Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Finnbogi Rútur Valdimarsson í dag verður gerð frá Kópavogskirkju útför Finnboga Rúts Valdimarssonar sem lést í upphafi kyrruviku 82 ára gamall. Finnbogi Rútur var af þeirri kynslóð sem hlaut að verða hreyfiafl samfélagsbreytinga á tímum kreppunnar miklu, og tók síðan forystu við að skapa hér nýtt samfélag eftir stríðið. Flann var um sína daga í framvarðarsveit í þessum hópi, og hefur sennilega haft enn meiri og víðtækari áhrif á gang mála en jafnvel hinn fjölskrúðugi starfsferill hans gefur til kynna. í Kópavogskirkju verður í dag minnst ritstjórans sem á sínum tíma svipti Alþýðublaðinu og þarmeð íslenskri blaða- mennsku inní nútímann, og þar verður einnig minnst eins af eldhugunum að baki alþýðufræðslunnar, stofnanda Alþýðu- skólans og síðar Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Vinstrimenn sjá í dag á bak dugmiklum, snjöllum og slungnum stjórnmálamanni. Þeir kveðja uppbyggingar- mann í atvinnulífi og húsnæðismálum, kunnáttumann mik- inn um utanríkismál, einlægan liðsmann íslensks þjóðfrelsis á þeim tímum að mikill hluti hérlendra stjórnmálamanna var leiddur skollataki til afdrifaríkrar undirgefni við erlent vald. Vinstrimenn minnast þingmannsins sem ekki hikaði við að yfirgefa flokksfélaga á villigötum og gekk til samstarfs við róttækari öfl, í krafti þess að hann var - með orðum Lúðvíks Jósepssonar í Þjóðviljanum í dag - „að eðlisfari nær því að vera alþjóðlegur sósíaldemókrati en aðrir Alþýðuflokks- menn sem ég kynntist". Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið kann þessi pólitík málefnalegrar samstöðu þvert yfir hefðbundin landamæri að vera eitt helsta fordæmi sem Finnbogi Rútur skilur eftir arftökum sínum. Finnbogi Rútur Valdimarsson skilur eftir sig djúp spor í sögu landsmálanna. En hann skilur líka eftir sig heilt bæjar- félag, Kópavogskaupstað, sem nú minnist hans sem landnámsmanns, frumherja, og fyrsta bæjarstjóra. Það mannlega og pólitíska ævintýri sem í Kópavogi naut leið- sagnar Finnboga Rúts og eiginkonu hans, Huldu Jakobs- dóttur, væri raunar eitt og sér nægilegt til að halda nafni hans á lofti, enda er augljóst að þar í bæ verður verka þeirra hjóna minnst að verðleikum. Þjóðviljinn og Finnbogi Rútur áttu samleið á vegferð þjóðmálanna í áratugi. Pólitískir sviptibyljir ollu því að á stundum var ókátara með förunautum en eðli máls stóð til í raun og veru, en með þeim mun meiri virðingu minnast samferðarmenn í dag brautryðjandans og stjórnmálaskör- ungsins Finnboga Rúts Valdimarssonar. Þjóðviljinn sendir aðstandendum hans öllum samúðarkveðjur, eiginkonu hans, börnum, ættingjum öðrum, sveitungum og samherj- um. Bandarisk storkun Fréttir herma að herstjórar vestra hyggist í sumar flytja til landsins meira herlið en hingað hefur komið síoan í heimsstyrjöldinni síðari. Fréttir herma einnig að Bandaríkjastjórn hyggist hefja vopnaskak á Suðurnesjum hinn 17. júní, sama dag og í senn er minnst hér á landi afmælis Jóns Sigurðssonar og þess að 45 ár verða liðin frá deginum þegar íslandsklukkan hljómaði á ný gegnum rigninguna á Þingvöllum við Öxará. Heræfingin og tímasetning hennar er storkun við sjálf- stæði íslands og þjóðarvitund íslendinga. Áformin um mestu heræfingu hér frá stríðslokum eru einnig ögrun við ríkisstjórn íslands og gróf tilraun til að hafa áhrif á íslensk innanríkismál. Málatilbúnaðurallur bendirtil að ráðamenn í Bandaríkjun- um séu með þessu erindi - og öðrum keimlíkum - að setja á þann þrýsting sem geti splundrað ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar og komið afturtil valda á íslandi leiðitömum valdsmönnum, sem hafa munninn lokaðan en budduna opna. Það er svo ekki nema við hæfi að áformin um hið nýja inntak 17. dags júnímánaðar skuli verða kunnug rétt áður en rennur upp fertugasti minningardagur atburðanna báðu- megin alþingisveggja 30. mars. -n» Ráðstefna um konuna í Siálfstæðisflokknum: °'d V0""fd«6ca' on'V \aúonsh'P’ oCócnced 'We to’ Menningardag‘- ar herstöðvar- andstæðing’a Samtök herstoðvarandstæðingj standa fynr menningardögum dag anna 22. til 30. mars. Vettvangur inn verður Listasafn Alþýðunnar en alla daganna munu þar hangí uppi á veggjum verk 25-30 lista manna, Daglega verða að auk ýmsar tönlistar- og bókmenntadag skrár. Samtökin standa að þessu tilefni af því að 40 ár eru liðin fré því að aðild fslands að Atlantshafs- bandalaginu var samþykkt á Al- þingi Islands. Verður Sue Ellen fjallkona? Fólk varð býsna undrandi þeg- ar fréttist að NATÓ hygðist hefja umfangsmestu heræfingar hér á landi síðan á stríðsárunum á ' þjóðhátíðardaginn, 17. júní í sumar. Nú velta menn fyrir sér hvort ekki sé upplagt að fá líka fjallkonu að westan, einhverja persónu sem stendur nærri ís- lenskri þjóðarsál, til dæmis Sue Ellen eða tengdamóður hennar. Það væri upplagt að kénna henni að segja nokkur orð á máli innfæddra og myndi bræða hjörtu þeirra endanlega. Annars hafa viðbrögðin verið svo hörð í eyru okkar Þjóðvilja- manna að okkur heyrist sem nú sameinist þjóðin loícsins um að sparka hernum úr landi. Kannski þurfti hún að komast að því hvað „verndaranum“ er nákvæmlega sama um alla hennar hátíðisdaga til að fá kjark til að lyfta fætinum. Herinn burt Um það bil níutíu listamenn, myndlistarmenn, tónlistarmenn, skáld, rithöfundar og leikarar hafa undanfarna viku skemmt fjölmennum og þakklátum hópi áheyrenda og áhorfenda á Menn- ingardögum herstöðvaandstæð- inga í Listasafni ASÍ við Grensás- veg, eins og nánar er sagt frá ann- ars staðar í blaðinu í dag. Þetta hafa verið frábærar dagskrár, vandaðar að innihaldi og flutn- ingi og flesta dagana hafa Iista- mennirnir frumflutt ný íslensk verk, svo fáheyrt hlýtur að vera að öll siík vinna sé gefin. En þannig hafa íslenskir listamenn brugðist við þessari vá í fjörutíu ár. Á stórblöðunum í Reykjavík hefur manni virst ríkja talsvert fréttahungur þessa síðvetrardaga og flest tínt til sem hægt er að slá upp - hvort sem það er leikari úr danskri sápuóperu sem kemur til að segja frá sjálfum sér eða bingó í vesturbænum. Það skýtur því skökku við að ekki skuli til dæmis vera minnst einu orði á þessa níu- tíu listamanna hátíð í DV, í átta- tíu blaðsíðna páskablaði. Morg- unblaðið gerði betur. Á blaðsíðu 30 á miðvikudaginn, neðst til vinstri á síðunni var agnarlítil klausa, 13 línur, um þetta merka framtak! Vandlega er þagað yfir því hvar í bænum listasafnið er þar sem dagskrár eru haldnar, ekki er heldur nefnt á hvaða tím- um dags þær fara fram. Síðast í klausunni stendur af rómuðu hlutleysi blaðsins: „Samtökin standa að þessu í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því að aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu var samþykkt á Alþingi ís- lands. Manni býður í grun að öðruvísi væri á málum haldið í Morgun- blaðinu ef „samtökin" væru að gleðjast yfir inngöngunni í Nató. Þá hefði Jesper Langberg mátt vara sig á samkeppninni. Eina konan? Aðeins pínkulítið úr Mogga í viðbót. Þar var um daginn sagt frá „ráðstefnu um konuna í Sjálf- stæðisflokknum". Við vissum að þær væru ekki margar, en að