Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.11.1989, Blaðsíða 11
LESANPI VIKUNNAR Andrea Jónsdóttir dagskrárgerðarkona Með Léttfeta yfir gresjuna Hvað ertu að gera núna, And- rea? Ég er að velja mismetna músík fyrir þáttinn Dagskrá á Rás 2. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Þá var ég að lesa prófarkir á Pjóðviljanum. Hvað gerirðu helst í frí- stundum? Ég vinn í frístundum. Ég eignast aukafrístundir með því að svindla á svefntímanum, og þá reyni ég oft að gera eitthvað spennandi sem ég vil ekki tíunda hér. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Eins og er, er ég ekki að lesa neina bók. Les reyndar allt of lítið, er sem gamall prófarka- lesari með létt ofnæmi sem lýsir sér í því að ég lýk miklu færri bókum en ég byrja á. Síðasta bókin sem ég kláraði heitir The Third Life of Grange Copeland eftir Alice Walker, þá hina sömu og skrifaði Purpuralitinn. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Pað sem ég er að lesa hverju sinni. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Þegar ég var yngri las ég mikið af indíánabókum, t.d. Með Létt- feta yfir gresjuna og aðrar í þeim dúr. Þær sem ég hef enn gleði af eru bækur eins og: Ögn og Ant- on, Pollýanna (fyrirmynd allra góðra stúlkna) og Lísa í Undra- landi. Hvers minnistu helst úr Bib- líunni? Það hljóta að vera öll þessi jólaguðspjöll. Ég hef oftast lent undir þeim lestri. Biblían er ein af þeim bókum sem ég hef oft byrj- að á en ekki klárað. Ég er of mikil reglumanneskja til að reyna að byrja aftar, á skárri köflum. Var höfundur Njálu kvenkyns eða karlkyns? Mér finnst jafn gagnslaust að velta því fyrir mér og að velta því fyrir mér hvort það sé líf eftir dauðann. Ég reikna með að finna hvort tveggja út, ef dauðinn leiðir framhaldslíf í ljós. Hvað sástu síðast í leikhúsi? ísaðar gellur. Það var skemmtileg sýning, en höfund- urinn hefur ekki gefið sér tíma til að klára söguna. Er eitthvað á fjölunum núna sem þú vilt síður missa af? Ætti maður ekki að sjá Ljós heimsins og Höll sumarlandsins? En á hvíta tjaldinu? Reyndar hef ég gaman af að fara á bíó, þá sjaldan ég fer, en á þessum vídeóvæddu tímum mis- sir maður aldrei af neinu, maður sér þetta bara aðeins seinna og getur stressað sig yfir öðrum hlutum. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Það er óskaplega tilviljana- kennt hvernig ég horfi á sjónvarp eða hlusta á útvarp, en mér finnst yndislegt að sofa fyrir framan sjónvarpið. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmáiaflokkinn? Alltaf nema einu sinni. Ertu ánægð með frammistöðu þess flokks sem þú kaust í síðustu kosningum? Bæði og. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Já. En þeireruíminnihluta þó. Viltu nafngreina þá? Guðrún Helgadóttir er hug- rökk. Hún segir það sem hún meinar, hvort sem það kemur henni vel eða illa. Einhver myndi þó eflaust vilja kalla þetta lausmælgi, eða kvenlegheit...? Er landið okkar varið land eða hernumið? Það er alla vega ekki varið. Og fljótir yrðu þeir að hernema okk- ur í orðsins fyllstu merkingu ef eitthvað kæmi uppá. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Elías Mar mundi segja að ég ætti að svara: óstundvísi, en ég hef annan verri sem er of persónulegur og falinn til að ég opinberi hann. Hvaða eiginleika þinn fínnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Dálæti mitt á gítarsólóum. Hvað borðarðu aldrei? Ég hef aldrei verið matvönd en mér finnst sagógrjón ógeðsleg, í hvaða matrétti sem þau birtast. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á Islandi? Ég væri til í að búa í einhverri stórborg eins og til dæmis New York eða London, en þá yrði ég að vera rík. Ég sé ekki fram á neinar slíkar breytingar á fjárhag mínum, svo ég verð hér. Hvernig flnnst þér þægilcgast að ferðast? f bíl. Öðruvísi ferðast ég bara úr neyð. Hvert langar þig helst til að ferðast? Ég hefði ekkert á móti því að vísitera borgir úti í heimi. Mér leiðast sveitir og fámenni. