Þjóðviljinn - 19.07.1989, Page 9

Þjóðviljinn - 19.07.1989, Page 9
MENNING ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fimmta verðlaunasamkeppnin Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir nú í fimmta sinn til samkeppni um handrit að bókum fyrir börn og unglinga. Is- lensku barnabókaverðlaunin 1990 nema 150.000 krónum, en auk þess fær sigurvegarinn í sam- keppni sjóðsins greidd höfundar- laun fyrir verkið samkvæmt samningi Rithöfundasambands íslands og Félags íslenskra bóka- útgefenda. Frestur til að skila handritum í verðlaunasamkepp- nina er til 31. nóvember 1989, en verðlaunabókin mun koma út vorið 1990 á vegum Vöku- Helgafells í tengslum við afhend- ingu verðlaunanna. Þess má geta að ákveðinn hundraðshluti af út- söluverði hverrar bókar rennur til sjóðsins. Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka var -stofnaður árið 1985. Meginmarkmið sjóðsins er að stuðla að auknu framboði á vönduðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. í þessu skyni efnir sjóðurinn árlega til sagnakeppni og hyggst þannig örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og ung- linga. Höfundur besta handrits að mati dómanefndar hlýtur svo íslensku bamabókaverðlaunin hverju sinni. Að Verðlaunasjóði íslenskra bamabóka standa bókaforlagið Vaka-Helgafell, fjölskylda Ár- manns Kr. Einarssonar rithöf- undar, Bamabókaráðið (íslands- deild IBBY-samtakanna) og Bamavinafélagið Sumargjöf. Formaður stjómar Verðlauna- sióðs íslenskra bamabóka er Ólafur Ragnarsson bókaútgef- andi. Þess má geta að £ öll fjögur skiptin sem Islensku bamabóka- verðlaunin hafa verið veitt hafa verðlaunabækumar jafnframt verið fyrstu bækur höfúndanna. Árið 1986 hlaut Guðmundur ól- afsson verðlaunin fyrir bók sína Emil og Skundi, Kristín Steinsdóttir árið 1987 fyrir bók- ina Franskbrauð með sultu, Kristín Loftsdóttir árið 1988 fyrir bókina Fugl í búri og nú í vor hlaut Heiður Baldursdóttir verð- launin fyrir bók sína Álagadalur- inn. Væntanlegum þátttakendum í samkeppninni um íslensku bamabókaverðlaunin 1990 skal bent á að ekki eru sett nein tak- mörk varðandi lengd sagnanna og einungis við það miðað að efn- ið hæfi bömum og unglingum. Sögumar skulu merktar dul- nefni en rétt nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Óskað er eftir að handrit séu send í ábyrgðarpósti og utanáskriftin er: Verðlauna- sjóður íslenskra bamabóka, Vaka-Helgafell, Síðumúla 29, 108 Reykjavík. Vesturland Sumarferð í Fiatey Sumarferð kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verðurfar- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júlí til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgamesi: Bima s. 71544, Grundarfirði: Ingi Hans s. 86811, Hellissandi: Skúli s. 66619. Stjórn kjördæmlsráös AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR AUGLÝSINGAR Auglýsing Frá sjávarútvegsráðuneytinu um iausar stöður veiðieftirlitsmanna Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða tvo veiðieftirlitsmenn. Annar veiðieftirlitsmaðurinn verður staðsettur á Akureyri. Gert er ráð fyrir að hinn eftirlitsmaðurinn fái þjálfun við að síga um borð í veiðiskip úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umsækjendur sem til greina koma þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Hafa lokið prófi frá Stýrimannaskólanum, Tækniskóla íslands (Utgerðartækni) eða hafa sambærilega menntun. 2. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og veiðarfærum. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf berist ráðuneytinu fyrir 1. ágúst nk. Sjávarútvegsráðuneytið 5. júlí 1989 pfÓÐVILIINN Tíniinn F 68 63 00 BlaðburÓur er Æk BESTA TRIMMIÐ og borgar sigL £v\ BLAÐBERAR ÓSKAST VantST blaðbera víðs vegar um bæinn (UÓDVIUINN Hafðu samband við okkur þlOÐVILJINN Sióumúla 6 0 6813 33 Auglýsing um legu 220 kv háspennulínu frá Búrfellsvirkjun að Hamranesi við Hafnarfjörð Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/ 1964 er hérmeð lýst eftir athugasemdum við tillögu um legu 220 kv háspennulínu frá Búr- fellsvirkjun að Hamranesi við Hafnarfjörð. Fyrirhugað línustæði er um eftirfarandi 12 sveitarfélög. Tillaga um legu línunnar liggur frammi almenn- ingi til sýnis frá 19. júlí- 30. ágúst nk. á auglýst- um skrifstofutíma. Sýningarstaðir eru: 1. Gnúpverjahreppur, Félagsheimilinu Árnesi. 2. Landmannahreppur, Skarði. 3. Skeiðahreppur, Skeiðalaug, Brautarholti. 4. Grímsneshreppur, Hreppsskrifstofur, Félagsheimilinu Borg. 5. Grafningshreppur, Hr. oddviti Ársæll Hannesson, Stóra-Hálsi. 6. Ölfushreppur, Hreppsskrifstofur, Selvogsbraut 2, Þor- lákshöfn. 7. Hveragerðisbær, Bæjarskrifstofur, Hverahlíð 24. 8. Mosfellsbær, Bæjarskrifstofur, Hlégarði. 9. Kópavogur, Bæjarskrifstofur, Félagsheimilinu, Fann- borg 2. 10. Reykjavík, Borgarskipulag, Borgartúni 3. 11. Garðabær, Bæjarskrifstofur, Sveinatungu við Vífils- staðaveg. 12. Hafnarfjörður, Bæjarskrifstofur, Strandgötu 4. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila á framangreindum stöðum fyrir 14. sept- ember 1989 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Reykjavík í júlí 1989 Skipulagsstjóri ríkisins uCSss. Alþýóubankinn hf Fundarboð Hluthafafundur í Alþýðubankanum hf. verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykja- vík, miðvikudaginn 26. júlí nk. og hefst kl. 20. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Tillaga bankaráðs um staðfestingu hluthafa- fundar á samningi formanns bankaráðs við viðskiptaráðherra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa ríkissjóðs í Útvegsbanka (s- lands hf. og að rekstur Alþýðubankans hf., Verslunarbanka íslands hf. og Iðnaðar- banka íslands hf. verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbanka íslands fyrir 1. júlí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt hei- mild til að vinna að öllum þáttum er varða efndir samningsins. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlut- afjárútboð. 3. önnur mál löglega fram borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í Alþýðu- bankanum, Laugavegi 31, Reykjavík á venju- legum afgreiðslutíma bankans frá og með 21. júlí nk. Viku fyrir fundinn mun samningurinn ásamt til- lögum þeim sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað. f.h. bankaráðs Alþýðubankans hf. / Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Raf mangsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í byggingu 2. áfanga aðveitustöðvar 7 á Hnoðraholti í Kópavogi. Húsið verður steinsteypt á tveimur hæðum, klætt og einangrað að utan. Skila þarf byggingu fullfrágenginni svo og lóð. Stærð byggingar er 372 m2 og 3355 m3. Búið er að grafa fyrir grunni hússins og fylla í aðkeyrslur og plön. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 20.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. ágúst kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.