Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 3
Vestfirðir Svæðisútvarp á döfinni Stefnt er að því að svæðisút- varp fyrir Vestfirði hefji útsend- ingar í október og munu útsend- ingar þess ná frá ísafjarðardjúpi til Þingeyrar í Dýrafirði en höfuð- stöðvar svæðisútvarpsins verða á ísafirði. Að sögn Finnboga Hermanns- sonar forstöðumanns svæðisút- varpsins er stefnt að því að tengja Suðurfirðina seinna við svæðisú- tvarpið. Útsendingar á Vest- fjörðum verða með svipuðu sniði og á Egilsstöðum, sent verður út á fimmtudögum og föstudögum klukkutíma í senn, líkast til verð- ur útsendingartíminn frá 18-19. „Dagskráin mun fyrst og fremst byggjast upp á fréttum, auglýsingum og fréttatengdu efni,“ sagði Finnbogi, Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri sagði að ástæðan fyrir því að Suðurfirðirnir væru ekki með nú grundvallaðist á upp- byggingu dreifikerfis Pósts og síma, en Patreksfjörður, Tálkna- fjörður og Bfldudalur eru tengdir við dreifikerfið á Snæfellsnesi. Sagði hann að þetta yrði lagfært í samvinnu við Póst og síma. Þá hefur svæðisútvarp Norður- lands ráðið fréttamann frá 1. september á Sauðárkróki, en út- sendingar svæðisútvarpsins munu með tilkomu ljósleiðara nást á Norðurlandi vestra frá og með þeim tíma. Næst á dagskrá eru svo svæðis- útvörp á Vesturlandi og Suður- landi en það er háð fjárhagslegri getu Ríkisútvarpsins hvenær af því verður að sögn Markúsar Arnar. Töluvert hefur borist af kvört- unum frá hlustendum á útsend- ingarsvæði svæðisútvarpanna vegna þess að þeir geta ekki hlustað á Þjóðarsáiina á Rás tvö, þar sem hún er á sama tíma og útsending svæðisútvarpsins. Markús Orn sagði að árekstrarnir við Þjóðarsálina væru vandamál sem þyrfti að takast á við. Fjallað var um þetta í Útvarpsráði sl. föstudag og ráðið áréttaði að út- sendingartími svæðisútvarpanna yrði áfram á milli 18 og 19. „Við munum í haust fara af stað með skoðanakönnun þar sem svæðisútvarp næst og kanna viðhorf fólks til dagskrár og út- sendingatíma,“ sagði Markús Örn. -Sáf Kennarastöður Flestar mannaðar Mjög vel hefur gengið að ráða kennara í skólana fyrir veturinn, og segja má að búið sé að ráða í allar stöður. Mun meira framboð virðist vera á fólki í kennarastörf en mörg undanfarin ár, en þó eru einhverjir grunnskólar á lands- byggðinni sem ekki eru fullmannaðir. Að sögn Stefáns Ólafs Jóns- sonar deildarstjóra í verk- og tæknimenntunardeild mennta- málaráðuneytisins, er manna- ráðningum í framhaldsskóla að mestu lokið, þótt alltaf vanti kennara í nokkur fög, t.d. stærð- fræði. Sölvi Sveinsson aðstoð- arskólameistari í Fjölbrautaskól- anum við Ármúla hafði sömu sögu að segja varðandi framboð á kennurum, og búið er að ráða í allar stöður þar. Að sögn Sölva hefur það verið áberandi að viðskipta- og tölvufræðimenntað fólk hefur hringt og spurst fyrir um kennarastöður, sem mun vera alger nýlunda. ns. Viðræður ríkisstjórnarinnar við Borgaraflokkinn hafa staðið yfir í allt sumar. Menn innan stjórnarflokkanna og stjórnar- andstöðuflokkanna eru margir hverjir farnir að kalla þessar við- ræður „söguna endalausu" og aðrir segja þetta vera eins og með strákinn sem hrópaði „úlfur, úlf- ur“; enginn muni trúa því ef Borgaraflokkurinn lætur verða af því að ganga inn í ríkisstjórnina. Frá því að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar tók við völdum í september í fyrra, hefur hið pólitíska og efnahagslega landakort tekið nokkrum breytingum. Stjórnin stendur á vissan hátt á tímamótum. At- vinnumálum og um leið byggð- armálum, hefur verið forðað frá bráðum háska, en nú er komið að öðrum áfanga í baráttunni við efnahagsvandann. Samstaðan í þessari ríkisstjórn hefur verið meiri en jafnvel bjartsýnustu menn þorðu að vona og hún er ekki umkringd blaðamönnum í hvert skipti sem ríkisstjórnar- fundi lýkur, þar sem blaðamenn bíða eftir andlátsfregn hennar. En þannig var nákvæmlega kom- ið fyrir ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar fyrir rúmu ári. Blikur eru á lofti í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Þegar Alþingi kemur saman í haust hefst ágjöfin á stjórnina fyrir al- vöru og þá reynir á þanþol henn- ar. Það liggur því beint við að tala við forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, og heyra frá hon- um hvernig hann sér aðstæður „úr brúnni“, svo notuð sé samlík- ing krata að vestan. Gagnlegar viðræður Þú hefur boðað að ríkisstjórnin sé að útbúa tilboð handa Borg- araflokknum. Við erum búin að eiga þessar viðræður við Borgaraflokkinn nokkurn veginn stanslaust frá því að þingi lauk í vor. Þær voru þó í lágmarki þennan mánuð sem Jú- líus Sólnes var í burtu. Ég tel að viðræðurnar hafi verið mjög gagnlegar og það hafi f raun kom- ið í ljós að lítið ber í milli málefna- íega. Að mínu mati stendur málið þannig núna að það snúi að okkur að gefa þeim ákveðin svör eða ákveðið tilboð. Snýst þetta þá um ráðherra- embætti þegar þið eruð orðin má- lefnalega sammála? Nú vil ég ekki fara út í nein smáatriði í þessu sambandi eða kenna neinum um. Stjórnar- flokkarnir þrír og Stefán Valg- eirsson þurfa að koma sér saman um hvað við bjóðum Borgara- flokknum. Það hafa allir lýst yfir vilja til að fá Borgaraflokkinn inn í stjórnina. Ég tel það raunar afar mikilvægt, því vandamálin á næstu mánuðum eru mjög stór, ekki síst eftir að spáin um þorsk- veiðarnar var birt. Þannig að ég vil leggja mig allan fram við að fá þá inn. Einhvers staðar sá ég í sjón- varpi að krötum var kennt um hvernig gengi eða verkstjórn minni. Þetta er nú mál sem verð- ur að vera samkomulag um og ég er að leitast við að ná samkomu- lagi allra. Þetta er í fyrsta sinn sem reynt hefur verið að fá inn viðbótarflokk í sitjandi ríkis- stjórn og mynda þannig nýja rík- isstjórn. Þrýstingurinn er tölu- vert annar en við hefðbundna stjórnarmyndun. Svo ég hef reynt að leiða þetta þannig að samstaða myndaðist um málið en ekki sprenging af neinum toga og engin kreppa. Það má ekki verða. Ég er að vonast til þess að á allra næstu dögum fáist úrslit í málinu. Óvæntur samdráttur Ríkisstjórnin sigidi milli skers og báru síðast iiðinn vetur. Hvernig iíst þér á að leiða ríkis- stjórnina aftur í gegnum þingið í vetur ef Borgaraflokkurinn kem- ur ekki í stjórn? Ég vil út af fyrir sig ekki vísa því frá, segja að það komi ekki til greina. Én því er ekki að neita að við gerðum okkur vonir um allt annað útlit í fyrra þegar stjórnin var mynduð. Þá gerðu menn t.d. ekki ráð fyrir þeim samdrætti sem núna verður augljóslega, því miður. Sömuleiðis hafa ríkis- fjármálin skýrst miklu betur en þau hafa áður gert. Það er alveg ljóst að þar er kominn krónískur vandi sem hefur verið að skapast í áratug en menn hafa nánast ekki horfst í augu við. Ég tel að það hafi verið unnið mjög gott starf á þessu tæpa ári, á mörgum sviðum. Málin hafa skýrst. En því miður hefur margt af því sem við höfum unnið leitt í ljós meiri erfiðleika heldur en við gerðum ráð fyrir. Þess vegna tel ég afar mikilvægt að fá sterkari stjórn inn á Alþingi núna. Við getum heldur ekki gert ráð fyrir því að huldukonan góða hjálpi okkur í hlutkestinu um nefndir í þinginu, að við vinnum þau öll eins og í fyrra. Það þýðir að stjórnarandstaðan hefði tögl og hagldir á einhverjum nefndum og gæti því gert okkur lífið leiðara. Ég legg því mikla áherslu á að það takist að fá Borgara- flokkinn í stjórnina. Þú býst þá kannski jafnvel við því að ef þetta tekst ekki, muni stjórnin ekki leggja á brattann? Nei, það vil ég alls ekki segja. Það er enginn uppgjafartónn í stjórninni og við erum að vinna að fjölmörgum stórum og mikl- um málum, og ég hef fullan hug á að þau komi fyrir þingið. Hvað leggur þú áherslu á að náist fram á næstu mánuðum? Ég legg í fyrsta lagi mikla áherslu á að raunhæf þjóðhags- spá og þjóðhagsáætlun sem byggi á nýjustu upplýsingum, liggi fyrir og við séum ekkert að fela hlut- ina. Það