Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Blaðsíða 5
MINNING Finnbogi Rútur Valdimarsson 24.9. 1906 - 19.3. 1989 Finnbogi Rútur Valdimarsson lézt í Reykjavík 19. marz síð- astliðinn, 82 ára gamall. Finnbogi sat á alþingi í 14 ár. Hann var fyrst í framboði til al- þingis í Gullbringu- og Kjósar- sýslu 1949, en síðar í Reykjavík- urkjördæmi. Það vakti mikla athygli þegar Finnbogi gekk til samstarfs við Sósíalistaflokkinn 1949 og varð alþingismaður á vegum hans. Finnbogi Rútur var löngu lands- kunnur sem Alþýðuflokksmaður og einn af áhrifamestu mönnum þess flokks um langt árabil. Hann var ritstjóri Alþýðublaðsins 1933 til 1938 og almennt talinn einn af valdamestu mönnum flokksins á mesta uppgangsskeiði hans á ár- unum 1934 til 1937. Finnbogi átti sæti í Skipulags- nefnd atvinnumála sem vinstri stjórnin þá setti á stofn. Sú nefnd gaf út hina frægu bók „Rauðku“, sem oft var vitnað í á þeim árum og mikill pólitískur styrr stóð um. Sú ákvörðun Finnboga Rúts að ganga til liðs við Sósíalistaflokk- inn 1949, og taka að sér þingsæti á vegum hans, átti ýmsar skýring- ar. Með þeirri ákvörðun gekk hann formlega og opinberlega gegn Alþýðuflokknum og þó fyrst og fremst gegn þeirri pólitík sem forystumenn flokksins ráku. Sú ástæðan sem flestir nefna til þess að Finnbogi valdi þessa leið var afstaða hans til Keflavíkur- samningsins 1946 og til aðildar fs- lands að Atlantshafsbandalaginu 1949. Enginn vafi er á því að Finnbogi Rútur var harður and- stæðingur þessara samninga. Hann var í hópi þeirra sem taldi sívaxandi erlenda ásælni stór- hættulega íslenzku sjálfstæði. Finnbogi Rútur var þó enginn einangrunarsinni í stjórnmálum. Hann fylgdist betur með því sem var að gerast í pólitík erlendis en flestir aðrir og hann var að eðlis- fari nær því að vera alþjóðlegur sósíaldemókrati en aðrir Alþýðu- flokksmenn sem ég kynntist. En það voru fleiri ástæður til þess að Finnbogi Rúturgekk til samstarfs við okkur sósíalista árið 1949 og tók sæti í okkar þingflokki. Finnbogi var á þessum tíma orðinn mjög andsnúinn þeirri stefnu sem Alþýðuflokkurinn rak í verkalýðsmálum og í samskipt- um við íhaldsöflin í landinu. Finnbogi hafði fundið að hann átti enga samleið með formanni Alþýðuflokksins, Stefáni Jó- hanni Stefánssyni, og enn síður með aðstoðarmanni hans Guð- mundi í. Guðmundssyni. Á árunum 1940 til 1949 voru oft harðar deilur í Alþýðuflokkn- um. Þar tókust á skoðanir hægri manna og vinstri manna í flokkn- um. Stefán Jóhann og Guðmund- ur í. Guðmundsson og ýmsir fleiri af eldri forystumönnum flokksins gerðu baráttuna gegn sósíalistum að aðalatriði. \ því stríði tapaði Alþýðuflokkurinn öllu sjálfstæði sínu gagnvart Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki. Og um leið varð flokkur- inn linastur allra flokka þegar á reyndi í sjálfstæðismálum þjóðar- innar. Gegn þessari stefnu Stef- áns Jóhanns snerust Finnbogi Rútur og allmargir aðrir vinstri menn í flokknum. Þar kom síðan að Finnbogi sleit öllum samböndum sínum við Alþýðuflokksforystuna og bauð sig fram til alþingis á vegum Sós- íalistaflokksins. Finnbogi gekk þó aldrei í Sós- íalistaflokkinn og hafði sína sjálf- stæðu fyrirvara sem óháður þing- maður í þingflokki sósíalista. Á þessum árum hafði Finnbogi