Þjóðviljinn - 19.07.1989, Síða 6
ERLENDAR FRETTIR
Níkaragva
10 ár frá falli
Sómózas
Áratug eftir sigur Sandínista er efnahagslífið í lamasessi eftir 6
ára stríð við Kontraliða, ofviðri, viðskiptabann Bandaríkja-
manna og landflótta
Höfuðborg Nfkaragva, Mana-
gva, er nú á valdi Sandínista
og trúlega þar með landið allt.
Her Sómózas virðist hafa sundr-
ast og orðið að engu á nokkrum
klukkustundum, liðsforingjar
flestir eru flúnir úr landi en
óbreyttir liðsmenn, margir að því
er virðist ofsahræddir, reyna að
dulbúast og hlaupa í felur.
Hundruð Sómózahermanna sáust
henda frá sér vopnum á götum
höfuðborgarinnar og taka síðan á
rás út í buskann sem fætur tog-
uðu.
Þannig skýrði Þjóðviljinn frá
sigri byltingarinnar í Níkaragva í
frétt þann 20. júlí fyrir réttum 10
árum. Skæruliðar Sandínista-
hreyfingarinnar höfðu unnið
fullnaðarsigur á hersveitum hins
alræmda einræðisherra, Anastas-
íós Sómózas. Harðir bardagar
höfðu geisað um tveggja mánaða
skeið og kostað a.m.k. 50 þúsund
manns lífið. Fæstir þeirra féllu þó
í bardögum heldur urðu fyrir
barðinu á grimmdaræði Sómóza-
liða. Sjálfur var einræðisherrann
stunginn af þegar hér var komið
sögu. Þau urðu endalok Sómózas
að hann bar beininn í Paragvæ ári
síðar, féll fyrir morðingjahendi.
Sandínistar hafa sem sé haldið
um valdatauma í Níkaragva í ára-
tug. Landið er bláfátækt og efna-
hagslífið í lamasessi enda hefur
ríkt styrjaldarástand í 6 ár af þess-
um 10. Frá 1982-1988 herjuðu 10
þúsund kontra-skæruliðar á Ník-
aragva og fengu greiddan her-
kostnað uppá 265 miljónir doll-
ara af bandarísku almannafé.
Þeim varð lítt ágengt en létu þó
ekki deigan síga fyrr en Banda-
ríkjaþing uppgötvaði að frekari
fjárframlög til hernaðar þeirra
myndu ekki snúa íbúum Níkara-
gva á sveif með þeim. Þá höfðu
tugir þúsunda manna fallið í val-
inn.
Stjóm Sandínista stóð af sér
gerningahríð Reaganstjórnarinn-
ar og Kontraliða og nýtur enn
fulltingis mikils hluta lands-
manna. Þeirra sem enn búa í Ník-
aragva því hermt er að alls hafi
um 20 þúsund manns gengið til
liðs við Kontraliða (margt af því
fyrrum liðsmenn Sómózas og
venslafólk þeirra), 75 þúsund
flúið land vegna pólítískrar and-
stöðu við Sandínista og hvorki
meira né minna en 200 þúsund
yfirgefið ættjörðina vegna efna-
hagsástandsins. Sem er mikil
blóðtaka fyrir þriggja miljóna
þjóð.
En Sómózaárin eru þorra
þjóðarinnar í fersku minni og
þrátt fyrir allt sem miður fer voru
það Sandínistar sem kollvörpuðu
ógnarstjórn hans. Þegar þeir
náðu Managva á sitt vald vora
félagar í samtökum Sandínista
um 5.000 talsins en nú era þeir
37.500. Að auki era 250.000
manns virkir í ýmsum jaðarsam-
tökum Sandínistahreyfingarinn-
ar, ungmennisamtökum, bænda-
félögum og kvennahreyfingum.
Fyrir tíu árum var einhvers-
konar marx-lenínismi í miklum
metum í röðum Sandínista en for-
ystumenn þeirra áttuðu sig þó
skjótt á því að þjóðfélagsskipan
hinna svonefndu sósíalísku ríkja
myndi skera þegnum sínum of
þröngan stakk. Einn oddvita
Þjóðfrelsisfylkingar Sandínista,
Bayardo Arce Castano, greindi
nýlega frá því að áður en bylting-
unni lauk með falli Sómózas hafi
félagar samtaka sinna verið búnir
að uppgötva þetta:
„Við voru farnir að átta okkur
á því að heimurinn skiptist ekki í
tvær helftir, svarta og hvíta, held-
ur væra litir og litbrigði óteljandi.
