formaður =55 , <1t Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í uppsteypu og frágang á bíla- geymslu við Bergstaðastræti. Helstu stærðir eru: mót 5000 m2 og steypa 950 m3. Verklok eru 18. október 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. apríl kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 ---------------------------- -n« V Útboð Yfirlagnir 1989, malbikun og lögn olíumalar í Reykjanesumdæmi. Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í ofangreint verk. Magn: 26.500 fermetrar. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 10. apríl 1989. Vegamálastjóri Vw________________________________________________> Vegna útfarar Finnboga Rúts Valdimarssonar, heiðursborgara Kópavogs, miðvikudaginn 29. mars verður skrifstofum bæjarins, skólum, íþróttahúsum, gæsluvöllum og bókasafni lokað frá kl. 13-18. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Héraðsbúar - Austfirðingar Menntamálaráðherra mun halda opinn fund um skólamál í Menntaskólanum á Egilsstöðum miðvikudagskvöldið 29. mars kl. 20.30. Kenn- arar, foreldrar notið tækifærið til að hafa áhrif. Menntamálaráðuneytið MENNING Myndlist Gretar í Nýhöfn Gretar Reynisson sýnir stór olíumálverk og teikningar í Lista- salnum Nýhöfn við Hafnarstræti um þessar mundir. Myndirnar eru frá fyrra ári og þessu. Þetta er 6. einkasýning Gretars, en þekkt- astur er hann kannski fyrir leik- myndir sínar. Síðast gerði hann leikmynd fyrir Bflaverkstæði Badda á litla sviði Þjóðleikhúss- ins, Hamlet í Iðnó og Stór og smár á stóra sviðinu í Þjóðleik- húsinu. Sýningin stendur til 5. apríl og er opin 10-18 virka daga en 14-18 um helgar. Bókmenntir Haustbrúður á bók Leikrit Þórunnar Sigurðar- dóttur, Haustbrúður, sem nú er sýnt við mikla aðdáun og vinsæld- ir í Þjóðleikhúsinu, er komið út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Eins og fram hefur komið áður í þessu blaði fjallar verkið um at- burði sem gerðust snemma á 18. öld. Þá var amtmaður á íslandi Norðmaðurinn Niels Fuhrmann, vinsæll maður og vel látinn í starfi. Á eftir honum kom hingað heitmey hans sem verið hafði, Appolonía Schwartzkopf, og sem hafði látið dómstóla í Danmörku dæma hann til að kvænast sér. Hún settist að hjá honum á Bessastöðum, en aldrei varð þó af giftingunni og eftir nokkurn tíma lést Appolonía með óút- skýrðum hætti. Um þessi atvik fjallar leikrit Þórunnar, en þó að höfundur hafi leitað víða fanga í heimildum vinnur hún sjálfstætt úr þeim og^ skapar verkinu lifandi vettvang. Áður hefur Þórunn skrifað leikritið Guðrúnu sem byggt er á Laxdæla sögu og I smásjá sem gerist í Reykjavík nú á tímum. Haustbrúður er þriðja leikritið í ritröðinni fslensk leikrit frá út- gáfunni, fyrri tvö eru Dansleikur eftir Odd Björnsson og Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnars- son. Herstöðvaandstæðingar List og barátta Gunnar Kristinsson komst ekki vegna ófærðar til að spila á gjörningunum hjá Herstöðva- andstæðingum í gær. Þess vegna bætist hann við dagskrána í Lista- safni ASÍ í kvöld. Gunnar er bæði myndlistarmaður og tónlistar- maður og safnar stórum kínver- skum gongum. Það eru þær sem hann Ieikur á í kvöld. Einnig verður frumflutt pólitískt verk eftir sagnfræðinginn og tón- skáldið Ríkharð Friðriksson, ís- land farsælda frón og nokkur lauflétt tilbrigði. Það eru Jó- hanna Þórhallsdóttir, Guðni Fra- nzson og Kolbeinn Bjarnason sem flytja. Loks verða í kvöld pallborðs- umræður um List og baráttu sem listamenn úr ýmsum greinum taka þátt í ásamt gestum í sal. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABK Spilakvöld hjá Alþýðubandalaginu Kópavogi hetjast mánudaginn 3. apríl í Þinghól Hamraborg 11 þriðju hæð, allir vekomnir. Það verður þriggja kvölda keppni, 3. og 17. apríl og 8. maí, alltaf kl. 20.30. Verðlaun veitt öll kvöld og heildarverðlaun 8. maí að verðmæti 10 þúsund krónur. Stjórnin Alþýðubandalagid í Reykjavík 30. mars 1949 - 1989 Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund að kvöldi fimmtudagsins 30. mars á Hverfisgötu 105. Fundurinn hefst kl. 20.30. Her í 40 ár! Hvar stöndum við? Hvað er framundan? Ávarp, umræður, fyrirspurnir, svör. Nánari dagskrá auglýst á morgun, fimmtudag. Mætum öll! Stiórnin Alþýðubandalagið í Neskaupstað Engar heræfingar - herinn burt! Almennur fundur í Egilsbúð kl. 20.30 fimmtudags- kvöldið 30. mars. Gestur fundarins: Svavar Gests- son menntamálaráðherra. Allirvelkomnir. Stjórnin Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundur Samvinnubanka íslands hf. veröur hald- inn aö Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, fimmtudag- inn 6. april 1989 og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aöalfundarstarfa veröur lögö fram til- laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæöaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstaö. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf. Svavar Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir til- boðum í gatnagerð, lagningu holræsa og jarð- vinnu vegna vatnslagna í Njarðargötu frá Þorra- götu ásamt Skerplugötu. Um er að ræða u.þ.b. 650 m af götum og um 500 m af holræsum. Verklok 15. september 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 30. mars, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11. apríl 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Móðir mín, tengdamóðir og amma Hulda Árdís Stefánsdóttir fyrrverandi skólastjóri lézt að kvöldi laugardagsins 25. marz. Guðrún Jónsdóttir, Páll Líndal og börn Útför eiginmanns míns Finnboga Rúts Valdimarssonar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15.00. Hulda Jakobsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.