Þjóðviljinn - 04.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.04.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Löng er þessi barátta „Viö erum svo gæfusöm, herstöðvaandstæðingar, að eigagóðan og göfugan málstað," sagði Páll Bergþórsson í upphafi baráttufundar í Háskólabíói á sunnudaginn, „frelsi og frið: Þjóðfrelsi og alþjóðlegan frið.“ Ekki í manna minnum hefur vonin um frið verið jafngóð og nú með auknum samskiptum stórvelda, en að vísu eiga ekki allir sama láni að fagna. Auðugar vestrænar þjóðir hafa á friðvænlegri tímum æ minni áhuga á fylgifiskum vígbúnaðar og vilja losna við gervivígvelli burt úr löndum sínum, herstöðvar, heræfing- ar, æfingaflug og sprengjutilraunir. Ekki þykir þó gerlegt að leggja þessa starfsemi niður, heldur er ráðið að koma ófögnuðinum yfir á hrekklaust fólk, fámennar þjóðir og fátækar, og ekki sakar að þær eigi sér fáa formælendur. Vestur-Þjóðverjar, Bretar og Hollendingar eru orðnir dauðleiðir á hernaðaruppbyggingu og vígbúnaðarbrölti í landi sínu, og vegna stöðugs þrýstings frá almenningi hafa yfirvöld reynt að losa sig við hættulegustu og há- vaðamestu starfsemi Natóherjanna. Kanadastjórn vill hins vegar fús ávinna sér góðvild voldugra ríkja og býður fram svæði í landi sínu undir þessa iðju. Svæði þetta er í Labrador og austur-Quebec þar sem búa einungis nokkrir Innu-indíánar sem óþarft er að taka tillit til. Þó eru Innu-indíánar menn. Lífsglaðir og stoltir af sterkri, ævafornri menningu sinni og tregir til að gefa hana upp á bátinn átakalaust, hætta að lifa á því sem landið gefur og flytja burt til héraða þar sem fólki er ekki sýndur sami yfirgangur. Peter Armitage mannfræðingur sem talaði fyrir hönd Innu-indíána í Háskólabíói sagði skelfilegar sögur af reynslu Innu-fólksins af Nató þotum sem hvað eftir annað fljúga lágflug yfir veiðisvæði þeirra, fyrirvaralaust og leyfislaust af hálfu indíánanna, með hávaða eins og hleypt sé af byssu við eyrað á þeim. Hávaðinn er eins og sprenging. Fólkið fellur til jarðar, grípur fyrir eyrun og engist undir hávaðanum. Þessa meðferð hlýtur fólk dag eftir dag, og þrátt fyrir eindregin mótmæli þess hefur Kanadastjórn boðið Nató að setja upp æfingabúðir fyrir árásarflugvélar og vopna- burð á svæðinu. Það þýðir að herflugvélar þurfa að taka sig upp þaðan um 40 þúsund sinnum á ári! Og hávaðinn getur verið svo mikill að hann sprengi rúður og jafnvel húsveggi. Veiðilendurnar sem Innu-fólkið lifir á verða lagðar í auðn, fólkið verður flæmt til að lifa öðruvísi lífi en það kýs, jafnvel til að flytjast brott, ef ekki tekst að hindra þessa samninga. Indíánarnir hafa í mótmælaskyni raðað sér á flugbrautir til að hindra flugtak. Takmark þeirra er að yfirfylla fangelsin svo að Kanadastjórn lendi í vanda. En hvort þeir sigra í baráttunni við fjölþjóðlegt peningavald og hervald er óvíst. íslendingar geta lært af dæmi indíánanna í Labrador að þeir eiga að halda áfram að vera óþekkir, mótmæla af hörku veru barndaríska hersins hér á landi og umfram allt ekki leyfa neins konar útvíkkun á starfsemi þeirra hér. Um leið og gefið er eftir sætir herveldið færis; við gætum ef við höfum ekki andvara á okkur neyðst til að taka við starf- semi sem aðrar þjóðir með meira þrýstiafl vilja losna við. Það viljum við ekki. Ekki verkföll Það er hörmulegt fyrir félagshyggjustjórn ef hún getur ekki talað við sitt fólk og náð samkomulagi við það um kjarabætur. Það er hörmulegt ef nú verður að loka deildum á heilsugæslustöðvum og sjúkrastofnunum og skólastarf stöðvast vegna verkfalla. Það má ekki gerast. Geta menn ekki teygt sig lengra, rétt út sáttahönd til að koma í veg fyrir þetta slys? SA KLIPPT QG SKORIP Maöur líttu þér nær Þegar orðið glasnost ber á góma þykjast flestir vita hvað klukkan slær. Glasnost er þegar Rússar fá málið um sögu sína og samtímavanda. Það er rétt. En um leið skal á það minnt, að glas- nost hefur m.a. þau almennu áhrif, að samfélagið er opin- skárra og gangrýnna um eigin galla en áður - um leið og það dregur mjög úr viðleitni til að ein- blína á flísar í auga náungans. Svo dæmi sé tekið: sovéskri grein um eiturlyfjavandamál í Moskvu er ekki drepið á dreif með því að minna á það að margfalt verri sé vandi þessi í Washington. Sumir eiga erfitt með að kyngja þessu. Til dæmis fréttum við á dögunum af breskum rithöf undi, James Aldridge,semhefur verið mikill Sovétvinur áratugum saman og fylgt þeim vinskap eftir með mörgu móti - t.d. fannst honum sjálfsagt að senda sovéska skriðdreka inn í Tékkóslóvakíu 1968. Nú heyrum við að James Aldridge hafi sagt sig úr Sovét- vinafélaginu breska. Astæðan er sú, að honum blöskrar