Þjóðviljinn - 05.07.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Söluskattur
Undanbrögð
stórt vandamál
Þuríður Halldórsdóttir, Tollstjóraembættinu:
Lögum um söluskatt hefur ekki verið beitt til
fulls hingað til.
Undanbrögð frá greiðslu sölu-
skatts eru stórt vandamái, að
sögn Þuríðar Halldórsdóttur lög-
fræðings tollstjóraembættisins í
Reykjavík. Vangoldnar skuldir
gjaldþrota fyrirtækja eru nú um
700 miHjónir, samkvæmt áætlun-
um. En þessi fyrirtæki hafa öll
vanrækt það að senda inn sölu-
skattsskýrslur. Þuríður segir að
lögum um söluskatt hafi verið illa
framfylgt og að sú stefnubreyting
sem nú sé að eiga sér stað, sé af
hinu góða.
í samtali við Þjóðviljann sagði
Þuríður að hefta þyrfti útgáfu
söluskattsskírteina, en skattstjóri
gefur þau út. Binda þyrfti útgáfu
þeirra frekari skilyrðum og síðan
ætti að beita refsiákvæðum sölu-
skattslaganna. Þuríður sagði
embætti tollstjóra áætla skuldir
gjaldþrota fyrirtækja sem van-
rækt hefðu að skila inn sölu-
skattsskýrslum. Áætlanirnar
væru ríflegar en í flestum tilvik-
um væri um glatað fé að ræða, þar
sem fyrirtækin væru eignalaus.
„Fjármálaráðuneytið hefur
gefið grænt ljós á að söluskatts-
lögunum verði beitt til fulls,“
sagði Þuríður. Nú væri stefnan sú
að að innsigla strax um mánaða-
mót standi menn ekki í skilum.
Embættið hafði áður einn lög-
regluþjón sér til aðstoðar, sem
átti erfitt með að sinna öllum
málum. Fjármálaráðuneytið hef-
ur hins vegar fjölgað lögreglu-
þjónum embættisins í fimm og
sagði Þuríður það til mikilla bóta.
„Mér finnst sjálfsagt mál að
beita þessum lögum og kann eng-
ar skýringar á því hvers vegna
það hefur ekki verið gert,“ sagði
Þuríður. En brot á söluskatts-
lögum geta varðað allt að 6 ára
fangelsi og sekt upp að tífaldri
þeirri upphæð sem undan er
komið. Þegar fyrirtæki skipta um
nafn og sömu eigendur halda
áfram rekstri án þess að gera upp
skuld gamla fyrirtækisins, er það
túlkað þannig að viðkomandi sé
að koma undan fé. Stjórnarmenn
hlutafélaga bera aðeins refsiá-
byrgð og þess vegna ekki hægt að
ganga að eignum þeirra. En
eigendur sameignafélaga og
einkafyrirtækja bera líka, auk
refsiábyrgðarinnar, fjárhagslega
ábyrgð.
Tollstjóraembættið er nú að
skoða sérstaklega „nafnbreyting-
arfyrirtæki" og hefur sent skipt-
aráðanda bréf þar sem áréttuð er
lagaleg skylda skiptaráðanda, um
að láta ríkissaksóknara vita af
hugsanlega refsiverðu athæfi í
þessum efnum. Þuríður sagði að
það hlyti að teljast furðulegt að
skiptaráðandi sinnti þessari
skyldu illa.
Gréta Baldursdóttir borgar-
fógeti, sagði skiptaráðanda til-
kynna allt grunsamlegt til ríkis-
saksóknara. Ekki hefði verið
mikið um tilkynningar varðandi
undankomu söluskatts. Það væri
erfitt fyrir embættið að fara mjög
djúpt ofan í bókhald fyrirtækj-
anna. Slík rannsókn væri líka dýr
og þyrfti kröfuhafinn að greiða
hana ef eignir gjaldþrota fyrir-
tækis dygðu ekki.
Gjaldþrotabeiðnum hefur
fjölgað á hverju ári í nokkur ár.
