Þjóðviljinn - 05.07.1989, Side 6
ERLENDAR FRETTIR
Frakkland
Gorbatsjov meö Mitterrand
Ágengirfréttamenn komu nœrri í vegfyrir að Sovétleiðtoginn gœti spókað sig á Bastillutorgi
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, kom í sína
aðra opinbera heimsókn til
Frakklands í gær og átti langan
fund með Francois Mitterrand,
starfsbróður sínum og gestgjafa, í
Elyseehöll. Skýrði hann Mitter-
rand frá framgangi perestrojk-
unnar heima, hvað hefði áunnist
og hvað farið úrskeiðis á þeim
fjórum árum sem liðin eru frá því
Gorbatsjov sótti Frakka heim í
fyrra skiptið.
Að þessu loknu reyndu forset-
ahjónin sovésku að fara f göngu-
ferð um Bastillutorg en mergð
ágengra fréttamanna þrengdi svo
að þeim, þrátt fyrir hetjulega
vörn sovéskra og franskra örygg-
isvarða, að þau komust varla úr
sporunum og hittu færri franska
vegfarendur en þau höfðu ætlað.
Að sögn Gennadí Gerasímovs,
málsvara Gorbatsjovs, sagðist
forsetanum svo frá í samræðun-
um við Mitterrand að hann ætti
fjögur líf að baki á þeim fjórum
árum sem liðin væru frá því fund-
um þeirra bar síðast saman í Elys-
eehöll. Sovétmenn ættu einskis
annars úrkosti en að feta sig
áfram á vegi perestrojkunnar,
Gorbatsjov og Mitterrand. Þinga á ný í Elyseehöli, fjórum árum og fjórum lífum síðar.
ekki yrði aftur snúið, og ekki
kæmi annað til greina en að ná
settu marki. Sovétleiðtoginn lét
ennfremur svo ummælt að helsta
vandamálið á heimaslóðum hans
nú um stundir væri þjóðarígur og
þjóðernisólga, forgangsverkefni
væri að stemma stigu við átökum
þegna af ýmsu þjóðerni.
Gorbatsjov er sem kunnugt er
mikið í mun að ríki Vestur-
Evrópu veiti Sovétmönnum ríf-
lega efnahagsaðstoð og bindur
miklar vonir við að hún verði
vatn á myllu umbótastefnunnar.
Hann hefur þegar lagt breskt og
vesturþýskt land undir fót í ár og
var tekið með kostum og kynjum
hvarvetna þar sem hann steig nið-
ur fæti.
Reuter/ks
París
Kínverjar stofna samtök
Fyrrum námsmannaforingi og ráðgjafi Zhaos Zijangs hyggjastefla
Tveir þekktir kínverskir and-
ófsmenn og flóttamenn hvöttu
í gær Kínverja um öll byggð ból til
þess að ganga í nýstofnuð samtök
sem hafa að markmiði að blása
nýju lífi í friðsamlega baráttu
fyrir lýðræði á heimaslóðum.
Með því stuðli þeir að framgangi
baráttu fyrir lýðræði í Kína
málstaðar sem þúsundir manna
fórnuðu lífi slnu fyrir réttum
mánuði.
Tvímenningar þessir eru Wu-
erkaixi, námsmannaforingi sem
lét mikið að sér kveða á Torgi
liins himneska friðar, en hann
hefur aðeins einn um tvítugt, og
Jan Jiaqi, þekktur menntamaður
og fyrrum ráðgjafi Zhaos Zi-
jangs, fyrrum formanns kín-
verska kommúnistaflokksins.
