Þjóðviljinn - 19.10.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.10.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 19. október 1989 175. tölublað 54. árgangur Ríki og sveitarfélög Deilt um miljarð Skuld ríkis við sveitarfélög 1,1 miljarður. Á að greiðast áfjórum árum. Ekki gert ráð fyrir endurgreiðslum í fyrstu gerð fjárlagafrumvarps. IndriðiH. Þorláksson: Forsendur sveitarfélaganna götóttar og skeikaði um mörg hundruð miljónir sem ríkið þarf að bera umfram það sem áœtlað var. Magnús Guðjónsson: Ber að standa við lögin Samkvæmt lögum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarféiaga ber ríkissjóði að greiða upp skuld sína við sveitarfélögin á næstu fjórum árum, 1990-1993. Samkvæmt út- reikningum í fyrra var hér um að ræða skuld upp á 1,1 miljarð króna og megnið af (»ví á að greiða með verðbótum. I fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hinsvegar ekki gert ráð fyrir þessum greiðslum. í greinargerð með frumvarp- inu er útskýrt að þar sem kostn- aðarliðir sem færðust yfir á ríkið við breytta verkaskiptingu reyndust mun hærri en forsendur gerðu ráð fyrir hafi verið ákveðið að taka þetta mál upp við Sam- Hard Rock Café Nýstárleg starfskynning Stúlkum boðið að vinna kauplaust til reynslu hjáHard Rock Café íKringlunni henni tjáð að hún fengi greitt fyrir seinna kvöldið en ekki fyrir „Dóttur mín sótti um starf á veitingastaðnum Hard Rock Café í Kringlunni og var sagt að hún gæti komið til reynslu eitt kvöld sem hún og gerði og var ekki sagt fyrr en eftirá að hún fengi ekki greitt i'yrir kvöldið. Stuttu seinna var haft samband við hana á ný og eftir það kvöld var henni sagt að hún yrði ekki ráðin þar sem hún væri ekki rétta týpan fyrir stað- inn. Þegar hún svo krafðist greiðslu fyrir sína vinnu var Skák Baslí Álaborg Þetta hefur gengið alveg bölv- anlega það sem af er og við höfum einhverra hluta vegna ekki náð okkur á strik í keppninni. Við erum nú einhvers staðar fyrir miðju en V-Þjóðverjar eru lang efstir, sagði Helgi Olafsson í ís- lensku skáksveitinni sem teflir á átta þjóða móti í Álaborg. í gær tefldi íslenska sveitin við Norðmenn og hlutu báðar þjóðir tvo og hálfan vinning en Jón L. Ámasonar hefur betri stöðu í biðskák. Helgi vann sína skák, Jóhann, Margeir og Hannes Hlífar gerðu jafntefli en Guðfríð- ur Lilja tapaði. ísland hefur þá hlotið 11 1/2 vinning og biðskák en V-Þjóðverjar eru efstir með 16 vinninga og tvær biðskákir. -þóm það fyrra. Þetta kalla ég misnotk- un á ódýru vinnuafli og er hreint og klárt lögbrot að mínu mati," sagði Kristbjörn Arnason formað- ur starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Að sögn Tómasar Tómassonar eigenda veitingastaðarins Hard Rock Café í Kringlunni koma til hans á hverjum degi allskonar stúlkur sem vilja endilega fá að vinna á veitingastaðnum enda þurfi hann mikið á lausafólki að halda. Tómas segir að hann til- kynni þessum stúlkum ávallt að þær fái ekki greitt fyrir reynsluk- völdið enda séu þær ekki til að leysa neitt starf af hendi heldur fá aðeins tækifæri til að fylgjast með og fá að vera með öðru starfs- fólki. „Þetta er hliðstætt starfs- kynningum sem skólakrakkar fá og ég veit ekki dæmi þess að þeir fái greitt fyrir veru sína í fyrir- tækjum á meðan á henni stend- ur," sagði Tómas Tómasson. Sigurður Guðmundsson for- maður starfsfólks í veitingahús- um sagði að frá sínum bæjardyr- um séð væri starfskynning á veg- um skóla til að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér atvinnu- lífið en ekki að fyrirtæki væru með starfskynningar á þennan hátt þar sem fólk getur komið inn til reynslu án þess að fá nokkurt kaup fyrir. „Til hvers eru þá byrj- endalaun? Ég hef aldrei heyrt um þetta fyrr og trúi varla að þetta sé hægt. Það er fyllsta ástæða til að skoða þetta mál því þetta er alveg með eindæmum," sagði Sigurður Guðmundsson. -grh band íslenskra sveitarfélaga og óska endurskoðunar á reiknifor- sendum samkomulagsins, sem taki mið af raunverulegum for- sendum. Er stefnt að því að þetta samkomulag liggi fyrir