Þjóðviljinn - 19.09.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Atvinnuþróun og vandi fram- Mikilla breytinga er að vænta í íslensku atvinnulífi. Það lýsir ótrúlegri skammsýni að ekki er búið að móta stefnu um hvernig við hverfum frá núverandi framleiðsluhagkerfi yfir til upplýsingahagkerfis. í framtíð- inni verður sjávarútvegur áfram höfuðútflutningsgreinin, en þekkingar- og þjónustugeirinn mun taka við flestum sem koma út á vinnumarkaðinn í framtíð- inni. Lítið hefur áunnist í jafnrétti á vinnumarkaðinum. Form misréttisins á vinnu- markaðinum hefur aðeins breyst. Að öllu óbreyttu mun launamun- ur kynjanna aukast í framtíðinni. Þáttaskil íslenskt atvinnulíf stendur á tímamótum. íslendingar geta ekki lengur lokað augunum fyrir nauðsyn þess að hvefa frá fram- leiðsluhagkerfi þar sem allur hag- vöxtur byggir á aukinni fram- leiðslu yfir til upplýsinga- hagkerfis þar sem þekking, ný tækni og stóraukin sjálfvirkni tryggja aukin verðmæti þess sem framleitt er. Síðustu áratugi hef- ur uppspretta hagvaxtar verið aukið aflamagn og hækkandi verð sjávarafurða erlendis sem síðan hefur valdið þenslu í öllu hagkerfinu. Þessi aflaaukning og erlendar verðhækkanir hafa gert okkur kleift að njóta mikils hag- vaxtar á sama tíma og framleiðni hvers vinnandi manns hefur lítið sem ekkert aukist. En framleiðni er aukin til þess að nýta megi á sem bestan hátt auðlindir, mann- afla og tæki á hverjum tíma. Efnahags- og atvinnustefna Þróun íslenska hagkerfisins yfir í upplýsingahagkerfi þar sem vinnan fer í stórauknum mæli fram með tölvum og sjálfvirkum tækjum er nú þegar hafin. Þróun- in hefur verið hæg og ómarkviss þar sem hún hefur alfarið byggt á framsýni og fjárfestingarmögu- leikum einstakra smárra fyrir- tækja. Möguleikar smárra fyrir- tækja til að standast samkeppni við stór erlend fyrirtæki sem studd eru beint og óbeint með virkri efnahagsstjórn viðkom- andi landa eru takmarkaðir. Jap- sækinna kvenna Lilja Mósesdóttir skrifar anir beina t.d. lánsfjármagni á lágum vöxtum í þær útflutnings- greinar sem þeir telja vænlegar til vaxtar. íslensk stjórnvöld verða að móta langtíma efnahags- og atvinnustefnu ef takast á að auka verðmæti þjóðarframleiðslunnar og rífa efnahagslífið upp úr nú- verandi lægð. Það lýsir ótrúlegri aukinnar fjárfestingar er að um- talsvert langtíma lánsfjármagn renni beint til sjávarútvegsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi munu í framtíðinni færast á færri hendur og þar með færri byggðarlög vegna aflasamdráttar og brýnnar vinnsluhagræðingar. Yfirvofandi gjaldþrot margra byggðarlaga vinnslukostnaður sem velt hefur verið yfir á neytendur og ríkis- sjóð. Neytendur hafa aftur á móti sýnt með minnkandi neyslu land- búnaðarvara að þeir eru ekki til- búnir lengur að borga hvað sem er fyrir mjólkina eða lamba- kjötið. Mikil pólitísk ítök bænda munu koma í veg fyrir að bænd- ,yAð öllu óbreyttu mun veik samningsstaða kvenna birtast ísíauknum launamun kynj- anna. Það eina sem gœti spornað viðþessari þróun er að konur, hvaða stjórnmálaskoðun- ar sem þœr eru, sameinist og stofni sér heildar- samtök á vinnumarkaðinum sem hafa það að leiðarljósi að bœta stöðu kvenna. “ skammsýni að ekki skuli vera löngu löngu búið að móta stefnu um hvernig við hverfum frá nú- verandi framleiðsluhagkerfi yfir til upplýsingahagkerfis þar sem slík umskipti munu koma mis- jafnlega niður á einstökum byggðarlögum, fyrirtækjum og hópum launafólks. Sjávarútvegur Engar aðrar útflutningsgreinar geta nú aflað sambærilegra út- flutningstekna og sjávarút- vegurinn. Við þurfum aðeins að auka verðmæti útfluttra sjávaraf- urða um 10% til að það skili sér í 7-8% hærri gjaldeyristekjum. Sjávarútvegur verður því áfram höfuðútflutningsgreinin, en hann mun ekki lengur byggja á sí- aukinni framleiðslu heldur betri nýtingu og markaðssetningu aflans ásamt útflutningi sérþekk- ingar sem safnast hefur upp í greininni á undanförnum ára- tugum. Slíkt útheimtir samhæf- ingu veiða og vinnslu, mikla fjár- festingu í þekkingu, tækni og markaðsmálum. Forsenda munu