Rútur, og kona hans Hulda Jak- obsdóttir, tekið að sér forystu fyrir vinstri sinnum í hreppsmál- um Kópavogs. Þar urðu miklar sviptingar og hörð pólitísk átök í ört vaxandi bæjarfélagi. Samstarf þeirra Finnboga og Huldu við sósíalista í Kópavogi gekk vel. Og vegna harðrar bar- áttu sem fylking þeirra varð að heyja við alla íhaldshersinguna, fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og sendimenn þeirra Stefáns Jóhanns og Guð- mundar í., töldum við sósíalistar um allt land að fylking þeirra Finnboga og Huldu og annarra vinstri manna í Kópavogi væri hluti af okkar flokkslegu baráttu. Sósíalistar um allt land fögn- uðu því samstarfinu við Finnboga í alþingiskosningunum. Oll þau 14 ár sem Finnbogi sat á alþingi vorum við nánir sam- starfsmenn og samherjar. Ég kynntist því Finnboga nokkuð vel. Hann var góður samstarfs- maður á þingi, bráðgáfaður og vel að sér á flestum sviðum. Hann var skapmikill og gat verið þung- ur á bárunni ef svo bar undir. Hann var stefnufastur og fylginn sér, en þó meiri áhrifamaður á gang mála en opinber framkoma hans gaf til kynna. Vegna þeirrar sérstöðu sem Finnbogi hafði lengst af í þing- flokki okkar kom oft til þess að ræða þurfti sérstaklega við hann um afgreiðslu þeirra mála sem Sósíalistaflokkurinn hafði gert sérstakar samþykktir um. Það kom oftast í minn hlut að ræða slík mál við Finnboga. Ég held að við höfum báðir lært all- mikið á slíkum viðræðufundum. Eitt er víst; ég kynntist þá enn betur en áður þessum stórbrotna og fluggreinda manni sem Finn- bogi var. Samstarf okkar sósíal- ista við Finnboga Rút á alþingi var gott. Og áfram reyndist sam- starf okkar við hann í Alþýðu- bandalaginu gott og árang- ursríkt. Ég átti mjög náið samstarf við Finnboga Rút í landhelgismálinu á árunum 1956 til 1958, og reyndar miklu lengur, þegar á allt er litið. Á árunum 1956 til 1958 stóð undirbúningurinn að stækk- un landhelginnar í 12 mílur sem hæst. Þá var háð hörð glíma um útfærsluna við hægri menn Ai- þýðuflokksins, nokkra foringja Sjálfstæðisflokksins og síðast en ekki sízt við fulltrúa Breta og Nató. Síðari hluta maí-mánaðar 1958 mátti ekki á milli sjá hvort ríkisstjórn Hermanns Jónassonar liðaðist í sundur og gæfist upp í málinu, eða hvort takast mætti að ná fram loforði ríkisstjórnarinnar um stækkun landhelginnar í 12 mílur. Samstarf okkar Finnboga frá þessum tíma er mér ógleyman- legt. Þá sýndi hann pólitískt út- hald, pólitískt hugmyndaflug, og þó með glöggskyggni og óbilandi festu. Finnbogi Rútur Valdimarsson er mér minnisstæður stjórnmála- maður. Hann var enginn hægagangs- maður. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og fylgdi þeim eftir. Ef hann var ekki í opinberri fram- línu, þá var hann í ósýnilegri bak- línu, þar sem ákvarðanirnar voru teknar. Hann hlaut að hafa mikil áhrif á alla sem með honum unnu. Hann var umdeildur maður. Pólitískir andstæðingar hafa ef- laust ekki hugsað til hans með hlýhug. En við sem áttum hann að samherja mátum hann að meira. Ég minnist Finnboga með virð- ingu. Eiginkonu hans, Huldu Jak- obsdóttur, og ættingjum votta ég samúð mína um leið og ég kveð góðan vin. Lúðvík Jósepsson Það snerti mig djúpt þegar ég heyrði andlátsfregn Finnboga Rúts Valdimarssonar. Mér var þó kunnugt um