Þjóðviljinn - 19.07.1989, Page 2
FRETTIR
Kartöflur
Aukinn innflutningur
Hagstofan: Árið 1988 vorufluttinn 57,5 tonn afkartöflum en áfyrsta
ársfjórðungi í ár nam innflutningurinn 358,4 tonnum.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins: Misjöfn gœði
Meira var flutt inn af nýjum
kartöflum á fyrsta ársfjórð-
ungi 1989 en allt síðasta ár. í
Gæöi innfluttra kartaflna geta
verið æöi misjöfn og stundum
kemur það fyrir aö útlit þeirra
komi í veg fyrir frekara boröhald.
Mynd: Jim Smart.
fyrra nam innflutningurinn að-
eins 57,5 tonnum en fyrstu fjóra
mánuði ársins var búið að flytja
inn tii landsins hvorki meira né
minna en 358,4 tonn af kartöflum
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands.
Gæði þessara innfluttu kart-
aflna eru æði misjöfn eftir því
hvaðan þær koma úr veröldinni
en fimm til sex aðilar flytja þær
Fiskneysla sela
Stórtækir keppinautar flotans
Erlingur Hauksson: Porskveiðar mœtti auka um30%, um 127þúsund tonn miðað við aflal987
ef selirnir tækju ekkisinn toll. Áœtluð stofnstœrð landsels er 43 þúsund dýr
|y| ögulegt væri að meira en tvö-
fálda ufsa-, lúðu og
hrognkelsaaflann frá því sem nú
er ef flskneysla sela væri ekki
fyrir hendi. Þorskveiðar mætti
auka um 30%, um 127 þúsund
tonn miðað við afla 1987 ef selirn-
ir tækju ekki sinn toll. Þetta kem-
ur fram i grein sem Erlingur
Hauksson sjávarlíffræðingur og
starfsmaður Hringormanefndar
skrifar í nýjasta hefti Ægis, tíma-
rits Fiskifélags íslands um seli og
áhrif þeirra á flskveiðar lands-
manna.
Talningar hafa farið fram við
ströndina síðustu árin og hefur
Erlingur áætlað stofnstærð land-
sels um 43 þúsund dýr og stofns-
tærð útsels um 12 þúsund dýr. í
grein sinni telur höfundur að sel-
astofnarnir við landið neyti ár-
lega um 36 þúsund tonna af nytja-
fískum. Þar fyrir utan er önnur
fæða um 11 þúsund tonn. Efst á
matseðlinum eru ufsi og þorskur
hjá landsel, en þorskur, ufsi,
steinbítur og hrognkelsi hjá útsel.
Miðað við heildarafla 1987 éta
selastofnarnir samanlagt um
þriðjung steinbítsaflans, 16%
ufsaaflans, um 6% skarkolaafl-
ans og 3% þorskaflans. Útselur-
inn er stórtækari á hrognkelsi og
lúðu, en landselurinn á ufsa og
skarkola.
Neysla selastofns á fæðu fer
eftir fjölda dýra í stofninum,
þyngdardreifingu dýranna í hon-
um og daglegri þörf hvers sels sér
til iífsviðurværis og viðkomu. Að
mati höfundar eru ekki öll kurl
komin til grafar um þessa þætti í
líffræði íslenskra sela, en sam-
kvæmt erlendum heimildum má
búast við að meðallandseiur þurfi
673 kíló af sjávarfangi árlega og
meðalútselur þurfi 1,57 tonn á
ári.
-grh
inn. Að sögn Sturlu Guðmunds-
sonar framkvæmdastjóra hjá
Ágæti hf. lætur nærri að um 100
tonn af kartöflum hafi ekki náð
að komast lengra en á hafnar-
bakkann vegna þess að þær hafa
ekki staðist þær heilbrigðiskröfur
sem til þeirra eru gerðar af hér-
lendum yfirvöldum. En það eru
starfsmenn Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins sem hafa það
verkefni með höndum að taka
sýni úr hverri kartöflusendingu
sem hingað berst.
