Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 6
1. deild FH og Fram enn hnífjöfn Deildin ennjafnari en áður. Aðeinsþrjú stigskilja lið íefsta sœti og lið ísjötta sœti. Aðeins átta mörk skoruð íl3. umferð Gífurleg spenna er nú í 1. deild eftir leiki 13. umferðar um heig- ina. Aðeins voru skoruð átta mörk í leikjunum fúnm og hafa liðin þjappast saman í toppnum frekar en að gliðna í sundur eins og ætla mætti. Deildin er tviskipt - f topp- og botnbaráttu - og er ekkert lið sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Fram-FH........................0-0 Markalaust jafntefli efstu lið- anna í deildinni í leik sem olli lík- lega öilum áhorfendum von- brigðum nema stuðnings- mönnum annara liða. Við þessi úrslit er spennan í deildinni ekki minni en áður og munar aðeins þremur stigum á efsta liðinu og því sjötta. Leikurinn fór fram í blíðskap- arveðri í Laugardalnum í gær- kvöld og voru aðstæður til að leika góða knattspyrnu hinar bestu. Leikurinn var engu að síður heldur tíðindalítill og markalaust jafntefli ekki ósann- gjörn úrslit. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins að Framarar pressuðu stíft að marki FH en það dugði ekki til og Gaflarar sluppu með eitt stig sem hlýtur að vera viðunandi. Sem fyrr héldu Framarar knettinum mun meira, en þeir komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn FH-inga. Sóknir Framara voru of bitlausar og því sköp- uðust fá marktækifæri. FH-ingar komu oft vel inní leikinn, sérstak- lega þegar Framarar misstu knöttinn fyrir fætur þeirra á miðj- um vellinum. Skapaðist þá oft hætta við mark Framara en Birkir Kristinsson var vel á verði, rétt einsog kollegi hans Halldór Hall- dórsson í hinu markinu. í síðari hálfleik léku Framarar öllu markvissari sóknarknatt- spyrnu, án þess þó að skapa sér mörg marktækifæri. Sókn þeirra þyngdist undir lok leiksins og munaði minnstu að Pétrarnir Arnþórsson og Ormslev næðu að skora skömmu áður en Gísli Guðmundsson flautaði til leiks- loka. Lið Fram og FH eru enn hníf- jöfn í efsta sæti deildarinnar. Leikir liðanna hafa oft verið miklir markaleikir og er þetta í fyrsta skipti sem þau skilja jöfn í markalausum leik í 1. deild. FH- 2. deild Úrslit UBK-Völsungur...................1-0 Víðir-Tindastóll....................1-0 Leiflur-ÍBV...........................0-2 Selfoss-Stjarnan..................1-3 Tindastóll-UBK....................3-3 Völsungur-Einherji...............3-2 (R-Víðir................................1-2 Staðan Víðir.......13 9 2 2 19-11 29 Stjarnan 12 9 1 2 28-12 28 ÍBV 118 0 3 28-16 24 UBK.......13 5 4 4 28-22 19 Selfoss 12 6 0 6 14-21 18 Leiftur.... 12 3 4 5 10-13 13 ÍR..........12 3 3 6 14-18 12 Völsungur 13 3 2 8 15-24 11 Einherji 113 2 6 17-29 11 Tindastóll 13 2 2 9 19-23 8 1. deild kvenna ÍA-Valur.................. o-0 UBK-Stjarnan......................1-0 Mikil barátta einkenndi leik efstu liða deildarinnar í gærkvöld, enda mikið í húfi. Hór eigast amk. sex leikmenn liðanna við en knötturinn skýst í burtu. Mynd - þóm. ingar hljóta að vera nokkuð ánægðir með þessi úrslit gegn ís- landsmeisturunum á heimavelli þeirra. Framarar þurfa enn að bæta sig eigi þeir að ná að halda titlinum. Leikur þeirra gegn Val á fimmtudag verður væntanlega einn af úrslitaleikjum mótsins. Víkingur-Valur..............2-1 Víkingar komu nokkuð á óvart með sigri sínum á Val en þeim fyrrnefndu hefur ekki gengið