Þjóðviljinn - 04.04.1989, Síða 2
FRETTIR
Alþingl
Heræfingum verði aflýst
Utanríkisráðherra barstloks beiðni Bandaríkjamanna ífyrradag.
Forsœtisráðherra: Margt breyst íheiminumfráþví æfingarnar voru
ákveðnar 1986. Hjörleifur Guttormsson: Alþýðubandalagið krefst
þess að heræfingunum verði aflýst!
Heræfíngar Bandaríkjamanna
á Miðnesheiði þjóna ekki
hagsmunum íslendinga, þvert á
Herœfingin
Lýgur
herinn
um leyfið?
McVadon flotaforingi í
bandaríska
hertímaritinu: Samþykki
þegarfengið. Jón
Baldvin: Formleg beiðni
í fyrradag
Hefur ríkisstjórn Islands þegar
veitt samþykki sitt fyrir því að
hluti af 187. fótgönguliðssveit
bandaríska landhersins fái að
stunda heræfingar á Islandi? Það
hefur bandaríska hernaðartíma-
ritið Aviation Week and Space
Technology eftir Eric McVadon,
yfírmanni herstöðvarinnar í Kefl-
avík, í greinafíokki um umsvif
Bandaríkjahers hér á landi sem
birtist í nóvemberhefti tímaritsins
á síðasta ári.
McVadon tók það sérstaklega
fram að þetta samþykki ríkis-
stjórnarinnar væri „mikilvægt
skref fram á við“ í samskiptum
íslenskra stjórnvalda og Banda-
ríkjahers. Grein þessi er eftir
Brendan M. Greeley, ritstjóra
tímaritsins í tæknilegum málefn-
um, og starfsmenn Keflavíkur-
stöðvarinnar. Tæplega er því
ástæða til að ætla að rangt sé haft
eftir flotaforingjanum.
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra hefur hins veg-
ar ítrekað lýst því yfir að hann
hafi enga heimild gefið enn fyrir
því að þessar heræfingar fari
fram. í utandagskrárumræðum á
Alþingi í gær sagði hann jafnvel
að formleg beiðni um þessar her-
æfingar hefði fyrst borist í fyrra-
dag, og stendur því fullyrðing á
móti fullyrðingu. -m/vg
móti, okkar hagsmunir eru fólgn-
ir í því að koma í veg fyrir að af
þeim verði, sagði Páll Pétursson,
förmaður þingflokks Framsókn-
armanna og málshefjandi í utan-
dagskrárumræðu á alþingi í gær
um fyrirhugaðar heræfingar hér-
lendis á sumri komanda. I máli
utanríkisráðherra kom fram að
Bandaríkjamenn hefðu fyrst í
fyrradag óskað með formlegum
hætti eftir heimild hans fyrir her-
æfíngunum og forsætisráðherra
gagnrýndi yfírmenn setuliðsins
harðlega fyrir að sækja ekki um
með lengri fyrirvara.
Páll kvaðst sammála forsætis-
ráðherra um að æfingar sem þess-
ar væru tímaskekkja og bæri að
aflýsa þeim. Síðan lagði hann
spurningar fyrir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
sem næstur sté í stól.
f máli hans kom fram að upp-
hafleg ákvörðun um æfingarnar
hefði verið tekin í október 1986,
tilkynning borist varnarmála-
skrifstofu í ágúst í fyrra en form-
leg ósk um heimild utanríkisráð-
herra ekki komið fram fyrr en í
fyrradag.
Utanríkisráðherra kvað 1200
hermenn að utan hafa í hyggju að
æfa sig á varnarsvæðinu í 15 daga.
Þar af væru 240 atvinnudátar úr
stórherfylki landhers, 800 sjálf-
boðaliðar úr stórfylki varahers og
2-300 eftirlitsmenn. Engiij þung-
avopn kæmu með liði þessu held-
ur eingöngu léttur búnaður. Auk
þessa lægi fyrir ósk um æfingar á
samhæfingu fjarskiptabúnaðar
hersins og almannavarna.
Ráðherrann sagði íslendinga
verða að leyfa varnarliðinu að
æfa varnir landsins, engin rök
væru fyrir því að aflýsa fyrirtæk-
inu en málið yrði rætt nánar í rík-
isstjórn áður en hann tæki loka-
ákvörðun.
