Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 4
þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Mín eða þín kreppa í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu er minnt á ýmis- legan árangur sem ríkisstjórnin hefur náð í efna- hagsmálum: Viðskiptahalli hefur minnkað, millifærslum og skuldbreytingum er senn að Ijúka, betra jafnvægi er á peningamarkaði, vextir hafa lækkað, raungengi hefur lækkað svo að miklu munar fyrir útflutningsatvinnuvegi. Þau blöð sem leynt og Ijóst enduróma sjónarmið Sjálf- stæðisflokksins, Morgunblaðið og DV, svara engu um þessi mál öðru en ófrjóum fastaglósum um að allt starf stjórnarinnar sé ráðleysa, allur málfutningur hennar blekking. Eftirlætiskenning þessara tveggja málgagna Sjálfstæðisflokksins er svo sú, að sá samdráttur sem er staðreynd í íslensku efnahagslífi sé „heimasmíðuð kreppa" eins og segir í leiðara DV ífyrradag. Þarog ísvotil daglegum skrifum öðrum í blöðunum tveim er haldið fram þeirri túlkun, að atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga og samdráttur í þjóðarframleiðslu sé allt saman ríkisstjórninni að kenna. Þessi málflutningur er í fyrsta lagi frámunalega sérhlíf- inn: hann forðast allt sem minnir á að það var undir fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins í mestu góðærum sem yfir landið hafa gengið, að til varð mikið gap milli hraðvaxandi útgjalda ríkisins og minnkandi rauntekna hans. Það lengsta sem t.d. Morgunblaðið kemst í þessu efni er að slá því fram í framhjáhlaupi að „ríkisfjármálin hafa verið stjórnlaus um langt skeið“. En því er náttúrlega alveg sleppt, hverjir hafa mestu ráðið um að það ástand varð til. Málflutningur hægripressunnar er og stútfullur með þversagnir sem snúa beint að ástandi líðandi stundar. Til dæmis er í fyrrgreindum leiðara DV verið að kenna ríkis- stjórninni um gjaldþrot fyrirtækja - um leið og hún er skömmuð eins og hundur fyrir að hafa bjargað fjölmörg- um fyrirtækjum frá gjaldþroti með sínum millifærslusjóð- um. Stjórninni er kennt um að nú er meira atvinnuleysi á íslandi en lengi hefur verið - en það dettur út, að sá harði markaðsagi, sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist nú (þegar hann er í stjórnarandstöðu) reiðubúinn að leggja á fyrir- tæki landsins, mundi þýða margfalt meira atvinnuleysi. Vel á minnst: atvinnuleysi. Það er vitanlega alltof mikið (sumir þeirra sem eru bæði hagfróðir og hægrisinnaðir telja þó undir niðri, að til sé eitthvað sem heitir „hæfilegt atvinnuleysi" og mun nálægt 2% af vinnuafli: með því megi koma í veg fyrir þenslu og launaskrið). En atvinnu- leysið er, enn sem komið er a.m.k., fyrst og fremst tengt afturkipp í verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu - meðan fólk vantar í fiskvinnslu og reyndar í byggingar- vinnu einnig. í annan stað er atvinnuleysið mörgum sinn- um minna en í nálægum löndum, þar sem samherjar íhaldsblaðanna ráða og þau vitna gjarna í til fyrirmyndar. Svo skrýtið sem það er, þá breytir atvinnuleysið gjörsam- lega um svip þegar fyrrnefnt DV kemur út fyrir landstein- ana - hér er atvinnuleysið „heimatilbúið" af ríkisstjórninni þar, - í Bretlandi Thatchers, Danmörku Schliiters, Þýska- landi Kohls, er margfalt verra ástandi lýst með því að vísa í kurteisi á „útlönd, þar sem laus störf eru færri en um- sækjendur“! Ekki svo að skilja: það er alls ekki út í hött að tala um „heimasmíðaða kreppu" á íslandi. En hún er heimatilbúin með allt öðrum hætti en íhaldsblöðin vilja vera láta. Hún er heimatilbúin með því, að við höfum ofveitt fisktofna á liðnum árum, stjórn fiskveiða hefur að verulegu leyti mistekist og nú súpum við seyðið að því. Og ofan á þessa veiðigleði bættist svo það, að meðan allt flaut í peningum lögðu fjármálaráðherrar Sjálfstæðisins sig alla fram við að fylgja stefnu sem skrúfaði upp við- skiptahalla, erlenda skuldasöfnun og halla á ríkisbú- skapnum. Heiður þeim sem heiður ber. Mynd: Kristinn Hvaö meina menn með þessari mynd afþingheimi frá sjónarhorni englanna? Það getur verið sitt af hverju. I fysta lagi minnum við á að þing er byrjað og að í þessu plássi blaðsins munum við leyfa okkur að bregða á leik með myndir þaðan eins og stund- um áður. Það er að segja ef þing- heimur sveiar ekki á burt Ijósmyndur- um fyrir spéhræðslu sakir. Maður veit aldrei á hverju maður á von. í öðru lagi sjáum við, að höfuðform þessarar myndar er búmerangið, vopn frumbyggja Ástralíu. En það er þeirrar náttúru að það snýr aftur til veiði- mannsins hæfi það ekki skotmarkið. Hér fer slóttugt auga Ijósmyndarans náttúrlega með undirförla gagnrýni: er ekki málflutningur þingmanna einatt svona glæsilegur sporbaugur með hvini skemmtilegum eins og ferill búm- erangsins? En svo hittir orðasveiflan þann fyrirsem henniafstað kastaði og allt er á sama stað og var. Loks er eins og ekkert hafi gerst, sagði skáldið. Samt vonum við að þetta gangi ekki eftir, að til einhvers sé talað og rifist og að búmerangið snúi ekki aftur heim í meiningarleysi heldur hitti og særi ill- þýði svo sem maklegt er. En því miður er valt að treysta því... pJOÐVILJINN Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími :681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 2 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askriftarverðámánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.