Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.07.1989, Blaðsíða 5
MINNING Hið sígilda viðfangsefni bók- menntanna er hetjan. Menn skynja hetjuna að sjálfsögðu með misjöfnum hætti, en það eru þó ekki margir íslendingar sem gera sér þá mynd af hetjunni að hún lifi hljóðlátu hversdagslífi, því síður að hún sé kona. Okkur er tamt að horfa á hið ytra borð. Menntun, staða, auður, völd; allt það sem skrum- skæling fjölmiðlunar dagsins upphefur. Sjaldan er hins ís- lenska alþýðumanns getið. Hver er maður, hver er Guði þóknan- legur? Er það sá sem hefur mikið umleikis og auglýsir sjálfan sig eða hinn sem aldrei kemst á síður blaðanna en fórnar sér öllum fyrir velferð annarra? Ég var óharðnaður unglingur þegar ég hitti Sigurbjörgu Ólafs- dóttur fyrst. Hún hafði boðað mig á heimili sitt einn kaldan dag um haust til að tilkynna mér að dóttir hennar væri barnshafandi af mínum völdum. Þegar ég kvaddi dyra á tröppunum í Hlíð- argerði 4, skalf ég eins og hrísla, bæði vegna þess að ég hafði sjald- an til Reykjavíkur komið og stóð ógn af þessari borg og eins vegna hins að ég átti von á rækilegri yfir- hellingu. Sjaldan hef ég orðið eins undrandi og ánægður og þeg- ar þau Sigurbjörg og Guðmundur opnuðu arma sína og buðu mig velkominn í sitt hús. Og þannig hefur það verið æ síðan. Eitt stórt hlýtt faðmlag. Aldrei styggðar- yrði eða áfellisdómur, aðeins ást og umhyggja fyrir börnum, mökum og afkomendum. Hin stóra hugsjón hjónanna var: Hvernig getum við fórnað okkur í þágu þeirra? Sigurbjörg Ólafsdóttir var fædd að Tjarnargötu 6 í Reykja- vík, en það hús er nú horfið, 24. júní 1914, dóttir hjónanna Guð- bjargar Guðmundsdóttur f. 26. júlí 1874 og Ólafs Þorvarðar- sonarf. 8. janúar 1873. Foreldrar Guðbjargar voru Birgitta Ólafs- dóttir og Guðmundur Magnús- son og bjuggu þau í Höfnum. Ólafur var sonur Þorvarðar Jóns- sonar í Brekkubúð á Álftanesi f. 2. maí 1826. Sigurbjörg var yngst 10 barna þeirra Guðbjargar og Ólafs. Eru þau nú öll látin utan Óskar Dag- bjartur, fyrrum brunavörður í Reykjavík. Hann má nú sjá á eftir síðasta systkini sínu. Lengi má manninn reyna. Föður sinn missti Sigurbjörg árið 1918, þá aðeins þriggja ára gömul. Fimm börn Guðbjargar voru þá í ómegð. Það var mikið á eina konu lagt á tímum atvinnu- tregðu og fátæktar að framfleyta þessum barnahópi, enda öryggi ekkna og barna ekkert á þeim tíma. En Guðbjörg barsinnkross óbuguð, vann myrkranna á milli, einkum við þvotta fyrirfólksins og annan þrældóm, oftast með yngstu dótturina sér við hlið. Það urðu þó ýmsir til að rétta ekkj- unni ómetanlega hjálparhönd og fór þar fremstur í flokki Indriði Einarsson skáld, sem m.a. lagði Guðbjörgu til aðgangseyri tveggja sýninga á leikritinu Ný- ársnóttinni sem sýnd var í Iðnó um þetta leyti. Sigurbjörg Ólafsdóttir kynntist því fátæktarbasli þessara ára af eigin raun. Hennar hlutskipti í uppvextinum var að halda í blauta og kalda hönd þvottakon- unnar, sem erfiðaði réttindalaus frá morgni til kvölds, og hjálpa síðan til eftir því sem aldur og kraftar leyfðu. En síst var Sig- urbjörg að sýta vinnuna, sem litið var á sem blessun þess tíma. Hún gekk til hennar með sitt góða skap og þá barnslegu gleði, sem henni var eðlislæg. Þótt ótrúlegt Sigurbjörg Ólafsdóttir Fœdd 24. júní 1914 - Dáin 7. júlí 