Þjóðviljinn - 05.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.07.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Flugleiðir Tímasetningin tilviljun Pað liggur ekki fyrir nein end- anleg ákvörðun ennþá en fljótlega verður sumaráætlun fyrir næsta ár afgreidd og í því sambandi hefur verið nefnt að draga úr leiguflugi til sólarlanda og Grænlands en auka áætlunarf- lug á N-Atlantshafsleiðum, sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um fækkun í áhafnarliðinu og óvíst hvort af af henni yrði. Verði flug- vélum félagsins fækkað úr 7 í 5 næsta sumar er ljóst að áhafnar- þörf verður eitthvað minni er nú í sumar og gæti munað allt að 9 flugáhöfnum. Ef hins vegar Bo- eing 727-200 vél eða önnur sambærileg verður tekinn á leigu og þá fyrst og fremst til leiguflugs þá snýst dæmið við og þörf verð- ur fyrir fleiri áhafnir. Mál þetta er enn á vinnslustigi hjá starfs- mönnum fyrirtækisins og hefur ekki verið lagt fyrir stjórn þess enn. Einar sagði að það væri til- hæfulaust það sem fram hefði komið í fréttum að Flugleiðir kæmu á framfæri fréttum um fækkun starfsfólks þegar í gangi væru samningaviðræður og það væri tilviljun ein að þessi frétta- flutningur væri í gangi núna. Hins vegar sagði hann að það væri ljóst að launakostnaður fyrirtækisins væri óvenju hár miðað við launakostnað annarra flugfélaga í Evrópu og með tilkomu samn- inga við flugmenn í tengslum við kaup nýju flugvélanna ykist launakostnaður og óhagræði í rekstri leiguflugsins sem gerði það að verkum ásamt ýmsum öðrum þáttum að verið væri að skoða breytingar á þessum þætti rekstursins. Gunnar Guðjónsson hjá félagi íslenskra atvinnuflugmanna sagði það væri harla ólíkiegt að samningar þeirra væru ástæðan fyrir hugmyndum um fækkun eða niðurfellingu á leiguflugi til sólar- landa en vildi ekkert segja um hvaða ástæður hann teldi að lægj u þar að baki. - Það er ekkert óeðlilegt við það að þurfa að skipta um áhöfn í ferðum og tíð- kast víða í öðrum löndum. Þó slíkt kosti flugfélagið auðvitað eitthvað getur það varla skipt sköpum í ákvarðanatöku þeirra. Inn í umræðu um breytingar á Hana-nú félagar með púttklúbb Hálft hundrað félaga í frí- stundaklúbbnum Hana-nú í Kóp- avogi hafa nýverið stofnað púttk- lúbb í samvinnu við íþróttaráð Kópavogs. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að greiða götu klúbbsins og í því skyni hefur félögunum verið heimilað að nýta hluta af Rútstúni til iðkana á þeirrigöf- ugu fjölskylduíþrótt golfi. Púttvöllurinn verður opnaður með hátíðlegri athöfn á morgun kl. 18.00 og eru allir Kópavogs- búar boðnir velkomnir til athafn- arinnar. flugi flugfélagsins blandast ákvarðanataka um stærð flugflot- ans á næst ári. Þegar hefur verið ákveðið að kaupa 5 nýjar flugvél- ar. 2 þeirra eru þegar komnar í rekstur en hinar 3 koma næsta vetur. í lok sumars þarf að taka ákvörðun um það hvort tveimur vélum til viðbótar verður bætt við flotann sem kæmu þá inn í rekst- urinn 1991 eða síðar. Að auki þarf að ákveða hvort félagið framlengir leigusamninga einnar Boeing 727-200 þotu næsta sumar. Hver kosturinn sem verð- ur fyrir valinu er 1 jóst að Flugleið- ir hafa svigrúm til leiguflugs í töluverðum mæli. iþ Freri RE er búinn með kvótann og