Þeir félagar sneru á kínverska
ráðamenn sem lýstu eftir þeim,
flúðu ættjörðina og hafa uppá
Suður-Asía
Stjómvöld líða bamaþrælkun
Vinnulöggjöf og barnaverndarlög víðast hvar dauður bókstafur
Um 20 miljónir barna eru þræl-
ar I Suður-Asíu og eygja enga
undankomuleið úr ánuðinni
sökum þess að stjórnvöld láta sem
þau viti ekki hvernig í pottinn er
búið. Þetta er niðurstaða ráð-
stefnu um barnaþrælkun sem
lauk I Nýju-Delhi, höfuðborg Ind-
lands, í gær. Þátt I henni tóku
mannréttindafrömuðir frá Bang-
ladesh, Indlandi, Pakistan og
Nepal.
„í Suður-Asíu eru að minnsta
kosti 20 miljónir barna í ánauð.
Auk þessa vinna miljónir annarra
ungmenna erfiðisvinnu þar sem
aðstæður allar líkjast þrældómi
og sæta oft á tíðum miklu harð-
ræði,“ segir m.a. í yfirlýsingu sem
gefin var út í ráðstefnulok.
Þar kemur ennfremur fram að
mikill meirihluti þessara ungu
þræla komi úr röðum lágstéttar-
fólks, stéttleysingja, „ósnertan-
legra“, trúarlegra minnihluta-
hópa eða þjóðarbrota.
Mörg dæmi eru um það að fjöl-
skyldur eru flæktar í skuldafjötra
einhverra vinnuveitenda, vextir
hrannast upp og ekki grynnkar á
skuldinni þótt kynslóðir leysi
kynslóðir af hólmi í þræikunar-
vinnu fyrir lánardrottnana.
Á ráðstefnunni báru 20
leysingjar á aldrinum 6-14 ára
vitni og greindu frá striti sínu í
múrsteinsbrennslum, grjótnám-
um og verksmiðjum sem fram-
leiða teppi, gler og eldspýtur.
Lokayfirlýsingin ber heitið
„Börn í hlekkjum“. Þar kemur
fram að vinnulöggjöf flestra
Suður-Asíuríkja er ábótavant,
einkum hvað viðvíkur vinnu ung-
menna, og því sé óhægt um vik að
draga þrælahaldara til ábyrgðar.
Lög um barnavernd séu víðast
hvar dauður bókstafur.
Reuter/ks
Palestína
síðkastið verið í felum einhvers-
staðar í París.
Samtökin eru tvíþætt og mark-
mið þeirra fjögur talsins. Sjálf-
stæða námsmannasambandið og
Samtök menntamanna í Peking
stefna að þessu:
Að setja á laggirnar Ráð lýð-
ræðissinna og námsmanna og
Stofnun um lýðræði í Kína en fé-
lagar og þátttakendur séu Kín-
verjar um allan heim.
Að minnast fólksins sem lét líf
sitt á Torgi hins himneska friðar
þann 4. júní síðastliðinn ná-
kvæmlega 100 dögum eftir fjölda-
morðin eða þann 12. september
næstkomandi.
Að beita sér fyrir því að kín-
verskir námsmenn og íbúar Pek-
ingborgar fái Friðarverðlaun Nó-
bels árið 1990.
Að stuðla að því að 4. júní
verði héðan í frá nefndur Dagur
kínversku píslarvottanna.
ks
Pólland
Herforingi
á báðum
áttum
Jaruzelski segir ekki
lengur nei heldur
kannski, kannski,
kannski
Oddviti pólskra kommúnista
og herforingja, Wojciech Jaruzel-
ski, á erfitt með að gera upp hug
sinn til þess hvort hann verður í
framboði til embættis forseta Pól-
lands eður ei. Fyrir skemmstu lét
hann svo ummælt að hann hygð-
ist ekki gera það en í gær kvaðst
hann enn vera óráðinn.
Það var á fundi miðstjórnar
kommúnistaflokksins fyrir helgi
að Jaruzelski lét orð falla á þá leið
að hann girntist ekki forsetaemb-
ættið og hefði augastað á öðrum
frambjóðanda til upphefðarinn-
ar, Czeslaw Kiszczak innanríkis-
ráðherra. Þessi yfirlýsing hans
vakti litla lukku meðal annarra
forkólfa flokksins og síðan hefur
maður gengið undir manns hönd
að reyna að telja honum hug-
hvarf. Sagnir herma að mið-
stjórnarfundurinn hafi leystst
upp í allsherjar ringulreið.
