Þjóðviljinn - 19.10.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Hvað varð um
vandamálin
miklu?
Margaret Thatcher, forsætisráöherra Bretlands, flutti
ræöu á landsfundi breskra íhaldsmanna á dögunum. Þar
baröi hún sér á brjóst og hrósaöi stjórn sinni hátt og lengi
fyrir aö hafa gengið á undan öörum meö því markvissa
markaöshyggjufrumkvæði, sem heföi átt mikinn þátt í að
hrinda af staö byltingu um austanverða Evrópu og fá Sovét-
ríkin til að sjá aö sér meö áætlanabúskapinn miðstýrða. Frú
Thatcher steig fram fyrir sjónvarpsvélar meö þaö sæla
sjálfsmat aö hún væri einskonar frelsisgyöja fyrir heim allan
- m.a. í þessum orðum hér: „Kyndilinn sem við hófum á loft í
Bretlandi og gjörbreytti landi okkar, varö aö báli sem nú er
tekið að loga austan járntjalds."
Eins og aö líkum lætur eru ekki allir breskir þegnar jafn
himinlifandi yfir frú Thatcher og stjórn hennar og hún sjálf.
Þaö vakti mikla athygli og reyndar talsveröan úlfaþyt ekki
alls fyrir löngu, þegar Runcie erkibiskup af Kantaraborg,
æðsti maöur ensku biskupakirkjunnar, veittist hart aö stjórn-
sýslu frú Thatcher. Hann sagði á þá leið, aö undir íhalds-
stjórn hefði Bretum aö því leyti til hnignaö, aö meira færi fyrir
græðgi og grimmri einstaklingshyggju, um leiö og fátæk-
lingum og þeim sem minnst ættu undir sér væri sýnd meiri
fyrirlitning og kuldi en áður.
Frú Thatcher vildi síst af öllu heyra þennan erkibiskups
boöskap eins og vonlegt var. En hann er vitaskuld merki-
legur - hann minnir okkur meöal annars á þá hættu, aö í
aðstæðum dagsins fari menn að ýta til hliðar vandkvæðum
og meinsemdum vestrænna samfélaga.
Hér er þá átt viö þaö, aö þegar menn fagna því (hver á
sínum forsendum) að sovéski ríkiskommúnisminn gengur
ekki upp, þá draga þeir, beint og óbeint, af því alltof víötækar
ályktanir. Hiö sovéska kerfi er aö reyna aö taka upp ein-
hversskonar markaðsbúskap og lítur til vestrænna fyrir-
mynda um fjöldamargt í stjórn efnahagsmála. Og vitaskuld
mun ekki af veita: með þessu móti ættu aö skapast mögu-
leikar á því aö vinna gegn þeirri sóun sem ofstýringin úr
miðjunni hefur leitt til. Sóun á hráefnum, vinnutíma, já og
sóun á viðkvæmum varningi vegna laklegs dreifingarkerfis.
Agi markaöar og beinnar samtengingar hagsmuna fram-
leiðenda viö endanleg afdrif vöru geta bætt hvunndagslíf
manna um austanverða álfuna stórlega, á því er ekki vafi.
Hitt er svo lakara, aö í fögnuðinum (sem er mestur hjá
hægrimönnum vitaskuld) yfir því, að nú skuli kommúnisminn
vera dauöur, eins og oft er sagt um þessar mundir, þá láta
menn eins og þar meö séu úr sögunni allar stærstu og
erfiðustu spurningarnar um réttlæti í samfélögum og sam-
skiptum þjóða. Sem er náttúrlega vond blekking og hábölv-
uð sjálfsblekking. Hinn frjálsi markaðsbúskapur sem svo
hefur verið nefndur, hann hefur ekki innbyggðar neinar þær
hömlur sem þarf til að framleiðsluappíratið umgangist nátt-
úruna og auölindir jarðar meö þeirri varúð, að ekki sé stefnt
beint í stórslys. Þessi sami markaðsbúskapur leiðir sem
mest hjá sér spurningar um félagslegt réttiæti, hvort sem
spurt er um sæmilega siðlega viöskiptahætti ríkra þjóða og
snauðra eða blátt áfram um ríka og fátæka hið næsta okkur.
