Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR VMSI línumar lagðar í dag í dag lýkur 15. þingi Verkaniannasambands íslands * með kosningum og afgreiðslu ályktana. Þingið hef- ur einkennst nokkuð af vinnusemi við málefnin en töluverður tími einnig farið í „spilagaldra“ og „leiksýningar“. í gærkvöldi þáðu þingfulltrúar og makar kvöldverð í boði VMSÍ. Staðfesting á skipu- lagsbreytingum sambandsins með lögfestingu á starf- semi þriggja deilda þess er álitin gefa möguleika á róttækum breytingum í baráttu verkafólks innan vé- banda VMSí. Verðtrygging ekki í kjaramálatillögu r | tillöi>u um kjaramálaályktun á þinginu eru kjörorð VMSI úr síðustu kjarasamningum tíunduð og tekið fram að þau scu enn í fullu gildi. Viðbrögð margra þingfulltrúa sem Þjóðviljinn ræddi við voru þau að tillagan væri of lin í orða- lagi og bjuggust menn við að hún fengi hressilega andlitslyftingu í meðförum nefndar. Tveir þættir eru áberandi í frumtexta ályktun- arinnar. Annarsvegar hafnar hún hugmyndum sem nýlega konni frá forystu Vinnuveitendasam- bands Islands um breytingar og uppstokkun á vinnulöggjöfinni, hinsvegar undirstrikar hún bar- áttu gegn „kaupmáttarhrapi" sem orðið er og sýnt að verði til loka samningstímabilsins. Karvel Pálmason leggureyra við hvísli Þóris Daníelssonar í eyra Guðmundar Jaka. Spurningin er: Heyrði hann skilaboðin? Mynd: Jim Smart. Fleiri málþing, fleiri sérfræðinga Guðmundur Jaki vill byggja framtíðarbaráttuna á víðtœkri sérfrœði- aðstoð og málþingum verkafólks t frá umræðum um val VMSÍ til að fjalla um kjaramál atvinnu- mál og stóriðju kom Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ fjallaði í gær um mögu- leika á breyttum og bættum starfsaðferðum verkalýðshreyf- ingarinnar. Hann sagði nauðsyn- legt að efna til málþinga og upp- fræðslu víða um land með verka- fólki til að kynna nútíma viðskipt- ahætti, tilgang gæðaaukningar í framleiðslunni og „minnka þann- ig bilið á milli sérfræðinganna og verkafólks“. Þetta var í framhaldi af umræð- um unt val VMSÍ á sérfræðingum til að fjalla um kjaramál, atvinnu- mál og stóriðju. Forysta VSMÍ virðist á þessu 15 þingi beita sér sérstaklega fyrir umræðu um breytta starfshætti og hefur hún nánast ástundað rækilega naflaskoðun þar „fyrir opnum tjöldum". Þannig á for- ystan frumkvæði að því á þinginu að flétta skipulagsmál VMSÍ inn í kjaramálaumræðuna þó skipu- lagsmálum sé þröngt sniðinn stakkurinn í formlegri dagskrá. Markmiðið sagði Guðmundur vera að gera verkafólk hæfara til að takast á við atvinnuuppbygg- inguna hvar sem það býr á landinu. Aukin starfshæfni „heima í héraði“ ætti að geta snú- ið við þeirri öfugþróun að verk- efnum væri útdeilt til verktaka utan sveitarfélaganna eða jafnvel út fyrir landssteinana, sagði Guð- mundur. fmg t víðara samhengi kemur álykt- unin inn á nauðsyn „aðhalds í peningamálum" og þar er lögð áhersla á áframhaldandi lækkun fjármagnskostnaðar fyrirtækja. Þjóðviljinn hefur heimildir fyrir því að árekstrar geti oröið viö af- greiðslu tillögunnar þar sem hvergi er minnst á verötryggingu launa í henni auk þess sem skýrmæltari hluti verkafólks sakni hvassyrðanna í textanum. fmg Taxtana upp Varaformaður deildar VMSÍ fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, Guðríður Elías- dóttir Frarntíðinni sagði við Þjóð- viljann að nú þegar deildin er orðin löglegur hluti VSMÍ standi félagið hennar mun betur að vígi í samkeppninni við BSRB um fé- lagsmenn. Undanfarin ár hefur ríkt neyðarástand hálfgert og að ekki hafi veriö hægt að beita sér með fullunt styrk í launabarátt- unni. Guðríður segir að nú hafi skapast aðstæður sem glæði vonir unt jafnrétti t.d. ófaglærðra starf- stúlkna á sjúkrahúsun og á dagvistarheimilum, gagnvart launatöxtum BSRB fyrir sams- konar