Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. ágúst 1989 138. tölublað 54. árgangur Grunnskólar Yfirstéttarskóli stofnaður Áœtlað að Miðskóli taki til starfa íhaust aðfenginni staðfestingu menntamálaráðherra. Svavar Gestsson menntamálaráðherra:Liggurekkifyriraðveitaleyfi.OttóA.Michelsenformaðurskólanefndar:Þörfá fjölbreytni í skólakerfinu. SvanhildurKaaberformaðurKennarasambands íslands: Með stofnun einkaskóla er verið að mismuna nemendum Stefnt er að þvf að nýr grunn- skóli taki til starfa í Reykjavík í haust. Það er skóli fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára, eða 3. til 6. bekkur grunnskóla. Þessi skóli er óvenjulegur að því leyti að hann er sjálfseignarstofnun, og nýtur engra styrkja frá ríkinu. Hins vegar mun Reykjavíkurborg láta skólanum í té húsnæði og starfs- aðstöðu í Miðbæjarskólanum. Skólagjöld verða 12 þúsund krón- ur á mánuði. Skólinn hefur fcngið nafnið Miðskóli. Miðskóli mun ekki fá styrk frá ríkinu og að sögn Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra er ástæðan fyrir því sú að takmark- aðir fjármunir eru til og brýnt er að nota þá til nýjunga í skólamál- um og bæta skólakerfið sjálft, en ekki að láta þá til einstaklinga. Fræðsluráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að mæla með leyfi til skólans, en að sögn Svavars mun hann ekki taka afstöðu til leyfis fyrr en umsagnir allra hlutaðeigandi aðila liggja fyrir. „Það er greinilegt að skólinn er ekki ætlaður fyrir börn einstæðra foreldra og láglauna- fólks þar sem skólagjöld á mán- uði eru 12 þúsund krónur. Með stofnun skólans er þvf verið að stofna yfirstéttarskóla." Svanhildur Kaaber formaður Kennarasambands íslands sagði í samtali við Þjóðviljann að það kæmi skýrt fram í stefnu Kennar- asambandsins, að það teldi ekki rétt að stofna einkaskóla, því allir nemendur ættu að hafa jafnan rétt til náms. „Með því að setja svona einkastofnun á fót, er verið að mismuna nemendum. Kenn- arasambandið telur að ríkið eigi að standa fyrir öllu skólastarfi og Vélsmiðja Hafnarfjarðar Óvíst um framhaldið Stefán Jónsson: Þarfekki aðgefa neina skýrslu um reksturinn „Það er óákveðið hvert fram- haldið verður þegar sumarfríum lýkur," sagði Stefán Jónsson, for- stjóri Vélsmiðju Hafnarfjarðar, en fyrirtækið hefur verið lokað um hríð vegna sumarfría starfs- fólks. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur rekstur Vélsmiðj- unnar gengið illa að undanförnu og bendir flest til þess að fyrir- tækið muni ekki opna aftur þegar fríum lýkur. Stefán viðurkenndi að mikill samdráttur hefði verið í verkefnum en þegar hann var inntur nánar eftir því svaraði hann: „Ég þarf ekki að gefa neina skýrslu um reksturinn frekar en hingað til." -Sáf er því ekki hlynnt stofnun þessa skóla." Fulltrúar kennara í Fræðsluráði lögðu fram bókun gegn meðmælum Fræðsluráðs. Ottó A. Michelsen er formað- ur skólanefndar og hann sagði í samtali við Þjóðviljann að ástæð- an fyrir stofnun skólans væri að auka fjölbreytni í skólakerfínu. Þrátt fyrir að íslenska skólakerfið væri mjög gott, þá héldi hann að það væri hægt að gera enn betur Starfsemi Miðskólans verður óvenjuleg að því leyti að foreldr- ar geta komið með börn sín í skólann kl. 8 á morgnana, en kennsla hefst kl. 9. Klukkan 16.30 lýkur kennslu en ráð er gert fyrir umsjón með nemendum ef þess er óskað til kl. 17.30. Þarna er því um nokkurs konar dagvist að ræða. Að sögn Ottós er þetta