Þjóðviljinn - 04.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.04.1989, Blaðsíða 7
Líbanon Múslímar bjóða frið Vilja afnema stjórnkerfi sem er kristnum í hag Forustumenn líbanskra mús- líma, þeirra á meðal Nabih Berri, leiðtogi Amalsjíta og Walid Jumblatt, foringi Drúsa, fyrir- huga að leggja fyrir Arababanda- lagið tiilögur með það fyrir augum að koma á friði í Líbanon. Efni tiilagnanna hefur ekki verið látið uppi í smáatriðum, en talið er að meginatriði þeirra sé að nú- verandi stjórnkerfi Líbanons verði afnumið. Það er byggt á skiptingu lands- manna í trúflokka og samkvæmt því skulu kristnir menn vera ívið valdameiri í landinu en múslím- ar. Nú er yfirleitt talið að múslím- ar séu orðnir talsvert fleiri þar- lendis en kristnir (þótt að vísu ekki hafi farið fram neitt manntal er sanni það afgerandi) og hafa hinir fyrrnefndu því lengi viljað afnema kerfi þetta. Á það hafa kristnir menn ekki viljað fallast af hagsmuna- og öryggisástæðum. Var þetta ein af aðalástæðunum til þess að borgarastríðið í Líban- on braust út um miðjan s.l. ára- tug. Síðan um miðjan mars hafa geisað harðir bardagar, að sumra Gorbatsjov á Kúbu Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, er nú staddur á Kúbu í opinberri heimsókn, sem er hans fyrsta þangað. Talið er að þeir Fidel Castro Kúbuleiðtogi muni ræða margt um málefni Rómönsku-Ameríku, en „sovét- fræðingar“ segja að Gorbatsjov muni forðast að segja nokkuð eða lofa nokkru, sem hugsanlegt væri að Bandaríkjastjórn tæki sem ögrun við sig. Um hálf milj- ón Kúbana fagnaði sovéska leiðtoganum ákaft við komu hans til Havana. Reuter/-dþ. Assad Sýrlandsforseti - her- sveitir hans kreppa æ meir að kristnum líbönum. sögn meðal þeirra hörðustu í stríðinu öllu, milli liðsmanna tveggja ríkisstjórna landsins, en önnur þeirra er kristin, hin ís- lömsk og studd af Sýrlendingum. Um 120 manns eru taldir fallnir í hryðju þessari og yfir 450 særðir. Hersveitir Sýrlendinga og líb- anskra múslíma hafa að mestu lokað aðflutningaleiðum til þess hluta landsins, sem er á valdi kristinna manna, og mestur hluti eldsneytisbirgða kristnu austur- borgarinnar í Beirút er upp genginn fyrir eldi eftir að kvikn- aði í eldsneytisgeymum þar af völdum stórskotahríðar mús- líma. Talið er að austurborgin hafi nú eldsneyti aðeins til viku. Michel Aoun, leiðtogi kristinna manna, hefur snúið sér til stór- velda þeirra, er fastasæti eiga í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, og beðið þau að beita sér fyrir því að sýrlenski herinn fari frá Líbanon. Reuter/-dþ. Afganistan Mujahideen vonsviknir Mujahideen, afganskir skær- uliðar, virðast nú í bráðina hafa hætt að mestu áhlaupum á borgina Jalalabad í austurhluta landsins. Bardagarnir þar, sem hófust snemma í s.l. mánuði, voru að sögn meðal þeirra hörð- ustu í öllu stríðinu. Hermenn Kabúlstjórnarinnar í borginni vörðust af hörku og tókst þeim að hrinda öllum á- hlaupum mujahideen. Manntjón þeirra síðarnefndu var mikið og telja sumir að tala fallinna úr liði þeirra í bardögum þessum skipti þúsundum. Hefur baráttukjark- ur mujahideen að sumra sögn beðið verulegan hnekki við þetta og hafa margir þeirra leyniþjón- ustu pakistanska hersins fyrir sökinni. Sú leyniþjónusta hefur mikil áhrif meðal mujahideen, þar eð um hennar hendur fer mest af vopnum þeim, sem Bandaríkjamenn o.fl. senda skæruliðum. Að sögn mujahide- en hvatti leyniþjónusta þessi þá mjög til áhlaupanna á Jalalabad. Kabúlstjórnin er hinsvegar hress yfir þessum varnarsigri sín- um og hefur nú Najibullah for- kólfur hennar boðið mujahideen vopnahlé með þeim kjörum, að þeir haldi vopnum sínum og fái sjálfstjórn í þeim héruðum, er þeir hafa á valdi sínu. Gæti það tilboð orðið freistandi fyrir suma skæruliðaforingja, sem eru í raun að mestu óháðir bráðabirgða- stjórn mujahideen í Pakistan, enda væri samkomulag af því tagi, sem Najibullah stingur upp á, í samræmi við afganskar hefð- ir. Reuter/-dþ. Namibía Strið blossar upp Klögumál ganga á víxl um upptök. Suður-Afríkustjórn hótar að reka friðargœslulið S.