Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.06.1989, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 70 -r % Ríkisútvarpið telur almenninguráð ræki hlutverk sitt hvað best af opinberum stofnunum. Athygli vekur hve dómstólarnir og Alþingi eru í litlum metum meðal almennings. Opinberar stofnanir Háskólinn og RÚV best þokkaðar Alþingi og dómstólarnir talin sinna sínu hlutveki illa. Grunnskólarnir þarfastir Flestir telja að Háskóli íslands gegni híutverki sínu vel, sé vönduð kennslustofnun og að þjónusta hans sé góð eða að minnsta kosti sæmileg. Flestir eru ósammála þeirri staðhæfingu að Háskólinn sé lokuð stofnun sér- fræðinga en á hinn bóginn er það álit margra að kynna mætti al- menningi starfsemi hans betur og auka tengsl skólans við þjóðlífið. Þetta kemur fram í niðurstöð- um skoðanakönnunar sem Fé- lagsvísindastofnun Háskólans gerði nýlega að beiðni Kynningarnefndar skólans. Leitað var til 1500 manna á aldr- inum 18 til 75 ára af öllu landinu. Markmið könnunarinnar var að meta ímynd Háskóla íslands í samanburði við nokkrar opinber- ar stofnanir. Samanborið við aðrar opinber- ar stofnanir kemur Háskólinn mjög vel út, en Alþingi og dóm- stólarnir eru ekki í miklu áliti hjá þjóðinni þar sem einungis 6,1% telja Alþingi gegna hlutverki sínu vel og 14,5% telja dómstólana gera það. Imynd Ríkisútvarpsins er mjög jákvæð og telja 66% að- spurðra að það gegni hlutverki sínu vel. 46% aðspurðra töldu Há- skólann gegn hlutverki sínu vel. Svarendur telja að aðeins ein stofnun sinni hlutverki sínu bet- ur, það er Ríkisútvarpið en 63,3% telja það gegna hlutverki sínu vel. Lögreglan kemur næst á eftir Háskólanum og um 43% telja Þjóðkirkjuna, Þjóðleikhús- ið og menntaskólana sinna hlut- verki sínu vel og grunnskólarnir fylgja fast á eftir með 38,7%. Al- þingi og dómstólarnir reka lest- ina. 39% þátttakenda í könnuninni telja þjónustu Háskólans góða og einungis heilbrigðiskerfið töldu menn betra en 59,6% töldu þjón- ustu þess góða og fannst þjónusta skólakerfisins, löggæslunnar og vegagerðarinnar góð eða að minnsta kosti sæmileg. Það er áberandi hvað fáir telja þjónustu ráðuneytanna og stjórnsýslunnar vera góða en einungis 8% telja að svo vera. Þrátt fyrir jákvætt viðhorf til Háskólans sem fram kemur í könnuninni telja 89,8% ástæðu til að starfsemi Háskólans sé kynnt almenningi betur en nú er gert og 56,8% telja tengsl há- skólans við þjóðlífið of lítil. Þegar fólk var beðið um að forgangsraða tilgreindum stofn- unum sem efla mætti með meiri fjárveitingum af opinberu skattfé komu grunnskólarnir í efsta sæti. í öðru sæti var Háskólinn, þá Ríkisútvarpið og Þjóðleikhúsið og síst töldu svarendur að auka ætti fjárveitingar til Listasafns ís- lands. Ef taka ætti opinbert skattfé til að efla eina opinbera stofnun með auknum fjárveiting- um töldu flestir að það fé ætti að renna til grunnskólanna. ->Þ Ashkenazy Ashkenazy spilar I Moskvu Aldrei bjóst ég við því að ég yrði boðinn velkominn til Sovét - ríkjanna, sagði Valdimír Ashken- azy, þegar hann tilkynnti um þá ákvörðun sína að taka þátt i tvennum góðgerðatónleikum í Moskvu í nóvember. En hann hef- ur stundað list sína í útlegð frá árinu 1963. Ashkenazy, sem er íslenskur ríkisborgari eins og kunnugt er, nú búsettur í Sviss ásamt Þórunni Jóhannsdóttur konu sinni, kvað það skyldu sína að taka þátt í þeim sögulegum breytingum sem nú eiga sér stað í Sovétríkjum Gorbatsjovs. Ashkenazy mun stjórna Kon- unglegu bresku fdharmoníu- hljómsveitinni. Ágóðinn af tón- leikunum rennur til endurreisnar sögulegra bygginga sem sködd- uðust í jarðskjálftum í Armeníu. -áb. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Kristinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður, Páll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðinn Þórisson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tilkynnið þátttöku sem fyrst til Ferðamlðstöðvar Austurlands, Eglls- stöðum, sfmi (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördæmisráð. Alþýðubandalagið á Suðurlandi Sumarferð Sumarferð Ab. Suðurlandi verður farin til Vestmannaeyja dagana 30. júní til 2. júli nk. Tilkynna þarf þátttöku t síðasta lagi á fimmtudag 29. júni til Sigurðar Randvers í síma 21714. Félagar fjölmennum til Eyja. Ferða- og undirbúningsnefnd Kjördæmisráðs Ab. Suðurlandi EB Stofnráð fræðslusamtaka Astofnfundi Fræðslusamtaka um ísland og EB á dögunum voru samþykktar starfsreglur samtakanna og kosnir 20 af 30 í ráð sem fara mun með málefni þeirra. Einnig skráði fólk sig í hópa sem vinna munu að einstök- um málefnum sem tengjast Evr- ópubandalaginu. Akveðið var að í upphafi yrðu fjórir vinnuhópar settir á fót en áætlað er að þeim fjölgi eftir áhuga og þörfum. Á fundinum voru flutt fimm stutt erindi: Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands, talaði um EB og sjáv- arútveg, Ragnar Árnason, dós- ent, um fjármagnsflutninga, Ari Skúlason hagfræðingur ASf, um hreyfingar vinnuafls, Kristín Ástgeirsdóttir, kennari, um fé- lagsleg áhrif og menntun og Páll Pétursson, alþingismaður, um EB og EFTA: hugmyndir um að- lögun. Ráð samtakanna markar meg- instefnu þeirra og mótar starfsá- ætlun. í því eiga sæti allt að 30 manns og skulu % valdir á stofn- fundi, en hina velur ráðið síðar. Ráðið endurnýjar sig sjálft, þ.e. kveður til fólk í stað þeirra sem hætta störfum. Leitast skal við að ná sameiginlegri niðurstöðu innan ráðsins, en ella ræður meirihluti. Á stofnfundinum voru eftir- taldir skipaðir í stofnráð samtak- anna: Ari Skúlason, Asta Ragn- heiður Jóhannsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Gerður Steinþórsdóttir, Gissur Péturs- son, Guðmundur Hallvarðsson, Gunnar Guðbjartsson, Gunn- laugur Júlíusson, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Jón R. Gunnars- son, Kristín Sigurðardóttir, Mon- ika Karlsdóttir, Óskar Vigfússon, Pálmi Gíslason, Ragnar Árna- son, Sigrún Jóhannesdóttir, Sjöfn Halldórsdóttir, Stefanía Trausta- dóttir, Vigfús Geirdal og Póranna Pálsdóttir. Ferðamál Nefnd í málið Ætlað að gera tillögur um opinbera stefnu í ferðamálum og semja ný lög efþurfaþykir Samgönguráðuneytið skipaði nýverið nefnd til að fjalla um ferðamál á breiðum grundvelli og stefnumörkun í þeim efnum. Starf nefndarinnar fclst m.a. í því að gera könnun á samkeppnis- stöðu og rekstrarskilyrðum ferð- aþjónustu hérlendis i samanburði við nágrannalöndin, endurskoða hina opinberu stefnu í ferðamál- um og gera tillögur um æskilega þróun þeirrar stefnu auk þess sem nefndin á að taka til endurskoð- unar núgildandi lög um ferðamál. Nefndin á að skila áfanga- skýrslu um næstu áramót en gert er ráð fyrir að hún muni ljúka störfum fyrir vorið 1990 og frum- varp til nýrra laga, ef samið verð- ur, verði lagt fyrir þingið haustið 1990. Starfsmaður nefndarinnar er Árni Þór Sigurðsson hagfræðing- ur, en formaður er Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Aðrir nefndarmenn eru Áslaug Alfreðsdóttir, Birgir Þorgilsson, Bjarni Sigtryggsson, Friðjón Þórðarson, Kristín Einarsdóttir, Reynir Adolfsson og Unnur Stef- ánsdóttir. -iþ FJOlBRAlíTASXÓUNN BREIÐH0UI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Útskrift stúdenta verður laugardaginn 1. júlí nk. kl. 11.00 í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, Reykjavík. Skólameistari ^ Askorun um greiðslu fasteigna- gjalda Hér með er skorað á alla þá, sem eiga van- greidd fasteignagjöld til Bæjarsjóðs Garðabæj- ar, að gera skil sem fyrst. Eindagi síðasta hluta álagðra fasteignagjalda 1989 var 15. júní. Þeir fasteignagjaldagreiðendur, er eiga vangreidd fasteignagjöld mega búast við að óskað verði uppboðs á viðkomandi fasteign, verði skuldin ekki greidd. Bæjarstjórinn í Garðabæ 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.