hún væri bara ein þótti okkur tíðindi. Upphefð að utan { einu af marsheftum breska bókmenntatímaritsins Times Lit- erary Supplement var gaman að sjá ritdóm um Tímarit Máls og menningar. Hann er eftir Rory McTurk sem nam íslensku við Háskólann á sjöunda áratugnum en er nú yfirmaður íslenskra fræða við háskólann í Leeds í N- Englandi. Ritdómurinn er meðal annarra greina um „lærð tímarit" og við grípum niður í hann: „...ungir höfundar á íslandi hafa átt í vissum vandræðum með að skrifa í skugga Laxness, en ef fyrirrennarar þeirra hvetja þá fremur en letja nú orðið þá getur verið að það sé að einhverju leyti Tímariti Máls og menningar að þakka. Tímaritið birtir (í íslensk- um þýðingum ef því er að skipta) ljóð, smásögur, greinar og rit- dóma eftir íslenska höfunda og erlenda, gefur góð tækifæri til gagnrýninnar umræðu um bók- menntir og annað menningarefni og til að skoða íslenska menningu í ljósi erlendra viðhorfa og kenn- inga. Árið 1987 hélt það upp á fimmtugsafmæli sitt með auka- hefti, tvær greinar eftir Árna Bergmann minna á 70 ára afmæli rússnesku byltingarinnar og ein tvískipt grein eftir Peter Hallberg er skrifuð í tilefni af 85 ára afmæli Halldórs Laxness.“ Þá nefnir gagnrýnandi tvær greinar um íslensku skáldsög- urnar sem voru lagðar fram til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 1988, Grámosinn glóir og Tímaþjófurinn. Hann rekur efni sagnanna fagmannlega og segir svo: „Skáldsögurnar eru eftir karl og konu og það eru karl og kona sem skrifa greinarnar um þær, Ástráður Eysteinsson og Helga Kress, sem bæði fylgja Júlíu Kristevu og benda á að spenna sé í textanum milli hins „semíót- íska“ (sem tengist frumbernsku, móðurinni og hinu fljótandi) og þess „sýmbólska“ (sem er bundið samfélaginu, föðurnum og því sem er skýrt afmarkað). Grein Helgu Kress um Tímaþjófinn er sérstaklega vel samin og rök- studd með dæmum. Guðmundur Andri Thorsson bregst að vísu við af óþoli í næsta hefti, en í sama hefti fær greinin lof frá Soff- íu Auði Birgisdóttur.“ Og loks segir Rory McTurk: „Tölublöðin sem hér eru til um- ræðu sýna og sanna að Tímarit Máls og menningar heldur háu gæðamati á gagnrýni og stendur vel við upprunaleg markmið sín að vaka yfir menningu þjóðarinn- ar.“ Leikhus í vanda í nýjasta tölublaði af Nýju lífi er grein um Þjóðleikhúsið eftir Signýju Pálsdóttur undir fyrir- sögninni Leikhús í vanda? og undirfyrirsögninni „Leikhús sem ekki kemur til þjóðar sinnar get- ur ekki heimtað að þjóðin komi til þess“. Þar er að finna athyglis- verðar athuganir: „Fyrsta heila leikár Þjóðleik- hússins, 1950-‘51, sáu tæplega 115 þúsund manns 14 verkefni þess. Undanfarin leikár hefur jafnt og þétt dregið úr aðsókn og í fyrra var hún komin niður í tæp- iega 70 þúsund manns á 12 verk- efni. Á sama tímabili hefur þjóð- inni fjölgað verulega og Reykja- vík þanist út, þannig að fækkun leikhúsgesta er í raun hlutfalls- lega miklu meiri.“ Signý ræðir vitsmunalega um ástæðurnar fyrir þessu áhugaleysi áhorfenda á þjóðleikhúsum sem mun vera sjúkleiki sem breiðist út víðar um lönd, en þegar hún var búin að semja greinina og út- skýra allt út í hörgul fóru miðarn- ir að renna út í Þjóðleikhúsinu! Kannski gætir áhrifa að handan ef rétt er að Appolonía Schwartz- kopf sé virkilega ánægð með sýn- inguna um sig. SA Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjórí: OlgaClausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333& 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Askriftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.