heilsufar hans og andlát hans átti ekki að koma mér á óvart. Endurminningar vakna um mjög ánægjulegt sam- starf okkar og fjölmargra annarra Kópavogsbúa um málefni sveitarfélagsins á fyrstu árum byggðarinnar. í önnum dagsins við ný verkefni hafa minningarn- ar um baráttugleði og sigurgöngu þessara ára fallið í skuggann en nú verða þær svo ljóslifandi við andlátsfregn þess manns sem ótvírætt leiddi hópinn. Þó að ég sé minnugur þess að Finnbogi Rútur hafði andúð á minningargreinum ætla ég að rifja upp nokkur atriði í sam- eiginlégri sögu Finnboga Rúts og byggðarinnar í Kópavogi fyrstu árin. Mitt í þeirri glæsilegu byggð sem nú er risin í Kópavogi er erf- itt að gefa raunsanna mynd af þeirri byggð sem þar var að myndast á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríðslok. Jarð- eignadeild ríkisins hafði þá öll umráð á landinu. Hún lét leggja nokkra frumstæða vegi um Kársnesið og Digraneshálsinn og úthlutaði svonefndum ræktunar- löndum þar sem heimilt var að byggja sumarbústað og rækta landið, sem að jafnaði var Vz hektari að stærð. Nokkur vönduð hús voru byggð á þessum ræktun- arlöndum en flestir byggðu litla sumarbústaði af litlum efnum. í þeim miklu húsnæðiserfiðleikum sem hér voru á stríðsárunum var þessum sumarbústöðum breytt í ársíbúðir. Flestir höfðu þeir raf- magn frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur en engin önnur frumskil- yrði íbúðabyggðar svo sem vatns- veitu, holræsalögn, barnaskóla og matvöruverslun. Með þessum hætti var á vor- dögum árið 1945 orðin til rúm- lega 500 manna íbúðabyggð með fasta búsetu á landi jarðanna Kópavogs og Digraness. Þessi sumarbústaðabyggð í Kópavogi tilheyrði Seltjarnarneshreppi á þessum árum og þurftu íbúarnir því að leita þangað ef þeir vildu fá einhverja úrbót á sínum vanda- málum. Finnbogi Rútur Valdimarsson flutti ásamt konu sinni Huldu Jakobsdóttur og tveim börnum að Marbakka í Kópavogi 10. maí 1940. Eins og flestir frumbyggjar fluttu þau í lítið sumarhús sem síðar var byggt við í áföngum og endurbætt. Síðan hófst ræktun á landinu og nokkur búskapur um tíma. Þau hjónin tóku því fullan þátt í lífsbaráttu og erfiðleikum frumbyggjanna. Með þessum frumbyggjum myndaðist góður kunningsskapur sem leiddi af sameiginlegri sjálfsbjargar- viðleitni. A fyrstu búskaparárun- um á Marbakka kynntist Finn- bogi Rútur flestum þeim sem hér voru búsettir. Var þá að vonum mikið rætt um þá erfiðleika að hafa ekki vatnsleiðslu um byggð- ina og engan skóla fyrir börnin. Árangur þessara viðræðna Finn- boga og fleiri mætra íbúa hér sem ekki verða nafngreindir var sá að ákveðið var að stofna félag til þess að vinna að hagsmuna- málum íbúanna. Þegar boðað var til stofnfundar var ekkert fundar- hús til í byggðarlaginu og var því „Framfarafélagið Kópavogur" stofnað í hermannabragga nálægt Fífuhvammi hinn 13. maí 1945. Með stofnun þess félags var formlega hafin hagsmunabarátta íbúanna í þessum sumarbú- stöðum sem áður var minnst á. Sú barátta leiddi strax til nokkurra átaka við sveitarstjórn Sel- tjarnarhrepps, einkum um skóla- mál og síðar við sjálft ríkisvaldið sem í heilan áratug tók næsta furðulega afstöðu til uppbygging- arinnar í Kópavogi. Þáttur Finnboga Rúts í stofnun framfarafélagsins var fyrst og fremst