Þjóðviljinn - 19.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Að skrifa með gaffli á sjoinn Jón Sigurösson iönaöarráöherra hefur veriö á funda- feröalagi um Noröur- og Austurland og þar hefur hann reifaö hugmyndir um miklar nýjar stóriöju- og virkjunarfram- • kvæmdir. Ef þær yrðu aö veruleika væri hér um aö ræöa ' fjárfestingar uþp á 130-140 miljaröa króna á fimm til tíu árum • og má sannarlega sjá minna grand í mat sínum. Alþýðublaðið tekur þessar hugmyndir upp í leiðara um . helgina, lýsir þeim sem „gríðarlegu hagsmunamáli fyrir land og þjóð“ sem sé mikil nauösyn á aö gefa byr undir vængi, enda sé ekki um marga aöra kosti að velja til aö gera atvinnulíf fjölbreyttara og auka hagvöxt. Því fer samt fjarri aö ‘ hrifningin af stóriöjuáformum Jóns Sigurössonar sé út- breidd. Meira aö segja Morgunblaðið, sem er alla jafna fúst • til stóriðju, hefur látíö í Ijós efasemdir í leiöaraskrifum um þaö, aö hugmyndir iönöarráöherra séu raunsæjar. „Sann- . leikurinn er því miður sá, segir blaöiö, aö ítrekaöar tilraunir ráöamanna í nærfellt tvo áratugi til þess aö fá erlenda aöila til samstarfs um frekari uppbyggingu stóriöju hér hafa verið árangurslitlar." Svavar Gestsson menntamálaráöherra hef- ur minnt á þaö, aö iðnaðarráðherra leiki hér einleik án nokkurs samráös um þessi stórmál viö ríkisstjórnina. Stór- iöjumál þessi eru vitaskuld fleinn í holdi ríkisstjórnarsam- • starfs: hugmyndir iðnaðarráðherra stangast rækilega á við hugmyndir Alþýðubandalagsins bæði um virkjanaröð og um þaö, hvernig staðiö skuli að uppbyggingu stóriðju hér á landi - án þess aö allt forræöi í þeim málum sé afhent erlendum aðilum. Aö öllu samanlögöu viröist þaö ööru fremur einkenna ; stóriöjuboöskap iönaöarráöherra að hann er sem skrifaður meö gaffli á sjóinn. Álver fyrir austan eöa noröan er afar óljós framtíöarsöngur sem ekki tengist viö neitt sem hendur má á festa. Sá söngur er aö því er virðist raulaður einkum til aö fá landsbyggðarmenn til aö sætta sig viö þaö, aö efst á blaði eru í raun áform um stækkun álvers í Straumsvík. Þau • áform er reynt aö gera nokkurn veginn frambærileg fyrir íslendinga meö útreikningi, sem á aö sýna aö meö því aö fleyta rjómanum hér og þar af ýmsum smærri virkjunarkost- um, þá mætti réttlæta þaö aö selja útlendri samsteypu í Straumsvík raforku fyrir svosem 14 mills (87 aura) til alda- móta. Þaö væri skammgóöur vermir - eins og Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iönaöarráöherra, bendir á í grein í Austurlandi, þá „kæmi síðan aö íslendingum aö greiða mis- muninn og bera hærri virkjunarkostnað vegna nýrra og dýr- ari virkjana". Og jafnvel þótt menn geröu þá reginvitleysu aö samþykkja að fórna rjómanum úr raforkukerfinu með slíku gjafveröi - þá er ekki víst að slíkt sé nóg freisting þeim aðilum sem hafa veriö aö velta fyrir sér aöild að stækkun álvers í Straumsvík. Nú síðast berast af því fregnir, að tveir þeirra hafi verið að kaupa sig inn í nýtt kanadískt álver og . muni Straumsvíkuráhugi þeirra rýrna aö sama skapi. En til einhvers eru menn aö skrifa stóriðjudrauma meö gaffli á sjóinn og vekja upp vonir hér og þar um kreppu slegna landsbyggö um álver í túninu heima og þar meö mikla peninga og nóga atvinnu. Hve langt sem slíkir draumar geiga frá skynsemi og veruleika, þá eru þeir líklegir til pólitískra vinsælda. Þegar þeir svo ekki rætast, þá er hægur vandi aö finna sökudóiga meðal pólitískra andstæö- inga, kalla þá úrtölumenn og afturhaldsmenn og þröngsýn- ismenn og segja: þaö var ekki mér aö kenna aö gullöld og gleðitíð létu á sér standa. KLIPPT OG SKORIÐ n ** I81|i| tS|| w ! *j§ | i V. 