Þjóðviljinn - 19.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.07.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Kratar og eriend stóriðja Á vegum Jóns Sigurðssonai iðnaðarráðherra og með stuðn- ingi Landsvirkjunar fer nú fram sérkennilegur en ekki mjög frum- legur stóriðjufarsi. Ráðherrann reynir nú með öllum ráðum líkt og forverarnir Sverrir Hermanns- son og Friðrik Sophusson að ná samningum við erlenda aðila um aukna álbræðslu í Straumsvík. Til skamms tíma snerist umræðan um nýtt risaálver sem fjögur er- lend álfyrirtæki höfðu lýst áhuga á. Friðrik Sophusson gerði þann 4. júlí 1988 samning við þessi fyr- irtæki um sérstaka hagkvæmni- könnun á slíku álveri, en niður- staða hennar varð sú, að þessi samsteypa hefði ekki frekari áhuga á framhaldi. Eftir að sund- in lokuðust í því máli er rætt um stórfellda stækkun álbræðslunnar sem fyrir er. í þessa erlendu stóriðju er ætl- unin að ráðstafa rafmagninu frá Blönduvirkjun og byggja til við- bótar nýtt orkuver á Suðurlandi við Búrfell. Ekki hefur verið upp- lýst um hvaða raforkuverð hefur verið rætt við útlendingana, en svo virðist sem forysta Lands- virkjunar og ráðherrann séu reiðubúin að taka mikla áhættu í því efni. Það þarf líka mikla fífldirfsku til að boða slík framkvæmda- áformáSuðvesturlandi, sinsog aðstæður eru á landsbyggðinni.Á undanförnum árum hafa stór- felldir fólksflutningar verið til Suðvesturlands, þar sem jafn- framt hefur verið ráðist í miklar fjárfestingar. Þetta veit iðnaðar- ráðherra og þess vegna setur hann nú á svið annan sjónleik, þar sem Fljótsdalsvirkjun er höfð í aðalhlutverki og álbræðsla á Norður- eða Austurlandi. Þess er þó getið af hvíslara að tjaldabaki, að í þær framkvæmdir verði fyrst ráðist í framhaldi af stóriðjuum- svifunum syðra, rétt eins og þau séu afráðin og óumflýjanleg. Að deila og drottna Alþýðublaðið og öflugri fjöl- miðlar eru nú notaðir til að koma upp leiktjöldum fyrir þennan þátt, m.a. með því að láta sveitar- stjórnarmenn nyrðra og eystra tjá sig um blessun stóriðjunnar, hvern og einn miðað við að álver komi á heimaslóð. Þessari aðferð hefur oft verið beitt áður, þegar í undirbúningi hafa verið stóriðjuframkvæmdir suðvestanlands. Þegar álsamn- ingurinn við Alusuisse var í undirbúningi 1963-65 var látið að því liggja að álbræðslan gæti allt eins vel risið norðanlands. Á ár- unum 1974-76 ætlaði Alusuisse sér að færa út kvíarnar svo um munaði með áætlun Integral, þar sem m.a. var gert ráð fyrir mikl- um virkjunum og álbræðslu á Austurlandi. Niðurstaðan þá varð nokkur stækkun í Straumsvík. í samkomulagi við Alusuisse haustið 1983 fékk Sjálfstæðisflokkurinn inn ákvæði um stækkun hjá ÍSAL. Þá boðaði Sverrír Hermannsson jafnframt landnám ALCAN í Eyjafirði, en ekkert varð úr því máli nema blaðafyrirsagnir og einn golf- leikur ráðherrans og ALCAN- forstjórans þar nyrðra! Enn á að beita hinni gamal- kunnu aðferð að deila og drottna, láta Austfírðinga og Norðlend- inga bítast um loftkenndar hug- myndir um álver og áformaðar virkjanir á meðan unnið er að samningum um stóriðjufjárfest- ingarnar syðra. Til að reyna að gefa þessu sjón- arspili trúverðugt yfirbragð hefur Jón iðnaðarráðherra látið það boð út ganga, að hann hyggist líkt og þjóðhöfðingi heimsækja Austurland og Norðurland síðar í sumar til að ræða stóriðjuhug- myndirnar