Þjóðviljinn - 19.09.1989, Blaðsíða 12
■■SPURNINGIN—
Óttastu mjólkurskort
vegna aðgeröa mjólkur-
fræðinga?
Ása Stefánsdóttir,
verslunarmaður:
Nei, ég geri það ekki. Ég bý í sveit
og kemst í mjólk þar.
Friðrik Hermannsson,
lögregluþjónn:
Ég er ekki heppilegur í þessa
spurningu þar sem ég drekk
aldrei mjólk.
Guðríður Egilsdóttir,
matreiðslumaður:
Nei, ég reikna ekki með að það
verði mjólkurskortur.
María Guðmundsdóttir,
heimavinnandi:
Nei, ég reikna ekki með að það
verði skortur á mjólk og ef hann
verður má alltaf nota G-vörur.
Ársæll Aðalbergsson,
verslunarmaður:
Já, ég óttast mjólkurskort, þar
sem ég drekk mikla mjólk. Mjólk
er góð.
þJÓOVIUINN
Priðjudagur 19. september 1989 158. tölublað 54. örgangur
SÍMi 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Nýliði á þingi
Vil nýja og betri ríkisstjóm
Anna Ólafsdóttir Björnsson: Hefmiklar áhyggjur afþróun mála á
vinnumarkaði og hyggst hreyfa þeim málum á þingi
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að hinn góðkunni þin'g-
fulitrúi Kvennalistans úr
Reykjanesskjördæmi, Kristín
Halldórsdóttir, hefur horfið til
nýrra starfa en í skarð hennar
hlaupið Anna Ólafsdóttir Björns-
son. Hún sest sem sé á þing á
næstunni og því ærið tilefni að
rekja úr henni garnirnar.
Hvernig leggst það í þig að tak-
ast á við ný verkefni og sjáfram á
að sitja á Alþingi íslendinga
nœstu tvo vetur?
„Alveg ágætlega, ég kysi vita-
skuld að við værum í þeirri að-
stöðu- að við Kvennalistakonur
hefðum meiri áhrif en við höfum.
En engu að síður tel ég að vera
okkar þarna, ein út af fyrir sig, sé
mjög mikilvæg og það er gaman
að fá að taka þátt í því. Þetta
leggst því mjög vel í mig.“
Þú ert nú ekki algjör nýgræð-
ingur erþað? Hefurðu ekki setið á
þingi í forföllum Kristínar Hall-
dórsdóttur?
„Fyrir einu og hálfu ári kom ég
inn fyrir hana og sat í tvær vikur á
þingi. Þá fékk ég kannski smjör-
þefinn af því hvernig þetta
gengur fyrir sig, einkum fannst
mér mikilvægt að fá smá innsýn í
nefndarstörfin. Þar gerist alla
vega eitthvað.“
Tekurðu þá sœti í þeim nefnd-
um sem Kristín hefur setið í?
„Við höfum alltaf stokkað upp
að einhverju leyti á haustin, það
veltur á því hvaða mál hver kona
er með hvern vetur og á því verð-
ur engin breyting nú.“
Nú er nokkuð langur aðdrag-
andi að þessu hjá þér og þú ert
vœntanlega með fangið fullt af
frumvörpum og þingsályktunar-
tillögum?
„Þessi langi aðdragandi hefur
m.a. nýst vel í að læra á þetta
hversdagslega. Auðvitað hafa
fæðst mjög margar hugmyndir á
þessum tveimur árum og ég
hlakka til að fara að grynnka á
þeim bunka.“
Hvaða málefni eru það helst
sem þú berð fyrir brjósti?
„Eg hef áður látið í ljósi að ég
hef óskaplega mikinn áhuga á og
áhyggjur af vinnumarkaðsmál-
um. Eg er alveg sannfærð um að
það eru að eiga sér stað miklar
breytingar á þeim vettvangi með
tilkomu láglaunastéttar sem eru
svokallaðir verktakar. Þetta er
það mál sem ég hreyfði á þingi
fyrir einu og hálfu ári og ég mun
vitaskuld fylgja því eftir. Það er
ótalmargt sem hefur breyst og
bæst við síðan.
