Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.11.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. nóvember 1989 190. tölublað 54. árgangur Fiskeldi \\K Islandslax gjaldþi Stœrsta strandeldisstöð landsins ímeirihlutaeign Sambands íslenskra samvinnufélaga. Heildarskuldirþess nema 1,1 miljarði króna. Stœrstu kröfuhafarFiskveiðasjóður, FramkvœmdasjóðurogLandsbankiíslands. Árlax áKópaskeri gjaldþrota sem einnig er að hluta til íeigu SÍS. Skuldþess nemur um 200 miljónum króna. Landbúnaðarráðherra: Engar tillögur til lausnar á vanda fiskeldis á borði ríkisstjórnarinnar Af'undi stjórnar Islandslax hf. í gær var ákveðið að óska eftir gjaldþrotaskiptum í félaginu. Til- raunir til að ná samkomulagi um leiðir til að halda fyrirtækinu gangandi urðu árangurslausar. Eftir fundi með stærstu krðfu- höfum varð Ijóst að þrátt fyrir möguleika á nokkurri skuld- breytingu var ekki um annað að ræða en að óska gjaldþrotaskipta eftir að fimm mánaða greiðslu- stöðvun þess lauk. í dag mun skiptatráðandi vænt- anlega útnefna bústjóra sem í samráði við stærstu kröfuhafana, sem eru Fiskveiðasjóður, Fram- kvæmdasjóður og Landsbanki ís- lands, ákveða um áframhaldandi rekstur íslandslax. En kröfur þessara þriggja aðila munu nema samtals um 450 miljónum króna.. Að sögn Axels Gíslasonar stjórnarformanns íslandslax hf. hafa stjórnendur fyrirtækisins lagt ríka áherslu á það við stærstu kröfuhafana og undirbúið það á þann veg að þeim væri ljós þýðing þess að halda starfsemi fyrirtæk- isins áfram. Sjálfur sagðist Axel vera sannfærður um það að fyrir- tækið ætti eftir að gera það gott innan fárra ára. Heildarskuldir fyrirtækisins nema nú um 1,1 miljarði króna. Hluthafar hafa þar af lánað fyrir- tækinu og gengið í ábyrgðir fyrir samtals rúmlega 400 miljónum króna. Aðrar skuldir eru um 700 miljónir og þar af eru um 580 miljónir króna tryggðar með veð- um í seiðaeldisstöð, klakstöð, matfiskeldisstöð svo og í um það bil 400 tonnum af laxi sem eru í stöðinni. Eftir standa því um 120 miljónir króna af heildarskuld fyrirtækisins sem ekki er til veð fyrir. íslandslax hf. var stofnað 1984 og standa að félaginu tveir hópar hluthafa þar sem 51% hlutafjár er í eigu íslenskra fyrirtækja, Sambands íslenskra samvinnufé- laga og samstarfsfyrirtækja þess, en 49% í eigu norskra aðila Nor- aqua. Heildarhlutafé fyrirtækis- ins er 102 miljónir króna. Þessir tveir hlutafjárhópar náðu ekki samkomulagi um sameiginlega tillögu til að leggja fyrir lánar- drottna. Eftir að ljóst varð að sam- komulag næðist ekki um sam- eiginlega tillögu hafa farið fram viðræður milli fulltrúa eigenda um hugsanlega yfirtöku íslenska hluthafahópsins á öllum hlutab- réfum í fyrirtækinu en þær samn- ingaumleitanir leiddu ekki til samkomulags. Axel Gíslason stjórnarformað- ur íslandslax og forstjóri Vá- tryggingafélags íslands sagði eftir stjórnarfundinn í gær ekki neita því að þessi úrslit væru mikil von- brigði fyrir sig og aðra sem trúi á framtíð fiskeldis hér á landi sem getur orðið arðbær atvinnugrein. „Þrátt fyrir þetta vona ég að fi- skeldið verði ekki dæmt sem óhæfur atvinnurekstur hér á landi," sagði Axel Gíslason. Ástæður þess hvernig fór fyrir íslandslaxi hf. sagði Axel þær helstar að fyrirtækið hefði verið brautryðjandi á sviði strandfisk- eldis og fyrsta stöð af þessari stærð í heiminum. Af þeim sökum hafi mikill kostnaður farið í tilraunir og rannsóknir sem fyr- irtækið þurfti að bera. Þá