Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Menntun og menning Stjómmálaumræöa hér á landi snýst næstum undantekn- ingarlaust um atvinnu- og efnahagsmál. Svo langt hefur þessi þróun náð að fjöldi fólks telur að önnur viðfangsefni samfélagsins heyri ekki til stjórnmála. Fjölmiðlar hafa mjög ýtt undir þennan skilning með því að sýna menntun og menningarmálum óeðlilega lítinn áhuga. Næstum aldrei eru fréttir af menningarviðburðum eða menntunarmálum meðal aðalfrétta blaða eða Ijósvakamiðla. Á þessu eru þó þær undantekningar að sumir fjölmiðlar fyllast óvæntum áhuga á málefnunum ef í þeim má finna neista til illdeilna, einkum um mannaráðningar. Til að mannfólkið fái þrifist með skaplegum hætti þarf annað og meira að koma til en næg atvinna og þolanleg laun. Þjóðfélag sem uppfyllt getur þessar þarfir hefur vissu- lega náð langt, en ef ekki er boðið upp á fjölbreyta mennt- unarmöguleika eða frjótt menningarlíf hallar, á ógæfuhlið fyrr en varir. Um langt árabil hafa ríkt furðu góðar sættir um skóla- stefnu hér á landi. Tilraunir menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins til að segja þeim sáttum upp hafa sem betur fer mistekist. í skólastefnunni felst meðal annars að ríkis- valdið skuli bera ábyrgð á öllum grundvallarþáttum menntunar í landinu. Grunnskólar, framhaldsskólar og æðri menntun skulu reknir af ríki og sveitarfélögum. Innihald þeirrar menntunar sem boðið er upp á, skal vera fjölbreytt og skapandi fyrir nemendur og gera þá vel hæfa til að taka þátt í störfum samfélagsins. Umburðarlyndi og virðing fyrir lýð- ræðislegum gildum eru sett í öndvegi. Hlutverk ríkisvaldsins í menningarmálum á ekki að vera að miðstýra menningarstarfi eða listsköpun. Það á hins vegar að skapa viðunandi umgjörð, sjá til þess með fjár- veitingum og öðrum tiltækum ráðum að þjóðin eigi mögu- leika á að njóta lista og menningarlífs. Á undanförnum árum hefur Þjóðleikhúsið grotnað niður og nú er svo komið að eyða verður gríðarlegu fé til að bjarga húsinu frá varanlegum skemmdum. Þjóðarbókhlaða hefur verið í byggingu um árabil og ekki hefur dugað að ætla henni sérstakan tekjustofn, hann hefur verið tekinn í annað. Mörg sveitarfélög hafa orðið að leggja út fyrir skólabyggingum sem ríkið á að kosta með þeim, vegna þess að Alþingi ætlar ekki nægilegt fé til þeirra. Hér hafa aðeins verið tilgreind þrjú viðfangsefni af mörg- um á sviði menningar og mennta, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Á erfiðleikatímum í efnahags- og atvinnumálum getur verið erfitt að halda fram gildum eins og þeim að verja þurfi fé til slíkra mála, þegar vanta kann fjármuni til þess sem oftast er talið mikilvægara. Vel búið leikhús, fullkomið safna- hús, eða nýtísku skólahúsnæði er vissulega engin trygging fyrir að í þessum stofnunum sé unnið frjótt og skapandi starf. (þeim efnum ráða aðrir þættir. Ef þjóðfélag sem lætur undir höfuð leggjast að búa starfsemi af þessu tagi viðunandi skilyrði, verður þegar fram í sækir ekki einasta snautt af efnahagslegum gæðum. Hin menningarlega fátækt mun ekki síður stinga í augun. hágé. KLIPPTOG SKORIÐ í borgarskrýmslum þriðja heimsins fjölgar ört bömum sem lifa á rusli í bókstaflegri merkingu. Andstæður dofna Við lifum á þeim tímum þegar andstæður milli hægri og vinstri, austurs og vesturs, ríkra og fá- tækra virðast hafa dofnað að miklum mun og ber margt til þess. Þetta hefur í fyrsta lagi gerst vegna þeirrar lágmarkssamstöðu sem hefur náðst um velferðar- kerfi í ríkjum sem eru svo efnuð og afkastamikil að mikið er til skiptanna. Og svo vegna þess hvaða stefnu sambúð risaveld- anna tveggja hefur tekið á síðustu misserum. En ekki í þriðja heiminum Við þessar aðstæður er ekki nema eðlilegt að menn gleymi því, að í þriðja heiminum svo- nefnda eru allt aðrir hlutir að ger- ast: þar skerpast allar andstæður ef nokkuð er og upp hleðst póli- tískt sprengiefni ef að líkum lætur. Þar er í mörgum löndum að gerast saga sem hljómar á þessa leið: Fátækt fólk flosnar í stórum stfl upp í sveitum vegna þess að land er ekki að fá, það er allt komið í hendur stórjarðeigenda (í Suður-Ameríku eiga sjö pró- sent landeigenda 93% frjósams akurlendis). Og svo vegna upp - blásturs, rýrnandi landgæða. Leiðin liggur til stórborganna sem vaxa feiknalega ört - og sú leið er úr öskunni í eldinn. Því við tekur feiknarlegt atvinnuleysi, eitrað loft, mengað vatn, ömur- leg kofaskrifli fyrir þá