áður en fjárlagafrumvarpið fær endan- lega afgreiðslu þingsins og þá verði teknar inn greiðslur til sveitarfélaga ef einhverjar verða. Að mati Fjárlaga- og hagsýsl- ustofnunar reyndust forsendurn- ar rangar svo hundruðum milj- óna skipti. Mestar skekkjur reyndust vegna yfirtöku ríkisins á heilsugæslustöðvum, en þar skakkaði um 400-500 miljónum króna. Indriði H. Þorláksson hag- sýslustjóri sagði við Þjóðviljann í gær að upplýsingarnar sem sveitarfélögin veittu um þessi mál þegar gengið var frá frumvarpinu um verkaskiptingu hefðu reynst mjög götóttar, t.d. hefði kostn- aður vegna heilsugæslu verið sagður um 260 miljónir króna en hann reyndist svo vera yfir 700 miljónir. Indriði sagði að útgjöld- in hefðu verið áætluð 260 rniljón- ir í upplýsingum sem fengust frá sveitarfélögunum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Það var því niðurstaða við fjárlagagerðina að það yrði að taka þetta til endurskoðunar áður en gengið yrði frá greiðslum til sveitarfélaganna og er ráðgert að ljúka því áður en frumvarpið verður endanlega afgreitt frá þinginu." „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur sig ekki hafa umboð til þess að semja um eitt né neitt sem er andstætt lögunum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga," sagði Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambandsins í gær. Magnús sagði að forsendurnar sem notaðar voru hefðu byggst á grófu mati og það hefðu allir vit- að. Hann benti á að kostnaður sveitarfélaganna væri einnig í mörgum tilfellum hærri en gert hefði verið ráð fyrir. „Lögin um breytta verkaskipt- ingu eru einn paícki. Það verður að horfast í augu við það og ber að standa við lögin. Greinargerð- in með frumvarpinu er í megin- atriðum rétt en við getum ekki skrifað undir niðurstöðuna, að það sé samkomulag um að breyta þessu. Við viljum að það verði staðið við lögin og því ekki um neitt samkomulag að ræða af okkar hálfu. Það er því eins gott að þessi útgjöld ríkissjóðs verði tekin strax inn í fjárlögin," sagði Magnús. _Sáf Jukka Linkola á æfingu með úrvalsliði íslenskra jassara: „Þeir læra hratt" Ljósmynd Jim Smart. Nord-Jass Tónást og tjáning Úrvalslið íslenskra jassara vinniir nú um vikuskeið með hljónisvcitarstjóra finnska Borg- arleikhússins Jukka Linkola og verða tónlcikar þeirra á laugar- dag kI.16:00 í Tónleikasal FÍH að Rauðagerði 27. „Ég kom hingað til lands fyrir sex árum og vann með hluta þeirra listamanna sem eru í úr- valsliðinu nú. Við héldum m.a. tónleika á Hótel Borg og þá leið mér virkilega vel. Mér sýnist ég ekki hafa það síðra nú," segir Jukka. „Hingað kem ég frá upp- setningu finnsku ríkisóperunnar á Ronjuballettinum (Ræningja- dóttur) þar sem tónlistin er eftir mig og í vor setur Stora teatern í Gautaborg sama ballett á svið. Þar verð ég. Ég er aðallega í klassískri tónlist en ég þoli ekki rugl um tegundaflokkun á tónlist og er alltaf með á báðum víg- stöðvum," segir Jukka. „Allar línur rúmast í mínum kroppi og þær tilfinningar verða að fá að tala sínu máli. Ég tek undir full- yrðingarnar um að íslendingar og Finnar eigi eitthvað sérstakt sam- eiginlegt, - t.d. tölum við sama tónlistartungumálið ég og þeir listamenn sem ég vinn með hér, höfum svipaða tónást og tján- ingu," segir Jukka brosandi „Spurningin í svona samvinnu er ekki um gott eða vont heldur að tala sama tónmálið, - íslenskir jasstónlistarmenn eru næmir og fljótir að læra og þessvegna er gott að vera hér," segir Jukka og skellir sér í æfingu á melódískri jassblöndu á „Farewell". Hann býst við að tónleikarnir taki hálfa aðra klukkustund en það fari allt eftir stemmningu. Úrvalsliðið skipa m.a. Björn Thoroddsen, Gunnlaugur Bri- em, Stefán Stefánsson, Sigurður Flosason, Kjartan Valdimarsson, Össur Geirsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Sæbjörn Jóns- son, Reynir Sigurðsson og Mart- in van der Falk; allt tónlistark- ennarar hjá FÍH. Verkin eru öll eftir Jukka Linkola og sum í frumflutningi. fmg Munið byggingarhappdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.