Þjóðviljinn - 13.07.1989, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 13.07.1989, Qupperneq 2
FRETTIR Félagslega húsnæðiskerfið Stormur í vatnsglasi Kristinn Gunnarsson Bolungarvík: Landsbyggðin getur vel við unað. Reykjavík ber skarðan hlutfrá borði Kristinn Gunnarsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Boiungarvík, segist verulega ó- sammála viðbrögðum víða af landsbyggðinni, vegna úthlutun- ar Húsnæðisstofnunar á iánum til félagslegra íbúða. Þingflokkur Alþýðubandalagsins ræddi málið í gær, og sagði Margrét Frímanns- dóttir þingflokksformaður að hún og ráðherrar flokksins myndu fara yfir forsendur úthlutunar- innar í nefnd sem ríkisstjórnin hefur skipað. Nefndinni er ætlað að ræða húsnæðisvandann á landsbyggðinni og húsnæði- svanda lágtekjufólks, jafnt i þétt- býli sem dreifbýli. Kristinn sagði að Húsnæðis- stofnun ynni eftir lögum og út- hlutaði í samræmi við þörf, en ekki hlutfallskvóta á einstök sveitarfélög eins og sumir virtust halda. Undanfarin ár hefur lands- byggðin mátt vel við una, að mati Kristins, hvað varðar hlutfall hennar í lánum til byggingar fé- lagslegra íbúða. Staðreynd væri Mikil ólga er nú meðal slökkvi- liðsmanna í Reykjavík vegna ráðningar manns í sumarafleys- ingar sem uppfyllir ekki þau skil- yrði sem þarf til starfsins. Jón Fr. Jóhannsson trúnaðarmaður slökkviliðsmanna segir að þeir sætti sig alls ekki við þessa ráðn- ingu. Siökkviliðsmenn séu að reyna að hefja starf sitt upp og þetta snerti kjaramál þeirra. Það er mikið hagsmunamál fyrir þá að ekki sé hægt að ráða hvern sem er. Slökkviliðsmenn hafa sent að þörfin fyrir slíkar íbúðir væri mest í Reykjavík. Þar væru 12 fullgildar umsóknir um hverja íbúð í verkamannabústaðakerf- borgarráði bréf þar sem þeir mót- mæla ráðningunni, en í borgar- ráði var ráðningin staðfest. Maðurinn er þegar tekinn til starfa þrátt fyrir að starfsmenn hafi farið fram á að ráðningu hans yrði frestað. Ætlunin var að mað- urinn yrði settur á sjúkrabíl. Starf við sjúkraflutninga þarf löggild- ingu samkvæmt lögum. Starfs- menn á sjúkrabflum tilkynntu þá að þeir myndu ekki vinna með afleysingamanninum, én fengu inu sem heimild væri fyrir að byggja. Skýrsla Byggðastofnunar um ástand húsnæðismála á lands- þau svör að hver sá sem neitaði að starfa með honum yrði sendur heim. Þegar ljóst var að starfs- menn ætluðu að standa fast á sínu var afleysingamaðurinn settur við símann. Slökkviliðsstjóri sendi borg- arráði bréf þess erindis að maður- inn yrði ráðinn þrátt fyrir ákveðna annmarka, þar sem eng- inn annar fengist. Jón segir það ekki rétt. Mörgum hafi verið vís- að frá sem sóttu um í sumar. Jón sagðí að þeir í slökkvilið- byggðinni er gagnrýniverð að mati Kristins og sagði hann fé- lagsmálaráðherra skulda lands- byggðinni skýringu á því, hvers vegna upplýsingar skýrslunnar væru gleyptar hráar. Margrét Frímansdóttir sagði að fram hefði komið á þing- flokksfundi Alþýðubandalags- ins, að skýrsla Byggðastofnunár hefði ekki verið rædd í stjórn stofnunarinnar, né henni dreift til þingmanna. Þingflokkurinn teldi eðlilegt að stjórn Byggðastofnun- ar legði mat á skýrsluna. -hmp inu sættu sig alls ekki við niður- stöðu þessa máls og hefðu þeir m.a. leitað til lögfræðings BSRB til að fá á hreint lagalega stöðu sína. Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri sagðist ekki hafa orðið var við neina óánægju með ráðningu mannsins, nema hvað slökkvi- liðsmenn hefðu sent borgarráði bréf. Óánægjan stafaði af því að borgarráð hefði ekki virt sett skil- yrði. -ns. Slökkviliðið Vafasöm sumanáðning Ráðinn til afleysinga gegn eindregnum vilja starfsmanna. Uppfyllir ekki skilyrði til starfans. Mávar Fljúgandi smitberar Veiðistjóri: Áhrif sóðaskapar á tímgun máva stórlega vanmetin. Til að stemma stigu við sívaxandifjölda þeirra er áhrifaríkast að koma í vegfyrir að þeir hafi ótakmarkaðan aðgang aðfœðu. Aðgerða erþörfenpeningana vantar Ahrifaríkasta leiðin til að stemma stigu við sívaxandi fjölda máva hérlendis er að koma í veg fyrir að hann geti sótt í úr- gang frá fískvinnslum, loðdýra- búum, sláturhúsum, sorp- haugum og öðrum stöðum þar sem fæðuframboð fyrir máva hef- ur nánast verið ótakmarkað. En því miður virðist sem skaðsemi þessa sóðaskapur sé stórlega van- metinn af viðkomandi yfírvöldum bæja- og sveitarfélaga, sagði Páll Hersteinsson veiðistjóri. Það er ekki aðeins að mávar geri usla í varplöndum með því að gæða sér á ungum heldur eru þeir helstu smitberar salmonellu. Enn sem komið er hefur þó ekki kom- ið upp neitt tilvik þar sem vitað er að fiskur hafi mengast af salmon- ellu af völdum máva en engu að síður telja fiskmatsmenn brýnt að grípa til aðgerða áður en það verður um seinan. Enda þarf ekki mikið hugmyndaflug til að gera sér í hugarlund hver áhrifin yrðu á markaðsmál fiskútflytjenda ef einhver neytandinn veiktist af völdum salmonellumengaðs fisks hér sem erlendis. Svo virðist sem ekkert lát sé á viðkomu máva hér við land enda hefur embætti veiðistjóra ekki fengið umbeðnar fjárveitingar til að reyna að stemma stigu við honum. Samkvæmt lögum hefur veiðistjóri heimild til að ráða mannskap til þess arna en lítið hefur farið fyrir því vegna fjár- skorts. Að sögn Páls Hersteinssonar Ótölulegur fjöldi sílamáva hefur að undanförnu gert sig heimakomna við Tjörn- ina í Reykjavík, Tjarnarvinum til mikillar armæðu enda eru mávar skaðræðis- gripir í öllum varplöndum. Ekki er vitað hvort þeir eru að slást um einhvern æðarungann eða um brauðmola á myndinni en eins og sjá má er atgangurinn allharður. Mynd: Jim Smart. hafa þó einstaka sveitarfélög, einstaklingar, æðarræktarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem hagsmuna hafa að gæta gegn mávinum ráðið menn til höfuðs honum. Það virðist því miður bera takmarkaðan árangur sökum þess hve auðveldan að- gang mávar eiga í fæði. Fyrir gerð fjárlaga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1989 gerði veiðistjóri borgar- yfirvöldum ákveðið tilboð til að ráðast gegn varginum í varpstöð- um hans í Engey, Viðey, Akurey og Lundey en þau treystu sér ekki til að ganga að því. Það hljóðaði uppá nokkur hundruð þúsund krónur. -grh Fulltrúar eþíópíska Rauöa krossins er sóttu íslandsdeildina heim fyrir skömmu ásamt Þórönnu Jónsdóttur og Ingu Margréti Friðriksdóttur sem eru á leið utan til hjálparstarfs. í for- grunni eru nokkrar gamlar saumavél- ar sem RKÍ hefur safnað og ætlar að senda til Eþíópíu, en þar þykja slíkar vélar hinir mestu kostagripir. Eþíópíumenn sækja Rauða krossinn heim Tveir fulltrúar eþíópíska Rauða krossins voru nýverið á ferð hér á landi í boði Rauða kross íslands. Gestirnir kynntu sér starfsemi Rauða kross fslands og hittu að máli tvær Rauða kross konur sem eru á förum utan til hjálparstarfs í Eþíópíu. Þar munu þær dvelja í um mánaðartíma í vinnubúðum. Rauði kross íslands hefur á und- anförnum árum átt margt saman að sælda með Eþíópísku sam- tökunum. Meðal annars hafa fs- lendingar tekið þátt í umfangs- mikilli áætlun Rauða kross eþí- ópíu um neyðarvarnir og fyrir- byggjandi aðgerðir í Gojjamhér- aði. Verðbólgan á undanhaldi Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,7 af hundraði milli júní og júlí. Hefur hún ekki hækkað jafn lítið milli mánaða í langan tíma. Þessi hækkun jafngildir um 9% hækkun vísitöl- unnar á ársgrundvelli. Ef mið er tekið af hækkun vísitölunnar