Steingrímur Hermannsson ít-
rekaði enn efasemdir sínar,
margt hefði færst í betra horf á
alþjóðavettvangi frá því í okt.
1986 og því úrelt með öllu að efna
til svo umfangsmikilla heræfinga
nú. Hann gagnrýndi yfirmenn
Bandaríkjahers harðlega fyrir að
sækja ekki um leyfi fyrr en fá-
einum mánuðum áður en æfing-
arnar ættu að hefjast.
Þorsteinn Pálsson las uppúr
Þjóðviljanum og Kristín Einars-
dóttir minnti menn á andhernað-
arstefnu Kvennalistans. Hjör-
leifur Guttormsson tók síðastur
til máls áður en umræðunni var
frestað í gær.
Hjörleifur kvað heræfingar
þessar verða að skoðast í sam-
hengi við tilgang setuliðsins hér
og þátttöku okkar í Nató. Við
værum að verða hlekkur í sókn-
arkeðju Bandaríkjahers á
Norðurslóðum á sama tíma og
heimurinn væri hægt og bítandi
að afvopnast. Við yrðum að söðla
um og leggja okkar lóð á vogar-
skálar friðarins.
Hjörleifur sagði Alþýðu-
bandalagið krefjast þess að fyrir-
huguðum heræfingum yrði aflýst
enda ljóst að fyrir því væri meiri-
hluti innan ríkisstjórnarinnar.
Trauðla réru þeir Páll Pétursson
og forsætisráðherra einir á báti í
þingflokki Framsóknarmanna.
ks
Alþingi
Albert
hættir
Albert Guðmundsson sagði af
sér þingmennsku í gær en hann
mun halda utan til Frakklands I
vikulokin og taka við sendiherr-
astöðu í París um næstu helgi.
Albert lýsti því yfir í gær að
héðan í frá yrði hann utan
stjórnmálaflokka. Einsog kunn-
ugt er hefur hann ekki setið þing-
flokksfundi Borgaraflokksins að
undanförnu, né heldur Ingi
Björn sonur hans og Hreggviður
Jónsson. Albert sagði í gær að
hann myndi ekki ganga í Sjálf-
stæðisflokkinn, en óvíst er hvað
Ingi Björn og Hreggviður hyggj-
ast fyrir.
Kennarar í HiK fjölmenntu á Borgina í gær. Mynd Þóm.
HÍK
Kl-félagar heita stuðningi
Vel sóttur baráttufundur hjá kennurum í gær
Það er veist að hugsjónum okk-
ar og heimilum, sagði Wincie
Jóhannsdóttir á fjölmennum bar-
áttufundi framhaldsskólakenn-
ara innan HIK sem haldinn var á
Hótel Borg í gær.
Auk Winciar töluðu á fundin-
um þau Sigurður Þór Jónsson,
Bergljót Kristjánsdóttir og Svan-
hildur Kaaber formaður KI sem
lýsti væntanlegum stuðningi fé-
lags síns við starfsfélaga í HIK,
komi til verkfalls á fímmtudag.
Fulltrúaráð Kí hefur óskað
eftir því við félagsmenn sína að
þeir leggi niður störf á fimmtudag
komi til verkfalls HtK og ræði um
stöðu kjaramála. Þá ætlar félagið
að leggja fram eina miljón í verk-
fallssjóð HÍK og 2 aðrar til við-
bótar standi verkfall fram undir
miðjan mánuðinn og jafnframt
hefur félagið skorað á alla kenn-
ara að breyta á engan hátt
kennslutíma sínum né bæta við
sig kennslu, komi til verkfalls
kennara í HÍK. Litið verði á allar
slíkar tilfæringar sem skýlaust
verkfallsbrot.
-lg-
Skák
Jóhann byrjar vel
Jóhann Hjartarson hefur farið vel af stað á Heimsbikarmóti Stór-
meistarasambandsins í Barcelona. Hann hefur 2,5 v. eftir 4 umferðir.