Að sögn Antons Helgasonar
hjá RLA er alltaf eitthvað um að
sendingar séu stöðvaðar út af
sjúkdómum sem fundist hafa í
viðkomandi kartöflum ss. af
völdum hnúðorms og hringrótar.
Anton sagði að kartöflurnar væru
misjafnar eftir því hvaðan þær
væru úr veröldinni en þó væri því
ekki að neita að kartöflur frá
ákveðnum svæðum við Miðjarð-
ahafið hefðu oftar verið stöðvað-
ar en frá öðrum landsvæðum í
Evrópu.
-grh
Tollafgreiðsla
Reynt að fækka umskráningum
Tollstjóraembœttið í Reykjavík: Rangtað við þráumst við að umskrá
vöru til Hafnarfjarðar. Fari sending á ranga tollhöfn er umskráð ef
eftir er leitað
Þetta er í raun alveg eins og
með póst. Ef póstfangið er
rangt skilar póstur sér ekki beint
til viðtakanda. Eins er það með
vörusendingar. Sá sem gefur
sendandanum upp hvert varan á
að fara, hann verður að láta vita
til hvaða tollhafnar varan á að
fara, sagði Sigvaldi Friðgeirsson,
skrifstofustjóri hjá tollstjóraemb-
ættinu í Reykjavík, en í gær
greindi Þjóðviljinn frá því að
innflytjendur væru ekki sáttir við
hve treglega gengi að fá tollvöru
umskráða frá Reykjavík til Hafn-
arfjarðar.
Sigvaldi sagði það ekki rétt að
tollurinn í Reykjavík tregaðist
við að umskrá tollvöru til Hafn-
arfjarðar eða hvert sem væri ann-
að á land.
- Ef ákvörðunarstaður vöru-
nnar er í Hafnarfirði og ef vara
viðkomandi aðila hefur af ein-
hverjum ástæðum lent til okkar
þá gengur umskráning greiðlega
fyrir sig.
- Hinsvegar ef Reykjavík er
tollhöfn vörusendingar en
heimilisfang viðtakenda er í Kóp-
avogi, svo dæmi sé tekið, er alveg
út í hött að ætla að umskrá vöru til
þess eins að flytja hana frá
Reykjavík til Hafnarfjarðar og
aftur til baka til Kópavogs,
jafnvel þótt afgreiðslutími sé
eitthvað styttri hjá þeim í Firðin-
um, enda minni tollhöfn.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
valda var fjöldi tollafgreiðslna í
Hafnarfirði um 25.000 en tollaf-
greiðslur í Reykjavík voru um
200.000 talsins.
Að sögn Sigvalda hefur tollur-
inn í Reykjavík reynt að fækka
umskráningum eins og fremst er
kostur, ekki bara til Hafnarfjarð-
ar heldur um allt land. Tollalögin
ákveða að vara er tollskyld eftir
því hvar hún kemur í land.
- Innflytjendum var gefinn á-
kveðinn aðlögunartími til þess að
tilkynna viðskiptavinum sínum
erlendis um það, ef þeir vildu
skipta um tollhöfn. Hafi menn
ekki gert það er ekki við okkur að
sakast, sagði Sigvaldi.
-rk
Spænskir í saltfisk og skyr
Meðan á heimsókn spænsku konungshjónanna hingað til lands stóð,
bauð Útflutningsráð íslands spænskum blaðamaönnum sem flutu með
í för til kynningarkvölds á Hótel Sögu. Þar mættu einnig fulltrúar
íslenskra fýrirtækja til að kynna framleiðsluvöru sína. Meðan setið var
til borðs var spænsku gestunum boðið upp á þjóðlega rétti s.s. saltfisk
og skyr. í fréttatilkynningu Útflutningsráðs segir að veisluföngin hafi
mælst vel fyrir.