á sl. þremur mánuðum jafngildir það um 25,1% hækkun á ári. Verð- bólgan sl. 12 mánuði hefur verið um 18,5%. Framfærsluvísitalan stendur nú í 126,8 stigum. Krafist leiðréttinga á persónuafslætti Kvennalistinn í Reykjaneskjör- dæmi ítrekar að persónuafsláttur verði leiðréttur mánaðarlega svo tryggt sé að hann fylgi verðlags- hækkunum og komið sé í veg fyrir skattahækkanir í verðbólgu. í ályktun fundar listans frá 4. þessa mánaðar segir m.a. að verðlag hafi hækkað hlutfallslega meira en persónuafsláttur skattgreið- enda sem gildir út árið. „Þetta ræðst af því að lánskjaravísitalan, sem reiknuð var út í maí, er sú vísitala sem ræður persónuaf- slætti. í maívísitölunni koma verðhækkanir þær, sem þjóðin mátti þola í júní, hvergi fram,“ segir í ályktuninni. Þá er stjórnvöldum bent á það að verði persónuafslátturinn ekki hækk- aður komi auknar skatttekjur ríkisins f.o.f. frá láglaunafólki. „Jafnvel fólk með lágmarkstekj- ur, sem nægja alls ekki til fram- færslu, greiðir nú skatta." Hundar með sálræn vandamál Hundaræktarfélag fslands efnir til námskeiðs þar sem kunnur at- ferlisfræðingur og sérfræðingur í þjálfun hunda með sérstök vandamál, Roger Abrantes, heldur fyrirlestra og verður með sýnikennslu. Námskeiðið er haldið dagana 18. til 21. júlí og fer fram í félagsheimili Hunda- ræktarfélagsins Súðarvogi 7. Öllum er heimil þátttaka á nám- skeiðinu. Námskeiðsgjald er kr. 2000. Þátttöku ber að tilkynna á skrifstofu félagsins sem er opin alla virka daga frá kl. 16-19. Einnig er hægt að tilkynna þátt- töku í síma 31529 og 37107. Heiðursdoktorskjör við KHÍ Matthías Jónasson og Broddi Jó- hannesson hafa verið kjörnir heiðursdoktorar við Kennarahá- skóla íslands. Kjörinu var lýst við skólaslit skólans 10. júní sl. Síð- asta skólaár stunduðu 779 manns nám við Kennaraháskólann, þar af 348 almennt kennaranám. Matthías Jónasson og Broddi Jó- hannesson. Ferðalangar geri verðsamanburð Neytendasamtökin fara þess á leit við þá sem ætla að leggja land undir fót og bregða sér út fyrir landsteinana að þeir taki þátt í lítilli verðkönnun á nokkrum al- gengum matvörutegundum. f því skyni hafa Neytendasamtökin látið útbúa handhægan miða þar sem gefið er upp verð á nokkrum neysluvörum hér heima og er af- hentur öllum þeim sem fara utan. Mælst er til þess að menn fylli inn á miðann verð samsvarandi vöru- tegunda í því landi sem þeir hafa viðdvöl í og sendi hann síðan til Neytendasamtakanna þegar heim er komið. Þannig telja sam- tökin sig fá mikilsverðar upplýs- ingar til samanburðar á vöruverði heima og erlendis. Giftusamleg björgun á Snæfellsjökli Björgunarsveitin í Ólafsvík bjargaði manni úr jökulsprungu á Snæfellsjökli í fyrrakvöld. Mað- urinn hafði fallið um 40 metra niður og axlarbrotnaði í fallinu. Talið er að hann hafi lent á snjó- hengjum sem drógu úr fallinu. Er mesta mildi að ekki fór verr. Maðurinn var á ferð á jöklinum við þriðja mann. Sonur mannsins fór niður af jöklinum þá er óhappið varð og ók niður að Arn- arstapa til að kalla á hjálp. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann- inn upp á jökul og kom honum undir læknishendur. Reykbindindi í flugi Á fundi norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna sem haldinn var fyrir skömmu í Berg- en í Noregi, var samþykkt að fara þess á leit við flugfélög að frá og með áramótum verði reykingar bannaðar á flugleiðum milli og innan Norðurlandanna sem taka innan við 100 mínútur. Norrænu flugfélögin SAS, Flugleiðir og Finnair hafa áður tekið jákvætt í slíka málaleitan, en í fyrra afréðu ráðherrarnir að kannaðir yrðu möguleikar á reykbindindi flug- farþega.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.