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Eiginlega veit ég ekki hvort þjóðir eru svo ólíkar. Ég á alltaf erfiðast með að þola fordóma fólks í garð náungans, hvort sem það er út af gólfteppum hans eða hjá hverjum hann sefur. Hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Hvað við erum fámenn og komumst þess vegna upp með minni óþverraskap en stórþjóðir. Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? Sambland af sósíalisma og ein- hverju hippafjöri... hvorki of al- varlegt né úr böndunum... Er ísland á leið í átt að því? Ég leyfi mér að efast um það. En þetta þrífst í húsi og húsi. Þarf Þjóðviljinn að breytast mikið til að hann geti komið út í þvf landi? Ef Helgarblaðið kæmi út á hverjum degi þá væri þetta í átt- ina. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu, Andrea? Spurðu mig hvaða eiginleiki komi manni best í lífinu. Hvaða eiginleiki kemur manni best í lífinu? Bjartsýni. Hún er alveg bráð- nauðsynleg, hvort sem hún er raunhæf hverju sinni eða ekki. Guðrún ÞlÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Fegrun og snyrting heitir nýút- komin bók eftir norska lækninn dr. Alf Lorenttz Orbeck, frú Kristín Ólafsdóttir þýddi. Hérer loksins komin bók, sem hver einasta dama og hver einasti karlmaður, sem annt er um lík- ama sinn, mun taka tveim höndum. Áskrift Þjóðviljans á mánuði í Reykjavík og nágrenni kr.2.50. Annarsstaðar á landinu kr. 1.75. í lausasölu 10 aurar. I DAG 1. nóvember miðvikudagur. 305. dagur árs- ins. Allra heilagra messa. Sól- arupprás í Reykjavík kl. 9.10 - sólarlagkl. 17.11. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Alsír. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 27. okt.-2. nóv. er í Arbæjarapóteki og Laugarnesapóteki. Fyrrnefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Siðarnefnda apótekið er opiö á kvöldin f 8-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 Seltj.nes 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur 1 1 1 00 Seltj.nes 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhriaginn. Vitj- anabeiönir, símaráöleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar i sim- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna slmi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspltalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlæknlngadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsu verndarstöðln viö Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- 8pftalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Símirtn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 2f 500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-og fimmtudagskvöldum kl. 2f- 23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 allavirka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið I síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 31. okt. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............ 62.11000 Sterlingspund............... 97.89800 Kanadadollar................ 52.86600 Dönsk króna.................. 8.70500 Norskkróna................... 9.03680 Sænskkróna................... 9.71840 Finnsktmark................. 14.65900 Franskurfranki............... 9.98070 BelgískurVanki............. 1.61420 Svissneskurfranki........... 38.74610 Hollensktgyllini............ 30.02590 Vesturþýskt mark........... 33.89360 itölsk líra.................. 0.04614 Austurriskur sch............. 4.81490 Portúg. Escudo............... 0.39510 Spánskur peseti.............. 0.53360 Japansktyen.................. 0.43766 Irsktpund................... 89.99700 SDR-Serst.DDR............... 79.47600 ECU-Evrópumynt.............. 69.33650 Belgiskur Fr.Fin............. 1.61120 KROSSGÁTA Lárótt: 1 kúst 4 uppstökk 6 dýpi 7 bundið 9 guðir 12 öruggt 14 f ugl 15 angan 16ráðning 19ólykt20 múli 21 skera Lóðrétt: 2 fljóta 3 her- maður 4 gustar 5 púki 7 kollvarpaöi 8 kaldur 10 . stffa 11 sterkir 13 litu 17 þjóti18sæti Lausnásfðustu krossgátu Lárótt: 1 púns4brók6 túr 7 bisa 9 ásar 12 klökk 14græ15rót16lokka19 Ieit20ofur21 rafta Lóðrétt: 2 úði 3 stal 4 brák5óða7bagall8 skælir 10 skrafa 11 réttri 13 örk 17 ota 18 kot Miðvikudagur 1. nóvember 1989>JÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.