sér- lega vel í innbyrðis viðureignum liðanna að undanförnu. Fyrir vik- ið stíga Víkingar upp úr mestu fallbaráttunni en Valur verður að gera sér 4. sætið í deildinni að góðu. Leikurinn fór fram í hinum umdeilda Fossvogsdal á sunnu- dagskvöld og var sigur Víkinga í fullu samræmi við gang leiksins. Valsmenn byrjuðu þó ágætlega en um miðjan fyrri hálfleik varð þeim á að skora í eigið mark. Skömmu fyrir leikhlé jafnaði Sig- urjón Kristjánsson fyrir Val með marki af stuttu færi. í síðari hálfleik náðu Víkingar undirtökum á vellinum og réð þar mestu að Guðmundur Baldurs- son, Valsmaður, fékk rautt spjald og var rekinn af velli. Júg- óslavinn Goran Micic skoraði svo sigurmarkið með glæsilegu þrumuskoti fyrir utan vítateig og eftir það átti Valur aldrei mögu- leika á að jafna. Víkingar virðast ætla að bjarga sér úr fallhættunni sem liðið hef- ur verið í allt mótið. Valsmenn verða hinsvegar að fara að taka sig á ef þeir ætla að halda sér í toppbaráttunni. Liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og hlotið aðeins fimm stig úr síðustu sex leikjum sínum. Næst leika Frjálsar IR meistari á ný ÍR-ingar endurheimtu bika- rmeistaratitilinn í frjálsum íþróttum um helgina. Eftir að IR hafði unnið keppnina 16 ár í röð vann FH titilinn í fyrra en nú tókst ÍR-ingum að endurheimta titilinn. Rétt eins og í fyrra stóð keppn- in á milli ÍR, FH og og HSK. FH-ingar höfðu forystu eftir fyrri daginn en ÍR-ingar náðu foryst- unni þegar fjórar greinar voru eftir af keppninni. Keppt var í 32 greinum í bikarkeppninni og voru það ÍR-stúIkur sem öðrum fremur tryggðu liðinu sigurinn í keppninni. Þær hlutu 74,5 stig en HSK 64,5 og FH 62. í karlagrein- um hlutu FH-ingar hinsvegar flest stig, 87, ÍR-ingar komu næstir með 79 stig og HSK 78,5 stig. Lokastaðan í bikarkeppn- inni var því þannig: ÍR .....................................153,5 FH....................................149,0 HSK..................................143,0 UMSK...............................108,0 USAH.................................86,5 ÚÍA.....................................56,0 -þóm Valsmenn gegn Fram og þann leik verða þeir nánast að vinna. KR-KA...........................0-0 Markalaust en ekki tíðinda- laust í þessum toppslag í Vestur- bænum á laugardag. Jafntefli voru nokkuð sanngjörn úrslit en bæði lið fengu ágæt færi á að skora. Leikurinn einkenndist af meiri baráttu en nettu spili enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Besta mark- tækifæri leiksins fékk KA þegar vítaspyrna var dæmd á Þorfinn Hjaltason markvörð KR. Þor- valdur Örlygsson skoraði úr vít- inu en varð að skjóta á ný vegna þess að einn samherja hans stóð innan vítateigs og þá varði Þor- finnur. Fleiri marktækifæri litu dagsins ljós en samspil leikmanna var þó ekki upp á marga fiska. Það eina sem gladdi augað var leikur Rúnars Kristinssonar sem orðinn er einn albesti leikmaður deildarinnar. ÍA-Fylkir........................1-0 Fylkir situr nú eitt og yfirgefið á botni deildarinnar eftir ósigur uppá Skaga á laugardag en Skagamenn halda sér við topp- inn. Eins og svo oft í sumar voru Fylkismenn nokkuð óheppnir að tapa þessum leik en þeir fengu ekki síður tækifæri á að skora eins og heimamenn. Eina mark leiksins skoraði Haraldur Ingólfsson þegar um hálftími var liðinn af leiknum. Annars mun leikurinn hafa verið fremur slakur og lítið um góðan samleik í hvassviðri á