þ. úr landi Harðir bardagar hafa síðan á laugardag geisað nyrst í Nam- ibíu milli liðssveita SWAPO, sjálfstæðishreyfingar þar- lendrar, og hersveita Suður- Afríkustjórnar. Um 140 manns voru í gær sagðir fallnir í viður- eign þessari, sem er ein af þeim hörðustu hingað til í 23 ára skær- ustríði Suður-Afríku og SWAPO. Hvor aðilinn um sig kennir hin- um um upptökin. Að sögn suður- afrískra talsmanna tókust bar- dagar er um 1000 manna lið SWAPO fór suður yfir landa- mærin frá Angólu, sem sé brot á vopnahléi því er Angóla, Kúba og Suður-Áfríka gerðu á dögun- um til að binda endi á hernað í Angólu og Namibíu. Talsmenn SWAPO segja að átökin hafi haf- ist vegna þess að Suður- Afríkuher haldi áfram útrýming- araðgerðum gegn SWAPO- liðum, staðsettum í Namibíu, í þeim tilgangi að eyða áhrifum samtakanna í landinu áður en það verði sjálfstætt. Hinsvegar neitar SWAPO því ekki að ein- hverjir liðsmenn samtakanna kunni að hafa farið inn í landið frá Angólu eftir að bardagar hóf- ust, til hjálpar félögum sínum þar. Aðilum ber saman um að mannfall sé mikið í bardögunum og haft er eftir talsmönnum lög- reglu í norðurhluta landsins að um 120 manns hafi fallið af SWAPO og um 20 af liði Suður- Afríku. Suður-Afríkumenn hafa sent á vettvang vopnaðar þyrlur, en SWAPO-liðar beita gegn þeim eldflaugum. Barist er á um 300 kílómetra langri víglínu. Ekki þykir það góðs viti að slag- urinn hófst einmitt sama daginn, 1. apríl, og framkvæmd áætlunar á vegum Sameinuðu þjóðanna um að gera Namibíu að sjálfs- tæðu ríki skyldi hefjast. Þorp á landamærasvæðinu standa að sögn í ljósum loga og fólk flýr þaðan unnvörpum. Marrack Goulding, aðstoðarað- alritari S.þ. og æðsti yfirmaður friðargæsluliðs þeirra er á förum til Luanda, höfuðborgar Angólu, til að kanna ástæður til friðslit- anna í Namibíu. Samkomulag Angólu, Kúbu og Suður-Afríku um frið í suðvestanverðri Afríku var undirritað í New York í des. s.l. og er í því kveðið á um að Namibía fái sjálfstæði gegn því að Kúba kveðji heim herlið sitt í Angólu. Suður-Afríkustjórn heitir á Ja- vier Perez de Cuellar, aðalritara S.þ., að stöðva þegar í stað það sem hún kallar ögranir og ágengni af hálfu SWAPO og hót- ar að öðrum kosti að reka úr Namibíu friðargæslulið S.þ., sem þangað er nýkomið. Talsmenn SWAPO segja forustumenn sína reiðubúna að fyrirskipa liðs- mönnum sínum að hætta bar- dögum, ef Suður-Afríkustjórn geri slíkt hið sama. Evlgi SWAPO mun vera mest mPB Ovambo-þjóðflokknum, sem langfjölmennastur er þjóð- arbrota landsins, en ættland hans er einmitt nyrst í landinu. SWAPO er af mörgum spáð sigri í kosningum, sem fara eiga fram í Namibíu áður en hún verður sjálfstæð, en líklegt er að Suður- Áfríkustjórn vilji fyrir hvern mun hindra að samtök þessi komist þar til valda. Reuter/-dþ. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Miðstjórnarfundur kl. 20 miðvikudaginn 5 apríl í Miðgarði, Hverfisgötu 105 Að kröfu 33 miðstjórnarmanna er boðað til miðstjórnarfundar til að ræða afstöðu flokksins í yfirstandandi kjaradeilum og sérstaklega fjallað um þá ákvörðun fjármálaráðherra að greiða opinberum starfsmönnum, sem boðað hafa til verkfalls frá 6. apríl næstkomandi, einungis laun fram til þess tíma. Miðstjórnarmenn eru því í samræmi við ofanskráð boðaðirtil fund- ar í Miðgarði, Hverfisgötu 105, kl. 20 miðvikudaginn 5. apríl. - Formaður. Útboð Landgræðsla 1989-1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í oíangreint Vverk. * Helstu magntölur: Nýsáning Áburðar- dreifing Suðurlandskjörd. 90 ha 90 ha Reykjaneskjörd. 95 ha 100 ha Vesturlandskjörd. 170 ha 170 ha Vestfjarðakjörd. 125 ha 125 ha Norðurl.kjörd. vestra 90 ha 90 ha Norðurl.kjörd. eystra 215 ha 215 ha Austurlandskjörd. 150 ha 110 ha Útboðsgögn verða afhent frá og með 4. apríl nk. hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og fyrir viðkomandi kjördæmi á eftirtöldum umdæmisskrifstof- um: Selfossi, Borgarnesi, Isafirði, Sauðárkróki, Akur- eyri og Reyðarfirði. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 17. apríl 1989. Vegamálastjóri Gestsson Óskarsdóttir Kennarar - foreldrar Fimmti fundur menntamálaráöherra um skóla- mál verður í Árbæjarskóla í kvöld, 4. apríl, kl. 20.30. Notiö tækifærið til að hafa áhrif. Fundurinn er fyrir foreldra og starfsfóik eftirtalinna skóla: Ár- bæjarskóla, Ártúnsskóla, Foldaskóla og Selás- skóla. Menntamálaráðuneytið Minningarathöfn um Huldu Stefánsdóttur fyrrv. skólastjóra fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 6. apríl næstkomandi og hefst kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Þingeyrakirkju laugardaginn 8. apríl og hefst kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Þingeyrakirkju eða Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Kirkjan hefur gíró- reikning 49543, en safnið 49535 í Landsbanka íslands (aðalbanka). Guðrún Jónsdóttir og Páll Líndal Hulda Sigríður, Anna Salka, Stefán Jón, Bára og Páll Jakob Þórir Jónsson og Sigríður Guðmannsdóttir Jón Guðmann og Margrét Maðurinn minn Stefán Ögmundsson prentari er látinn. Elín Guðmundsdóttir Helga Proppé er látin. Lúðvík Kristjánsson Véný og Vésteinn Þriðjudagur 4. april 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.