hefði seiðaútflutningur brugðist og hefði þurft að afskrifa seiði uppá annað hundrað miljónir króna vegna þess að markaðir lokuðust. Ennfremur hafi ekki tekist að byggja jafn hratt upp matfisk- eldið og áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Engu að síður verður sú framleiðsla 100% meiri en á síð- asta ári og hægt að auka hana enn frekar strax á næsta ári. í gær var svo annað stórt fisk- eldisfyrirtæki Árlax hf. á Kópa- skeri sem Samband íslenskra samvinnufélaga er einnig stór eignaraðili að, tekið til gjaldþ- rotaskipta, en skuldir þess nema um 200 miljónum króna. Að ósk bústjóra reka starfsmenn þess það áfram. Steingrimur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagði í gær að rekstrarvandi fiskeldisfyrirtækja væri ekki beinlínis inn á borði ríkisstjórnarinnar í formi tillagna ; en tvívegis á undanförnum vikum hefur hann þó tekið málið þar upp til að gera ráðherrunum grein fyrir stöðunni og til upplýs- inga. Steingrímur sagði að hann og forsætisráðherra hafi fundað að undanförnu með forsvars- mönnum fjárfestingalánasjóð- anna og bankanna til að heyra hljóðið í mönnum þar og því væri ekki að neita að menn eru ugg- andi um ástandið. -grh Forystumenn VMSÍ á fundi formanna stjórnarflokkanna. Talið til hægrí frá Steingrími: Karl Steinar Guðna- son, varaformaður VMSÍ, Snær Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, Ragna Bergmann, for- maður Verkakvennafélagsins Framsóknar og Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar. Mynd: Jim Smart. VMSÍ Jákvæð viðbragð raöherra SteingrímurHermannsson: Fagnaþvíþegar verkalýðshreyfingin kemur fram með uppbyggilegarogjákvœðarábendingar. Karl SteinarGuðna- son: Skilningur á okkar kröfum í ríkisstjórn Forystufólk úr röðum Verka- mannasambands Islands gekk á fund formanna stjórnarflokk- anna í gær og kynnti þeim álykt- anir nýafstaðins þings sambands- ins. Að loknum fundinum sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, að fundurinn hefði verið jákvæður og hann fagnaði því þegar verkalýðs- hreyfingin kæmi með uppbyggi- legar og jákvæðar ábendingar. Ráðherrann sagði forystufólk VMSI hafa gert grein fyrir sinum tillögum og þær hefðu verið ræddar en ákveðið hefði verið að skoða þær nánar og halda sfðan um þær annan fund. Ein af ályktunum VMSÍ varðar verðtryggingu launa, um að ann- aðhvort verði laun verðtryggð eða allar verðtryggingar afnumd- ar. Steingrímur sagðist ekki hafa farið leynt með þá skoðun sína að fara ætti seinni leiðina og afnema verðtryggingu á öllum sviðum. Þá lýsir VMSÍ yfir áhyggjum sín- um vegna þróunar í atvinnumál- , um og útflutnings á óunnum fiski. Steingrímur sagði ekkert vera í ályktunum VMSÍ sem ríkis- stjórnin gæti ekki sætt sig við á þessu stigi, nema þá verðtrygg- ingu launa. Þetta væri annars samningsatriði hjá aðilum á vinn- umarkaði. í einni ályktun VMSÍ er mælt með því að ráðist verði í nýja stóriðju. Steingrímur sagðist ekki telja nokkuð í þessum ályktunum sem valdið gæti deilum innan ríkisstjórnar. Innan ríkisstjórnar- innar hefðu formenn stjómar- flokkanna rætt þetta mál og það hefði töluvert verið rætt í ríkis- stjórn. Það væri ljóst að innan Alþýðubandalagsins og einstakir aðilar í öðrum flokkum, vildu gera strangari kröfur til stóryðju. Enginn ágreiningur væri hvað snerti mengunarvarnir en skiptar skoðanir væru í öllum flokkum varðandi orkuverð og hvað hægt væri að fara langt niður með verðið til að byrja með. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður VMSÍ, sagði það ¦> skoðun VMSÍ-þings að auka mætti hagvöxt í landinu með stór- iðju og auka atvinnu. Ráðherr- unum hefði verið kynnt sú af- i staða VMSÍ að allan fisk ætti að selja á mörkuðum innanlands, þannig að íslendingar hefðu sama rétt og útlendingar til að bjóða í fiskinn og ekki væri verið að byggja upp fiskvinnslu er- lendis á meðan vinnufúsar hend- ur á íslandi hefðu ekkert að gera. Að mati Karls Steinars sýndu ráðherrarnir skilning á kröfum VMSÍ og viðbrögð þeirra hefðu verið mjög jákvæð. Hann var spurður hvort komandi kjara- samninga hefði borið á góma og svaraði því til að um þá yrði rætt við viðsemjendur VMSI. Ríkis- stjórninni hefði þó verið tjáð að VMSÍ færi fram til að ná fram jafnari lífskjörum og til að stöðva kaupmáttarhrapið. Ráðherramir hefðu sagt að þeir væntu þess að verðbólga færi lækkandi, næði efnhagsstefna þeirra fram að ganga, sem myndi þýða lækkandi vexti og betra umhverfi í pening- amálum hvað snerti heimilin í landinu. -hmp Borgarmál Hefur Davíð ekki tíma? - Svo virðist sem embættis- menn innan bnrgarinnar séu farnir að taka mikilvægar á- kvarðanir algerlega án vitncskju borgarstjóra. Frímúraraplaninu var lokað af borgarverkfræðingi og Davíð hefur tekið það skýrt fram að hann hafi ekkert vitað af pessum aðgerðum. Nú kemur það fram í svari Inga U. Magnús-r sonar, gatnamálastjóra, að svæð- ið bak við Skúlagötuhúsin var lagt undir bflastæði án þess að borgarstjóri hafí haft hugmynd um það. Þess vegna er tímabært að borgarbúar spyrji þeirrar' spurningar hvort Ðavíð Oddsson hafi ekki lengur tíma til að stjórna borginni eftir að hann var gerður að varaformanni Sjálfstæðis- flokksins, sagði Össur Skarphéð- insson borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, en svör við fyrir- spurnum sem hann lagði fram á borgarstjórnarfundi varðandi þessi mál hafa nú borist. Eins og fram hefur komið í fréttum Þjóðviljans var bflastæð- um við Frímúrarahöllina lokað fyrir almennri notkun, en fólk gat þó keypt sér bflastæði þar fyrir litlar 36 þúsund krónur á ári. Nýtt bflastæði var tekið í notkun við hliðina á barnaleikvelli á bak við Skúlagötuhúsin. í framhaldi af umræðum í borgarstjórn um þessi mál voru bflastæðin við Frímúrarahöllina opnuð aftur. I svari gatnamálastjóra kemur fram að það var aldrei sótt um leyfi til þess að loka frímúrara- planinu sem þó er skylt samkvæmt byggingarreglugerð. Það kemur líka fram að slíkt hefur aldrei ver- ið gert þegar lokunarbúnaður er settur upp. Varðandi fyrirspum um bíla- stæðin við leiksvæðið bak við Skúlagötuhúsin kemur fram í svari gatnamálastjóra að hann hafi farið í vettvangskönnun ásamt Pétri Melsteð rakara við Skúlagötuna. - Það er erfitt að sjá af svarinu hver tók ákvörðun um þessi bfl- astæði. Einna helst virðist sem gatnamálastjóri ásamt Pétri Mel- steð rakara hafi tekið þessa ákvörðun. Ég veit ekki síðan hve- nær rakarar út í bæ fóru að taka ákvarðanir í borgarmálefnum og það er algerlega óskiljanlegt að þetta skuli vera gert án þess að umhverfismálaráð hafí fjallað um málið. Það er óverjandi að setja' niður bflastæði á þessum stað, við hliðina á bamaleikvelli og auk þess grænt svæði samkvæmt skipulagi. Bflar skapa bæði mengunar- og slysahættu sem ekki er börnum bjóðandi, sagði össur og kvaðst mundi taka mál- ið upp á næsta fundi umhverfis - málaráðs. " -iþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.