Frá því í fyrra hefur beiðnunum
fjölgað um 20 - 30 á mánuði og
berast skiptaráðanda nú um 150
gjaldþrotabeiðnir í hverjum
mánuði, að sögn Grétu.
-hmp
Dilkakjötið
Besta kjötið á tilboðsverði
Steingrímur J. Sigfússon: Ekki útsala á einhverjum
afgöngum
Ifyrsta skipti er verið að bjóða
hérna fyrsta flokks kjöt - besta
kjötið á viðráðanlegu verði og all-
ur almenningur á að geta nýtt sér
þetta tilboð. Þetta er ekki útsala á
afgöngum eða drasli, sagði
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, aðspurður um
það hald sumra að hér væri á
ferðinni eitt sjónarspilið enn af
hálfu stjórnvalda til að ginna
neytendur til að torga kjötfjall-
inu.
- Það er argasta lygi að það sé
verið að láta neytendur tvíborga
kjötið eins og sumir vilja halda
fram í fákænsku sinni. Auðvitað
er ljóst að það fer ákveðin fjár-
upphæð af sameiginlegum skatti
landsmanna til að greiða niður
þessa vöru, en að það sé einhver
sérstök tvísköttun á þeim manni
sem kaupir kjötið er ekki rétt.
Öllu nær væri að halda því fram
að þú fáir þitt til baka og rúmlega
það þegar þú kaupir kjötið. Aö-
ferð neytendanna til þess að ná
sínu til baka er að kaupa nógu
mikið af kjöti - þá fá þeir bæði
afsláttinn og niðurgreiðsluna,
sagði Steingrímur.
-rk
Félagslega húsnœðiskerfið
Sett í endurskoðun
Félagsmálaráðherra hefur
skipað nefnd til þess að leggja
fram tillögur um endurbætur á
félagslega íbúðarlánakerfisins
sem leitt gætu til aukinnar skil-
virkni og einfaldað lánafyrirk-
omulag. Ncfndinni er jafnframt
falið að gera tillögur um leiðir til
þess áð auka framboð leiguhúsn-
æðis sem leið til að jafna húsnæð-
iskostnað leigjenda til samræmis
við húseigendur.
Til grundvallar starfi nefndar-
innar eiga að liggja niðurstöður
vinnuhóps sem skilaði ráðherra
niðurstöðum í febrúar sl. Er ráð
fyrir gert að nefndin skili tillögum
í formi lagafrumvarps eigi síðar
en 1. nóvember n.k.
í nefndinni eiga sæti fulltrúar
skipaðir af Húsnæðisstofnun, Al-
þýðusambandinu, Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja,
Verkamannasambandi íslands, ■
samtökunum „Þak yfir höfuðið",
Sambandi ísl. sveitarfélaga og
ríkisstjórnarflokkunum. For-
maður nefndarinnar er Ingi Val-
ur Jóhannsson, deildarstjóri í fé-
lagsmálaráðuneytinu.
Miðvikudagur 5. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
i
Þróist kjaradeila undirmanna á farskipum við viðsemjendursína á versta veg með langvinnu verkfalli munu
inn- og útflutningur til og frá landinu stöðvast og verður þá fátt um fína drætti í Sundahöfn.
Einleikur farmanna
Yfirvinnubann það sem Sjó-
mannafélag Reykjavíkur hef-
ur boðað fyrir hönd undirmanna
á farskipum kemur til fram-
kvæmda klukkan 17 í dag hafi
samningar ekki tekist fyrir þann
tíma á milli þeirra og sex
kaupskipaútgerða. Þá hafa und-
irmenn boðað til þriggja og hálfs
sólarhrings skæruverkfalls í
næstu viku til að auka þrýsting á
viðsemjendur sína að ganga til
samninga. Ríkissáttasemjari hef-
ur boðað deiluaðila til samninga-
fundar í dag klukkan 10 og vænt-
anlega mun sáttasemjari reyna til
þrautar að ná samningum á þeim
fundi til að afstýra væntanlegum
átökum milli deiluaðila.