'JL \ ■ 1 j| WW'Jr f *> i 5 i m ''m&’. .Jhfáni. K ll ■ 6TE M ■ m t » 1 sv! m Byggingaverkamenn í Oslo snúa baki viö Verkamannafiokknum og mæla með SV. Kosningasigur norskra sósíalista. ; SV, Sósíalíski vinstriflokkur- inn, kom vel út úr kosningunum í Noregi í fyrri viku. Hann tvöfald- aði fylgi sitt og fékk sautján þing- *menn. Þessi ágæti sigur er þó ekki stærri en svo, að ef Alþýðu- bandalagið, sem um margt er hliðstæður fiokkur við SV, fengi sama fylgi - tíu prósent - þá létu menn sér fátt um finnast, því sá árangur væri verulegt áfall. En fyrir SV skiptir fylgisaukningin vitanlega miklu máli. Flokkurinn skaust upp fyrir tvo borgaralega miðjuflokka í fylgi og nýtur nú stuðnings sem gerir það að verk- um að Verkamannaflokkurinn hlýtur að taka verulegt tillit til hans ef hann á annað borð vill reyna að stjórna Noregi áfram. Verkamannaflokkurinn tapaði reyndar svo miklu fylgi í kosning- unum, að foringi hans, Gro Harl- em Brundtland, finnur hjá sér nokkra þörf til að taka SV sér í fang og reikna eindregið með at- kvæðum flokksins, þegar sýna þarf fram á að það það sé engin hægrisveifla í gangi í Noregi, eins þótt Framfaraflokkur Carls F Hagens sé orðinn óþægilega stór. Hvað er SV? SV á rætur að rekja til afla í Verkamannaflokknum sem voru í andstöðu við Nató og Efnahags- bandalagið og hann hefur sótt styrk til kynslóðarinnar sem er kennd við árið 1968 og hennar „endurmats allra gilda“ og til jafnréttishreyfingar kvenna. Miklar sveiflur hafa orðið á fylgi flokksins og hann hefur ekki farið .varhluta af illvígum skæruhern- aði sem er landlægur í smærri flokkum til vinstri. Þó hann hafi sem betur fer ekki lent í sömu ógöngum og VS, Vinstri sósíalist- ar, í Danmörku, en starfandi voru einir sex skipulagðir flokkar innan hans og bitust oft og börð- ust af heift - og þó hafði hann ekki nema 3-5 % fylgi. SV hefur til dæmis trekist að halda svo á mál- um, að ekki hefur verið stofnaður sérstakur Kvennaflokkur í Nor- egi - en svo sannarlega má litlu muna. í sjálfshæðnum pistli um flokkinn í blaði hans „Ny Tid“ núverið var meðal annars þessa klausu hér að finna: „Þótt SV sé lítill flokkur, er hann altént gamansamur. Það hafa m.a. komið fram hótanir um að eyðileggja flokksblaðið (Ny Tid er vikublað, ekki stórt reyndar) ef að ekki verði séð til þess, að þar birtist jafn margar myndir af körlum og konum.