Þjóðviljinn - 19.07.1989, Síða 12
Aldís Finnsson:
Jú af og til, en ekki í Lottó.
Bjarni Þór Ólafsson,
matreiðslumaður:
Aldrei, kanski einu sinni eða
tvisvar. Því síður að ég taki þátt í _
getraununum.
Theódór Ólafsson,
eliilífeyrisþegi:
Já ég spila í Lottó þegar ég
man eftir. Eg hef reynt að fá þann
stóra en því miður ekki tekist. Jú
svo er ég einstaka sinnum með í
getraununum - aðallega til að
vera með og styrkja gott málefni.
Magdalena Ólafsdóttir,
afgreiðslumaður og húsmóð-
ir:
Ég reyni í lengstu lög að kom-
ast hjá því að freista gæfunnar í
happadrættum. Það er svo mikið
af þessu að maður færi með
mánaðarlaunin ef maður ætlaði
að kaupa alla þá miða sem ber-
ast innum bréfalúguna. Nei ég
hef aldrei verið með í Lottó og því
síður að ég hafi keypt skafmiða.
■"SPURNINGIN*"
Spilar þú einhverntím-
ann í happdrættum?
Svanhildur Benjamínsdótt-
lr, bankastarfsmaður:
Já - Happaþrennum af og til.
Jú reyndar Lottó endrum og sinn-
um. Ég hef reyndar aldrei fengið
þann stóra, mest þrjá rétta.
þiómnuiNN
Miðvikudagur 19. júlí 1989 124. tölublað 54. örgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Kópavogshœli
Perlan sýndi tvö leikrit á Kópavogshæli í gær, tveir af leikurunum í
Sólin og vindurinn, einn vindanna í baksýn og í forgrunninn Sólin sjálf.
Myndir - Jim Smart.
sýnd gamanmyndin Beint á ská.
Leikfélagið Loki endurtekur sýn-
ingu á Árstíðunum kl. 17 og kl. 20
leikur hljómsveitin Október fyrir
dansi.
Sumarhátíðinni lýkur á laugar-
daginn, en þá skemmtir Valgeir
Guðjónsson hátíðargestum frá
kl. 16. Það verður byrjað að
kynda grillið kl. 17 og klukku-
stund síðar verður matur, auk
þess sem nikkarinn og Heima-
kórinn skemmta gestum. Um
kvöldið verður síðan dansleikur í
Digranesi, húsið verður opnað
kl. 20, en dansinn stendur frá kl.
níu til eitt um nóttina.
Sundlaug Kópavogshælis verð-
ur opin til frjálsra afnota fyrir
þátttakendur frá 9-12 og 17-21
alla hátíðardagana og Stræti-
svagnar Kópavogs sjá um akstur
á alla dagskrárliði utan lóðar
Kópavogshælis, nema í lengri
ferðir utan höfuðborgarsvæðis-
ins LG
j ^ fjí-
Sumarhátíð
við Voginn
Perlan sýndi á hátíðinni ígær. Gönguferðir,
sigling, leikur, dans ogfleira á dagskrá fram
til laugardagskvölds
Nú stendur fyrsta Sumarhátíð
Kópavogshælis sem hæst, en
hátíðin hófst á sunnudaginn var
og stendur til laugardagskvölds.
Leikhópurinn Perlan lauk dag-
skrá hátíðarinnar í gær og sýndi
tvö verk, sem hópurinn fór með í
leikferð til Bandaríkjanna í síð-
asta mánuði. Ekki var annað að
sjá en gestir á hátíðinni kynnu vel
að meta Sólina og vindinn og Síð-
asta blómið, létu þeir rok og rign-
ingarsudda ekkert á sig fá og
klöppuðu Perlunni lof í lófa.
Hugmyndin að Sumarhátíð-
inni kviknaði þegar ljóst var að
Vinnustofur Kópavogshælis yrðu
lokaðar í þrjár vikur í sparnaðar-
skyni, - en á vinnustofumar sækir
meginþorri heimilisfólks stofn-
unarinnar vinnu og þjálfun. Hef-
ur frumkvæði og undirbúningur
hátíðarinnar að mestu leyti verið
í höndum þeirra þroskaþjálfa
sem sjá um tómstundir á heimil-
inu og er dagskráin mjög fjöl-
breytt, og miðast að sjálfsögðu
við sem almennasta þátttöku fatl-
aðra.
Með þessu hátíðahaldi vill
heimilisfólk og starfsfólk stofn-
unarinnar gera sér dagamun og
auka á fjölbreytni þeirra frístund-
atilboða sem fötluðum bjóðast.
Jafnframt er markmið hátíðar-
>r'.
innar að vekja athygli á því að
þrátt fyrir umræðu og réttmæti
þeirrar stefnu að leggja niður
stórar stofnanir, má aldrei
gleymast að á slíkum stofnunum
býr fólk sem þarf að hugsa um,
þar til önnur og betri úrræði bjóð-
ast.
í dag hefst dagskrá Sumarhá-
tíðarinnar með siglingu á Fos-
svogi og verður lagt upp frá Naut-
hólsvík klukkan 10. Klukkan el-
lefu verða útileikir og bátaleikir í
sundlaug, klukkan 13 starfs-
mannagrín og fegurðarsam-
keppni og klukkan 14 gönguferð-
ir, önnur í Hlíðargarð, en hin í
Öskjuhlíð og heita lækinn. Á
morgun verður Boccia sveitak-
eppni í íþróttahúsinu Digranesi
kl. 10, krikket frisbí og bolta-
leikir kl. 11, sigling frá Nauthól-
svík kl. 13, starfsmannagrín,
hjólastólakeppni og fleira kl. 14,
skemmtiatriði kl. 15 og kl. 15:30
sýnir Brúðubíllinn. Um kvöldið
verður síðan kvöldvaka með
varðeldi, leikjum og söng í um-
sjón skáta.
Frjálsar íþróttir á Kópavogs-
velli verða á föstudaginn kl. 10,
og kl. 13 verður lagt upp í 5-6 tíma
veiði- og gönguferð. Þeim sem
ekki lfeggja í veiðiferðina gefst
kostur á kvikmyndasýningu í
Háskólabíói kl. 14, og verður þar
Áhorfendur létu rigningarsuddann ekkert á sig fá.
Þegar blómin fara aftur að vaxa kvikna tilfinningarnar að nýju. Sýning
Perlunnar á Síðasta blóminu.