Þjóðviljinn - 28.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Fóstrur Móbnæli við áform Jóhönnu að leikur hins vegar enginn vafi á því að Fljótsdalsvirkjun er hagkvæmaasti kosturinn til þess að mæta raforkuþörf nýs ál- vers sem kæmi á eftir stækkun álversins í Straumsvík“, sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á Iðnþingi á fimmtudag. Hann sagðist ekki fara dult með þá skoðun sína að „stefna skuli að því að ná samkomulagi við er- lenda aðila um slíkt álver sem staðsett yrði í öðrum landshluta sem fyrst þannig að það gæti haf- ið framleiðslu um miðbik næsta áratugar, sagði iðnaðarráð- herra. Hann sagði að stækkun álvers- ins og virkjanir tengdar henni kölluðu á fjárfestingu á árunum 1990-1993 á bilinu 40-50 miljarða króna. Innlendur kostnaður af þeirri upphæð sagði Jón Sigurðs- son að myndi nema u.þ.b. 40% af upphæðinni og innfluttur um 60%. fmg Fóstrufélag íslands stendur fyrir undirskriftasöfnun með- al fóstra og starfsfólks á dagvist- arheimilum þar sem mótmælt er þeim áformum félagsmálaráð- herra að færa málefni dagvistar- heimila úr menntamálaráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. Að sögn Kristínar Dýrfjörð hjá Fóstrufélaginu er þátttakan mjög almenn, þeir undirskriftarlistar sem þegar hafa borist til félagsins sýni að svo til hver einasti starfs- maður á dagvistarheimilunum skrifi undir þá, en í gær höfðu borist um 50 undirskriftalistar utan af landi. Söfnunin í Reykja- vík hófst hinsvegar í gær og þar var sömu sögu að segja að svotil allir vildu skrifa upp á þessi mót- mæli. „Þá hefur fjöldi foreldra haft samband við okkur og viljað skrifa undir mótmælin en við telj- um að frumkvæðið til mótmæla foreldra eigi að koma frá foreldr- asamtökum en ekki frá okkur fóstrunum,“ sagði Kristín. Á mánudag verður svo efnt til útifundar fyrir framan Alþingis- húsið kl. 16 þar sem forsætisráð- herra verða afhentir undirskrifta- listarnir. „Fundurinn á mánudag er bara byrjunin hjá okkur og við mun- um ekki linna látum fyrr en hætt verður við þessi áform. Dagvist- arheimili eru hluti af menntakerfinu og ber því að staðsetja þau í menntamálaráðu- neytinu einsog verið hefur,“ sagði Kristín. -Sáf Stóriðj, a Straumsvík og svo austur Hafnamál Við opnun Ostadaga ‘89 fékk Kotasæla frá Mjólkursamlagi KEA gullverðlaun. 12,97 stig af 15 mögulegum. I kotasæluna vísað þar. Ostameistari ársins er Oddgeir Sigurjónsson hjá KEA.Á myndinni sést Oddgeir ostameistari skera brauðost á hefðbundinn hátt. Ljósmynd: Kristinn. Horft fram yfir aldamót Horftfram í tímann á þingi Hafnarsambandsins. Spurt er:„ Eyjafjarðarhöfn sf. Austfjarðahöfn sf. erþað framtíðarveruleikinn“ segir Hannes Valdimarsson hafnarstjóri Afjölmennum ársfundi Hafna- ina og mannvirki á bryggjum. sambandsins beina sveitar- Hannes benti einnig á að sérhæf- fjölmennum ársfundi Hafna- . sambandsins beina sveitar- stjórnamenn nú sjónum sínum til byrjunar 20-ustu aldarinnar og hyggja að því hvernig þessar líf- -æðar byggðar landsins geti þjón- að sem best sínu hlutverki í gjör- breyttu samfélagi. Byggðastefna, kvóti, fiskmarkaðir og upplýs- ingatækni voru lykilatriði sem Hannes Valdimarsson hafnar- stjóri spann framtíðarsýn sína í kringum í gær. Hannes taldi brýna nauðsyn á stóraukinni samvinnu á milli sveitarfélaga um hafnafram- kvæmdir og að endurskoða þyrfti hafnarlög með tilliti til þess hlut- verks sem höfnum hringinn í kring um landið er ætlað. Hann benti á að lögin þyrftu að endur- skoðast með tilliti til þess að ná yfir stærra svæði en aðeins höfn- ing í þjónustu hverrar hafnar gæti verið leið verð athugunar og nefndi sem dæmi að í Bretlandi hefði Hull-höfnin sífellt orðið meiri flutningahöfn á meðan Grimsby-höfnin væri fyrst og fremst fiskihöfn. Á íslandi mætti þannig hugsa sér sérstök hlutverk stórra hafna hvar sem væri á landinu, t.d. sagði Hannes að „við upphaf nýrrar aldar megi sjá ný hugtök eins og Eyjafjarðar- höfn sf eða Austfjarðahöfn hf.