I gær kom pólska þingið saman
í fyrsta sinn frá kosningum og var
það söguleg stund fyrir sigurveg-
ara þeirra, félaga Samstöðu.
Undir lok þingfundar sást hvar
þeir Jaruzelski og Lech Walesa,
leiðtogi Samstöðu, yfirgáfu lög-
gjafarsamkomuna. Fréttamaður
vék sér þá að herforingjanum og
innti hann eftir því hvort hann
hefði tekið endanlega ákvörðun
um framboð og svar barst um
hæl: „Ekki enn.“ „Hvenær tek-
urðu þá ákvörðun?" var spurt. „í
fyllingu tímans," var svarað.
Á miðstjórnarfundinum bar
Jaruzelski því við að hann hefði
átt of mikinn þátt í setningu her-
iaga í desember árið 1981 til þess
að hann gæti gert sér vonir um að
ná kjöri. Þingið kýs forseta og þar
eru 46 af hundraði fulltrúa fé-
lagar Samstöðu. Við þetta bætist
svo að í röðum kommúnista rek-
ur eitt sig á annars horn og enginn
veit hvað býr gömlum þing-
bandamönnum þeirra í brjósti.
En Jaruzelski á enn ýmsa
hauka í horni og þeirra fremstir
eru kollegar hans í hernum. Dag-
blað hersins, Zolnierz Wolnosci,
hefur lagt hart að honum að gefa
kost á sér og herráðið lýsti yfir á
dögunum að brýna nauðsyn bæri
til þess að hermaður sæti I forset-
astóli.
Reuter/ks
Handtökur í áróöursskyni
200 Palestínumenn teknir höndum í
samrœmdum aðgerðum í fyrrinótt
Israelskir hermenn handtóku
200 Palestínumenn í fyrrinótt,
allt baráttumenn úr röðum þjóð-
ernissinna. Handtökurnar ber
uppá sama tíma og Yitzhak
Shamír forsætisráðherra stendur
I ströngu innan Líkúdbandalags-
ins að hnekkja þeim áburði að
hann sé linur og eftirlátur hryðju-
verkamönnum og þykjast ýmsir
sjá tengsl þar á milli.
Að sögn málsvara hersins eru
allir hinna handteknu virkir fé-
lagar í alþýðuráðum og aðgerð-
anefndum Palestínumanna á her-
teknu svæðunum vestan Jórdan-
ar og Gaza. Þetta eru einhverjar
mestu skyndihandtökur Palest-
ínumanna frá því uppreisn þeirra
hófst fyrir 18 mánuðum.
Shamír hefur í hyggju að bjóða
Palestínumönnum að kjósa sér
fulltrúa til viðræðna um takmark-
aða stjórn eigin málefna. Þetta
fer mjög fyrir brjóstið á erki-
fjanda hans innan flokks, Aríel
Sharon viðskiptaráðherra, sem
neytir allra bragða til þess að
hindra áform foringja síns. Hefur
hann ítrekað látið að því liggja að
Shamír sé tekinn að linast. Ekki
megi ganga til neinna samninga
við Palestínumenn nema að sett-
um ströngum skilyrðum, til að
mynda því að þeir bindi enda á
uppreisnina.
Reuter/ks
Útboð - gatnagerð
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og
lagna á Hvaleyrarholti. Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt 17.000 3
Fylling 24.000 m3
Sprengingar í götu: 0,0-0,5 m 1400 m2
0,5-1,0 m 1150 m2
Holræsalögn D= 200 mm 2600 Im
Holræsalögn D= 250 mm 430 Im
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverk-
fræðings, Strandgötu 6 gegn 20.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18.
júlí kl. 11:00.
Bæjarverkfræðingur
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. júlí 1989