sem ekki verða að láta fyrir berast á götum úti, allsherjarspilling, ofbeldi, grimmd og glæpir. Borgin Sao Paulo Dæmi má taka af Sao Paulo í Brasilíu, sem á skömmum tíma þenst út frá því að rýma 2,5 mnilj- ónir manna í að hýsa 17-20 milj- ónir (enginn veit lengur hve margt fólkið er, lögreglan veit ekki sitt rjúkandi ráð, og allt sem borgararkitektar setja á pappfr- inn er úrelt orðið næsta dag). Og svo bætast við um 300 þúsundir flóttamanna úr sveitunum á hverju ári. í Sao Paulo má finna staðfestingu á öllu sem að ofan var sagt: Þar er barnadauði gífur- legur, vatnsmiðlun og sorpæða- kerfi löngu sprungin, eitt ofbeldi- sverk á hverja hundrað íbúa á ári, 4500 morð, á að giska tvær milj- ónir þjófnaða. Sao Paulo var til nefnd (heim- ild er þýska vikuritið Spiegel) ekki vegna þess að hún sé borga verst. Miðað við Kaíró eða Kalk- útta er Sao Paulo allvel á vegi stödd, og skipulögð glæpastarf- semi hefur enn ekki náð þeim undirtökum sem hún hefur á ann- arri brasflskri stórborg, Rio de Janeiro. Nei - Sao Paulo var nefnd vegna frásagnar af sér- stöku ríkismannahverfi þar í borg, sem segir fróðlega sögu af því sem er að gerast í ýmsum löndum þriðja heimsins. Virki hinna ríku Hverfi þetta heitir Alphaville og er einskonar virki hinna ríku gegn því fátæka og harða mann- lífi sem allt í kringum þá ólgar og kraumar. Stærð hverfisins er um 320 þúsund fermetrar. Þar er dýrt að byggja og búa, enda er þar allt sem þarf til að íbúarnir geti lifað eins og efnað millistéttarfólk í fyrsta heiminum: snotur hús, íþróttaaðstaða, gróður, hreinlæti -og öryggi. Að viðbættu þjónust- ufólki sem miðstéttarfólk í norðri er víst hætt að hafa efni á að ráða sér. Öryggi þessarar Paradísar er tryggt með miklu og þéttriðnu kerfi. Um Alphaville er slegið háum múr og á honum eru Ijós- kastarar að fylgjast með ferðum fólks og rafeindaviðvörunarbún- aður sem gerir viðvart um hvern þann sem óbeðinn reynir að kom- ast yfir múrinn. Fjögur hundruð öryggisverðir gæta íbúanna. Sumir aka um vopnaðir á mótor- hjólum og eru sagðir skotglaðir mjög, aðrir eru við hliðin í múrn- um og hleypa engum inn nema einhver íbúanna hafi gefið sitt leyfi símleiðis. Það er leitað á verkamönnum, sem eiga erindi í húsin vegna viðgerða, þegar þeir koma og þegar þeir fara. Sama er gert við þjónustufólkið - reyndar fær enginn íbúanna að ráða til sín fólk nema að öryggisverðir sam- þykki það eftir yfirheyrslur og uppflettingar í sakaskrám. „Kerfið verður að vera mjög fullkomið," segir ein af konunum sem í Alphaville býr „vegna þess að í grenndinni býr mjög mikið af mjög fátæku fólki.“ Framtíðar- fyrirmynd? Alphaville er einnig merkileg að því leyti til að þetta virki hinna ríku gegn því mannlífi sem sam- borgararnir eru dæmdir til sýnist ætla að verða smitandi fyrir- mynd: Fleiri slík hverfi eru þegar komin á teikniborð arkitekta, brátt munu um 120 þúsundir manna eiga sér athvarf í slíkum virkisbyggðum í Sao Paulo. Ýms- ir telja að í slíkum búskapar- háttum megi greina „framtíðar- hugsjón miðstéttanna". „Alpha- ville“, segir sá sem það hverfi reisti, Takaoka heitir hann, er „nauðsyn markaðarins. Við höf- um skapað forsendur fyrir jarðneskri hamingju.“ Á bak við múra Nú má gera margar réttmætar athugasemdir við þá „hamingju", sem felst í því að ríki maðurinn reisir vegg svo hann sé laus við þann Lasarus sem liggur kaunum sleginn utan við hliðin. En við skulum að þessu sinni láta það nægja að vísa til brasflsks félags- fræðings, Viniciusar Caldeira Brants, sem kemst svo að orði um Alphaville: „Þetta er í reynd borgarastríð þeirra sem peninga og vald hafa til að vernda sig. í Evrópu eru ofbeldismenn læstir inni á bak við háa múra - hjá okkur eru það hinir efnuðu." ÁB öryggisverðir í paradísarvirki ríka fólksins: Hinn óboðni verður skotinn. Þjóðviljinn Síðumúla 6 ‘ 108 Reykjavík Sími: 68133 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórl: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason. SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofuatjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjórl: Olga Clausen. Auglyslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Eria Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðsiustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 90 kr. Nýtt Helgarbiað: 140 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 23. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.