verða fundir með launa- fólki alveg á næstunni til að skýra málin og ég er að láta undirbúa það. í öðru lagi legg ég mikla áherslu á að fjárlagadæmið liggi fyrir og hugmyndir um hvernig þessi vandi, sem smátt og smátt hefur verið að myndast, verði leystur á næstu árum. Það liggi fyrir ábyrgar tillögur um það. Þá legg ég áherslu á að endur- skoðun á landbúnaðarmálunum og búvörusamningnum, sem er þegar hafin, liggi fyrir og þá til lengri tíma. Ég geri mér vonir um að samkomulag náist við bænda- samtökin um all verulegar og jafnvel róttækar breytingar á honum. Ég legg mikla áherslu á að sú róttæka skoðun sem fer fram á heilbrigðis- og tryggingak- erfinu liggi fyrir og geri mér vonir um að svo verði á næstu tveimur mánuðum eða svo. Sem sýni að Mynd: Kristinn það er loksins verið að taka á þeim málum sem verður að taka á þar. Ég myndi einnig vilja sjá að við gætum náð samstöðu um fisk- veiðistefnuna, það er verið að vinna í þeim málum. Þau mál eru með erfiðustu málum þessarar þjóðar, ekki bara ríkisstjórnar- innar. Alveg frá því að þessi stjórn var mynduð og einnig í tíð stjórnar Þorsteins Pálssonar, hefur þú lagt áherslu á að við losnuðum út úr í BRENNIDEPLI vísitöluvítahringnum. Ef við skoðum þetta í samhengi við raunvexti sem sumir á ijármagns- markaðnum eru ekki bjartsýnir á að lækki meira fyrir áramót og segja jafnvel að þeir hækki. Hvernig sérðu þessi mál núna? Þetta er eitt af því sem ég hefði kannski átt að nefna áðan og við töldum ekki vera framundan. í byrjun ársins var því spáð, jafnvel af aðilum í sölusamtökun- um, að það yrði umtalsverð hækkun á fiski, sérstaklega í Evr- ópu. Sú hækkun hefur ekki kom- ið fram. Svo við lendum í mjög miklum vandræðum með greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði í lok ársins, sem áttu að falla út á móti þessu. Þetta er vandinn og þess vegna höfum við þurft að láta gengið síga og falla miklu „Kaupmátturinn hlýtur að skerðast meira en menn gerðu ráðfyrir. Það eru allár líkur á því að stefni í meira atvinnuleysi um áramótin en verið hefur“ meira en við gerðum ráð fyrir, eða um 16% á þessu ári. Og sumir halda, alla vega að því er virðist fiskvinnslan, að eina björgin sé gengisfelling. Við hvert prósent sem gengið sígur batnar afkoma fiskvinnslunnar um þrjá fjórðu af þeim hund- raðshluta. Fjármagns- kostnaðurinn hækkar síðan um leið og kemur ásamt öðru í bakið á fiskvinnslunni seinna. Kaupmáttur skeröist Það er líka athyglisvert að af- koma veiðanna versnar um uþb. einn þriðja af þessari gengis- breytingu. Það sem er síðan að gerast núna er fiskvinnslan er að komast upp á núllið að mati Þjóð- hagsstofnunar en afkoma veiðanna hefur versnað. Við erum því í vítahring sem gengur ekki til lengdar. Auk þess sem þetta veldur verðlagsbreytingum og verðhækkunum á öllum svið- um og meiri verðbólgu. Ég er ekki að gera lítið úr vanda fiskvinnslunnar og vitan- lega verðum við að hafa það sem grundvallaratriði að þessi at- vinnuvegur sem við byggjum allt á, sé rekinn með hagnaði. Það er ekki hægt annað. En ég spyr sjálf- an mig oftar og oftar, hvort við séum á réttri leið. Vitanlega verður gengið að síga en gerum við aðra hluti? Ég held til dæmis að úrelding á verulegum hluta fiskiskipastólsins sé alveg óhjá- kvæmileg, við verðum að fækka skipum. Það verður einnig að gera átak í sameiningarmálum frystihúsa og fleira. En að kalla mánuð eftir mánuð á 10% gengisfellingu, sama hvað gengið er látið síga, er ekki skynsamlegt. Það er því margt sem gerir það að verkum að stjórnin verður að hafa sterkari stöðu. Kaupmátturinn hlýtur að skerðast meira en menn gerðu ráð fyrir. Það eru allar líkur á því að stefni í meira atvinnuleysi um áramótin en verið hefur. Þá kem- ur náttúrlega til kasta ríkisvald- sins að spoma gegn því, við vilj- um ekki atvinnuleysi. Vitanlega kemur verkalýðshreyfingin þar inn í myndina. -hmp Miðvikudagur 23. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.