Þjóðviljinn - 19.10.1989, Blaðsíða 7
Amnesty International
Vika bamanna
Amnesty International hefur
helgað börnum vikuna 17. til
24. október, en víða um heim
verða börn fyrir hroðalegum
mannréttindabrotum - eru fang-
elsuð, pynduð og myrt af útsend-
urum ríkisvaldsins.
Amnesty á íslandi tekur þátt í
þessari viku, og á föstudag eftir
hádegi og allan laugardaginn
verða félagar í Amnesty staddir í
Kringlunni þar sem þeir munu
taka við undirskriftum og af-
henda póstkort til að póstsenda
til yfirvalda sem hafa brotið
mannréttindi á börnum, auk þess
sem þeir munu veita almennar
upplýsingar um starfsemi Amn-
esty.
Þjóðviljinn mun taka þátt í
þessari viðleitni Amnesty, og
næstu daga munum við birta
greinargerðir Amnesty um ein-
stök mál barna og unglinga víðs-
vegar um heimsbyggðina.
JUGOSLAVIA
Stúlkurnar Nafije Zendeli 18
ára og Valdeta Fejzullai 17 ára og
drengirnir Dashmir Osmani og
Nuredin Aliu báðir 17 ára eru frá
lýðveldinu Makedóníu í suður
Júgóslavíu en af albönsku þjóð-
arbroti.
Ungmennin voru öll nemendur
við gagnfræðaskólann í bænum
Gostivar er þau voru handtekin í
október 1988 í kjölfar friðsam-
legra mótmæla gegn því að bekk-
ir þar sem kennt hafði verið á
albönsku höfðu verið lagðir nið-
ur. Til framkvæmda höfðu komið
ný lög um gagnfræðaskóla og
framhaldsskóla í Makedóníu þar
sem m.a. er kveðið á um að
kennsla skuli fara fram á albön-
sku ef í bekk eru fleiri en 30 al-
banskir nemendur og ef til kenns-
lunnar fáist hæfir kennarar.
Skólinn í Gostivar uppfyllti ekki
skilyrði laganna og þurftu alban-
skir nemendur því að stunda nám
sitt á tungumáli Makedóníu. Fólk
af albönskum uppruna hefur lýst
yfir óánægju sinni með þetta
fyrirkomulag og hefur jafnframt
bent á að skort á hæfum kennur-
um megi rekja til þess að fjölda
kennara hefur verið sagt upp
störfum fyrir að innræta nemend-
um sínum albanska þjóðrækni.
Ungmennin voru leidd fyrir
rétt 30. desember 1988 og sökuð
um „stofnun félagsskapar í
fjandsamlegum tilgangi" og „að
grafa undan félagslegum stöðug-
leika“ samkvæmt 114. og 136.
grein júgóslavneskra hegningar-
laga. Við réttarhöldin kom fram
að öll voru þau duglegir náms-
menn og höfðu ekki fram að
þessu sýnt andfélagslega hegðun.
Nafije og Valdeta voru hvor
um sig dæmdar í 4 ára fangelsi.
Dashmir var dæmdur í 6 ára fang-
elsi og Nuredin í 5 ára fangelsi.
Þau áfrýjuðu dómnum og eru því
enn í varðhaldi. Þau munu öll
Nafije Zendeli
afplána dóm sinn í fangelsum
fyrir fólk undir lögaldri. Fregnir
herma að þau séu í haldi í Idrizo-
vo fangelsinu nærri Skopje.
Amnesty International hefur
samþykict þau öll sem samvisku-
fanga.
Vinsamlegast skrifið og farið
fram á að þau verði látin Iaus taf-
arlaust og án nokkurra skilyrða.
Skrifið til:
Janez Drnovsek
President of the SRFJ Presidency
Bulevar Leninja 2
Bcograd
Yugoslavia
Sovétríkin
Stúlka með segulmagnaðar hendur
Sovétmenn hafa mjög hugann við undarleg fyrirbœri
Inga, þrettán ára stúlka í Mínsk
í Hvíta-Rússslandi réttir fram
löfa sína og segir við blaðamann:
„Komdu við þá. Þeir eru eins og
hjá öllum öðrum.“ En það eru
þeir reyndar ekki: allskonar
hlutir eins og límast við lófa henn-
ar og „hanga í lausu lofti“ við þá -
hlutir úr málmi eða plasti, pappír
eða gleri. Hún þarf ekki einu sinni
að einbeita huganum að þessum
„lyftingum“ - það er nóg að Inga
haldi lófum sínum í lóðréttri
stöðu og bækur, gafflar, pennar
og hnífar festast við þá.
Eg veit ekki alltaf hvað verður,
segir hún í samtali við blaðamann
frá Moskvufréttum.
Margt býr í
náttúrunni
Sovétmenn eru afar uppteknir
við furðuleg fyrirbæri um þessar
mundir. Það er reyndar ekki ný-
mæli: hvað sem leið strangri vís-
indatrú og opinberum fjandskap
við allskonar „hjátrú“, þá fundu
menn jafnan smugur á því að
Inga litla: Nóturnar á píanóinu láta fingurna ekki í friði.
flokka óútskýranleg fyrirbæri
undir það sem menn „hafa enn
ekki náð tökum á“ - og gerðu þá
ráð fyrir því að á endanum væri
hægt að útskýra allt út frá rökum
efnisheimsins.