1989 megi virðast leit Sigurbjörg oft aftur til æskuáranna með leiftrandi augnaráði og bros á vör. Sigurbjörg var ung þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, Inga Bergmann Karlsson, 24. janúar 1931. Skömmu síðar kynnist hún þeim manni sem átti eftir að verða lífsförunautur hennar og stoð og stytta í lífinu til hinsta dags, Guðmundi Brynjólfssyni þá verkamanni, en lengst af bíl- stjóra á Þrótti. Guðmundur er fæddur 13. ágúst 1915 í Reykja- vík, sonur hjónanna Brynjólfs Gíslasonar sjómanns frá Skrautási í Hrunamannahreppi og Guðrúnar Hannesdóttur frá Skipum í Stokkseyrarhreppi. Þau Guðmundur og Sigurbjörg hófu búskap að Bergstaðastræti 17 í maí 1932. Ýmsum þótti það óráð hjá Guðmundi að taka svona ungur saman við sér eldri stúlku sem auk þess átti barn fyrir. En Guðmundur var viss í sínu vali, enda er það álit allra sem til Sigurbjargar þekktu að hún hafi borið af öðrum ungum konum sakir fegurðar og yndis- þokka. En hamingjan er ekki fólgin í fríðleik einum saman. Fleira þarf til farsældar í sambúð. Þau Guðmundur og Sigurbjörg féllu þegar mjög vel hvort að öðru. Hann staðfastur sem klett- ur, áræðinn og viljasterkur, hún rómantísk og fús af einlægni og trúfestu að fylgja ástvini sínum á vit hins ókunna. Sigurbjörgu var ekki brugðið þótt þröngt væri í búi fyrstu árin á Bergstaðastræti 17, síðar að Bergstaðastræti 33 og frá 1940 að Hverfisgötu 76 b. Kröpp kjör voru hennar líf. Að hennar dómi var lífsnautnin ekki fólgin í gulli og ytri gæðum heldur var spurt: Er hægt að hafa sæmilegt í mat- inn? Eru börnin heilbrigð og þokkaleg til fara? „Ó, ég hafði yndi af að dansa,“ sagði Sigurbjörg svo oft við mig og maður sá hana fyrir sér sem fiðrildi í faðmi Guðmundar í fjör- ugum polka. Og eitt er víst að þrátt fyrir fátækt áttu þau ham- ingjuríka daga. Óg börnin komu eitt af öðru, níu talsins og tíu með Inga sem Guðmundur gekk í föður stað með ljúfu geði. Þau hjónin bjuggu við mikið barnalán. Þó bar á einn skugga. Son sinn Gísla misstu þau árið 1936, en hann var fæddur 28. ágúst 1934. Þau börn Sigurbjargar sem nú fylgja henni til moldar eru auk Inga sem áður er talinn: Bryndís fædd 3. júlí 1933, Jón Vilberg fæddur 27. september 1935, Ágúst fæddur 25. desember 1936, Guðrún Hulda fædd 17. júní 1938, Ólöf Guðbjörgfædd 15. október 1939, Hrafnhildur fædd 15. janúar 1941, Birgitta Kolbrún fædd 2. mars 1943 og Sævar Örn fæddur 20. september 1948. Ófáar sögur foreldra og barna bera þess vitni að ævinlega iðaði Hverfisgata 76 b, sem nú er því miður urðuð, af lífi og fjöri þessa tápmikla barnahóps, þótt her- bergin væru aðeins tvö. Veruleg umskipti á efnahag þeirra hjóna má rekja til ársins 1942 er Guð- mundur eignaðist sinn fyrsta vörubíl og gekk í Þrótt. í fram- haldi af því urðu þau hjónin með áræði og eljusemi ein af frumbyg- gjum Smáíbúðahverfisins, þar sem hver maður stóð með skóflu og hamar að byggingu síns eigin húss, en nágrannar hlupu síðan til hjálpar hver með öðrum eftir því sem kunnátta og kraftar stóðu til. Það var því eins og að koma í höll þegar fjölskyldan flutti í Hlíðarg- erði 4 hvar hjónin bjuggu í vel- sæld þar til öll börnin voru komin til manns. Þá fluttu þau að Fells- múla 11 og sátu þar tvö saman að sínu til síðasta dags. Var þá afar kært með þeim hjónum. í