Meðal forsvarsmanna
kaupskipaútgerða ríkir ekki
mikil bjartsýni um að samningar
náist í höfn fyrir miðjan dag í dag
en þó útiloka menn ekkert í þeim
málum. Þó eru útgerðirnar farnar
að búa sig undir boðaðar aðgerð-
ir undirmanna með því að taka
ekki við frekari bókunum og
endurskoða áður auglýstar skip-
aferðir. Fari svo að samningar
náist ekki og komi til langs ver-
kfalls má búast við að kaupskip-
aútgerðirnar hugi að því í alvöru
að skrá skipin erlendis og þá án
fslenskra undirmanna. Að mati
þeirra mundi það hafa í för með
umtalsverða lækkun launak-
ostnaðar að hafa t.d. filippeyskar
áhafnir á skipunum en innlendar
auk þess sem samkeppnisaðstaða
þeirra gagnvart erlendum
skipafélögum mundi batna stór-
lega.
Fastir liðir eins
og venjulega
-Ég man ekki eftir því að
undirmenn hafi samþykkt gerðan
kjarasamning í fyrstu lotu frá því
ég hóf afskipti af kj aramálum sjó-
manna svo þetta kemur manni í
sjálfu sér ekki á óvart. Þetta eru
fastir liðir eins og venjulega,
sagði Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambands íslands.
Þegar talið var upp úr kjör-
kössum í atkvæðagreiðslu undir-
manna á farskipum sem stóð yfir í
þrjár vikur um kjarasamning
þeirra og kaupskipaútgerða, sem
gerður var á nótum ASÍ og VSÍ,
greiddu 73 atkvæði af þeim 105
sem reiknað var með að það gætu
eða 70%. Hins vegar eru undir-
menn á farskipum í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur alls 150 þannig
að tæplega helmingur tók þátt í
atkvæðagreiðslu félagsins um
samningana. Niðurstaðan varð
sú að 49 sögðu nei, 23 já og 1
skilaði auðum seðli.
Að sögn Guðmundar Hall-
varðssonar formanns Sjómanna-
félags Reykjavíkur var það eink-
um þrennt sem varð til þess að
undirmenn á farskipum felldu
sinn samning á sama tíma og yfir-
menn þeirra samþykktu sinn sem
og önnur stéttafélög landsins. í
fyrsta lagi út af þeirri öldu verð-
lagshækkana sem dundu yfir
landsmenn meðan á atkvæða-
greiðslu stóð. í öðru lagi voru
aðrir þjóðfélagshópar að semja
um hærri laun ss. Bandalag há -
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna
við ríkið og í þriðja Iagi fengu
flugmenn verulegar hækkanir í
sínum samningi en eins og kunn-
ugt er á Eimskip stóran hlut í
Flugleiðum. „Ef Eimskip getur
borgað starfsmönnum þeirra fyr-
irtækja sem það á hlut í hærra
kaup en almennt hefur verið sam-
ið um á vinnumarkaðnum, af-
hverju þá ekki einnig hásetum á
þeirra eigin skipum?“ sagði Guð-
mundur Hallvarðsson.
Ekki geirnegldar
kröfur
Áður en deila undirmanna og
hinna sex kaupskipaútgerða, þ.e.
Eimskips, Sambandsins, Ríkis-
skips, Ness, Nesskipa og Kyndils
kom til kasta ríkissáttasemjara
höfðu deiluaðilar reynt að ná
sáttum á fjórum samningafund-
í BRENNIDEPLI
Yfirvinnubann undir-
manna áfarskipum kem-
ur til framkvœmda í dag
klukkan 17 hafi samning-
ar ekki tekistfyrir þann
tíma.
um án árangurs. Aðspurður um
hverjar kröfur undirmanna væru
sagði formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur að þær væru ekki
geirnegldar niður sem bæri vott
um hversu þeir væru sveigjan-
legir gagnvart sínum viðsemjend-
um. Þó liggur sú krafa á borðinu
að grunnkaupið hækki til muna
en samkvæmt fellda samningnum
er það 36.500 krónur á mánuði.
