Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Svavar Gestsson menntamálaráðherra opnaöi í lok október myndlistarsýninguna „Landscapes from a High Latitude", yfirlitssýningu á íslenskri myndlist frá 1909 - 1989, í Hull. Á myndinni er Svavar að sýna John Stanley borgarstjóra í Hull málverk Eiríks Smith „Tvær verur og grá fjöll". Umhverfismál uf í Fossvogsdal Samtökin Lífí Fossvogsdal voru stofnuð á miðvikudag Stofnfundur samtakanna Líf í Fosvogsdal var haldinn sl. miðvikudag í safnaðarheimili Bú- staðakirkju og komu yfir hundr- að manns á fundinn. Að baki samtökunum standa nú um 300 félagar. Á fundinum var samþykkt að hlutverk samtakanna væri í fyrsta lagi að vekja skilning og áhuga alemennings og stjórnvalda á mikilvægi Fossvogsdals fyrir órofa tengingu útivistarsvæða á höfuðborgarsvæðinu frá fjöru til fjalls. í öðru lagi að hvetja félaga- samtök og einstaklinga til þess að nýta Fossvogsdal til fjölbreyttrar útiveru, íþrótta, skemmtunar og leikja. I þriðja lagi að virkja fé- lagsmenn til starfa við hreinsun, fegrun, gróðursetningu og al- menna uppbyggingu útivistarað- stöðu í Fossvogsdal. í fjórða lagi að leita fjáröflun- arleiða og afla fjár til kynningar- starfs og þátttöku í uppbyggingu útivistaraðstöðu-í Fossvogsdal. í fimmta lagi að standa fyrir skoð- unarferðum, fyrirlestrum, útgáfu kynningarefnis o.fl. í samvinnu við ólík félagasamtök þar sem sjónum er einkum beint að Hljómskálagarði, Vatnsmýrinni, Öskjuhlíð, Fossvogsdal, Elliða- árdal, Heiðmörk og Bláfjöllum sem einni órofa heild. Og í sjötta lagi að leggja sitt af mörkum til þess að sætta ólík sjónarmið um nýtingu Fossvogsdals og koma í veg fyrir þá mannvirkjasmfð í dalnum sem rýri gildi hans sem útivistarsvæðis fyrir almenning. Reykjavíkurborg Gengur á undan með hækkunum BorgarráðsamþykktitillögurBláfjallanefndarumalltað33% hækkun á gjaldskrá Verð á lyftukortum í Bláfjöllum hækka um allt að 33% frá því sem var síðasta vetur samkvæmt ákvörðun Bláfjallanefndar sem borgarráð hefur nú samþykkt. Hækkun einstakra liða er langt umfram verðlagsþróun á tímabil- inu, en að meðaltali hækkar gjaldskráin um rúmlega 25% sem einnig er meira en almennar verð- lagshækkanir. í bæjarstjórn Garðabæjar greiddu fulltrúar Al- þýðubandalagsins atkvæði á móti hækkuninni og fulltrúi Alþýðu- flokksins sat hjá. Hækkunin var hins vegar samþykkt af hálfu bæjarstjórnarinnar með at- kvæðum Sjálfstæðismanna. - Þessi hækkun er langt um- fram það sem þörf er á og raunar í takt við þá stefnu Reykjavíkur- borgar að ganga á undan með stórfelldum hækkunum á allri þjónustu við almenning. Rekstur Bláfjallasvæðisins skilaði hagn- aði á síðasta ári og hefur gert það áður og því er engin þörf á þetta mikilli hækkun núna, sagði Hilm- ar Ingólfsson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Garðabæ. Reykjavíkurborg er stærsti eignaraðilinn að Bláfjallasvæðin og nægir því hennar samþykki til að tillögur nefndarinnar nái fram að ganga. Kolbeinn Pálsson, formaður Bláfjallanefndar sagði að hækk- animar miðuðust í grófum drátt- um við almenna verðlagsþróun, en skýringin á meiri hækkun ein- stakra liða í gjaldskránni væri sú að verðið væri látið hlaupa á 50 krónum til að minnka notkun skiptimyntar. Hann sagði það