Fellsmúlanum var ætíð gest- kvæmt og gott að koma, enda mikil rausn að fornum íslenskum sið. Og þar á heimili sínu fékk frú Sigurbjörg hægt andlát í svefni aðfaranótt 7. júlí sl. Engan sem notið hafði samvista við Sigur- björgu síðustu vikurnar gat órað fyrir örlögum hennar. Hún hafði verið venju fremur ánægð og kát og vil ég í því sambandi minnast tveggja atburða sem vörpuðu birtu í hennar líf. Fyrst skírnarat- höfn í Þingvallakirkju 16. júní, þegar dótturdóttir hennar, Guð- björg Eva var skírð og síðan 75 ára afmælishóf hennar sjálfrar hinn 24. júní, sem hún naut til hlítar með afkomendum og vin- um. Sú stund gladdi hennar góða hjarta. Sjálfur á ég Sigurbjörgu mikla skuld að gjalda. Ég gat fyrr hins fyrsta faðmlags. Frá þeirri stundu áttum við Hrafnhildur skjólshús í Hlíðargerðinu, og ekki aðeins það, heldur önnuðust þau hjónin Katrínu dóttur okkar meira og minna fyrstu árin, þannig að hún var jafnt þeirra sem okkar. Allt þetta var Sigubjörgu og Guð- mundi svo eðlilegt og sjálfsagt að um það þurfti aldrei orð að hafa. Ekkert skyldi til spara að leggja sínum lið. Sigurbjörg var yndisleg mann- eskja. Hún var í senn barnslega einlæg unglingsstúlka og víðsýn veraldarkona. Það tekur sinn toll að ala 10 börn en þrátt fyrir það var Sigurbjörg fíngerð og fáguð til hinstu stundar. Mér varð oft starsýnt á fagurgerðar hendur hennar og spurði sjálfan mig, hversu má það vera að þessar hendur hafi þolað þvotta, sauma og annað harðrétti? Væri Sigur- björg að alast upp í dag hefði lífshlaup hennar eflaust orðið með öðrum hætti. Hún hafði til að mynda yndi af að ferðast hin síðari árin. Oft kom hjá henni uppúr þurru: „París er töfrandi,“ eða „hugsa sér fegurð svissnesku vatnanna". Þannig lét hún sig dreyma þótt hún yndi glöð og ánægð við sitt. En fyrst og síðast var hugsun Sigurbjargar og Guðmundar hjá börnunum og þeirra niðjum. Allt þeirra líf hafði það að leiðarljósi að koma þeim á legg, styðja og styrkja eftir efnum og getu. Sjaldan voru þau glaðari en þegar húsið fylltist af barnabörnum og barnabarnabörnum. Þessum ósköpum fylgdi oft ærandi há- vaði, en engin áhrif virtist það hafa á húsráðendur í Fellsmúlan- um. Mér þótti líka stundum kyndugt að standa Sigurbjörgu að því að kaupa jólagjafir handa börnunum um mitt sumar. En þar fór hin hagnýta húsmóðir sem hugði gott til glóðarinnar að draga nýtilegt til búsins þegar færi gafst. Enda var marga að gleðja. Hver er hetja ef ekki mann- eskja á borð við Sigurbjörgu Ól- afsdóttur? Hún heyr sína lífsbar- áttu í hljóði og lítur á það sem sína helgustu skyldu að koma stórum barnaskara til manns. Öllu skal til kosta: heilsu, kröftum, síðasta eyri og allri sál- arorku að mega skapa afkomend- um tryggara líf en hennar sjál- frar. Lífsfylling var: Fórnin, um- hyggjan og fyrirgefningin. En Sigurbjörg Ólafsdóttir var ekki aðeins hetja, heldur líka göfug og góð kona. Harmur okkar allra er stór. Og mikið er nú lagt á hinn góða dreng Guðmund Brynjólfsson að þurfa að kveðja konu sína á þess- um sumardegi eftir næstum sex- tíu ára ástríka sambúð. Megi ylur minninganna hlýja honum um hjartarætur um ókomin ár. Við biðjum honum Guðs blessunar í þeirri vissu að hann eflist í þessari raun eins og jafnan áður. Við Hrafnhildur og dæturnar kveðjum Sigurbjörgu ömmu með