Þjóðviljinn - 05.07.1989, Page 11
LESANDI VIKUNNAR
I DAG
Hermann
Sæmundsson
nemi:
Hvað ertu að gera núna, Her-
mann?
„Þessa dagana vinn ég sem
smiður og hef verið að sannreyna
hið fornkveðna, að enginn verð-
ur smiður í fyrsta sinn. Ég hef nú
reyndar hug á því að fara að söðla
um, í orðsins fyllstu merkingu,
því ég hef hug á að fara norður í
Skagafjörð og leggja stund á
hestamennsku.“
Hvað varstu að gera fyrir tíu
árum?
„Þá hef ég verið að stíga mín
fyrstu skref í atvinnulífinu og
starfaði sem sópari í
Mjólkursamlagi Skagfirðinga
með ágætum árangri, skildist
mér.“
Hvað ætlaðirðu að verða þegar
þú yrðir stór?
„Ég hef nú eflaust eins og flest-
ir haft stóra og mikla drauma og
það var mikil útþrá í manni, svo
flugmannsstarfið hefur ’átt ein-
Myndi taka Unga fólkið
og eldhússtörfin á eyðiey
hvern sess í þeim draumum. Að
fara um heiminn og skoða mig
um, og verða flakkari."
Hver er uppáhalds tónlistin
þín?
„Ég hlusta á margskonar tón-
list, en þó mest á jass og blús.
Einnig hef ég mikið dálæti á tón-
list frá því 1970, það voru margir
skemmtilegir tónlistarmenn þá,
svo sem Bob Dylan og Peter
| Green. En undanfarna daga hef
ég verið að rifja upp sagnfræði
Megasar, mér til mikillar ánægju,
þar sem hann rifjar upp menn og
| málefni á afar skemmtilegan
hátt.“
Hvaða frístundagaman hef- ?
urðu?
„Ég hef mjög gaman af hesta-
mennsku og reyni að nota þann
frítíma sem ég hef til að setjast á
góðan fák og ríða um fjöll og firn-
indi. Og eitt það skemmtilegasta
sem ég geri er að fara með nokkra
hesta um óbyggðir og vera sjálf-
um mér nógur í einhvern tíma.
Ég hef líka mjög gaman af að lesa
bækur og geri mikið af því, og svo
þykir mér afar skemmtilegt að
vera samvistum við gott fólk og
skemmtilegt."
Hvaða bók ertu að lesa núna?
„Ég er að lesa tvær bækur
núna, Nafn rósarinnar eftir Eco
sem ég er að lesa í annað skiptið,
því hún er þannig bók sem verður
betri eftir því sem maður les hana
oftar. Mörg atriði sem maður
tekur ekki eftir strax, koma í ljós
síðar. Einnig hef ég verið að lesa
Grónar götur eftir Knut Hams-
un, þar sem hann rifjar upp það
ferli sem hann gekk í gegnum
eftir síðari heimsstyrjöldina. Þeg-
ar hann á gamals aldri, orðinn
heyrnarlaus og kalkaður að eigin
sögn, var lokaður inni á geð-
veikrahæli og eftir það allt saman
skrifar hann þessa bók og gerir
grín að þessu á mjög háðskan og
skemmtilegan hátt.“
Hvað finnst þér þægilegast að
lesa í rúminu?
„Ég hef eiginlega langmest
gaman af því að lesa bréf frá
kunningja mínum Ingva Vaff,
sem býr núna í Landskrona og
sendir mér reglulega bréf.“
Hvaða bók myndirðu taka með
þér á eyðiey?
„Það gæti nú oltið á því hvaða
eyja það væri. Ef það væri t.d.
Drangey, þá myndi ég taka með
mér Grettissögu, en ef það væri
einhver önnur myndi ég taka með
mér Unga fólkið og eldhússtörf-
in.“
Hver var uppáhalds barnabók-
in þín?
„Það var og er reyndar ennþá,
Bróðir minn Ljónshjarta eftir
Astrid Lindgren. Hrífandi og
falleg bók.“
Hvaða dýr kanntu best við?
„Af ferfætlingum kann ég best
við hross. Hins vegar er mér al-
mennt vel við dýr, nema mér
finnst kettir hálf flærðarlegir og
ekki mjög skemmtilegir."
Hvað óttastu mest?
„Ætli ég óttist ekki mýs mest.
Annars leiði ég hugann lítið að
því hvað ég óttast, enda yrði ég
fljótt hálfskrýtinn ef ég væri að
velta því fyrir mér daginn út og
inn.“
Hefurðu alltaf kosið sama
stjórnmálaflokkinn?