vinnu. Nú verði stefnan sett á að ná töxtunum upp. fmg Launakjör verði jöfnuð Rœtt við Snœ Karlsson nýkjörinn formann fiskvinnsludeildar VMSI Snær Karlsson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur var kjörinn formaður fisk- vinnsludeildar VMSÍ. Hlutskipti hans ásamt sjö stjórnarmönnum dcildarinnar verður að ýta úr vör umræðu og móta kjarakröfur fiskvinnslufólks. Undanfarin ár hefur ekki verið samstaða innan VMSÍ um færa leið til að sinna á fullnægjandi hátt málefnum fiskvinnslufólks. Fyrir nokkrum árum lá við að stofnuð væru sérstök samtök fisk- vinnslufólks utan annarra lands- sambanda verkafólks. Guðmundur J. Guðmundsson segir að þetta hafi ætíð verið vandamál og við stofnun deildar- innar hafi sumir innan VMSÍ nánast haft hana „að trúaratriði“ og ýmsir sem frelsaðir voru hafi nú skipt gjörsamlega um skoðun. „Fyrstu verkefnin eru að sjálf- sögðu þau sem verið hafa í gangi, að skoða kjör fiskvinnslufólks og móta samningakröfur,“ sagði Snær í samtali við Þjóðviljann í gær. „Forystumenn fiskiðnaðar- ins hafa verið að gefa út yfirlýs- ingar um að ekki sé hægt að hækka laun. Það kann að vera rétt útfrá þeim rekstri sem grein- in hefur í dag. Ákvörðun stjórnvalda er að reka hana á núlli. Það þýðir hinsvegar ekki að verkafólkið sætti sig við þá stöðu og þau kjör. Það krefst þess að greininni verði kippt í lag svo hægt sé að lifa af vinnunni. VMSÍ hefur það markmið að jafna launakjör, þau markmið hef ég í huga þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Snær Karlsson. fmg Kynskiptar ábyrgðarstöður? ýkjörpir formenn sérdeilda VSMI eru allir karlmenn. Tvær konur eru varaformcnn en eitt varaformannsembættið skipar karlmaður. f kosningum á fyrsta aðalfundi Fiskvinnsludeildar var fyrst stungið upp á Karitas Pálsdóttur Baldri ísafirði, síðan Vilborgu Þorsteinsdóttur Snót Vestmannaeyjum og þá Snæ Karlssyni VLFH (Húsavík). Þær Karitas og Vilborg gáfu ekki kost á sér og var Snær kosinn. Stjórn Fiskvinnsludeildar skipa annars fimm konur og þrír karlar. Deild verkafólks í byggingar- og mannvirkjagerð kaus sér átta karlmenn í stjórn. Þar var kosið á milli Halldórs Björnssonar Dagsbrún og Sigurðar T. Sig- urðssonar Hlíf. Halldór vann kosninguna með 12 atkvæðum gegn 11 atkvæðum á Sigurð sem er varaformaður. Sigurður Ósk- arsson Rangæingi fékk 3 atkvæði til formanns. Björn Snæbjörnsson Einingu varð formaður deildar starfs- manna hjá ríki og sveitafélögum en þar var einnig stungið upp á Guðríði Elíasdóttur Framtíðinni. Hún er varaformaður í stjórn þar sem ríkja jöfn hlutföll kynja: 4 karlar og 4 konur. í lagabreytingum fyrir deildirnar voru á þinginu sett inn ákvæði um upplýsingaskyldu verkalýðsfélaganna til stjórnar VMSÍ' um kynskiptingu , þegar félagalistar eru sendir til sam- bandsins. Tilgangurinn er að geta betur áttað sig á m.a. kynskipt- ingu innan hópa atvinnulausra. fmg ÞJÖÐVILJINN - SiÐA 5 Engin pólibk Jóhann Antonsson viðskipta- fræðingur snerist í gær önd- verður við ásökunum Hrafnkels A. Jónssonar um að tilgangur Jó- hanns með erindisflutningi um sjávarútvegsmál og framþróun í fiskvinnslu á þinginu, væri að koma að stefnu ríkisstjórnarinn- ar í málaflokknum á framfæri innan VMSÍ. Erindi sitt sagði Jóhann vera sína hugsmíð og við slíka iðju kæmi pólitík hvergi nærri sinni vinnu. Kjarni erindisins er fram- setning hugmynda um átak á næstu árum til frekari úrvinnslu fiskafurða innanlands, tilkomu fiskmarkaða víða um land og samtenging þeirra. Þá leggur Jóhann til herta stjórnun á útflutningi ferskfisks. Tillögur hans byggja þó ekki á aukinni miðstýringu innan at- vinnugreinarinnar, heldur verði stuðst við frjálsa viðskiptahætti, framboð og eftirspurn á gólf- mörkuðum. fmg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.