Þjóðviljinn - 19.07.1989, Síða 7
MENNING
Loks er moldum Þorleifs
Repps sómi sýndur
Bautasteinninn sem myndin
sýnir, var afhjúpaður í Hólavalla-
kirkjugarði við Suðurgötu þann
sjötta júlí. Seint rísa sumir og rísa
þó: steinninn lyftir undir minn-
ingu Þorieifs Guðmundssonar
Repps, sérstæðs og merkilegs
persónuleika í íslandssögu
næstliðinnar aldar. Tungumála-
garps, fræðimanns, bókavarðar,
ritstjóra, málvinar Fjölnismanna
og Jóns forseta, eins þeirra þjóð-
ernissinna sem á sinni tíð vildu
ganga lengst í sjálfstæðiskröfum á
hendur Dönum.
Það var Gestur Þorgrímsson
sem steininn klappaði. Efst á
honum er skjaldarmerki sem gert
er eftir innsigli Repps. Á því er
fígúra úr skrímslafræðinni: fiskur
á búk, vængjaður og búinn frosk-
alöppum einhverskonar. Undir
nafni Þorleifs Repps (sem svo
nefndist vegna þess að hann var
úr Hreppunum) eru einkunnar-
orð á latínu: Non nisi volentibus
imperare, sem má kalla formúlu
fyrir lýðræði - engum skal stjóma
nauðugum.
Með veislu góðri
Afhjúpunin fór fram að
morgni dags og hafði Bjöm Th.
Björnsson listfræðingur og
manna kirkjugarðssögufróðastur
orð fyrir undirbúningsnefnd. En
aðrir í henni em þeir Kjartan Ól-
afsson rithöfundur og fyrrum rit-
stjóri og Aðalgeir Kristjánsson
skjalavörður. I tilefni atburðar
þessa var svo haldið hóf um
kvöldið í Þjóðskjalasafni. Þar var
stór söfnuður, svosem tveir af
hverri tegund eins og í örkinni
hans Nóa - niðjar Repps og ætt-
menni, höfðingjar úr Hreppun-
um, fræðimenn, fjölmiðlamenn
og margar fleiri manngerðir.
Samkomunni stýrði Björn Th.
Björnsson, sex manna hópur
söng eða hafði forsöng í lögum
sem Hafnaríslendingar kyrjuðu
helst á samkomum sínum á fyrri
hluta nítjándu aldar. En aðal-
ræðuna flutti Kjartan Ólafsson,
sem hefur um árabil verið á
höttum eftir fróðleik allskonar
um Þorleif Repp og er fmm-
kvæðismaður að því að bauta-
steinninn rís - svo sem í andmæla-
skyni við gleymsku manna á latri
öld á minnisverð tíðindi úr sögu
okkar.
Merkismaóur
var hann
í erindinu vom menn minntir á
ætt Þorleifs og upphaf, skóla-
göngu og skólafélaga, fræðagarp-
skap hans úti í Höfn - sem fékk
því miður þann endi, að Repp var
rekinn úr pontu þegar hann verja
skyldi magistersritgerð sína í mál-
vfsindum við Hafnarháskóla.
Hafði sett að honum hlátur ó-
stöðvandi eins og jafnan þegar
hann reiddist, og illfús andmæl-
andi hafði af ásettu ráði leikið á
þetta skapgerðareinkenni íslend-
ingsins til að eyðileggja magist-
ersvöm hans. Kjartan sagði og
frá bókavarðarstörfum Þorleifs
Repps í Edinborg, trú hans á
auvirðileik Dana og blessunar-
ríka stjómarhætti Breta, aðild
hans að íslenskum félagsmálum
og pólitík í Danmörku. Og svo
frá því hvernig Þorleifur Repp,
sem lést í Danmörku árið 1857,
var fluttur heim til íslands bals-
ameraður í blýfóðraðri kistu
næsta vor, því hann hafði tekið
þann eið af vinum sínum að ekki
skyldi hann liggja í danskri mold.
Þorleifur Repp hlaut virðulega
útför og blaðið Þjóðólfur skrifaði
á þá leið að hinn framliðini sé
maklegur þess að moldum hans
væri sómi sýndur. Það rættist
ekki, gröf Þorleifs Guðmunds-
sonar frá Reykjadal í Hmna-
mannahreppi féll í gleymsku ó-
merkt - og beið þess í hundrað og
þrjátíu ár að sá bautasteinn risi
sem nú hefur verið lýst.
í tilefni afhjúpunarinnar komu
til landsins þau Henry Orde
stærðfræðingur og kona hans.
Henry átti Þorleif að langafa og
höfðu í fómm niðjanna í Eng-
Iandi, þar sem amma hans bjó,
varðveist ýmis bréf og skjöl Þor-
leifs Repps. Orde-hjónin færðu
Landsbókasafni þennan arf að
gjöf, þegar þau komu hingað um-
svipað leyti og Spánarkóngur.
ÁB
Minnisvarðinn um Þorleif Repp
rís skammt frá klukknaportinu.
Ljósm.: - þóm.
HLUTHAFA
FUNDUR
Hluthafafundur
í Verslunarbanka íslands hf.
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
þriðjudaginn 25. júlí 1989 og hefetkl. 17:00.
Dagskrá:
Glitra sem perlur
á líkömum okkar
Gunnar Hersveinn
Tré í húsi
Höf. gefur út.