„Já.“
Hvaða stjórnmálamann langar
þig mest til að skamma?
„Ég held ég eigi mjög bágt með
að skamma fólk, ég geri mjög
lítið af slíku. Hins vegar eru ýmsir
sem hafa komist til valda á ýms-
um tímum sem væri gaman að
ræða við og spyrja þá um gerðir
þeirra sem hafa þótt og eru vafa-
samar. Til dæmis kínverska ráða-
menn núna sem hafa farið ham-
förum og gengið á almenningi þar
í landi.“
Er eitthvað sem þú ætlar ekki
að missa af í bíó?
„Ég veit nú ekki hvað er í bíó
núna, ég fylgist ekki voðalega vel
með því, enda virðist fátt koma
annað en amerískar myndir sem
borgar sig alls ekki að sjá.“
Er eitthvað í sjónvarpi sem þú
missir ekki af?
„Já, ef það koma kvikmyndir
eftir Jaques Tati, þá reyni ég
alltaf að sjá þær, og eins aðrar
góðar kvikmyndir. Annars horfi
ég lítið á sjónvarp og reyni frekar
að eyða tímanum í lestur.“
En f útvarpi?
„Já, á sunnudögum er mjög
góður þáttur á rás 2 sem heitir
Tengja og Kristján Sigurjónsson
á Akureyri er með, þjóðlagaþátt-
ur og jass og blús. Einnig er á
laugardögum á rás 1 fréttaskýr-
ingaþáttur sem ég reyni að hlusta
á.“
Hvernig myndirðu leysa efna-
hagsvandann?
„Þarna seturðu mig alveg á gat.
Ég held að ég gæti varla leyst
þennan umrædda vanda fremur
en aðrir sem hafa reynt að glíma
við hann. Annars veit ég ekki
með þennan vanda, vandamálið
er kannski það kerfi sem við
búum við. Það eru allir að skara
eld að sinni köku, en svo vill eng-
inn missa það sem hann hefur náð
þegar harðnar á dalnum. Það er
kannski grundvöllur vandans og
til þess að leysa þetta þarf víð-
tæka hugarfarsbreytingu hjá
öllum í samfélaginu.“
Hvaða kaffitegund notarðu?
„Ég kaupi mest Diletto, en
hins vegar finnst mér kaffið á
Mokka besta kaffið sem ég fæ.
Hvað borðarðu aldrei?
„Ég er nú ekki matvandur
maður og borða flest, allavega
það sem íslenskir hafa átt að
venjast í gegnum tíðina. Það er
helst að ég veigri mér við að
borða hafragraut, en það er þó
ekkert tiltökumál. En brennivín
og hákarl þykir mér herramanns-
matur.“
Hvar myndirðu vilja búa ann-
ars staðar en á íslandi?
„Ég hef það nú fyrir mottó að
það er alls staðar gott að vera þar
sem maður hefur eitthvað
skemmtilegt að fást við, en helst
gæti ég hugsað mér að vera í
Skandinavíu. Ég hef verið þar og
gæti hugsað mér að vera þar frek-
ar, en Island er náttúrlega ein-
stakt á sinn hátt.“
Hvernig fínnst þér þægilegast
að ferðast?
„Fyrir utan það að ferðast á
hrossum, finnst mér mjög þægi-
legt að ferðast í lestum, ég tala nú
ekki um ef hægt er að sitja í bjór-
stofu og horfa á skóginn, sem
maður sér reyndar ekki fyrir
trjám, erlendis."
Hverju myndirðu svara ef þú
yrðir beðinn að verða forsætis-
róðherra?
„Ég hugsa að ég myndi koma
mér í burtu áður en ég yrði kraf-
inn svara, því ég er að eðlisfari
frekar jákvæður maður og það
gæti endað með ósköpum ef ég
ætlaði að fara að svara þessari
spumingu.“
Hvernig sérðu framtíðarlandið
fyrir þér?
„Ég sé það ekki fyrir mér.“
Hvaða spurningu langar þig til
að svara að lokum?
„Hvað ég ætli að gera um helg-
ina.“
Hvað ætlarðu að gera um helg-
ina, Hermann?