bendir ekkert til annars en að skipið verði bundið við bryggju það sem eftir er ársins. Mynd: ÞÓM. Freri RE Næsta brottför 2. janúar Kvótinn búinn og áhöfnin hefur tekið pokana sína. Lítið sem ekkert framboð afkvóta en mikil eftirspurn. Kvótakaup fyrireina veiðiferð kostar útgerð skipsins 7,5 miljónir króna séu keypt300 þorskígildistonn á 25 krónur kílóið Frystiskipiö Freri RE 73 er bú- inn með kvótann og hefur skipið verið bundið við bryggju. Að öllu óbreyttu verður næsta brottför skipsins ekki fyrr en 2. janúar 1990 þegar veiðiheimild- um hefur verið úthlutað fyrir það ár. Samkvæmt kvótaúthlutun sjávarútvegsráðuneytisins fyrir þetta ár var Frera RE úthlutað 1967 þorskígildistonnum að við- bættum þeim veiðiheimildum sem útgerðin færði á milli skipa sinna. Samkvæmt upplýsingum frá útgerð skipsins, Ogurvík hf. hefur Freri RE veitt á milli 2 - 3 þúsund þorskígildistonn og nem- ur aflaverðmæti skipsins um 200 miljónum króna á þeim sex mán- uðum sem tók að veiða upp í kvótann. Vegna þessa var ekki um annað að ræða fyrir áhöfn skipsins, 27 manns, en að taka pokana sína og leita að annarri atvinnu. Nokkrir þeirra hafa þeg- ar getað útvegað sér hana en aðr- ir hafa orðið að skrá sig á atvinnu- leysisskrá þar til úr rætist. Eins og ástandið er á kvóta- markaðnum er næstum því borin von fyrir útgerð skipsins að kaupa viðbótarkvóta þar sem framboðið er næstum ekkert en mikil eftirspurn. Það hefur gert það að verkum að þeir fáu kvóta- handhafar sem eitthvað hafa fram að bjóða selja hæstbjóð- anda þorskkílóið á allt að 25 Hlemmsránið upplýst Rannsóknarlögregla ríkisins handtók í fyrrakvöla pilt sem viðurkennt hefur að hafa rænt rúmlega sextuga konu við Hlemm föstudagskvöldið 23. júní sl. með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði. Hinn fingra- langi komst undan með um 200 þúsund krónur í reiðufé, ávísun- um og farseðlum. Megnið af þýf- inu kom í leitirnar skömmu síðar. Hvalatalning í Norður-Atlantshafi Umfangsmesti leiðangur sem farinn hefur verið til að kasta tölu á hvali í Norður-Atlantshafi hefst nk. mánudag. Til talningarinnar verða 15 skip notuð. Islensku leiðangursmennirnir fara á tveimur hvalskipum, einu rannsóknarskipi og einu leigu- skipi. Auk íslendinga taka þátt í leiðangrinum sömu þjóðir og voru þátttakendur í talningunni í fyrra, Danir, Norðmenn, Spán- verjar og Færeyingar. Að þessu sinni munu íslendingar einbeita Kærkomin gjöf til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar Lionsklúbburinn Týr í Reykja- vík færði nýverið Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins að gjöf fullkomna tölvu ásamt fylgibún- aði til nota fyrir starfsfólk stofn- unarinnar við gerð meðferðar- og þjálfunaráætlana fyrir fötluð börn. Meginhlutverk Greining- ar- og ráðgjafarstöðvarinnar er athugun, rannsókn og greining á fötluðum, sem og ráðgjöf til handa foreldrum fatlaðra barna og þeirra sem annast þjálfun, kennslu eða meðferð fatlaðra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lionsklúbburinn Týr gaukar að Greiningar- og ráðgjafarstöðinni tækjum og tólum sem koma í góðar þarfir við greiningu og um- mönnun fatlaðra. sér að hvalatalningu á hafsvæð- unum djúpt suður af landinu og leggja höfuð kapp á