sérstaklega sniðið að þörfum fólks á vinnumarkaði, því eftir hádegi munu börnin fá aðstoð með heimavinnu og eiga þá meiri frítíma með foreldrum þegar heim er komið. Skólagjöld eru 12.000 krónur á mánuði, auk 5.000 kr. innritunargjalds. Aðspurður um hvort skólagjöldin nægðu til að halda starfsemi skólans uppi, sagði Ottó að svo væri ekki. Eitthvað meira þyrfti að koma til og skólanefndarmenn væru bjart- sýnir um að það tækist, en ekki væri búið að taka endanlegar ákvarðanir um hvað það verður. ns. Keppnin i 1. deild karla á (slandsmótinu í knattspyrnu hefur sjaldan eða aldrei verið eins jöfn og spennandi og nú. Um helgina var leikin 13. umferð deildarinn- ar og að henni lokinni eiga sex lið góða möguleika á íslandsmeistaratitlinum. Aðeins átta mörk voru skoruð í leikjunum fimm um helgina og í síöasta leik umferðarinnar, leik Fram og FH í gærkvöld, tókst leikmönnum aldrei aðkoma tuðrunni í netið. Þessi mynd var tekin í leiknum í gær og er einkennandi fynr hina miklu baráttu í Laugardalnum. Sjá síðu 5. Mynd - þóm. Kjalarnes Ekki efni á að hafna mslinu Gottboð borgarinnar veldurþvíaðfleiri vilja sorpið íhreppinn. Aðrir telja hugsanlega mengun ekki peninganna virði Eg lít svo á að menn hafí sam- þykkt frávísunartillöguna til þess að koma í veg fyrir að meirihlutinn geti þröngvað sorp- inu upp á minnihlutann því menn hafa talið að könnun meðal hreppsbúa væri ójafn leikur, sagði Jón Ólafsson oddviti í Kjal- arneshreppi en eins og fram hefur komið héldu ibúar í Kjalarnes- hreppi borgarafund vegna samn- ingaviðræðna hreppsins við Reykjavíkurborg, um urðun á sorpi frá Reykjavík á Álfsnesi. - Ég er algerlega mótfallin því að sorp sé urðað í byggð og hér er nánast verið að tala um að setja sorp niður á milli húsa. Afstaða mín byggist fyrst og fremst á þeirri mengunarhættu sem stafar af sorpinu og þeirri staðreynd að engar rannsóknir hafa verið gerð- ar á þeim stað sem fyrirhugað er að setja það niður, sagði Sæunn Andrésdóttir í Vonarholti. Sæ- unn benti á að í næsta nágrenni væri alfriðað svæði, Leirvogur- inn, og mengun á slíkum stað varðaði fleiri en þá sem þar búa. Hún sagði líka að það væri fyrir- fram vitað að ákveðin fokhætta stafar frá sorpurðuninni og slíkt væri erfitt að þola á stað þar sem auk íbúðarbyggðar störfuðu 3 matvælafyrirtæki. Borgarstjóri hefur boðið Kjalnesingum nokkuð vel fyrir að fá að urða sorp á Álfsnesi og hefur það valdið því að fleiri en áður vilja skoða möguleikann á að taka við sorpi frá Reykjvík, en hingað til hafa menn á Kjalarnesi ekki verið til viðræðu um samn- inga á því sviði. í tilboði Reykja- víkurborgar felst að Kjalnesingar fá heitt vatn á sama verði og íbúar Reykjavíkur, auk þess sem greiddar yrðu 40 krónur fyrir hvert tonn af sorpi sem urðað væri. í tilboðinu er gert ráð fyrir að Kjalnesingar fái landið til af- nota eftir að sorpurðun er hætt. - Okkur finnst við einfaldlega ekki hafa efni á að hafna ruslinu, en hins vegar mætti skoða fleiri staði en Álfsnesið til að urða sorpið, sagði Jónfna María Sveinbjarnardóttir íbúi í Grund- arhvern' á Kjalarnesi. - Ég get ekki sagt um það á þessari stundu hvort hér verður urðað sorp eða ekki. Sveitar- stjórnin á eftir að skoða málið í ljósi þess sem kom fram á fundin- um. Það er þó ljóst að ekki verð- ur urðað sorp á Álfsnesi nema um það náist sæmilegt samkomulag við íbúana í nágrenninu. iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.