hvernig sovésk blöð (eins og Moskvu- fréttir sem út koma m.a. á ensku) skrifa um Sovétríkin. Með öðrum orðum: hann þolir ekki hrein- skilni þeirra. Hann vill eiga sína óskamynd eins og hún var. Víkverji og ábyrgðarleysið En sem fyrr segir: manni finnst einhvernveginn (þótt seint verði sannað svo óyggjandi sé) að menn séu fúsari en oft áður til að líta fyrst og fremst í eigin barm, skoða þann vanda sem á herjar hér og nú, vísa ekki burt og út í heim á það að ástandið sé enn verra þar. Og að þetta eigi ekki barasta við um Sovétríkin. Þessi árátta virðist stundum grípa meira að segja Morgunblaðið og eru menn þó ekkert að flýta sér að „hugsa upp á nýtt“ á þeim bæ. Tökum tvö dæmi úr helgarút- gáfu Morgunblaðsins. Eins og menn vita hefur það verið mikill sónn á þeim bæ, að fyrirtækjum séu ekki búin frjáls rekstrarskil- yrði, allri ábyrgð á efnahagsvand- ræðum hefur verið skellt á ríkið og stjórnmálamenn, atvinnurek- endur hafa einatt litið út eins og steiktir og ofsóttir englar í túlkun blaðsins. En nú bregður svo við að sá máttarstólpi Morgunblaðs- ins sem Víkverji er hverju sinni, hann er blátt áfram orðinn þreyttur og hneykslaður á fram- ferði bræðra sinna í einkafram- takinu, Sem hafa að hans sögn gert það að „vinsælli atvinnu- grein á íslandi að verða gjald- þrota“. Hann skammar þau lög og þá siðgæðisvitund sem gera mönnum það hægan leik að velta fyrirtækjum á hausinn án þess að þeir taki nokkrum afleiðingum sjálfir - þeim er velt yfir á næsta mann og svo ríkið margskamm- aða. Og, segir Víkverji og bregð- ur undir sig háðsfætinum, sá sem verður gjaldþrota hann ber enga ábyrgð á því sjálfur, allt er öðrum að kenna. Víkverji lýsir hugsun- arhættinum m.a. á þessa leið hér: „Var fyrirtækinu þá ekki illa stjórnað? Nei nei, það var tölvu- vætt og allt var í besta lagi. En tekjur fyrirtækisins, voru þær þá notaðar til uppbyggingar þess - eða var kannski hluti þeirra not- aður til fjárfestingar rekstrinum óviðkomandi? Ja, þegar menn eru með mörg j árn í eldinum er ef til vill ekki svo gott að greina á milli, en að sjálfsögðu vori' eigendum greidd lífvænleg laun - og ýmis aukaútgjöld voru kann- ski skrifuð hjá fyrirtækinu. En það er nú ekkert tiltökumál, eigendurnir verða að lifa í sam- ræmi við stöðu þeirra í þjóðfé- laginu. Það hljóta allir að skilja. Allt hefði þetta gengið ef ríkið hefði verið fáanlegt til þess að hlaupa smávegis undir bagga, þó ekki væri nema með niðurfell- ingu skatta - eða svoleiðis." Víkverji kemst að vísu ekki lengra í hneykslun sinni en að rekja slíkar tölur og klóra sér svo í kýrhausnum á gamla moggavísu („segja má að margt sé skrýtið í kýrhausnum" eru hans lokaorð). En þetta er engu að síður nokkuð jákvæður sprettur hjá honum þegar á allt er litið. A Reagans grænni grundu Annað dæmi: Morgunblaðið hefur aldrei þreyst á því að pré- díka það mikla frelsi í peninga- viðskiptum sem Bandaríkin búa við sem brýna fyrirmynd, og það hefur hrifist miícið af Bandaríkj- aforsetum sem hafa lækkað skatta (einkum á þá efnameiri). En nú bregður svo við að blaðið birtir langt viðtal við íslenskan verðbréfasala í Bandaríkjunum, sem ungur hélt að Ameríka væri „eini rétti staðurinn“. Reynsla þessa landa er í stystu máli á þá leið, að verðbréfamark- aðurinn sé ekki annað en spilavíti og muni hann engum manni ráð- leggja lengur að fjárfesta í hlutabréfum. Hann rekur dæmi af því, hvernig aukið frelsi í vaxtapólitík hefur valdið miklum usla í húsnæðismálum og spill- ingu og hvernig t.d. skattalækk- anir Reagans hafa leitt bæði til gífurlegrar skuldasöfnunar og svo til þess að menn hafa skotið æ lengur á frest bráðnauðsynlegri en dýrri hreinsun mengaðra svæða víðs vegar um Bandaríkin „þar sem úrgangurinn frá kjarn- orkukapphlaupinu hefur eitrað jörðina“. Reagan, sem fyrir skemmstu var í Morgunblaðinu kvaddur sem sérlega mikilhæfur forseti, fær þessa einkun hjá hin- um íslenska þegni sínum: „í reynd skipti hann sér ekkert af mörgum verkefnum sem hann átti að sinna. Hann hefur veðsett framtíðina. Það tekur þjóðina áratugi að borga þær skuldir sem til var stofnað á valdatíma hans og leysa þau vandamál sem ekki var sinnt. Ég held að framtíðin muni dæma hann sem lélegan forseta. Mér sýnist einnig að Bush muni ekki ganga betur...“ ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn: DagurÞorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. ' Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglyslngastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf Verð í lausasölu: 80 kr. Nýtt Helgarblað: 110 kr. Áskriftarverð á mónuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.