neyða stjórnvöld til að móta byggðastefnu þar sem leitast er við að valda sem minnstri byggðaröskun og sem bestri nýtingu vinnuafls, auð- lindaogfjárfestinga. Mikil tækni- væðing sjávarútvegsins mun hafa í för með sér fækkun starfa í greininni. Aðrar greinar munu því þurfa að taka við nær öllu nýju vinnuafli sem kemur út á markaðinn í framtíðinni. Landbúnaður í landbúnaði hefur fram- leiðslumagnið verið haft að leiðarljósi fram til þessa. Miklar tækniframfarir sem stóraukið hafa framleiðslugetu landbúnað- arins hafa ekki leitt til eðlilegrar fækkunar bænda, mjólkurstöðva og sláturhúsa. Því hefur þurft að grípa til kvótakerfis sem þýtt hef- ur að framleiðsla margra búa hef- ur minnkað þrátt fyrir mikla og jafnvel aukna afkastagetu. Af- leiðingar þessarar miklu áherslu á magnið á öllum stigum landbúnaðarframleiðslunnar er síaukinn framleiðslu- og úr- MINNING Kveðja Margrét Björgólfsdóttir Flvað er hægt að segja? Að lífið sé ekki sanngjarnt. Spyrja hvers vegna svo miklu meira er lagt á sumt fólk en annað, hvers þeir Aðeins mmur þriðjungur miðstjómamianna AB studdi stjómamiyndunina Athugasemd frá Hjörleifi Guttormssyni Vegna staðhæfínga um mikinn °g yfirgnæfandi stuðning miðstjórnar Alþýðubandalagsins við stjórnarmyndun með Borgar- aflokknum tel ég rétt að fram komi eftirfarandi: Atkvæðisrétt í fullskipaðri miðstjórn Alþýðubandalagsins hafa 106 félagar. Af þeim komu um 60 (varamenn meðtaldir) á miðstjórnarfundinn um síðustu helgi. Þegar atkvæði voru greidd um stjórnarmyndunina féllu þau þannig að 39 voru með, 4 á móti og nálægt 10 sátu hjá. Það eru þannig aðeins um 36% miðstjórnarmanna eða röskur þriðjungur sem studdi tillöguna um stjórnarþátttöku. Um 13 % voru á móti (eða fjórðungur við- staddra) eða sátu hjá. Rétt um helmingur mið- stjórnarmanna sóttu fundinn, þar sem miðstjórninni var stillt upp nánast fyrir gerðum hlut. Margir urðu til að mótmæla þessum vinnubrögðum á fundinum. Er ástæða til að miklast yfir bessum stuðningi eins og allt er í pottinn búið? Reykjavfk 14 september Hjörleifur Guttormsson eigi að gjalda sem eru öllum góðir og allt elska. Daglega nutum við umhyggju hennar og hlýju. Hún var mat- selja fyrir hópinn og hugsaði um velferð hvers og eins. Fyrir utan að elda ofan í okkur yndislegan og hollan mat, sá hún til að hver fengi þau vítamín sem hann þurfti og hjálpaði fólki að fá bót meina sinna, hvort sem það var bak- verkur, kvef eða eitthvað annað. Við sem höfðum unnið áður með Möggu vissum að svona var hún, þessi umhyggja og elska var henni eðlislæg, og hinir sáu strax hvern mann hún hafði að geyma. Eiginmanni hennar, foreldr- um, öðrum vinum og vanda- mönnum vottum við samúð okk- ar. Við söknum hennar djúpt og innilega. Vinir og starfslið við tökur „Verkstæðisins” um verði skipað að hætta búskap án þess að þeim verði boðið upp á aðra atvinnumöguleika. Mikil óánægja neytenda mun neyða stjórnvöld, bændur og úrvinnslu- aðila til að móta byggðastefnu strjálbýlis þar sem jafnhliða er tekið tillit til atvinnumöguleika bænda, mismunandi framleiðni býlanna og hagsmuna neytenda. Öðruvísi verður ekki hægt að koma í veg fyrir offramleiðslu, litla framleiðni og léleg gæði vara úrvinnsluaðila sem seldar eru á alltof háu verði. Iðnaður íslendingar munu aldrei byggja afkomu sína alfarið á iðnaðarframleiðslu vegna þess að hér vantar flest skilyrði slíkrar framleiðslu eins og miklar og fjöl- breyttar náttúruauðlindir, stóran vinnuaflsmarkað og neyslumark- að. En draumur margra í dag er einmitt að reisa nýtt stóriðjuver. Stóriðja er mjög fjármagns- frekur iðnaður sem hefur lítil margföldunaráhrif í atvinnu- og tækniþróun þegar til lengri tíma er litið. Nýtt stóriðjuver myndi soga til sín mikið innlent og erlent lánsfjármagn frá öðrum atvinnu- greinum og öðrum iðnaði. Til að hámarka verðmæta- sköpun iðnaðarframleiðslu í framtíðinni og útflutning hljóta innlendir framleiðendur að leggja höfuðáherslu á framleiðslu sem byggir á sérþekkingu og þró- un véla og tækja fyrir fiskveiðar, hraðfrystiiðnað og sjávarrétta- framleiðslu. En