Með öðrum orðum: Menn vilja sem mest leiða hjá sér
gagnrýni á sjálfumgleði og neyslufreka einstaklingshyggju
þeirra semn betur mega sín og á afskiptaleysi og fyrirlitningu
í garð þeirra sem standa höllum fæti í tilverunni. Á allt það
sem staðföst íhaldsstjórn leiðir yfir sitt samfélag - að dómi til
dæmis erkibiskupsins af Kantaraborg.
ÁB
KLIPPT OG SKORIÐ
Náttúruhamfarir
og Hagvarnarráð
Hagvarnarráð íslendinga
laumast enn einu sinni upp í hug-
ann þegar mannvirki bresta og
fólk týnir lífi í jarðskjálftum í
Kaliforníu. Hagvarnarráðið er af
einhverjum orsökum vandræða-
barn í stjórnkerfi okkar. Ekkert
fréttist af starfsemi þess eða
frumkvæði. Því er m.a. ætlað að
tryggja ráðstafanir til þess að ís-
lendingar hafi matvæli á hættu-
tímum.
Nýlega hafa Ólafur Ólafsson
landlæknir og dr. Björn S. Stef-
ánsson búnaðarhagfræðingur op-
inberlega í blaðagreinum kallað
eftir þessum hulduher ráðuneyt-
isstjóranna. Þeir furða sig svo
sem von er á fálæti íslendinga í
þeim viðbúnaði okkar gagnvart
náttúruhamförum sem snýr að
matvælum. Nágrannaþjóðir okk-
ar skipuleggja þessi mál með
ýmsum hætti, en íslendingar eru
einir um að sinna þeim alls ekki.
Verkefnið flokkast ekki undir
starfsemi Almannavarna ríkisins,
en talsmenn þeirra hafa hvatt til
framkvæmda.
Sturlungaöld í
Stjörnustríði
DV birtir í gær blóði drifnar
frásagnir og yfirlýsingar Stjörnu-
stríðskappanna Ólafs Laufdals
og Þorgeirs Ástvaldssonar um
vígamennsku og undirferli í hinu
heilaga stríði við útvörpun popp-
tónlistar hérlendis. Þeir berjast
nú undir merkjum Aðalstöðvar-
innar, segjast móðir en lítt sárir
eftir orrusturnar við andstæðinga
sína á Bylgjunni, en gnísta
tönnum og boða hroðalegri víga-
ferli en áður.
Hafi mönnum þótt nokkrum
ljóma stafa af spjótalögum liðs-
oddanna á einkaútvarpsstöðvun-
um hingað til var það sem sé að-
eins forleikur sjálfrar hátíðarinn-
ar. „Bardaginn verður aldrei
blóðugri en einmitt núna á út-
varpsmarkaðnum“ segja þeir
fóstbræður Ólafur og Þorgeir.
Orðalag þeirra er rrnög í þess-
um Sturlungustfl, Jón Ólafsson er
sagður hafa brúkað fláttskap til
að ýta Hljóðvarpi hf. út í gjald-
þrot „og ætlun hans var síðan að
hirða hræið“. Ekki nóg með það,
heldur vildi hann, eftir að hafa
komið „Stjörnunni fyrir kattar-
nef“, spilla liðsandanum og gera
gömlu Stjörnuriddarana fylgna
sér.
Það hressa og glaðlega fólk
sem vildi lyfta fjölmiðlum íslands
á nútímalegt plan þegar útvarps-
rekstur var gefinn frjáls hefur
brugðið brá. Menn boða harka-
leg viðskipti og eira engu. Er
nema von að ýmsum ói við því
hvers konar efni og hvers konar
siðferði mun verða ráðandi í
framvindu þessarar óaldar?
Hitt er líka áleitin spurning,
sem þeir Ólafur og Þorgeir varpa
fram, hvort stjórnarformaður
Bylgjunnar hafi gætt nægs hófs
þegar hann tók svo afdrifaríkar
ákvarðanir sem riftun samninga
við Hljóðvarp hf. fyrir hönd al-
menningshlutafélags sem telur á
annað hundrað manns.
„Stórkostleg
onakvæmni“?