Við höfðum ekki hug á því að
einskorða okkur við marx-
lenínískar kennisentningar því
Víravirki þetta var eitt sinn höggmynd af Anastasíó Sómóza, einræðis-
herra Níkaragva, sem Sandfnistar steyptu af stóli fyrir réttum 10 árum.
reynslan hafði margsýnt okkur að
framkvæmdir í anda þeirra
gengju betur í fræðibókum en
veraleikanum.“
36.000%
verðbólga
En hvort sem um er að kenna
stríðinu við Kontraliða eða mis-
tökum við stjórn efnahagsmála
nema hvort tveggja sé þá viður-
kenna leiðtogar Sandínista að
það taki áratug að reisa efnahag-
Solzhenítsyn
Föðuriand mitt að dauða komið
Alexandr Solzhenítsyn vill ekki tjá sig um breytingarnar íSovétríkjunum og segist ekki
hafafengiðuppreisnœruhjástjórnvöldum þar eystra
Hinn útlægi sovéski rithöfund-
ur og nóbelsverðlaunahafi Al-
exandr Solzhenítsyn brá fyrir
skemmstu út af þeirri venju sinni
að veita ekki viðtöl og sat fyrir
svörum fréttamanns vikuritsins
„Time“. Hann lýsir því yfir að
föðurland sitt sé nær dauða en Iffl,
og vill ekkert tjá sig um umbóta-
stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs.
„Ég er föðurlandsvinur. Ég
ann ættjörð minni. Ég á þá ósk
heitasta að föðurland mitt, sem
er helsjúkt og menn hafa verið að
eyðileggja í 70 ár og er nær dauða
en líli, að föðurland mitt verði
Alexandr Solzhenítsyn
albata.“
Solzhenítsyn stendur á sjötugu
og hefur lifað kyrrlátu lífi við rit-
störf og í nær algerri einangran í
smáþorpi í Vermontfylki í
Bandaríkjunum um 13 ára skeið.
í viðtalinu er hann inntur skýr-
inga á því hvers vegna hann hefur
ekkert tjáð sig um breytingarnar
á heimaslóðum sínum, umbóta-
stefnu Gorbatsjovs, glasnost og
perestrojku.
„Hefði ég hætt að tjá mig opin-
berlega um atburði í heima-
högum mínum um það leyti sem
breytingarnar hófust sætti þetta
Kenýa
Fílabein brennt til ösku
Stjórnvöld í Kenýa brenndu í
gær tíl ösku 12 smálestir af ffl-
abeini að andvirði um 180 mfljón-
ir króna að viðstöddu fjölmenni.
Athöfnin var öðru fremur tákn-
ræn og átti að sýna ríkjum heims
að Kenýamenn væru staðráðnir í
þvf að bjarga Afríkufflnum frá
útrýmingu.
Stjórnvöld í Næróbí era í fylk-
ingarbrjósti þeirra sem vilja að
algert bann verði lagt við verslun
með fílabein um allan heim. Þau
fullyrða að með því að brenna
fílabein á báli komi þau þeim
boðum til veiðiþjófa að enginn
markaður sé lengur fyrir það.
Það var sjálfur forseti landsins,
Daníel Arab Moi, sem tendraði
bálið í þjóðgarði höfuðborgar-
innar í gær. Þvínæst ávarpaði
hann viðstadda, fréttamenn, fyr-
irmenn og sendimenn erlendra
ríkja, og sagði branann marka
söguleg þáttaskil í baráttunni
fyrir björgun Afríkufílsins.
Obbinn af fílabeininu hafði
verið gerður upptækur þegar lög-
gæslumenn höfðu hendur í hári
veiðiþjófa. Nú er svo komið að
aðeins 17 þúsund fflar ráfa um
hinar víðlendu gresjur Kenýa en
fyrir áratug vora þeir 6:5.000.
„Það verður að uppræta veiði-
þjófnað ef takast á að bjarga fíl-
um frá útrýmingu," sagði Moi,
„en til þess að stöðva veiðiþjóf-
inn verður að stöðva kaupmann-
inn sem verslar með fflabein, en
hann er því aðeins hægt að stöðva
að almenningur verði fenginn til
þess að sniðganga hann.“
Moi skýrði frá því að innan
skamms myndi stjórn sín eyði-
leggja 270 nashymingshom en
þau era ekki síður eftirsótt sölu-
vara en fflabein. Fyrir vikið er
nashyrningurinn einnig í mikilli
útrýmingarhættu.
