Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1. nóvember 1989 184. tölublað 54. árgangur Alviðrœðurnar Flestir endar óhnýttir Mikilóvissa innan Atlantal hópsins. FórAlusuisse íviðrœðurnartilþess aðflœkjastfyrir? Vinnubrögð iðnaðarráðherra mœlast illafyrir íríkisstjórninni. Gœti stofnað ríkisstjórnarsamstarfinu íhœttu. Steingrímur J. Sigfússon: Málefnaleg samstaða gœti náðst efvilji erfyrir hendi Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hélt til Hollands í gær- morgun til þess að taka þátt í við- ræðum stóriðjunefndar við Atl- antal hópinn svokallaða. Jón hef- ur látið í það skfna að þessar við- ræður séu á lokastigi, en svo mun þó ekki samkvæmt heimildum ÞjóðvUjans og flestir endar enn óhnýttir. Það er ekki bara óvissa um niðurstöðuna innan ríkisstjórnar- innar, þar sem samstarfsaðilar Jóns setja enn mörg spurningar- merki við nýtt álver í Straumsvík, heldur er einnig mikil óvissa innan Atlantalhópsins svokall- aða, enda eftir að ganga frá öllum samningum á milli Alusuisse ann- arsvegar og hinna aðilanna hins- vegar. Theodor Tschopp varafram- kvæmdastjóri Alusuisse sagði í viðtali í Financial Times í sl. viku að það værí langt frá því að Alu- suisse gæfi grænt ljós á að ráðist yrði í byggingu álversins og í gær kom í ljós á fundinum í Hollandi að fulltrúar sænsku og hollensku aðilanna telja samstarf við Alu- suisse ekki mjög fýsilegan kost. Þess í stað vilja þau kanna hvort ekki komi til greina að reisa eigið álver hér á landi. Ýmsir sem komið hafa nálægt þessum viðræðum telja að Alusuisse-menn dragi lappirnar í þessu máli og séu ekkert sérstak- lega áfjáðir í að þetta nýja álver rísi í Straumsvík. Að mörgu leyti hefur Alusuisse lykilstöðu í við- ræðunum því auk þess sem höfn- in í Straumsvík er eign fyrirtækis- ins er gert ráð fyrir því að Alusu- isse sjái um flutninga á súráli til landsins og geymi það í hinum risavöxnu geymum sem eru við álverið en þeir eru ekki nýttir nema að hluta nú. Síðan mun Alusuisse sjá um að selja nýja ál- verinu súrál úr geymunum. Er talið að fyrirtækið ætli að þéna vel á þeim viðskiptum en enn er algjörlega eftir að semja um þessa hluti. Sumir viðmælenda Þjóðviljans ganga svo langt að halda því fram að Alusuisse hafi eingöngu farið í þessar viðræður til þess að geta flækst fyrir og jafnvel komið í veg fyrir að af þessum áformum verði. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir að enn sé eftir að ganga frá öllum samningum um orkuverð, for- ræði og aðra þætti sem snerta fs- lendinga, hefur Jón Sigurðsson látið í það skína að málið sé á lokasligi og að á næstunni muni hann flytja þingsályktunartillögu á alþingi um virkjanaröð og aðra þætti sem snerta málið. Ýmsum innan ríkisstjórnarinn- ar ofbjóða vinnubrögð Jóns í þessu máli. Þeir óttast að hann ætli sér að ganga frá þessum samningum sem einum pakka og láta svo reyna á það hvort menn samþykki þann pakka eða hafni honum. Samkvæmt yfirlýsingu Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra við myndun ríkisstjórn- arinnar getur iðnaðarráðherra ekki farið með þetta mál inn á alþingi án samþykkis allrar ríkis- stjórnarinnar. Geri hann slíkt og ætli sér að treysta á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji frum- varpið jafngildir það stjórnar- slitum. Það kom fram á fundi ráðherra Alþýðubandalagsins í Garðabæ að mun lengra er í að þetta mál komist í höfn en iðnaðarráðherra hefur látið í skína. „Þetta mál er fyrst núna að komast til efnislegrar umræðu í ríkisstjórninni," sagði Steingrím- ur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráðherra við Þjóð- viljann í gær. „Með öðrum orð- um: það er ekki byrjað á því sem í mínum huga hefði átt að vera byrjunin; að kanna hvar hinn sameiginlegi grundvöllur stjórn- arflokkanna er í málinu. Það virðist eiga að enda á því." Steingrímur sagði að ýmsir þættir yrðu að vera á hreinu áður en hann gæti tekið afstöðu til ál- vers í Straumsvík. í fyrsta lagi yrði forræði, eignarhald og lög- saga íslendinga yfir álverinu að vera klár. í öðru lagi yrði raf- orkuverðið að vera það hátt að þetta borgaði sig. Þá yrði um- hverfisþátturinn að vera öruggur. Ýmis önnur atriði einsog dómsmál og skattamál þyrftu einnig að vera komin í höfn áður en tekin yrði afstaða