þar sem fyrir- tækin eru smá og ekki fær um að þróa sjálf langtímastefnu hlýtur ríkisvaldið að leika mikilvægt hlutverk í langtíma iðnaðarþró- un. Á innanlandsmarkaði munu iðnaðarframleiðendur keppast við að fullnægja fjölbreyttum sérþörfum/óskum neytenda. En neytendur munu í framtíðinni leggja ríkari áherslu á að kaupa sérframleiddar vörur í stað fjöldaframleiddra vara og vera tilbúnir að borga meira fyrir slík- ar vörur. Til að geta brugðist hratt við breyttum óskum og kröfum neytenda verða fyrir- tækin að vera staðsett nálægt neytendamörkuðum. fslenski sérvöruiðnaðurinn mun tak- markast við innanlandsmarkað vegna landfræðilegrar stöðu ís- lands. Þar eð innanlands- markaður er lítill mun iðnaður ekki geta tekið við miklum hluta þess vinnuafls sem kemur út á markaðinn ár hvert í framtíðinni. Mikil þensla hefur átt sér stað í þjónustu- og þekkingargeiranum á undanförnum tveimur ára- tugum hvort heldur á vegum ríkisins eða einkaframtaksins. Nú vinnur rúmlega helmingur þjóðarinnar við að selja þjónustu og þekkingu og mun það hlutfall eitthvað aukast í framtíðinni þeg- ar sala á sjávarútvegsþjónustu og tækni til t.d. eyríkja í Karíbahafi, Afríku og Asíu hefst fyrir alvöru. Þessi eyríki eiga gjöful fiskimið sem þau hafa hingað til ekki haft fjárhagslegt og tæknilegt bol- magn til að nýta. Þar sem eyríkin hafa og munu fá hlutfallslega mest í þróunarhjálp í framtíðinni mun eftirspurn þeirra eftir vél- um, tækniþekkingu og þjónustu stóraukast í framtíðinni. Þessar örsmáu þjóðir munu jafnframt leita að fyrirmyndum um hvernig reka eigi ríkissjóð, innheimta skatta, koma á öflugu heilbrigðis- og menntakerfi í örsmáum hag- kerfum svo eitthvað sé nefnt. Ráðgjöf íslendinga mun í það minnsta felast í upplýsinum um það sem úrskeiðis hefur farið í íslensku efnahagslífi. Slíkar upp- lýsingar gætu komið í veg fyrir að önnur örsmá eyríki endurtaki okkar vitleysur sem birtast í tíð- um og miklum hagsveiflum. Jafnrétti vinnumarkaðarins Þrátt fyrir áratugalanga bar- áttu kvenna fyrir jafnrétti á vinnumarkaðinum hefur lítið áunnist. Stóraukin atvinnuþátt- taka kvenna og víðtæk jafnréttis- löggjöf hafa ekki leitt til launa- jöfnunar. Form misréttisins á vinnumarkaðinum hefur aðeins breyst. Til að komast hjá því að borga konum sömu laun fyrir sömu vinnu hafa stjórnendur fyr- irtækja og stofnana gripið til þess ráðs að breyta skilgreiningu starfa sem áður voru í höndum karla þannig að réttlætanlegt þykir að borga konum lægra kaup. Allar þekkjum við mann- inn sem að sögn hefur svo ábyrgðarmikið starf með hönd- um að nauðsynlegt er að borga honum bílastyrk og óunna yfir- vinnu langt umfram það sem kona með sambærilega menntun í hliðstæðu starfi fær. Fjöl- breyttara náms- og starfsval mun því ekki nægja til að jafna launamun í framtíðinni. Launum fyrir störf sem konur hafa oftast með höndum hefur kerfisbundið verið haldið lágum á undanförnum áratugum. Öðru- vísi gætu íslensku fram- leiðslufyrirtækin ekki staðist samkeppni erlendra fyrirtækja sem náð hafa margfalt meiri framleiðni á hvern vinnandi mann. Ég óttast að staða ís- lenskra kvenna muni þó lítið batna í framtíðinni þegar aukin þekking og ný tækni tryggja aukin verðmæti þess sem fram- leitt er. Upplýsingaöldinni fylgir nefnilega nýtt vinnufyrirkomulag og nýjar skilgreiningar á störfum í þjónustu- og þekkingar- geiranum. Þar sem valdastaða karla er mun sterkari en kvenna í atvinnuiífinu er að öllu óbreyttu líklegt að konur muni bera skertan hlut frá borði í þeirri þró- un. Nýtt vinnufyrir- komulag Fyrirtæki í þjónustu- og þekkingargeiranum starfa á litl- um og sveiflukenndum heima- markaði. Þau sækjast því eftir fólki með ákveðna sérþekkingu og mikla starfsreynslu. Mjög sér- hæft og jafnframt fjölþætt starfs- svið þessa fólks gerir það að verk- um að verkalýðshreyfingu gengur illa að ná tökum á þessu vinnufyrirkomulagi. Það er því háð samningsstöðu hvers og eins hvað hann/hún ber úr býtum. Samningsstaðan ræðst svo af Framhald á 6 síðu Þriðjudagur 19. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.