“ fmg Efnahagslíf Afstaðan til EB Brýnasta spurning í íslenskum efnahagsmálum er þróun efnahagsmála og samkeppni sagði Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri á Iðnþingi í gær. Hann sagði viðræður og samn- ingaumleitanir okkar í gegnum EFTA við EB verða afdrifaríkari fyrir efnahagslega framtíð íslend- inga en flest annað. Jóhannes benti sérstaklega á að hyggja þyrfti að nýtingu þeirra atvinnu- tækifæra sem fylgdu í kjölfar samninga. fmg Kammerhljómsveit Akureyrar Klassík í byrjun vetrar Fimmtónleikar fyrirhugaðir á starfsárinu Kammerhljómsveit Akureyrar hefur fjórða starfsár sitt með tónleikum í Iþróttaskemmu bæjarins á morgun, en hfjóm- sveitin hyggst halda fimm tón- leika alls í vetur. Hljómsveitina skipa nú 40 hljóðfæraleikarar, sem flestir starfa við Tónlistar- skóla Akurcyrar og Tónlistar- skóla Eyjafjarðar. Á efnisskrá tónleikanna á morgun er Píanókonsert í C-dúr eftir Beethoven, forleikur að óperunni Der Schauspieldirektor eftir Mozart og Sinfónía nr. 101 eftir Haydn. Hljómsveitarstjóri verður Oliver J. Kentish, sem starfaði á Akureyri á árum áður, og einleikari Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Jólatónleikar verða í Akur- eyrarkirkju undir stjórn Roars Kvam þann fyrsta desember. Einsöngvari verður Margrét Bó- asdóttir og einleikari Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleikari, sem kemur frá London í tilefni tón- leikanna. Vínartónleika heldur hljóm- sveitin í febrúar undir stjórn Vaclaw Lazarz, og í aprfl tónleika helgaða Hafliða Hallgrímssyni. Kammerhljómsveitin heldur síðustu tónleika starfsársins í maí, en þá verður ráðist í kons- ertuppfærslu á My Fair Lady Jónas Ingimundarson leikur ein- leik með Kammerhljómsveitinni á morgun. undir stjórn Roars Kvam. Auk hljómsveitarinnar kemur fram 50-60 manna kór og þrír ein- söngvarar. LG Myndlist íslensk list í Bretiandsferð Yfirlitssýning á verkum 20 listamanna opnuð í dag í Hull Landscapes from a High Latitu- de, heitir yfirlitssýning á verk- um 20 íslenskra myndlistar- manna, sem Svavar Gestsson, mcnntamálaráðherra opnar í dag í Ferens Art Gallery í Hull við Humberfljót. Er það í fyrsta sinn sem sjálfstæð sýning á verkum ís- lenskra listamanna er sett upp í Bretlandi og er ætlunin að hún ferðist á milli breskra borga fram í júlí 1990. Sýningin nær yfir sögu íslenskr- ar myndlistar allt frá frumkvöðl- inum, Þórarni B. Þorlákssyni (1867-1924), fram til dagsins í dag, en yngsti listamaðurinn, sem á þar verk er Georg Guðni Hauksson (f. 1961). Meðal ann- arra höfunda má nefna Ásgrím Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kjarval, Louisu Matthíasdóttur, Eirík Smith, Ásu Ólafsdóttur og Gunnar Örn. Við opnun sýningarinnar flytur Kammersveit Reykjavíkur ís- Ienska tónlist. Vegleg sýningar- skrá hefur verið gefin út og ber hún sama nafn og sýningin. Var skráin unnin af Listasafni íslands og Brighton Polytechnic Gallery, en kostnaður greiddur af ríkis- sjóði. í skrána rita Sigurður A. Magnússon, Halldór Björn Run- ólfsson, Bera Nordal, Magnús Magnússon og Michael Tucker. Fjöldi manns hefur lagt hönd á plóginn við undirbúning bæði hér á landi og í Bretlandi, en frum- kvæði sýninearinnar. er komið frá sendiherra Islands í Bretlandi, Ólafi Egilssyni. Frá Hull fer sýningin til Grimsby, í The Grimsby Town Hall og eftir það til The Barbican Art Center í London. Næsti við- komustaður hennar verður Brig- hton, þar sem verður hún fyrst sett upp í The Polytechnic Gall- ery, en síðan Burstow Gallery í Háskólanum. Síðasti viðkomu- staður sýningarinnar verður The Talbot Rice Art Center í Háskól- anum í Edinborg. LG Laugardagur 28. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 HELGARRÚNTURINN SEX SÝNING AR Ef það er ekki tónlistin eins og um síðustu helgin þá er það myndlistin sem allt ætlar lifandi að drepa í menningarlífinu. Ekki færri en sex sýningar á myndrænum afurðum verða opnaðar á höf uð- borgarsvæðinu og eflaust er annað hvert (eða var það hvort, Mörður Skorri?) félagsheimili landsins undirlagt af myndlist. En svo við kom- um okkur að efninu þá verða heilar þrjár sýningar opnaðar á Kjarvals- stöðum: SveinnBjörnsson úr Hafnarfirði sýnir málverk, Norðmaður- inn ArvidPettersen er líka með málverk, en Kristín ísleifsdóttir- mótar í leir. I Gallerí Nýhöfn sýnir ValgerðurBergsdóttir teikningar og í Ásmundarsal við Freyjugötu hefur Aðalheiður Valgarðsdóttir- hengt grafík og þurrkrltarverk á veggi. Þá er ekki úr vegi að taka ásig krók í sunnudagsbíltúrnum og beygja niður að Korpúlfsstöðum þar sem Myndhöggvarafélagið sýnirskúlptúra aföllum stærðum og gerðum. Og þeir sem eiga einhverja aura eftir á sunnudagskvöldið geta brugðið sér á málverkauppboð í Gallerí Borg... ÓLIVER OG GELLURNAR Nú ersíðasti séns að sjá Óliver! í Þjóð- leikhúsinu og verða fjórar sýningar á kauða um helgina, kl. 15 og 20 báöa helgidagana. Isaðargellur eru einnig á förum úr Iðnó (þessu gamla), þærstígasinn síðastadans kl. 23.30 íkvöld, laugardag. Hins vegar er allt (uppsveiflu hjá Leikfélaginu, allir búnir að jafna sig á kampavíninu og kransakökunum frá því um síðustu helgi og farnirað fremjakúnstígríðogerg.Tværsýningarverðaá Ljósiheimsins og tvær á Höllsumarlandsins um helgina og eins gott að sjá þær i réttri röð. í Lindarbæ eru nemendur að sýna Grímuleik og fyrir norðan er BernarðaAlba alltaf að pínadætursínar... KAMMERMÚSÍK er allsráðandi á tónlistarsviðinu. í dag, laugardag, kl. 17 heldur Júlíana Rún Indriðadóttir burtfarartónleika í Norræna húsinu en hún hefur undanfarin ár numið píanóleik ÍTónskóla Sigur- sveins. Réttumsólarhringseinnaverðursænskurtenór, PerWald- heim (nei, hannerekki sonur hans), áferðinni í Vatnsmýrinniog syngurviðundirleiklandasíns, Harriet Percy. OgnorðuráAkureyri verða um svipað leyti haldnirtónleikar KammerhljómsveitarAkur- eyrar í íþróttaskemmunni, en þráttfyrir öfluga rannsóknarblaða- mennsku hef ur ekki tekist að tímasetja tónleikana nánar, en að þeir verðaásunnudag... VEN JULEGUR FASISMI heitir mynd eftir sovéska kvikmyndaleikstjó- rann MikhailRomm sem sýnd verður í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, kl. 16 á sunnudag. Þetta er ekkert venjuleg mynd, enda mistókst að venja heimsbyggðina við fasismann, alla vega í Þýskalandi í dentíð... KVÖLDVAKA Ekki vissi ég að til væri kvöldvökufélag hér í Reykjavík. Svo mun þó vera og nefnist Ljóð og saga. Það heldur kvöldvöku í Skeifunni 17 í kvöld, laugardag, kl. 20.30. Við þangað. Svo verður heil umferð í handboltanum, gönguferðir um allar trissur, nýr skemmtistað- ur opnaður við Hlemm, gamall skemmtistaður kvaddur í Mjódd og í Heitapottinum verðursveiflað ásunnudagskvöld, ágæturforréttur fyrir sveifluveislu aldarinnar á Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld þeg- ar Guðmundarnir verða samtals 110 ára...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.