til málsins. Og síðast en ekki síst yrði að taka tillit til byggðaþáttarins. „Ef vilji er fyrir hendi þá er alls ekki rétt að útiloka fyrirfram að þokkaleg málefnaleg samstaða geti tekist um ákvörðun af þessu tagi, en það verður að leggja í það vinnu og vilji að vera fyrir hendi. Ella getur þetta orðið mjög snú- ið. Þetta er slíkt stórmál að út- koman úr því getur haft víðtæk áhrif," sagði Steingrímur J. Sig- fússon. -Sáf Ráðherrar Alþýðubandalagsins þeir Steingrímur J. Sigfússon, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gests- son ræddu stöðu þjóðmála á fundi í Garðabæ. Mynd: Jim Smart. Alþýðubandalagið Nýr gmndvöllur RáðherrarAlþýðubandalagsins kynntu verkefni og markmið áfundi í Garðabœ Nýr grundvöllur, - nýtt hús manngildishugsjóna og virð- ingar fyrir náttúrunni á rústum peningahyggjunnar, - þetta var kjarninn í framtíðarboðskap þeim sem Ólafur Ragnar Grfms- son, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon kynntu gestum á fjölsóttum fundi fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu í Kirkjuhvoli f Garðabæ á mánu- dagskvöldið. Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráð- herra benti á þá miklu möguleika sem bíða íslendinga í byggða- og t atvinnumálum með þeirri ger- byltingu í samgöngutækni sem nú er unnið að. Steingrímur líkti gæðum ís- lenskra búvara við Mercedes Benz í bílaheiminum en for- gangsverkefni væri að lækka verð þeirra og skipuleggja landbúnað miðað við landkosti. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra benti m.a. á að fyrir 20 árum hefði þjóðin staðið frammi fyrir samdrætti í þjóðarhag eins og nú, en náð góðum árangri á framfarabraut án nýrra álvera, sem margir börðust þá fyrir sem allsherjarlausn. Hann rakti stefn- umál Alþýðubandalagsins eins og samfelldan skóladag, dagvist- un fyrir öll börn, víðtækt endur- menntunarkerfi og valddreifingu í skólamálum, jöfnuð í lífeyris- málum, afnám vaxtaokurs, lausnir í húsnæðismálum og brottför bandaríska hersins. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra gerði nauðsynina á breyttu gildismati að meginfors- endu árangurs, hérlendis og á al- þjóðavettvangi. í staðinn fyrir að líta á „hinn villta peningamarkað sem uppsprettu frelsis og gróða" hlytu stjórnmál framtíðarinnar að snúast um möguleikann á að skila börnum okkar lífvænlegri jörð. „Það eru lögmál gróðursins og manngildisins sem eiga að stjórna í framtíðinni". Auk meginstefnumiða Al- þýðubandalagsins röktu ráðherr- arnir fjölda mála sem unnið er að. Umræður stóðu fram undir miðnætti, enda bárust margar fyrirspurnir og skoðanir frá fund- argestum. Kjaramál, stóriðjumál og málefni Evrópusamstarfsins bar einna helst á góma. í laugardagsblaði Þjóðviljans verður skýrt nánar frá umræðum á fundinum. ÓHT Grindavík Biyggjan hvarf í brimið Bœjarstjórinn: Kostnaður viðgerð sambœrilegrar bryggju alltaðlO milj- ónum króna „Menn sáu hvert stefndi f fyrrakvöld þegar brimið gekk svo til látlaust yflr Svfragarðinn en gátu því miður ekkert að gert enda hamfarirnar ógurlegar. Brimið tók 26 metra úr bryggj- unni og það eina sem stendur uppi af henni er steypt ker á endanum. Allt annað fór," sagði ívar Þór- hallsson bryggjusmiður. Að sögn Jóns Gunnars Stefáns- sonar bæjarstjóra er búist við að það kosti allt að 20 miljónum króna að gera sambærilega bryggju. Jón kvað óljóst með tryggiíigu á henni en trúlega yrði þess farið á leit að Viðlagatrygg- ing kæmi þar inn þar sem hér væri um náttúruhamfarir að ræða. „Það er ljóst að við verðum að grípa til fljótvirkustu aðgerða til að koma henni í gagnið á ný sem fyrst. Okkur virðist fleki bryg- gjunnar vera í heilu lagi en engu að síður er missir hennar mjög slæmur og virkilega óvænt kjafts- högg fyrir bæinn," sagði Jón Gunnar Stefánsson. Rosalegt brim hefur verið síð- ustu þrjá daga í Grindavík og þann tíma hefur skipum ekki ver- ið fært hvorki út né inn til hafnar- innar. Þegar Svíragarðurinn fór gekk sjórinn um einn og hálfan metra yfir hana stanslaust. Bryggjan var upphaflega byggð 1947 en endurbyggð fyrir tveimur árum. Sem betur fer sUtnuðu festingar þeirra báta sem voru við bryggjuna í látunum og urðu þeir ekki fyrir tjóni. -grh Munið byggingarhappdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.