Haraldur Ólafsson dósent hóf
kartöflurækt til skýjanna í pistli í
DV um daginn en jarðsetur nú
hins vegar fjölmiðlana og sér-
staklega þá sem um loftin fljúga,
útvarp og sjónvarp. Á miðviku-
daginn rökstuddi hann glæsilega
hvernig sífellt stríðara upp-
lýsingaflóð drekkir fólki.
Haraldur: „Mér er til dæmis
ómögulegt að telja það aukningu
á frelsi að geta valið um fjóra eld-
húsreyfara í hreyfanlegum mynd-
um á fjórum sjónvarpsrásum.
Mér er til efs að það sem af stór-
kostlegri ónákvæmni er kölluð
samkeppni veiti meiri, betri, á-
reiðanlegri eða gagnlegri upplýs-
ingar um það sem er að gerast í
samfélagi okkar eða í veröld-
inni“.
Dósentinn boðar síðan það
sama og Sturlungar Aðalstöðvar-
innar sem getið er hér að framan,
aukin umsvif fjölmiðla, en þó
með öðrum hætti: „...áfram mun
haldið að auka upplýsingaflæðið
með öllum ráðum og gera okkur
öll háð því að vita minna og
minna um fleira og fleira“.
Rytingar og
Rúbíkonfljót
ÁG skrifar í Tímann um innan-
flokksmál Sjálfstæðisflokksins og
virðist hafa staðgóða þekkingu á
mönnum og málefnum þar. Tii
dæmis fullyrðir hann það sem
kvisast hefur óstaðfest en hratt
undanfarið, að ungu mennirnir
sem kljáðust um formennsku í
Heimdalli um daginn hafi smalað
liðsmönnum á aðalfund betur en
eldri mönnum hefur tekist og
„langt út fyrir raðir sinna flokks-
manna“.
Heyrst hefur að ungt fólk hafi
verið beðið að skrá sig nokkra
daga í félagið til að geta gert
formannsefnum greiða. Mikið
væri nú heilnæmt fyrir andrúms-
loftið að talsmenn Heimdallar
upplýstu hreinlega hve margir
hafi gengið í félagið síðustu vik-
urnar fyrir aðalfund. Talsvert
veður hefur verið gert úr því hve
fundarsókn hafi verið góð og
reyndar verið notað sem rök-
semd um sterka stöðu Sjálfstæð-
isflokksins í þjóðfélaginu.
Pistilshöfundur Tímans líkir
annars Davíð Oddssyni við Sesar
hershöfðingja en framboði hans
til varaformanns við ferðina yfir
Rúbíkonfljót, þegar keisarinn til-
vonandi hafði ákveðið að sækjast
eftir því embætti. Um Friðrik
Sophusson segir ÁG einfaldlega í
knöppum Islendingasagnastíl:
„Þar var illa farið með góðan
dreng“. Þarf ekki að leiða getum
að því hver vondi strákurinn
muni vera í þeirri dæmisögu.
Loks líkir hann landsfundinum í
heild við Guðrúnu Ósvífursdótt-
ur og segir að fulltrúarnir hafi
„verið sjálfum sér verstir þegar
þeir fórnuðu sínum besta
manni“.
Niðurstaða ÁG er sú, að fólki
sé vorkunn að vantreysta siðferði
stjórnmálamanna „þegar horft er
upp á jafn ódrengilegt athæfi og
erfðaprinsarnir tveir höfðu í
frammi." Vísar hann þar til fyrri
orða sinna um Davíð Oddsson
sem „lagði rýtinginn í bak félaga
síns tveimur dögum fyrir lands-
fund.“ Hins vegar vegur ÁG
þarna sjálfur ómaklega að Birgi
Ármannssyni, því þótt hann sé
orðinn formaður Heimdallar að-
eins 21 árs að aldri hefur ekkert
annað misjafnt á hann sannast
enn. Stuðningsmenn hans og
meintir purkunarlausir smalar
verða að svara til saka fyrir athæfi
sitt, hafi það verið á mörkum vel-
sæmis gagnvart keppinautnum.
ÓHT
þJÓDVILJINN
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími: 681348
Símfax:681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
FramkvœmdastjórhHallurPállJónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason.
Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.)t Jim
Smart(ljósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars-
son (íþr.), ÞrösturHaraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasöiu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr.
Áskriftarverð ó mánuði: 1000 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. október 1989