Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 7
Auglýsing frá Launasjóði rithöfunda Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1990 úr Launasjóði rithöfunda sam- kvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. oktróber 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rit- höfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á ís- lensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrj- unarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegnaekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mán- aðastarfslaunum, endaskulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðu- blöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1989 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 30. október 1989. Stjórn Launasjóðs rithöfunda FISKVEIDASJÖÐUR ISLANDS Hraðfrystihús og fiskiskip Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu: hraðfrystihús v/Patrekshöfn, Patreksfirði (áður eign Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf.) ásamt vélum, tækjum og búnaði. Ennfremur auglýsir sjóðurinn til sölu 172 lesta stálskip, v.s. Patrek BA-64 (1640), smíðaár 1982. Eignirnar seljast í einu lagi og í því ástandi sem þær nú eru í. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs í síma 28055. Tilboð óskast send í lokuðum umslögum merkt „Hraðfrystihús og fiskiskip” og skulu hafa borist á skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 15. nóvember n.k. kl. 16.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Austurstræti 19, Reykjavík Það er þetta með milli bíla... UMFERDAR RÁÐ Þökkum innilega öllum sem vinarhug við andlát og útför auðsýndu okkur samúð og Stefaníu Gissurardóttur frá Hraungerði Páll Sigurðarson Lára H. Jóhannesdóttir Ólafur Sigurðsson Aibína Thordarson Ingibjörg S. Cordes Richard Cordes Ingveldur Sigurðardóttir HalldórHelgason Sigurður Sigurðarson Arndís Jónsdóttir GissurSigurðsson Auður Aðalsteinsdóttir Agatha S. Sigurðardóttir Baldur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Enn sem fyrr reynist Kjörbókin eigendum sínum hinn mesti kjörgripur. Grunnvextir eru 21%, fyrra vaxtaþrepið gefur 22,4% og það síðara 23%. Ársávöxtunin er því allt að 24,3%. Jafnframt er gerður samanburður við ávöxtun bundinna verðtryggðra reikninga á 6 mánaða fresti. Sá hluti innstæðu sem staðið hefur óhreyfður allt tímabilið fær sérstaka verðtryggingaruppbót, reynist ávöxtun bundnu reikninganna hærri. Þar að auki er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Þessar fréttir gleðja áreiðanlega eigendur þeirra 70 þúsund Kjörbóka sem nú ávaxta sparifé í Landsbankanum. Þær eru einnig gleðiefni fyrir þá fjölmörgu sem þessa dagana huga að því hvar og hvernig best sé að ráðstafa sparifé sínu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.