við heimamenn. Menn eiga að láta sér lynda á- Iðnaðarráðherra gengur þvert á stefnu samstarfsaðila Hjörleifur Guttormsson skrifar kvarðanir um stóriðju og virkjan- ir syðra út á það að einhverntíma komi röðin að öðrum landshlut- um! Það er táknrænt fyrir atburða- leysi stjórnvalda í iðnaðarmál- um, að á iðnsýningu á Egilsstöð- um í júní sl. hafði aðstoðarmaður iðnaðarráðherrans ekkert fram að færa um íslenskan iðnað, en þeim mun meira um stóriðju- drauma húsbónda síns. Það hefur líka komið fram nýlega, að fram- bjóðandi Alþýðuflokksins eystra fjörur ráðamanna, m.a. að því er varðar Fljótsdalsvirkjun. Síð- astliðinn vetur komust sérfræð- ingar á aðalskrifstofunni við Háa- leitisbraut að því að þeir hefðu gert ráð fyrir einni háspennulínu um of í tengslum við Fljótsdals- virkjun. Hafði verið reiknað með kostnaði sem næmi 2800 miljón- um vegna þessarar línu. Það munar vissulega um minna, þegar reikna þarf niður framleiðslukostnaðarverð til er- lendrar stóriðju. En viti menn, virkjunar að biðja um röskar 30 miljónir króna umfram sam- þykkta fjárhagsáætlun til að kanna jarðgangastæðið með bor- unum og til að halda þeim mögu- leika opnum að koma virkjuninni í gagnið fyrir 1993, þótt allt sé enn í óvissu um stóriðjusamninga og raforkuverð. í leiðinni var svo smeygt inn öðrum 30 miljónum vegna nýrrar virkjunar við Búr- fell, sem Alþingi hefur enn ekki fjallað um eða vcitt heimild til að ráðast í. Meirihluti stjórnar- „Enn á að beita hinni gamalkunnu aðferð að deila og drottna, láta Austfirðinga ogNorð- lendinga bítast um loftkenndar hugmyndir um álver og áformaðar virkjanir á meðan unnið er að samningum um stóriðjufjárfest- ingarnar syðra. “ í síðustu þingkosningum telur að auk „EFTA-EB-samninganna“ séu áldraumar Jóns Sigurðssonar helsta mál ríkisstjórnarinnar og segir að „varðveita (þurfi) stöðu stjórnarinnar til að halda utan um þessi mál.“ (Alþýðublaðið, 14. júlí 1989). Samkomulag þegar brotið Þegar ríkisstjórnin var mynduð í september 1988 var deilt um stóriðjumálin. Fram kom ein- dregin andstaða Alþýðubanda- lagsins við áform um erlenda stóriðju og nýtt álvér. Forsætis- ráðherra gaf þá yfirlýsingu þess efnis að um líf stjórnarinnar væri - að tefla, ef einhver aðili að ríkis- stjórninni reyndi að knýja fram niðurstöðu í meiriháttar málum eins og varðandi stóriðju gegn vilja annarra stjórnaraðila og í samvinnu við stjórnarandstöðu- flokka. Að kröfu Alþýðuflokksins var á það fallist að lokið yrði við hag- kvæmnikönnun ATLANTAL- hópsins varðandi nýja álbræðslu í Straumsvík, sem þá stóð yfir sam- kvæmt samningi fyrrverandi iðn- aðarráðherra við fjögur erlend álfyrirtæki. Þessari hagkvæmni- könnun lauk sl. vor nokkru seinna en ráð var fyrir gert. Nið- urstaðan var sú, að álfyrirtækin fjögur töldu sér ekki henta að halda málinu áfram. í samræmi við það sem rætt var um milli aðila að ríkisstjórninni sl. haust átti þessu stóriðjumáli þar með að vera lokið. Iðnaðar- ráðherra Alþýðuflokksins hefur hins vegar kosið, að hafa allt ann- an hátt á og skeyta engu um við- horf samstarfsaðilanna. Nú hefur verið tekinn upp annar þráður með hugmyndinni um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík sem svarar til meira en tvöföldunar á núverandi afkastagetu. Ekki hef- ur verið haft fyrir því að ræða þetta mál við