Júgóslavinn Ljubojevic er efstur m. 3,5 v. ks
Ölduselsskólamálið
Pólitískar ofsóknir á Olduselsskóla
Formaðurforeldrafélags skólans: HvorkiJón Baldvin né Bjarni P. Magnússon hafa leitað upplýsinga hjáforeldrafélagi
skólans. Ásakanir um pólitískar ofsóknir á hendur skólastjóra rakalausar
Pví er haldið fram af ábyrgum
aðilum að stjórn foreldrafé-
lags Ölduselsskóla hafí látið
stjórnast af pólitískum skoðunum
í afskiptum sínum af deilumálum
innan skólans. Þetta er eins fjarri
öllum sanni og hægt er, og við
erum satt að segja hætt að botna í
þessum stórorðu yfirlýsingum
Jóns Baldvins Hannibalssonar og
Bjarna P. Magnússonar um þetta
mál. Eitt er víst, að þeir hafa
hvorugur leitað upplýsinga um
málið hjá stjórn foreldrafélags
skólans.
Þetta sagði Guðmundur
Hjálmarsson formaður Foreldra-
félags Ölduselsskóla í samtali við
Þjóðviljann í gær. Og Guðmund-
ur bætti því við að Foreldrafélag-
ið hefði aldrei tekið afstöðu gegn
Sjöfn sérstaklega, hins vegar
hefðu 93% foreldra við skólann á
sínum tíma óskað eftir því að
Daníel Gunnarsson yfirkennari
yrði ráðinn. Slík ósk fæli ekki í sér
neinar ofsóknir gegn pesónu
Sjafnar eða dóm um hana sem
persónu.
Þess skal getið að frá því að
Sjöfn var ráðin að skólanum hafa
7 kennarar hætt störfum vegna
ráðningarinnar og 17 hafa hótað
að gera það sama n.k. vor. Alls
eru 38 stöðugildi kennara við
skólann. Þá hefur seta hennar
kostað að nýskipað kennararáð
skólans sagði af sér og skipa varð
nýtt. Sömuleiðis var skipað nýtt
foreldraráð í októberlok vegna
deilna sem þá höfðu blossað upp,
m.a. vegna yfirkennara sem
Sjöfn réði í andstöðu við vilja
kennara. Þá var Sjöfn knúin til
þess að biðja einn kennara við
skólann afsökunar opinberlega
vegna framkomu sinnar. Þessar
deilur fóru fyrir Fræðsluráð, og
reyndi formaður þess, Ragnar
Júlíusson að ná sáttum, en gat þó
ekki fengið deiluaðila til þess að
mæta á sameiginlegum fundi.
-Ég vil bara minna á þau orð
Ragnars Júlíussonar, sem Morg-
unblaðið hafði eftir honum í fyr-
irsögn, að hann hefði komið á
vopnahléi í skólanum, sagði Ás-
laug Brynjólfsdóttir í samtali við
Þjóðviljann. -Þau orð benda til
þess að stríðsástand hafi ríkt í
skólanum, en það kemur ekki
allskostar heim og saman við þá
ályktun sem Fræðsluráð Reykja-
víkur gerði um málið í síðustu
viku. Þessu deilumáli var vísað til
mín frá Fræðsluráði í desember.
Þá var ég á sjúkrahúsi, og því var
málið sent frá fræðslustjóraemb-
ættinu til ráðuneytisins. í
menntamálaráðuneytinu hafa
þau Sólrún Jensdóttir og Sigurð-
ur Helgason farið með faglega
umfjöllun þessa máls.
Kristín A. Ólafsdóttir borgar-
fulltrúi sagðist vera undrandi yfir
afstöðu borgarmálaráðs Alþýð-
uflokksins til þessa máls og von-
ast til þess að Alþýðuflokksmenn
gefi sér tíma til þess að endur-
skoða afstöðu sína með tilliti til
hagsmuna, sem þarna eru í húfi.
- Það er ný stefna hjá Alþýðu-
flokknum í borgarmálum að
horfa algjörlega framhjá hags-
munum nemenda og foreldra í
heilu borgarhverfi, eins og hér er
gert. Alþýðuflokkurinn hefur
hingað til verið talsmaður lýð-
ræðis í borgarmálum og gagnrýnt
núverandi meirihluta fyrir vald-
níðslu. Það skýtur því skökku við
þegar hann hættir nú allt í einu að
hlusta á málsaðila. Ákvörðun
menntamálaráðuneytisins í þessu
máli var byggð á traustum grunni
að höfðu samráði við fjölda
manns, foreldra jafnt sem kenn-
ara. Ákvörðunin tekur mið af
því, að hagsmuna skólans sé gætt.
—ólg.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. apríl 1989