ekki rétt að hagnaður hefði verið á rekstrinum á síðasta ári, hins vegar hefði ekki þurft að nota út- hlutaðan rekstrarstyrk sem sveitarfélögin höfðu veitt. Mest hækkun verður á dag- kortum í barnalyftur og kvöld- kortum barna, þau kosta nú 200 krónur en kostuðu fyrir hækkun 150 krónur. Hækkunin er 33.3%. Árskort barna hækka um tæplega 24%, kostar nú 3.900 krónur en kostaði áður 3.100 krónur. Full- orðnir þurfa nú að greiða 7.800 krónur fyrir árskortið en það kostaði áður 6.300 krónur. Að rekstri Biáfjallasvæðisins standa 13 sveitarfélög á Suður- landi og Suðurnesjum en Reykja- vík er Iangstærsti eignaraðilinn og sér um framkvæmdir á svæð- inu. jþ Kvikmyndin Kristnihald undir Jökli fékk kvik- myndalinsuna á kvikmyndahá- tíðinni „Norrænir kvikmynda- dagar“ í Lúbeck í Þýskalandi sl. sunnudag. Leikstjóri myndarinn- ar er Guðný Halldórsdóttir, dótt- ir Halldórs Laxness höfundar bókarinnar. Á kvikmyndahátíð þessari sem haldin er árlega em einungis sýndar myndir frá Norður- Formaður samtakanna var kjörinn Margrét Þorvaldsdóttir blaðamaður. Framundan er átak í að fjölga félagsmönnum veru- lega og er sérstök áhersla lögð á að framtíð Fossvogsdals sé sam- eiginlegt mál allra íbúa höfuð- borgarsvæðisins, enda er dalur- inn eina mögulega tenging órofa útivistarsvæða frá fjöru til fjalls á miðju höfuðborgarsvæðinu. löndum. í ár kepptu 11 myndir um verðlaunin auk fjölda stutt- mynda og heimildarmynda. í orðum dómnefndar segir að myndin hafi sérstaklega höfðað til nefndarinnar ekki aðeins vegna þess hve vel hún er leikin og landslagið stórbrotið, heldur vegna margbreytileika hennar og hvemig hún lýsir persónum sög- unnar á kíminn og manneskju- legan hátt. -Sáf Kvikmyndir Kristnihaldið fékk verðlaun Minnisbók Bókrúnar Minnisbók Bókrúnar fýrir árið 1990 er komin út. Þetta er fjórða árið sem minnisbókin kemur út. í hverri opnu er ein vika og efni, nýtt og gamalt, ýmist á alvarlegum eða léttum nótum, við hvern dag ársins. Fimm konur rita um hugðarefni sín og kynnt eru félagssamtök, að þessu sinni ITC á íslandi. Greint er frá hlut kvenna á ritvellinum árið 1985 og skrá er yfir nöfn úr fyrri minnisbókum. Ljósmynd er í hverjum mánuði. Ritstjóri bókarinnar er Valgerður Kristjónsdóttir og útlit hannaði Eh'sabet Cochran. Á myndinni er Valgerður lengst til hægri, þá kemur Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnarss sem er einn höfunda efnis í bókinni í ár og lengst til vinstri er Elísabet Cohran er hannað hefur allar bækur Bókrúnar. Pictionary Nýtt spil, Pictionary, er komið á markaðinn. Það var Kanadamað- urinn Rob Angel sem skapaðí Pictionary árið 1985 og sló spilið samstundis í gegn í vesturheimi. Dreifíngaraðilar hins vinsæla spils Trivial Pursuit sáu að spil þetta ætti að geta orðið vinsælt annarsstaðar í heiminum og árið 1987 var spilið sett á markað í Frakklandi, Englandi og V- Þýskalandi og hefur salan farið fram úr björtustu vonum. í dag hafa selst um 15 miljón eintök af spilinu og nú er röðin komin að Islandi, en það er 20. landið sem leikurinn er markaðssettur í. Spilið hefur verið þýtt á íslensku og staðfært. Spilið inniheldur 2.500 orð sem skiptast í fímm meginflokka og byggist spilið á því að þátttakendur eiga að reyna að þekkja ýmis