sá að laða menn með ólík sjónarmið í stjórnmálum og úr ýmsum starfsgreinum til sam- starfs um þau framfaramál sem brýnust voru fyrir daglegt líf fólksins. Af því leiddi svo að hann þótti sjálfkjörinn til forustu fyrir hópnum til þess að vinna að málum byggðarlagsins gagnvart stjórnvöldum. Fyrstu árin lagði Framfarafé- lagið mjög einhliða áherslu á bar- áttuna fyrir úrbótum í skólamál- um og lagningu vatnsveitu. Um þau mál og aðra starfsemi félags- ins myndaðist því mjög góð sam- staða. Sú samstaða reyndist svo traust og þegar félagið ákvað að taka beinan þátt í kosningum til sveitarstjórnar þá fengu fram- bjóðendur þess hreinan meiri- hluta atkvæða og héldu þeim meirihluta í 16 ár og vár þó kosið 7 sinnum á því tímabili. Því fór fjarri að hagsmunabar- áttan á vegum Framfarafélagsins og síðar sveitarstjórnar væri ein- göngu í formi kröfugerðar á hendur stjórnvöldum. íbúarnir létu svo sannarlega ekki sinn hlut eftir liggja. Þegar vatnsveitan var lögð um bæinn keyptu íbúarnir flestir skuldabréf af Vatnsveitu Kópa- vogs, af litlum efnum. Síðar þeg- ar unnið var að byggingu Félags- heimilis Kópavogs var byggt ein- býlishús í sjálfboðavinnu og stofnað til happdrættis um það til ágóða fyrir Félagsheimilið. Forysta Finnboga Rúts í öllu þessu uppbyggingarstarfi var mjög farsæl og óumdeild af öllum hans samstarfsmönnum. Með honum starfaði jafnan allstór hópur áhugamanna um málefni sveitarfélagsins, misjafnlega mikið virkur hópur en jafnan vel virkur í kring um kosningar. Er enn í dag ánægjulegt að rifja upp endurminningar um þá góðu samstöðu og starfsgleði sem þar ríkti. Þó að Finnbogi Rútur hafi lengi unnið að margvíslegum störfum á opinberum vettvangi sem alþingismaður og banka- stjóri þá verða störf hans hér í Kópavogi minnisstæðust okkur sem hér áttum heima á fyrstu árum sveitarfélagsins. Þau störf verða ekki rakin frekar að sinni og ekki taldir upp allir þeir mikil- vægu áfangar sem náðust í upp- byggingu sveitarfélagsins undir hans forystu, aðeins þakkað af heilum huga. Ekki verður heldur rætt um þær deilur sem hér fóru fram um bæjarmálin, eða hvers vegna hér var kosið í sveitar- stjórn 7 sinnum á 16 árum. Vissulega var Finnbogi um- deildur maður og hart að honum vegið. Nú tel ég að Kópavogsbú- ar viðurkenni allir störf hans fyrir byggðarlagið. Ég ætla ekki að þessu sinni að rekja störf Finn- boga Rúts á Alþingi en get þó ekki stillt mig um að minna á lög- in sem sett voru að hans frum- kvæði um kaup Kópavogskaup- staðar á því landi sem byggðin stendur nú á. Þá fékk hann með málafylgju sinni og lagni sam- þykkt lög um að selja kaupstaðn- um land jarðanna Digraness og Kópavogs á sama verði og bú- jarðir voru seldar á þeim tíma í sveitum landsins Að lokum vil ég svo geta um þann stuðning sem mikilvægastur var fyrir Finnboga Rút í öllum hans störfum fyrir Kópavogsbúa. En það var ómetanleg aðstoð eiginkonu hans Huldu Jakobs- dóttur. Hún vann með eigin- manni sínum að öllum hans störf- um hér í Kópavogi og annaðist auk þess fjölmörg störf fyrir sveitarfélagið. Það var því engin tilviljun að hún var valin í starf bæjarstjóra í Kópavogi og ein- róma kosin, þegar Finnbogi Rút- Framhald á bls. 6 Miðvikudagur 29. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.