Sovétmenn voru snemma í því
Styrkir til bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluð-
um styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar
vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1990 fást
hjá afgreiðsludeild Tryggingastofnunar ríkisins
Laugavegi 114 og hjá umboðsmönnum hennar
um land allt.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Tryggingastofnun ríkisins
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur
samhug og vináttu við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
Sigfúsínu Halldóru Benediktsdóttur
frá Hesteyri
Kristinn Gíslason Margrét Jakobsdóttir
Hjálmar Gíslason Margrét Guðmundsdóttir
Sigurrós Gísladóttir Guðmundur Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
að ljósmynda „áru“ eða útgeislun
plantna og dýra. Þeir áttu sér
merkilega dávalda. Fyrir svosem
aldarfjórðungi vakti bóndakona
ein þar í landi mikla athygli fyrir
að geta lesið prentað mál með
fingrunum. Nú síðast um daginn
varð uppi fótur og fit í borginni
Voronésj þegar nokkrir ung-
lingsstrákar kváðust hafa séð
fljúgandi furðuhlut og steig út úr
honum þriggja metra hár risi, þrí-
eygur en þó hauslaus.
Skrýtnar hendur
En snúum okkur aftur að Ingu
litlu í Mínsk, sem er höfuðborg
Hvíta-Rússlands. Blaðamaður-
inn varð mest hissa á því, að
stúlkan lét pönnu sem tvö tveggja
kílóa lóð voru fest við lyftast með
lófum sínum lóðréttum. Meðan
verið var að ljósmynda þessi
undur spurðu gestir hvort hún
þreyttist ekki á að halda uppi
byrðinni en hún hló og sagði að
sér fyndist hún tómhent.
Þessum undarlegu höndum
Ingu litlu fylgja að sjálfsögðu
margar uppákomur. Stundum
finnst henni erfitt að æfa sig á
píanóið vegna þess að nóturnar
„sækja“ í fingur hennar. Einu
sinni reitti hún afgreiðslumann í
búð til reiði vegna þess hve illa
henni gekk að hrista smápeninga
af lófum sér.
Inga réttir lófa sína að andliti
mínu, segir blaðamaðurinn, og
heldur þeim þar í 57 sm. fjarlægð.
Eftir nokkrar sekúndur er mér
heitt í kinnum, enda þótt hendur
stúlkunnar, sem geisla frá sér
þessum hita, séu ekki heitari en
mínar...
Fleira getur hún
í frásögn þeirri í Moskvufrétt-
um, sem hér er til vitnað, er þess
getið, að enn hafi enginn sérfræð-
ingur skoðað sérgáfur Ingu litlu í
alvöru, þótt nefndur sé til sög-
unnar taugasérfræðingur einn
sem veit af henni. Og þessar sérk-
ennilegu gáfur eru ekki aðeins
fólgnar í segulmagni handa henn-
ar. Inga litla getur - stundum að
minnsta kosti, flutt hugsun sína
til annarra. Til dæmis með því að
láta öðrum „detta í hug“ einhver
tala sem hún er að hugsa um, eða
með því að skipa þeim fyrir í hug-
anum og þeir hlýða. Faðir Ingu
hefur að vísu bannað henni
stranglega að fást við dáleiðslu,
því hún hefur stundum notað
hæfileika sína til að stunda prakk-
arastrik eins og að láta fólk labba
aftur á bak, reyna að kaupa
eitthvað fyrir hlægilega upphæð
eins og fimm kópeka og því um
líkt.
(áb tók saman)
Kveðjuorð
Jóham K.
Sirgisson
Fœddur 2.11. 1972
Dáinn 13.10. 1989
„Pig lofar faðir líf og önd,
þín líkn oss alla styður.
Pú réttir þína helgu hönd
af himni til vor niður.
Og föðurelska þóknan þín,
í þínum syni til vor skín,
þitt frelsi, náð og friður. “
Sbj.E.
Okkur er harmur í huga er
við kveðjum Jóhann K. Birg-
isson, sem hrifinn var burt í
blóma lífsins. Jóhann var
fæddur 2. nóvember 1972,
sonur hjónanna Sigrúnar Jó-
hannsdóttur og Birgis Sigur-
jónssonar. Var hann elstur
barna þeirra, en hin eru
Kristín Steinunn 14 ára, Sind-
ri 9 ára og Sandra 8 ára.
Jóhann ólst upp í faðmi fjöl-
skyldu sinnar og fylgdumst við
oft með er fjölskyldan kom
saman á heimili Jóhanns K.
Sigurðssonar og Kristínar
Marteinsdóttur sem nú sjá á
bak elskulegum dóttursyni.
Sár er söknuður fjölskyldu
hans og vina. Við viljum með
þessum fátæklegu orðum
minnast Jóhanns heitins.
Megi góður Guð styrkja
fjölskyldu hans og ástvini og
sefa þá sáru sorg sem ríkir í
hugum þeirra.
Blessuð sé minning hans.
Guðríður, Sveinn og börn,
Neskaupstað
T
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Verðláunasatnkeppni
Ert þú lík þessari?
Sultugerðin Búbót efnir til verðlaunasam-
keppni. Leitað er að konu sem er lík
Mömmusultu mömmunni. Þátttakendur
eru beðnir að senda inn myndir af sér
(brjóstmyndir) í lit með rauðdoppóttan
skýluklút á höfðinu og grænt sjal fyrir 28.
október. Vinningshöfum gefst kostur á að
leika í auglýsingum fyrir Mömmusultur.
Verðlaunin eru glæsileg: Fyrstu verðlaun
eru 10.000 kr og nafnbótin Mömmusultu
mamma 1989. Verðlaun 2 til 20 eru ýmsar
sultugerðir frá sultugerðinni Búbót.
Myndir ásamt nafni og heimilisfangi
sendist: Sultugerðinni Búbót Skemmuvegi
24M Kópavogi.