Skaftárhlaup
Skaftá hefur haldið áfram að
bólgna upp frá því að hlaup hófst
í ánni í fyrradag. Um hádegis-
leytið í gær var áin enn í foráttu-
vexti og bæimir í Skaftárdal orð-
nir vegarsambandslausir af völd-
um hlaupsins. Þá þegar ljóst var
að hlaupið hefði í ána sótti Vega-
gerðin ferðamenn sem staddir
voru inn við Eldgjá og færði til
byggða. Engin hætta er talin á því
að Suðurlandsvegur verði ófær af
völdum vatnavaxtanna. Hlaup
hafa orðið í ánni um það bil ann-
að hvert ár. Vatnshæð árinnar
var í gær orðin meiri en í síðasta
hlaupi. Fastlega var búist við að
hlaupið næði hámarki í nótt eða
morgun. Upptök hlaupsins í
Skaftá er í Sigkötlum vestan
Grímsvatna í vestanverðum
Vatnajökli.
Bílvelta á
Möðrudalsöræfum
Betur fór á en horfðist í fyrradag
er rútubíll frá Guðmundi Jónas-
syni með 27 norræna jarðvísinda-
menn, valt tvær veltur við Lóna-
kíl á Möðrudalsöræfum og hafn-
aði um 40 metra utan vegar. Einn
farþeganna hlaut innvortis
meiðsl og var hann fluttur til
Grímsstaða á Fjöllum og þaðan
með flugi til Akureyrar. Nokkrir
aðrir farþegar sluppu með minni-
háttar meiðsl og var farið með þá
til læknisskoðunar á Egilsstöð-
um. Talið er orsakir slyssins megi
rekja til bilunar í bremsubúnaði.
Samið við flugfreyjur
á
elleftu stundu
Félagsmenn í Flugfreyjufélagi ís-
lands gengu í gærkvöldi til at-
kvæðagreiðslu um nýgerðan
kjarasamning við Flugleiðir sem
samkomulag tókst um á elleftu
stundu í fyrrakvöld eftir að sátt-
asemjari hafði lagt fram sáttatil-
lögu um lausn deilunnar. Þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöldi
lágu úrslit atkvæðagreiðslunnar
ekki fyrir. Eins og kunnugt er var
helsti ásteytingarsteinn í samn-
ingaviðræðunum krafa flugfreyja
um að atvinnurekandi léti þeim í
té tvennar sokkabuxur á mánuði í
stað einna. Þessu féllu flugfreyjur
frá gegn því að einni launahækk-
un yrði flýtt um tvo mánuði.
Samningurinn sem skrifað var
undir í fyrrakvöld felur í sér um
20% launahækkun á samning-
stímabilinu, - 16-17% í ár og um
3% á því næsta. Tveggja daga
verkfalli flugfreyja og flugþjóna
hjá Flugleiðum, sem hefjast átti í
gær var aflýst um leið og samn-
ingar höfðu tekist.
Náttúrufræðistofnun
aldargömul
Náttúrufræðistofnun íslands er
um þessar mundir 100 ára, en
forveri stofnunarinnar í beinan
karlegg Hið íslenska náttúru-
fræðifélag var stofnað 16. júlí
1889. Markmið félagsstofnunar-
innar var að koma á laggirnar
náttúrugripasafni í Reykjavík.
Safnið var fyrst nefnt Náttúru-
gripasafnið í Reykjavík en nefnt
Náttúrugripasafn’íslands eftir að
félagið afhenti ríkinu það til
eignar og varðveislu 1947 og loks
Náttúrufræðistofnun íslands eftir
að ný lög voru sett um starf-
semina 1965. Höfuðverkefni
Náttúurfræðistofnunar er að ann-
ast grundvallarrannsóknir á nátt-
úru landsins og koma upp sem
fullkomnustu safni íslenskra og
erlendra náttúrugripa. Náttúr-
ufræðistofnun er til húsa að
Laugavegi 105 - Hverisgötu 116
við Hlemmtorg. Tímamótanna
verður minnst með veglegum
hætti í haust en þá verða opnaðir
sýningarsalir á 3. og 4. hæð, -
annar nýr en hinn endurbættur.
Hvalvertíð senn
á enda runnin
Síðasta hvalvertíðin í vísinda-
áætlun Hafrannsóknastofnunar
er senn á enda runnin. Nú þegar
eru 63 langreyðar komnar á land í
Hvalstöðinni í Hvalfirði, af þeim
68 átta sem heimilt er að fanga.
Hvalvertíð gæti lokið í vikunni ef
gæftir verða góðar.