“ Og er þá við hæfi að skjóta hér inn frægu mismæli sem eitt sinn heyrðist á Alþingi íslendinga: Það er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það! Vildi ekki verða stór Pistilhöfundur í Ny Tid lýsir til- veruvanda lítils vinstriflokks á skemmtilegan hátt með þessum orðum hér: „SV er sjálfspyndingarflokkur sem hefur í sér innbyggða þörf fyrir að valda sjálfum sér skaða og neitar með öllu að verða stór. Til hvers að verða stór þegar rnaður unir sæll við að vera lítill? Það er hægt að líkja SV við Ósk- ar, aðalpersónuna í skáldsögu Gunthers Grass, Blikktromman. Hann hætti að vaxa þegar hann var þriggja ára gamalí. Hann tók þá ákvörðun blátt áfram, en til vonar og vara kastaði hann sér niður stiga til að fólk áliti að hann hefði hætt að vaxa vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í fall- inu. Með þessu móti varð Óskar sér úti um ágætis innsýn í heim hinna stóru, fullvaxinna manna. Hann sér af mikilli skarpskyggni í gegnum fals þeirra og lygar, heimsku og hégómaskap. Hins- vegar fékk hann lítið að gert. Því hann var hætur að vaxa, hann var dvergur." Greinarhöfundur víkur að gamalkunnu fyrirbæri í röðum róttæklinga: Þar hafa alltaf verið til menn, sem finnst það áhættu- samt mjög ef hreyfing þeirra stækkar ört. Hún kynni að þynn- ast út, fyllast af hentistefnu og týna sjálfri sér. Vettvangur víkkar Hve sterkur slíkur uggur hefur á næstliðnum árum verið í SV hinum norska, það vitum við ekki. Hitt er svo líklegt að með kosningasigrinum í fyrri viku muni hreinlífisstefnan þoka til hliðar. Blaðið Ny Tid ber þess reyndar merki að vettvangur flokksins er að breikka. Hann hefur best náð eyrum opinberra starfsmanna í ýmsum greinum meðan verkamenn í hefðbundn- um starfsgreinum hafa verið nokkuð tryggir fylgismenn Verkamannaflokksins (eins þótt sumir þeirra hafi upp á síðkastið því miður lagt eyrun við lýð- skrumi Carls I. Hagens gegn út- lendingunum „sem taka vinnuna frá okkur“). f Ny Tid mátti nú síðast sjá merki þess að bæði járniðnaðarmenn og byggingar- verkamenn, samtök þeirra og trúnaðarmannaráð, hafi vaxandi trú á SV sem farvegi fyrir sín við- horf og kröfur í atvinnumálum. Skýrari línur í skrifum um norsku kosning- arnar hér í blaðinu höfum við að sjálfsögðu minnt á það, að úrslit þeirra (stóru flokkarnir tapa, SV og Framfaraflokkurinn unnu mikla sigra) bæru vott um vissa pólitíska þreytu á miðjunni. Undir þetta tekur gamall höfð- ingi í SV, Trygve Bull, í samtali við Ny Tid, þar sem hann hefur litlar áhyggjur af því að Framfar- aflokkur Hagens sé hættulegur fyrir lýðræðið og sér í uppgangi hans möguleika á vænkandi hag vinstrisinna. Trygve Bull segir: „Hagen hefur komið aftur með ástríðuhitann í norsk stjórnmál eftir margra ára hundleiðinleg einvígi Gró og Kára (Káre Will- och, fyrrum leiðtoga Hægri- manna). Fyrir okkur á vinstri- væng ætti þetta að verða hvatning til að herða okkar róður Fyrst og fremst hefur Hagen kjark til að standa við hægri- mannaskoðanir. Hann segir það sem flestir Hægrimenn meina en Syse (formaður flokksins) ekki þorir að láta út úr sér af ótta við frjálslyndari væng flokksins. Það þarf ekki lengi að skafa utan af hægrimanni til að hörð einstakl- ingshyggja komi í ljós.“ ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6*108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjóri: Arni Bergmann. Frótt98tjóri:LúðvíkGeirsson. Aörir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason. Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 ^9 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.