að kanna ás- igkomulag sandreyðarstofnsins. Ráðgert er að Ieiðangrinum Ijúki ekki fyrr en um miðjan ágúst. Fyrirlestur um íslenska fugla Þorsteinn Einarsson verður gestur Norræna hússins í Opnu Lánasjóðurinn Námsmenn endurgreiða sín lán Námsmenn ekki ánœgðir með yfirlýsingar Jón Baldvins um Lánasjóð námsmanna. Vandi sjóðsins stafar afóhag- stæðum lántökum og gjöfum til fyrri kynslóða Astæðan fyrir því að staða Lánasjóðsins er mjög slæm núna er sú að hann hefur verið fjár- magnaður að allt of stórum hluta með óhagkvæmum erlendum lán- um, auk þess sem verðtryggðar endurgreiðslur eru ekki farnar að skila sér að fullu ennþá. Náms- menn eru ekki að biðja um neina ölmusu heldur lán sem þeir greiða til baka ásamt verðtryggingu og þegar fram líða stundir á sjóður- inn sjálfur að geta staðið undir lánveitingum að mestum hluta. Grundvallarspurning varðandi lánasjóðinn hlýtur þó alltaf að vera sú hvort við viljum tryggja fólki möguleika til náms óháð fjárhagslegum aðstæðum og slíkt kemur alltaf til með að kosta eitthvað sagði Arnar Guðmunds- son fulltrúi Röskvu í Stúdenta- ráði þegar borin voru undir hann ummæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar í blaðaviðtali um helg- ina varðandi nauðsyn þess að skera niður útgjöld til Lánasjóðs námsmanna. Jón Baldvin sagði jafnframt að okkar kerfi væri ör- látasta styrkjakerfi sem nokkur þjóð teldi sig hafa efni á og full- yrti að taka þyrfti erlend lán til að standa undir sjóðnum að öllu leyti, ef lánastarfsemi hans yrði ekki breytt. Jónas Fr. Jónsson formaður stúdentaráðs sagði að það virtist hafa farið framhjá utan- ríksráðherra að námslán hafi ekki verið verðtryggð fyrir árið 1982 þannig að fjárþörf sjóðsins núna stafaði af þvf að námslán sem kynslóð Jóns Baldvins fékk var að stórum hluta gjafir. - Það stendur ekki á náms- mönnum að ræða leiðir til að endurgreiða námslánin, sagði Jónas. iþ krónur. Til að koma skipinu i eina veiðiferð þarf útgerðin að kaupa í það minnsta um 300 þorskígildistonn sem gerir hvorki meira né minna en 7,5 miijónir króna. -grh húsi annað kvöld. Þorsteinn talar um íslenska fugla og hefst erindi hans kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður haldinn á dönsku, en ís- lendingar eru engu að síður aufúsugestir. Að loknu stuttu kaffihléi að aflokinni tölu Þor- steins verður sýnd kvikmyndin Mývatn með ensku tali. Að- gangur er ókeypis. Stöð 2 á faraldsfæti Stöð 2 leggur land undir fót í þessum mánuði í þeim tilgangi að kynna landsbyggðarbúum efni stöðvarinnar og að gefa þeim kost á að koma á framfæri kvört- unum, hugmyndum og öðru því sem þeim liggur helst á hjarta við siálfan sjónvarpsstjórann, Jón Óttar Ragnarsson. Myndatöku- menn og fréttamenn stöðvarinn- ar gera tíu mínútna þætti um mannlíf á sérhverjum stað sem staldrað verður við á, og verða þeir sýndir á Stöðinni tveimur dögum síðar, kl. 20.30. Á morg- un verða stöðvarmenn á Fá- skrúðsfirði, þaðan verður haldið víðar um Austfirði, m.a. til Nesk- aupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og 10. þessa mán- aðar verður gerður stans á Egils- stöðum. 2 SÍÐA -- ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júli 198&

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.