Það finnst farmönnum vera fyrir
neðan ailar hellur í ljósi þess að
fullar atvinnuleysisbætur eru að-
eins 1200 krónum hærri. Þá vilja
farmenn að launataxtar verði
samræmdir og einnig að orlof
þeirra yerði samræmt við það
sem samið var við yfirmenn á far-
skipum. Ennfremur vilja undir-
menn fá einhverja umbun fyrir
vinnu við lestun og losun í er-
lendum höfnum.
Að sögn Guðmundar Hall-
varðssonar er vinnuvika háseta
misjöfn eftir skipum og hvert þau
sigla en algengt að hún sé um 273
stundir á mánuði eða sem nemur
um 70 stundum á viku.
Mikið ber í milli
Ljóst er að kaupaskipaútgerð-
irnar telja sig ekki hafa efni á að
greiða undirmönnum hærra kaup
en það sem samið var um í þeim
samningi sem felldur var og að
mikið ber í milli deiluaðila. Þá er
það jafnframt morgunljóst að
Vinnuveitendasamband íslands
leggur á það þunga áherslu til að
byrja með, að ekki verði gerður
neinn samningur sem brýtur upp
þann rammasamning sem gerður
var á milli aðila vinnumarkaðar-
ins í vor af grundvallarástæðum.
Að sögn Kristjáns Ólafssonar
hjá Skipadeild Sambandsins
komu úrslit atkvæðagreiðslu
undirmanna verulega á óvart þar
sem hann var á þeim nótum sem
aðrir launþegar höfðu samið um,
auk þess sem yfirmenn á far-
skipum hefðu samþykkt sinn
samning. Kristján vildi ekkert tjá
sig um hvort lausn væri í sjónmáli
á milli deiluaðila nema að mikið
bæri í milli og rekstur skipadeild-
arinnar sem og annarra skipafé-
laga væri afar erfiður um þessar
mundir. Hann sagði það ekki
vera til að leysa deiluna þegar
samtök launamanna legðust gegn
hækkun farmgjalda á sama tíma
sem hásetar færu fram á að fá
meiri kauphækkanir en aðrir.
Kristján sagði ennfremur að ef til
langvarandi verkfalls kæmi yrði
það til tjóns fyrir báða aðila og þá
væri það bara tímaspursmál hve-
nær skipafélögin mundu skrá
skipin undir erlenda fána.
Einir á báti
Fari svo að samningar takist
ekki á milli undirmanna og
kaupskipaútgerða í dag og næstu
daga og deilan fari í hart má búast
við að siglingar til og frá landinu
teppist meira og minna hjá þeim
40 farskipum sem viðkomandi út-
gerðarfélög gera út. Það þýðir að
allur inn- og útflutningur til og frá
landinu stöðvast sem mun hafa
keðjuverkandi áhrif á ailt at-
vinnulíf landsmanna, auk þess
sem lítið mun fara fyrir strand-
ferðum Ríkisskips og lestun
olíuvara. Þá reiknar Sjómannafé-
lag Reykjavíkur ekki með að fá
stuðning frá innlendum stéttarfé-
lögum við kröfur undirmanna
enda erfitt að sjá hvemig það má
verða þegar verið er að fara fram
á að fá meira en aðrir hafa fengið.
Enda hefur deilan ekki komið
inná borð hjá miðstjórn Alþýðus-
ambandsins þó að formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur eigi
þar sæti. Undirmenn munu því
fyrst um sinn róa einir á báti í
deilu sinni við kaupskipaútgerð-
irnar hvað sem síðar kann að
verða. Að vísu er Sjómannafé-
lagið aðili að Alþjóðasambandi
flutningaverkamanna og mun
væntanlega fara fram á aðstoð
þess ef í harðbakkann slær.
Sé litið um öxl þá hafa deilur
farmanna við sína viðsemjendur
löngum verið harðar og langvinn-
ar. Hvort svo verður núna skal
ósagt látið en aðspurður um þetta
sagði formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur: - Hvar stæðum við
í dag ef við hefðum ávallt lúffað
þegar í harðbakkann sló?
-grh