Reuter/ks
nokkurri furðu. En þögn mín
hófst árið 1983, nokkra áður en
nokkur maður heyrði minnsta
ávæning af því að umbætur stæðu
fyrir dyrum. Átti ég að rífa mig
lausan frá því sem ég hafði fyrir
stafni og gerast stjórnmálaskýr-
andi? Ég hafði enga löngun til
þess. Mér bar að Ijúka því verki
sem ég var að fást við.“
Sem kunnugt er hefur virðing
Solzhenítsyns vaxið í Sovétríkj-
unum uppá síðkastið og fyrir
skemmstu var það gert heyrin-
kunnugt þar eystra að valdir kafl-
ar úr þekktasta verki hans,
Gúlag-eyjaklasanum, yrðu birtir
í bókmenntatímaritinu Novy-
Mir. Þrátt fyrir þetta telur hann
að það yrði sér ekki með öllu
áhættulaust að sækja Sovétríkin
heim.
„Þetta veltur ekki bara á því
hvort ég kæri mig um að snúa
heim eða ekki. Sovésk stjórnvöld
hafa aldrei dregið til baka ákærur
sínar á hendur mér um drottin-
svik og landráð. í Sovétríkjunum
er ég enn föðurlandssvikari í
augum hins opinbera og á yfir
höfði mér refsingu.“
Auk þessa sagði Solzhenítsyn
að ekki kæmi til greina að hann
heimsækti Sovétríkin nema því
aðeins að verkið sem hann er nú
að leggja síðustu hönd á, þrí-
lógían „Rauöa hjólið“, kæmi
fyrir sjónir sovésks almennings
um leið.
Reutcr/ks
inn úr rústum. Verðbólga var
hvorki meira né minna en 36.000
af hundraði á árinu sem leið.
Baðmullarappskeran var helm-
ingi minni en fyrir 10 áram og
kaffiframleiðslan þrír fjórðu
hlutar þess sem hún var 1980.
Tjónið af völdum skemmdar-
verka Kontraliða og stríðsins við
þá er talið nema um 12 miljörð-
um dollara og í fyrra gekk felli-
bylur yfir Níkaragva og eyðilagði
verðmæti sem metin eru á 800
miljónir dollara. Og fátt bendir
til þess að Bandaríkjastjórn
hyggist létta 10 ára viðskipta-
banni af Níkaragvamönnum.
Afleitt efnahagsástand og heit-
strengingar Sandínista við undir-
ritun friðarsáttmála Mið-
Ameríkuríkja fyrir tveimur áram
- þessa sem kenndur er við höfuð-
smiðinn Óskar Arías, forseta
Costa Rica, og aflaði honum
friðarverðlauna Nóbels - hafa
leitt til aukins viðskipta- og versl-
unarfrelsis í Níkaragva og sam-
dráttar í umsvifum ríkisins. Um
30.000 opinberum starfsmönnum
var sagt upp störfum í vor og út-
gjöld ríkisins skorin niður um
helming. Nú er svo komið að öll
félagsleg þjónusta er í skötulíki í
landinu. Eftir hálft ár, í febrúar
1990, gengur þjóðin að kjörborði
í annað skipti á tíu áram. Oddvit-
ar Sandínista segja sjálfir að það
sé engan veginn útséð um það
hvort þeir haldi meirihluta sínum
á þingi.
Kosningabaráttan er um það
bil að hefjast og víst að efna-
hagsmálin verða efst á baugi. En
þótt ekki sé ástæða til þess að ætla
annað en að þær fari fram með
lýðræðislegum hætti getur margt
gerst á hálfu ári. í fyrra mánuði sá
Daníel Ortega forseti ástæðu til
þess að vara menn við því að rasa
um ráð fram í efnahagslífi og bað
þá gæta þess að fara að fyrirmæl-
um stjórnvalda. Ekki fór milli
mála hvern hug hann ber til
einkaframtaks né í hverra hönd-
um völdin era 10 áram eftir sigur
Sandínista:
„Okkur er í lófa lagið að beita
þeim valdatækjum sem við
ráðum yfir til þess að gereyða
ákveðnum öflum í þjóðfélaginu á
örskömmum tíma. Við höfum
komist að samkomulagi við þessi
öfl en okkur er fyllilega Ijóst að
við ölum nöðra við brjóst okkar.
En ef naðran færir sig uppá
skaptið kremjum við hana.“
ks
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 19. júlí 1989