orð sem þeir teikna til skiptis á blað. Leikur- inn byggist á frjóu ímyndunarafli og hröðum handtökum en ekki kunnáttu í myndmennt, þótt hún geti komið að góðu gagni. Fræðslumyndir um vetrarumferð Akstur og umferð að vetrarlagi er efni fjögurra nýrra fræðslumynda sem bifreiðatryggingafélögin, Umferðarráð og Þjóðarátak í umferðarmálum hafa látið gera. í myndunum er leitast við að benda áhorfendum á ýmislegt varðandi vetrarumferð, atriði sem ætla má að auðveldi fólki að komast leiðar sinnar og auki um leið umferðaröryggi. Myndirnar eru stuttar, 2 til 5 mínútur hver og er þess vænst að sjónvarpsstöðv- arnar sýni þær á næstu vikum og mánuðum, auk þess sem þær verða sýndar í Fræðsluvarpinu, ökuskólum, framhaldsskólum og víðar. Myndirnar heita: Bfllinn og veturinn, Gangandi í vetrar- færð, Vetrarakstur og Ökum bet- ur í vetur. Starfshópur á vegum Umferðarráðs lagði á ráðin við gerð myndanna í samstarfi við AUK. Handrit skrifaði Ólafur Pétursson hjá AUK. Saga film annaðist gerð þáttanna undir stjórn Egils Eðvarðssonar en Kristín Á. Ölafsdóttir og Jónas R. Jónsson sjá um kynningar. Breytingar hjá Fjárfestingarfélaginu Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hefur gert breytingar á yfírstjórn fyrirtækisins í kjölfar þess að Gunnar Helgi Hálfdanarson hætti og gerðist forstjóri Lands- bréfa. Tveir menn, þeir Friðrik Jóhannsson og Gunnar Óskars- son, munu skipta með sér verk- um og taka við allri daglegri stjórnun Fjárfestingarfélagsins. Friðrik hefur starfað sem fjárm- álastjóri hjá Fjárfestingarfé- laginu síðan 1986. Hann verður forstjóri fyrirtækisins. Gunnar verður framkvæmdastjóri fyrir- tækisins en hann hefur starfað hjá Fjárfestingarfélaginu síðan 1985, fyrst við sjóðastjórnun en síðan sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Þá hefur Kjartan Georg Gunn- arsson verið ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Féfangs, sem er í meirihlutaeign Fjárfestingarfé- lagsins. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Landvernd um umhverfis- málaráðuneyti Landvernd mun halda ráðstefnu um Umhverfismálaráðuneyti í Félagsheimili Kópavogs á morg- un föstudaginn 10. nóvember og . hefst hún kl. 13.30 og er öllum opin. Daginn eftir, laugardaginn 11. nóvember verður aðalfundur Landsverndar haldinn á sama stað. Framsögumenn á ráðstefn- unni verða Oddmund Graham ráðuneytisstjóri norska umhverf- ismálaráðuneytisins, Júlíus Sól - nes ráðherra, Hallgrímur Indriða- son framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Eyfirðinga og Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt. Alþjóðleg samvinna háskóla Utanríkisnefnd Stúdentaráðs HÍ gengst fyrir ráðstefnu um alþjóð- lega samvinnu háskóla laugar- daginn 11. nóvember kl. 14 í stofu 101 í Lögbergi. Hætt er við að riki utan Evrópubandalagsins verði utanveltu á ýmsum sviðum og ekki síst í menntamálum eftir árið 1992. Til að koma til móts við þessa þróun hefur Norður- landaráð sett á laggirnar áætlun um samstarf háskóla á Norður- löndunum. Untanríkisnefndin telur nauðsyn að kynna það sem er á döfinni á sviði alþjóðlegrar samvinnu þar sem það snertir verulega hagsmuni stúdenta. 2 SÍÐA ÞJÓÐVjLJINN Fimmtudagur 9. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.