Og í framhaldi af því eru ýms
félagsleg málefni, einkum í sam-
bandi við tryggingar og lífeyris-
réttindi og slíkt, sem ég held að
verði mitt óskaverkefni á þingi. í
samvinnu við fólk sem hreyfir
Anna Ólafsdóttir Björnsson. Ljósmynd: Jim Smart.
þeim málum eða að mínu eigin
frumkvæði.“
Þú vilt kannski greina frá því,
svona í grófum dráttum, hvaða
hugmyndir og tillögur þú hefur til
bóta á því ástandi vinnumarkað-
arins sem þú varst að lýsa?
„Ég er alveg fullviss um það að
fræðslu er mjög ábótavant þrátt
fyrir góða viðleitni verkalýðsfé-
laga. Það er mikið af ungu fólki
og töluvert af konum sem vinna
núna nánast án nokkurra rétt-
inda, hefur ekki rétt á veikinda-
fríi og greiðir oft á tíðum ekkert í
lífeyrissjóði. 'Þetta er sem sé hóp-
ur sem fer ört stækkandi, veit lítið
um sinn rétt og telur sig bera ör-
lítið meira úr býtum með því að
hafa þann hátt á að ráða sig sem
svokallaða verktaka. Að fræða
þetta fólk er eitt af því sem brýnt
er og hægt að gera.
Að auki má nefna að það þyrfti
að vera til einhverskonar rammi
þannig að það væri ekki hægt að
ráða manneskju til starfa nema
hún vissi hvernig kjörum sínum
yrði háttað, samanborið við aðra.
Sem sagt: auð lína fyrir lífeyris-
sjóði, auð lína fyrir orlof og svo
framvegis. Það gæfi verkalýðs-
hreyfingunni kost á að kynna
hlutverk sitt. Þetta verður að
vera samspil frjáls framtaks
verkalýðsfélaganna og þeirra að-
ila sem bera abyrgð a og eiga að
tryggja rétt þeirra sem lítinn rétt
hafa, þ.e.a.s. stjórnvalda.“
Nú er sá háttur ykkar um-
deildur að skipta um þingfulltrúa
á miðju kjörtímabili, jafnt í
röðum Kvennalistakvenna sem á
meðal almennings, og Kristín
Halldórsdóttir hefur verið mjög
farsœll þingmaður. Óttastu ekki
andstreymi vegna þessa?
„Það að taka við af konu einsog
Kristínu hlýtur fyrst og fremst að
vera óskaplega mikil hvatning til
dáða. Við höfum nú borið gæfu
til þess að ræða þetta mjög
skynsamlega innan Kvennalist-
ans og svo vorum við svo lán-
samar að fá Kristínu í starf með
okkur áfram. Þannig að ég sé
mikið af kostum og tiltölulega
lítið af göllum við þetta, að ég
skuli nú vera að taka við.“
Þú talar um hvatningu. Verð-
urðu kannski að slá rœkilega í
gegn á fyrstu vikum þingsins til
þess að fólk sœtti sig við brott-
hvarf Kristínar?
„Ég held að það sé mjög hættu-
legt að stefna á að vera með
eitthvert svoleiðis háttalag, að
ætla sér að slá í gegn. Við þekkj-
um mörg hryggileg dæmi um það.
En aftur á móti held ég að það sé
gott að halda sig við efnið og
muna að maður þarf að standa sig
vel, bæta sig og sækja í sig veðr-
ið.“
Svo ég vendi mínu kvœði t kross
og vekji máls á öðru. Hyggstu
vinna með ríkisstjórninni að
framgangi mála eða leggja allt í
sölurnar að koma henni frá völd-
um?
„Það er vissulega svolítil þver-
sögn í afstöðu manns til ríkis-
stjórnarinnar. Við erum mjög
ákveðnar í því að láta málefni
ráða í hverju tilviki, taka sem sé
málefnalega afstöðu. En jafn-
framt erum við mjög ósáttar við
heildarstefnu þessarar ríkis-
stjórnar í mörgum málum. Við
vildum gjarna sjá nýja og betri
ríkisstjórn. En hvað um það,
einsog ég sagði munum við halda
okkur við þessa málefnalegu að-
ferð, hún hefur gefist best og hún
er sú eina rétta til lengri tíma litið
að mínu mati.“
ks