Árið 1987 gaf Gunnar Her-
sveinn út sína fyrstu bók; ljóða-
kverið Gægjugat sem er að
mörgu leyti svipuð þeirri sem hér
er til umræðu. En þó hefur umtal-
sverð breyting átt sér stað,
breyting sem ekki lætur mikið
yfir sér. Þetta er aðeins eitt orð:
Líkami og einn litur: Blátt. Notk-
un þessara orða vísar til nokkurra
höfunda og bóka sem eru mér
handgengnar. Blátt er einnig
tengdara rómantík en aðrir litir.
Gunnar fetar sig, með þessum
orðum inn á braut sem ég tel að sé
eini möguleiki Ijóðlistarinnar til
að lifa og ná eyrum almennings í
dag. Lítum á örfá dæmi:
Stjama
í nótt
státar tunglið Venusi
norðurljósin regnbogalitum
stjörnur himinsins
glitra sem perlur á líkömum
okkar
og falla marglitar í grasið undir
jöklinum
stjarna kviknar í kviði þínum
og álfar tendra Ijós í kletta-
gluggum.
Þarna er nálægð tveggja lík-
ama fagurlega orðuð og „stjarna
kviknar í kviði þínum“ gæti verið
getnaður. Allt orðalagið er hóf-
stillt og vandað.
„Gusturinn" nefnist munúð-
arfullt ljóð þar sem dulítil vind-
hviða og nakinn líkami leika að-
alhlutverkið. Gusturinn er blíður
því hann slekkur ekki á kertinu.
Gusturinn
í lykillausri skránni
lifir gusturinn
sem slekkur ekki bleika kerta-
logann
á náttborðinu
hann fer undir ilmandi sœng
og leikur sér við nakinn
líkamann.
En því miður tekst Gunnari
ekki eins vel í öllum kvæðunum
og er „... undir eplatrénu" dæmi
um það. Þar vella klisjurnar fram
MAGNÚS
GESTSSON
í þykkum bunkum og skauti kon-
unnar er líkt við svarthol. Ekki er
mikla sælu eða fullnægingu að
hafa þar. Höfuð eins og fullt
tungl og hárið vetrarbraut. Þetta
gengur ekki, því miður:
... undir eplatrénu
ástin mín höfuð
þitt er einsog fullt tungl
augun einsog fylgihnettir
hárið vetrarbraut
og brjóstin stjörnuþokur
venus er ávali mjaðma þinna
ástin mín undir eplatrénu
nakin einsog myrkrið
og skautið svarthol.
Annað dæmi í þessa veru sem
ég nefni er ljóðið „Tjækofský
1812“ sem er beinlínis hallærisleg
lýsing í ástarbralli.
Mér virðist að skynsamiegt
hefði verið að skipta bókinni í
kafla. Þrír kaflar gætu verið hæfi-
legt. Ljóð sem hafa trúarlega
skírskotun en það eru t.d. Hjart-
sláttur, Vegir og Messa. Næst
kæmu landslagskvæði, náttúru-
stemmningar t.d. Nótt á Austur-
landi. Þriðji hlutinn gæti verið
önnur kvæði. Með þessu móti
hefði heildarsvipur orðið meiri.
Ég nefndi rómantík hérna
framar og gildi hennar fyrir
ljóðlistina, en þar á ég þó ekki við
endurvakningu þeirrar róman-
tíkur sem þeir Jónas Hallgríms-
son og félagar kynntust suður í
Evrópu. Því síður nýrómantík Jó-
hanns Jónssonar og Jóhanns Sig-
urjónssonar þó þeir standi nú-
tímafólki nær með kvæðum sín-
um Söknuði og Sorg.
Eftirfarandi ljóð bregður upp
mjög fagurri mynd en hún er
gamaldags. Við þörfnumst end-
urnýjunar, einhvers sem gæti
kallast síðrómantík. Ekki róm-
antík náttúrudýrkunar heldur
borgarrómantík. Það hlýtur að
vera hægt, þótt íslenskt borgar-
samfélag sé ungt. Lesum þetta
kvæði:
Við silfurlind
Ljós glitra á himni
og í vetrarbúnum skóginum
speglast tungl í silfurlind.
Tré stendur við lindina,
laufblað vex á einni grein
og í laufinu djúpa
dafnar hjarta í daggarperlu.
Örfá orð um útlit: Kápumynd-
in er ekki falleg þótt hún sé
augljóslega titillinn orðaður með
mynd. Litur myndarinnar er ekki
skáldlegur.
Tillaga bankaráðs um staðfestingu
hluthafafundar á samningi formanns
bankaráðs við viðskiptaráðherra um
kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa
ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
og að rekstur Verslunarbanka,
Iðnaðarbanka og Alþýðubanka verði
sameinaður í einn banka ásamt
Útvegsbankanum fýrir 1. júlí 1990.
Tillaga bankaráðs um viðbótarákvæði
til bráðabirgða við samþykktir bank-
ans þar sem bankaráði er veitt heim-
ild til að efna samninginn m.a. með
þeim hætti að taka þátt í hlutafjár-
aukningu Útvegsbanka íslands hf.
sem heimilt verði að greiða af eign-
um og rekstri bankans.
^ Önnur mál löglega fram borin.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til
fundarins verða afihentir hluthöfúm eða
umboðsmönnum þeirra í
Verslunarbankanum, Bankastræti 5,
flmmtudaginn 20. júlí, föstudaginn 21. júlí
og mánudaginn 24. júlí 1989 kl. 9:15-16:00
alla dagana.
Samningurinn og tillögur munu liggja
firammi hluthöfum til sýnis á sama stað
viku fyrir fúndinn.
Bankaráð Verslunarbanka íslands hf.
V€RSlUNfiRBflNKINN
-uáuiccr tneð ft&i!
Miövikudagur 19. júli 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7