„Ég ætla að fara í Hrífunes í
Skaftártungum með mjög góðu
fólki, félagsskap úr Háskólanum
sem er Röskva, samtök félags-
hyggjufólks. Við höfum alltaf
farið í sumarferðir og eflt andann
og haft gaman af lífinu og tilver-
unni. Og þar verður eflaust lagt á
ráðin, því eins og menn vita þá
náðu hægri menn meirihluta í síð-
ustu kosningum til stúdentaráðs,
en ég hef grun um að það verði
ekki lengi.“ ns
þJÓÐVIUINN
FYRIR50ÁRUM
Stórkostlegur húsbruni í gærkvöldi.
Eldur kom upp í Belgjagerðinni í
norðurenda Sænska frystihússins.
Tvær efri hæðir brunnu til kaldra kola.
Stefán Jóhann ætlar að kljúfa Byg-
gingarfélag alþýðu. KR vann Færey-
inga5-1.
5.JULI
miðvikudagur í elleftu viku sumars.
186 dagur ársins. Sól kemur upp í
Reykjavík kl. 03.13 og sest kl. 23.50.
VIÐBURÐIR
Þjóðfundur settur í Reykjavík 1851.
„Vérmótmælum allir.“ Þjóðhátíðar-
dagurVenesúela.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöa vikuna
30. júní-6. júlí er f Garðs Apóteki og
Lyfjabúöinni löunni.
Fyrmef nda apótekið er opiö um helgar
og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er
opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
’ Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur..........sími 4 12 00
Seltj.nes..........sími 1 84 55
Hafnarfj...........sími 5 11 66
Garðabær...........sími 5 11 66
Slökkvlllð og sjúkrabílar:
Reykjavík..........sími 1 11 00
Kópavogur..........sími 1 11 00
Sel^.nes...........sími 1 11 00
Hafnarfj...........sími 5 11 00
Garðabær...........sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sei-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavfkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögumallan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tfma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspft-
allnn: Göngudeildin eropin 20-21.
Slysadelld Borgarspftalans: opin allan
sólahringinn simi 696600.
Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan
sfmi 53722. Næturvakt lækna simi
51100.
Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar: Landspftalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftirsamkomulagi. Fæöingardeild
Landspftalans: 15-16. Feðratfmi 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadelld Land-
spftalans Hátúni 10 B. Alladaga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Hellsuverndarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítalhalla
daga15-16og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspftall Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spftallnn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavfk: alladaga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allan sólarhringinn.
Sálf ræðistöðln. Ráðgjöf i sálfræðiiegum
efnum. Sími 687075.
MS-félaglð Alandi 13. Opið virka daga frá
kl. 8-17. Slminn er 688620.
Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- .
götu 3. Opið þriðjudaga kl .20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími 21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrirsifjasþellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Sími 622280,
beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing
á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím-
svari.
Samtök um kvennaath varf, sfml 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er f upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-
'23. Símsvari áöðrum tfmum. Sfminn er
91-28539.
Félag eldri borgara. Opið hús f Goðheim-
um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga
ogsunnudagakl. 14.00.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s.
27311. Rafmagnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspeliamál. Sími
21260allavirkadagakl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt f síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 áfimmtudagskvöldum.
„Oplð hús“ krabbamelnssjúkllnga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögum kl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmis vand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
3. júlí
1989 kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar............. 58,08000
Sterlingspund................ 92,30900
Kanadadollar................. 48,75100
Dönsk króna.................. 7Í78290
Norskkróna................... 8Í25820
Sænsk króna.................. 8,88350
Finnskt mark................ 13,38250
Franskurfranki............... 8,91410
Belgiskurfranki......... 1!44500
Svissn.franki................ 35,25980
Holl. gyllini................ 26,84910
V.-þýskt mark................ 30,25870
Itölsk líra.................. 0,04179
Austurr. sch................. 4,29900
Portúg. escudo............... 0,36200
Spánskurpeseti............... 0,47890
Japansktyen.................. 0^41140
Irsktpund.................... 80,55400
KROSSGATA
Lárétt: 1 kona 4 hreyfa
6trylli7hreinn9sfinn
12 klettur 14 fataefni 15
útlim 16varkáru 19
ánægju 20 kvæði 21
rausn
Lóðrétt: 2 auðug 3
meiða 4 erfiða 5leyfi 7
sammála 8 hugleiðir 10
trega 11 liðugri 13form
17látbragð18eykta-
mark
Lausn á sfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 stór4stoð6
afl7spök9inna12
rista14roð15und16
umráð19siga20riða
21 trauð
Lóðrétt: 2 táp 3 raki 4
slit 5 ofn 7 særast 8 örð-
ugt10nauðið11and-
Iag13sár17mar18
áru
Miðvikudagur 5. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11