Þjóðviljinn - 05.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.07.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. júlí 1989 116. tölublað 54. árgangur Lífeyrissjóðir Vanskil óþekkt stærð Töluvert um vanskilfyrirtœkja á lífeyrissjóðsgjöldum. Uppgötvast oft ekkifyrr en félagsmenn hyggjast nota réttindi sín. PállMagnússon: Þörf á betra eftirliti Vanskil fyrirtækja á lögbundn- um lífeyrissjóðsgjöldum starfsmanna eru töluverð og er um nokkuð stórar upphæðir að ræða, að sögn Páls Magnússonar lýá Lífeyrissjóði byggingar- manna. Ekki er óalgengt að van- skilin uppgötvist ekki fyrr en verkafólk ætlar að nota réttindi sín hjá lífeyrissjóðunum og hafa vanskilin þá jafnvel viðgengist árum saman. Þegar rætt er við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna er áberandi að enginn virðist vita hversu mikil vanskilin nákvæmlega eru. Eftir- lit einstakra sjóða er reyndar mis- munandi og sumir þeirra eru að koma upp skilvirkara eftirliti með greiðslum. Páll Magnússon sagði Þjóðviljanum að skilin væru mjög mismunandi og ekkert einhlítt svar væri til varðandi þau. Mörg fyrirtæki gerðu regluleg skil, einu sinni í mánuði eins og lög gerðu ráð fyrir. Önnur fyrir- tæki skiluðu seint og illa, og enn önnur sýndu enga tilburði til að standa í skilum fyrr en gengið væri á eftir þeim. „Þetta eru nokkuð stórar upp- hæðir,“ sagði Páll. En hann sagð- ist ekki geta sagt hversu háar. Vanskil færu hins vegar vaxandi og ýmsum ráðum væri beitt, til dæmis í gegnum alls konar verk- takarekstur. Verkamenn væru þá gerðir að verktökum. Enginn vinnandi maður sem vildi láta taka sig alvarlega gengi hins veg- ar að slíkum kostum. Þeir gætu reynst verkafólki stórhættulegir og leitt til réttleysis hvað varðar atvinnuleysisbætur og tryggingar. Skilin eru svipuð frá ári til árs. Það alvarlega í málinu er að líf- eyrissjóðirnir vita kannski ekki af vanskilunum fyrr en eftir nokkur ár, þegar fólk vitjar réttar síns. Páll telur æskilegt að heildareftir- lit með skilum verði eflt og tengsl á milli félagatals og innheimtu styrkt. Hann sagðist búast við endurbótum á kerfi Lífeyrissjóðs byggingarmanna á næstu misser- um. Sérstök deild í fjármálaráðu- neytinu var stofnuð 1981, til að fylgjast með lífeyrismálum. Páll telur að það eigi að vera verkefni hennar að gera lífeyrissjóðunum viðvart um vanskil. Eðlilegt væri að fyrirtæki gerðu grein fyrir skilum á lífeyrisgjöldum í launaskattsskýrslum. Þannig mætti koma í veg fyrir að van- skilamál væru óhreyfð árum sam- an. Þetta kerfi væri ríkissjóði til hagsbóta, þar sem hann fengi skellinn þegar vanskilafyrirtæki færu á hausinn. Hilmar Ólafsson hjá Lífeyris- sjóði Dagsbrúnar og Framsókn- ar, sagði ekki gott að svara því hver vanskilin væru. Stærri fyrir- tæki stæðu yfirleitt í skilum. Hins vegar væri allt eftirlit erfiðara með smáum fyrirtækjum sem spretta upp og lifa kannski stutt. Páll sagði sjóðinn hafa öll fyrir- tæki sem einhverntíma hefðu skilað, á skrá. Að þessum sökum eru skammlíf smáfyrirtæki sem aldrei borga, erfið viðureignar. -hmp Utanríkisráðherra íhugaraðfá sér sfað- gengil Friðrik Sóphusson: í takt við annað. Ekki stílbrot á óvenjulegum uppátektum. - Fyrstu hugmyndir Jóns sýna að hann hefur ekki hugsað út í hörgul það sem hann var að segja. Ráðhcrrar fá ekki stað- gengla fyrir sig nema að breyttum lögum, sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins um ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, sem höfð eru eftir honum í Morgunblaðinu um síðustu helgi að komið hafí til álita að hann kallaði til staðgengil í sinn stað til að sinna ráðuneytinu meðan hann hefði öðrum hnöppum að hneppa sem formaður ráðherr- anefndar EFTA. Jón Baldvin hefur síðar áréttað að það hafi ekki hvarflað neinum að skipa annan ráðherra heldur hvort bæri að kalla til aðstoðar- mann, enda samrýmist það ekki stjórnarráðslögum að skipta ráðuneyti upp milli ráðherra. Kristín Einarsdóttir, þingmað- ur Kvennalista, sagði í samtali við blaðið að hún vissi ekki betur en að utanríkisráðherra hefði þegar aðstoðarmann, þannig að hún sæi ekki í fljótu bragði þörfina fyrir annan ef af yrði, - enda get ég ekki séð að það samrýmdist að- gerðum til sparnaðar á vegum ráðuneytisins. Friðrik sagði að hins vegar bannaði enginn honum að ráða sér aðstoðarmann. Óneitanlega væri það mjög óvenjulegt ef ráð- herra kallaði til aðstoðarmann til að sinna störfum að hluta fyrir sig meðan hann væri bundinn af öðru. - Ég held að það sé mjög óvenjulegt, en það er líka ákaf- lega margt óvenjulegt með Jón Baldvin, sagði Friðrik, - þannig að þetta er ekkert stílbrot á óvenjulegum uppátektum hans. -rk „Ert þú búinn að kaupa tilboðskjötið?" gætu þessir herramenn veriðiað spyrja hvor annan. Jim Smart Ijósmyndari rakst á þessa málara á förnum vegi í Reykjavík í gær sem létu dimmviðrið og skúrina ekki aftra sér frá málningarvinnunni. — Slátrun Ouppgert við bændur ífyrra varslátrun sauðfjár aflögð áBíldudal. BœnduríArnarfirði hafa ekkifengið uppgertfrá sláturhúsinu áPatreksfirði. Sömu sögu að segja víðar Bændur í vestur Barðastrand- arsýslu hafa ekki enn fengið fyllilega uppgert frá sláturhúsinu á Patreksfírði. En í fyrra lokaði dýralæknir svæðisins fyrir slátr- un á Bíldudal og þurftu bændur í Arnarfírði því að leiða sláturfén- að sinn til slátrunar á Patreks- fírði. Valur Thoroddsen, stjórn- arformaður Sláturfélags Vestur- Barðstendinga, segir að bændur eigi enn eftir að fá greidd 10% af launum sínum. Venjulega er búið að gera upp um áramót. Bjarni Kristófersson, bóndi á Fremri Hvestu, sagði Þjóðviljan- um að bændur ættu enn eftir að fá greidd 20 - 25% af launum sín- um. „Það eru löngu komin ára- mót hjá okkur í Arnarfirðinum en þeir eru kannski enn að halda upp á þau á Patreksfirði," sagði Bjarni. Hann sagði að þau svör sem bændur fengju væru að þeir ættu að vera þolinmóðir og ánægðir, ástandið væri verra annars stað- ar. Þetta væri hins vegar bagalegt fyrir bændur; að fá ekki hluta af árslaununum, þegar þeir þyrftu að greiða fyrir öll sín aðföng. Siáturhúsið á Bfldudal hefði alltaf gert skil um áramót. Valur Thoroddsen sagði greiðslur til bænda ekki nógu vel á veg komnar. Hann gæti ekki sagt hvenær full skil yrðu gerð og vildi ekki gefa loforð sem ekki stæðust. Sláturfélagið skuldaði bændum 3-4 milljónir fyrir utan vexti En á fyrra starfsári Slátur- félagsins hefði uppgjör verið með eðlilegum hætti. Gjaldþrot fyrir- tækja hefðu haft áhrif á fjárhags- stöðu Sláturfélagsins, til dæmis gjaldþrot Kjötmiðstöðvarinnar sem skuldaði Sláturfélaginu. Fjármagnskostnaður væri einnig mikill. Þetta ástand er ekki ein- stakt í Barðastandarsýslu, að sögn Vals, sömu sögu væri að segja á öðrum svæðum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.