þingflokka sam- starfsaðila að ríkisstjórn, heldur hefur iðnaðarráðherrann staðið að þessu upp á sitt eindæmi og boðar nú sem fagnaðarerindi er- lenda stóriðju til viðbótar á Norður- og Austurlandi. Hamfarir hjá Landsvirkjun í tengslum við síðustu vending- ar iðnaðarráðherra hafa verið að gerast undur og stórmerki hjá Landsvirkjun. Þar hefur hverja uppgötvunina af annarri rekið á síðan bættist við annar og sýnu merkari happadráttur: Hermt er að norskum vinnumanni hjá fyrirtækinu Krafttaki hafi dottið í hug yfir morgunkaffi, að grafa mætti jarðgöng í stað 25 kíló- metra veituskurðar frá Eyja- bökkum norður f Fljótsdal. Landsvirkjunarmenn sem kann- að hafa og yfirfarið hönnunar- forsendur Fljótsdalsvirkjunar árum saman hrukku við og drógu fram reiknistokkinn. Og sjá! - Ekki væri aðeins raunsætt og til- valið að grafa slík göng með heilborun, heldur spöruðust 3000 miljónir vegna hugdettu Norð- mannsins. Á einu misseri hefur þannig stofnkostnaður Fljótsdalsvirkj- unar með háspennuvirkjum lækkað að mati Landsvirkjunar um nær 6000 miljónir króna, úr 24 miljörðum í 18! í ljósi þessara óvæntu vinninga ákvað framkvæmdastjórn Lands- manna í Landsvirkjun félíst hins vegar umsvifalaust á þessar óskir skrifstofunnar. Rétt er að minna á það hér, að vorið 1982 samþykkti Alþingi þingsályktun um virkjunarfram- kvæmdir og orkunýtingu. Þar er skýrt kveðið á um, að næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjun á eftir Blöndu verði Fljótsdals- virkjun og síðar Sultartanga- virkjun, en árið áður hafði Al- þingi samþykkt heimildarlög um þessar virkjanir. Það eru því síður en svo ný tíðindi, að virkjað skuli í Fljótsdal. Hins vegar eru það tíðindi, ef troða á nýrri vir- kjun á Suðurlandi fram fyrir. Upplýsingar um allt að 25% lækkun á stofnkostnaði Fljótdal- svirkjunar gefa síst af öllu tilefni til slíkra breytinga. Það er vissulega ánægjuefni, ef hægt er að ná niður kostnaði við byggingu vatnsaflsvirkjana og eicki síður, að loksins er farið að takast á við jarðgangagerð hér- lendis svo um munar. Þar eiga íslenskir verkfræðingar góðan hlut að máli. Jarðgöng við Fljóts- dalsvirkjun í stað veituskurðar er vissulega aðlaðandi hugmynd og skoðunarverð. Þeirri hagkvæmni sem með því kann að nást fyrir raforkukerfíð á hins vegar ekki að kasta fyrirfram og í fljótræði á borð útlendinga, eins og nú virð- ist að stefnt. Alþýðubandalagið markaði í stefnuskrá sinni á sínum tíma skýra afstöðu til atvinnuupp- byggingar í landinu og nýtingar náttúruauðlinda lands og sjávar. Alþýðubandaíagið telur að upp- byggingu iðnaðar sem byggir á orkulindum landsins beri að haga eftir efnahagsgetu þjóðarinnar sjálfrar. Algjör forsenda sé að ís- lenska ríkið eigi meirihluta í stór- iðjufyrirtækjum, sýna beri ítrustu aðgæslu um mengunarvarnir og taka eigi fullt tillit til félagslegra og efnahagslegra áhrifa varðandi slík fyrirtæki. Engin breyting hefur orðið á Itessari afstöðu Alþýðubanda- agsins. Þannig ályktaði síðasti landsfundur flokksins í nóvem- ber 1987 mjög ákveðið gegn á- formum um nýtt álver í eigu út- lendinga og í nóvember sl. ítrek- aði miðstjórn Alþýðubandalags- insþásamþykktogminntim.a. á, að fullt tillit verði að taka til byggðaþróunar þegar ákvarðanir eru teknar um staðsetningu stór- ra fyrirtækja á íslenskan mæli- kvarða. Lokaorö Framganga iðnaðarráðherra og Alþýðuflokksins, þar sem stefnt er að aukinni erlendri stór- iðju í landinu, gengur þvert á sjónarmið og samþykktir Al- þýðubandalagsins, svo og þá málsmeðferð, sem um var samið við myndun ríkisstjórnarinnar. Ástæða er til að minna ráðherra Alþýðuflokksins á, að þeir eru ekki í viðreisnarstjórn með Sjálf- stæðisflokknum, þótt ljóst sé af mörgu, að þangað stefnir hugur þeirra sem löngum fyrr. Hjörleifur Guttormsson Miðvikudagur 19. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5 MENNING Semball og gítar hjá Sigurjóni Þeir eru æ fleiri sem rata í Listasafn Sigurjóns Ólafssonar úti á Laugarnestanga á þriðju- dagskvöldum til að njóta gest- risni, tónlistar og góðra veitinga. Orðstír þessara ljúfu kvölda hef- ur einnig borist erlendum gestum til eyrna, og við sem ekkert höf- um gert til að koma þessum dag- skrám í kring erum samt stolt þegar við finnum aðdáunina sem húsið, listaverk Sigurjóns og flytjendur tónlistarinnar vekja. Matthías Johannessen las ljóð á þessum stað fyrir fáeinum vik- um og Pétur Jónassonar lék á klassískan gítar, ýmist undir lestrinum eða á milli ljóða. Matt- hías les af sjarmerandi einlægni og hafði valið músíkölsk ljóð, og það var mikil stemmning meðal sveittra gesta í yfirfullum salnum. 20. júní lék Hlíf Sigurjónsdótt- ir, dóttir hússins, einleik á fiðlu. Flutningur hennar var djarfur og persónulegur og verður gaman að hlusta á hana aftur seinna í þessum mánuði (þann 25.) þegar þau David Tutt píanóleikari flytja saman meðal annars són- ötur fyrir fiðlu og píanó eftir De- bussy og Béla Bartók. Á þriðjudagskvöldið í fyrri viku léku þau saman á sembal og gítar Robyn Koh og Einar Kr. Einarsson sem eru herstöðvaand- stæðingum að góðu kunn síðan á menningardögunum í vor þegar þau léku á Bachtónleikunum í Listasafni ASÍ. Þau léku engan Bach í Listasafni Sigurjóns, og þó að þess væri á vissan hátt saknað af því að semballinn fer Bach svo vel, þá var efnisskráin mjög skemmtileg. Þau léku tvö verk eftir Manuel Ponce, forleik og sónötu, Kansónu eftir Áskel Másson - það var frumflutningur á tilbrigði við undurfallegt söng- lag - Fiori eftir Þorkel Sigur- björnsson og tvö verk eftir Luigi Boccherini. Ég er svo mikill viðvaningur að ég veit ekki hvort það er oft gert að leika sama verkið tvisvar á sömu tónleikunum eins og gert var við Fiori Þorkels Sigurbjörns- sonar. En það reyndist furðuvel til fundið. Þetta verk minnir á kvikmyndatónlist, það er dram- atískt, segir spennandi sögu í tón- um og skemmtilegt hvernig tón- skáldið notar hljóðfærin til þess, lætur þau tala saman. í fyrra skiptið léku þau verkið létt, spennan var ungæðisleg eins og tveir krakkar væru að stela rabar- bara eða rófum og reyna að kom- ast undan á harðahlaupum í rök- krinu. Á milli Þorkels voru Man- uel og Áskell, svo kom Fiori aftur og í þetta skipti var þunginn meiri í flutningnum (glæpurinn alvar- legri?). Semballinn naut sín einna best í síðustu verkunum. Boccherini er 18. aldar maður, elstur þeirra sem leikið var eftir, kannski hef- ur það sitt að segja. Það var eins og Robyn Koh hristi af sér ósýni- leg bönd þegar kom að Boccher- ini, hún þurfti ekki að hafa hemil á sér lengur en seiddi viðstöðu- laust músíkina út úr hljóðfærinu. Það var yndi á að hlýða. SA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.