dýpsta trega. Hún gaf okkur allt sem hún gat. Megi hún hvfla í Guðs friði. Baldur Óskarsson Hún hafði stórkostlegan per- sónuleika að geyma. Hún var engum öðrum lík og menn tóku eftir henni þar sem hún fór. Ástæðan var ekki sú að hún reyndi að láta á sér bera heldur var það lífsgleðin, hláturmildin og fjörið sem vakti athygli manna. Hún fór í gegnum lífið á léttu nótunum. Þrátt fyrir það átti hún sína erfiðu tíma eins og aðrir, sínar sorgir, leyndar óskir og þrár en lífsgleðin var samt ávallt fremst í för, líka daginn sem hún lést. Þetta var hún amma mín, Sig- urbjörg Ólafsdóttir. Konan sem kom til dyranna eins og hún var klædd, konan sem þorði að vera hún sjálf. Hún var stolt, dugleg og kjarkmikil en umfram allt heiðarleg gagnvart sjálfri sér og öðrum. Hún breytti samkvæmt sannfæringu sinni og sagði það sem henni fannst, og leyfði sér að vera á annarri skoðun en þeirri sem þótti hæfa hverju sinni. Rétt- lætiskenndin var rík og hún sá falsið þar sem það fór. Hún var vön að segja: „Þessa manneskju sá ég út á einni nóttu.“ Yfirleitt hafði hún rétt fyrir sér. Og eins og með aðrar sérstakar persónur, þá var hún ekki allra. Hún vildi velja sína samferðamenn sjálf. Og fyrir það fólk var stórt rými í hjarta hennar. Heimilið hennar ömmu var yf- irleitt fullt af lífi og fjöri. Hún hafði pláss fyrir alla sem henni þótti vænt um. Flestir sem þekktu hana sóttust eftir samvistum við hana og þráðu nærveru hennar. Ég, dótturdóttir hennar, var ein af þeim. Ég vildi helst hvergi vera nema hjá henni ömmu minni. Hún tók ávallt glöð á móti mér og vísaði mér veginn, öll mín fyrstu uppvaxtarár. Éftirlifandi eiginmaður henn- ar, Guðmundur Brynjólfsson - afi minn - var og er ennþá jafn- þýðingarmikil persóna í mínu lífi og amma mín, og ég mun ávallt vera þakklát fyrir hans tilvist. Hafi ég einhvern tíma komist í kynni við hinn hreina tón lífsins, þá er það á þeirra heimili - í húsi afa míns og ömmu. Nú er Sigur- björg farin sinn veg, en minning- in um hana mun ávallt lifa. Ef til vill mun persóna hennar hafa enn sterkari áhrif á mig nú og um ó- komna framtíð heldur en á með- an hún lifði. Ég er sífellt að gera mér betur grein fyrir hversu eftir- sóknarverða persónueiginleika og mannkosti hún hafði að geyma. Fyrir mína hönd og allra sem elskuðu hana. Katrín Baldursdóttir (Útför Sigurbjargar verður gerð á morgun, föstudag, kl. 15 frá Bústaðakirkju.) Fimmtudagur 13. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Breyting á deiliskipulagi miðbæjarins Tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjarins í Kópavogi (austurbakki) auglýsist hér með skv. gr. 4.4. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Svæðið afmarkast af húsunum Hamraborg 12, Fannborg 4 og 6 til austurs, Digranesvegi 5 til suðurs, Hafnarfjarðarvegi til vesturs og Hamra- borg til norðurs. Deiliskipulagsuppdráttur ásamt skýringarmyndum verður til sýnis á Bæj- arskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð frá kl. 9-15 alla virka daga frá 13. júlí til 11. ágúst 1989. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Bæjarskipulag Kópavogs ©ra' Hlíðar Fossvogur Þingholt Árbær Leiti þlÓÐVIUINN Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681663/681333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.