Skaganum. Þór-ÍBK.........................2-2 Þórsarar voru heppnir að ná einu stigi úr þessari viðureign botnliðanna á föstudagskvöld. Leikurinn var ekki sérlega góður en mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið sem eiga í harðri fallbaráttu. Júlíus Tryggvason skoraði fyrst fyrir Þór úr vítaspyrnu eftir að Arna Þór Árnasyni hafði verið brugðið innan vítateigs. Ingvar Guðmundsson jafnaði fyrir Kefl- avík í upphafi síðari háífleiks og Freyr Sverrisson náði síðan for- ystunni um miðjan hálfleikinn. Árni Þór Árnason jafnaði skömmu síðar og þar við sat. 3. deild Tekið að skyrasí Línur er aðeins teknar að A**riOlll skýrast í hinni erfiðu 3. deildar- keppni þarsem meiri hluti lið- Þróttur-Afturelding......................6-1 anna fellur í 4. deild. Grindavík-Reynir........................6-1 (K-Víkverji ..................................3-0 1 A-riðli eru það Grindavík, Leiknir-Grótta.............................2-2 ÍK, Þróttur og BÍ sem eru lík- Hveragerði-Bl............................3-1 legust til að hanga uppi en eitt C#oí^«»»» þeirra mun þó flytjast upp í 2. dla03íl deild. Grótta oe Víkverii eiea enn möguleika á að halda sæti G"ndavík.....14 9 2 3 37-16 29 sínu en önnur lið falla líklega í 4. ÍK...... 14 9 2 3 30 12 29 deild- ÞrótturR.......14 82 4 34-17 26 B'.................14 8 1 5 28-17 25 í B-riðli er KS nær öruggt með Grótta... 14 6 4 4 21-20 22 2. deildarsæti. ÞrótturN.,Dalvík Víkverji.........14 7 1 6 27-30 22 og Huginn eiga mesta möguleika Leiknir..........14 5 2 7 20-27 17 á að halda sér uppi en Reynir og Hveragerði... 14 3 3 8 22-29 12 Magni gætu blandað sér í þá bar- ReynirS........14 3 0 1116-40 9 áttu á kostnað Hugans. Atturelding .... 14 2 1 11 17-47 7 Tennis Nýr meistari Einar Sigurgeirsson stjarna íslandsmótsins Einar Sigurgeirsson vann bestu afrekin á Islandsmótinu í tennis sem haldið var í sjötta sinn um helgina. Einar er uppalinn í Ást- ralíu en býr nú í Bandaríkjunum og leikur þar tennis af fullum krafti. Einar sigraði í einliða- og tví- liðaleik karla og í tvenndar- keppni. Hann sigraði Christian Staub í einliðaleik, 6-2 og 6-1. í tvíliðaleik vann hann ásamt Ólafi Sveinssyni þá Christian Staub og Kristján Baldursson, 6-2 og 6-0. Einar og Dröfn Guðmundsdóttir sigruðu mæðginin Margréti Sva- varsdóttur og Atla Þorbjörnsson i tvenndarleik, 6-4, 4-6 og 6-1. Margrét sigraði í einliðaleik kvenna í fimmta sinn. Hún lék gegn Dröfn í úrslitaleik og vann örugglega, 6-3 og 6-0. Margrét sigraði einnig í tvíliðaleik, en þá vann hún ásamt Elísabetu Jó- hannsdóttur þær Guðnýju Eiriks- dóttur og Steinunni Garðarsdótt- ur, 6-7, 7-6 og 6-3. -þóm 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Staðan FH................13 6 5 2 17-11 23 Fram............13 7 2 4 17-11 23 KA................13 5 6 2 18-12 21 Valur............13 6 3 4 15-9 21 KR................13 5 5 3 19-16 20 IA.................13 6 2 5 14-15 20 Víkingur........13 3 5 5 19-18 14 Þór...............13 2 6 5 14-20 12 'BK...............13 2 5 6 14-21 11 Fy'kir............13 3 1 9 n-25 10 Markahæstir Kjartan Einarsson, (BK...................8 GuðmundurSteinsson, Fram.........7 HörðurMagnússon, FH ... 7 Pótur Pótursson, KR...............!!'!!!!-!j8 Andri Marteinsson, Víkingi..............5 AnthonyKarlGregory.....................5 Björn Rafnsson, KR.....................".5 -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.