Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.11.1989, Blaðsíða 9
NÝJAR BÆKUR - Thorá þrem kiljum Mál og menning hefur nú endurútgefið þrjár af eldri skáld- sögum Thors Vilhjálmssonar, Fljott fljótt sagði fuglinn, Foldu og Grámosinn glóir, en tvær þær fyrrnefndu hafa verið ófáanlegar um árabil. Þetta eru handhægar og ódýrar kiljur. Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápur á allar bækurnar. Fljott fljótt sagði fuglinn hefur verið kölluð tímamótaverk í ís- lenskum bókmenntum. Hún kom fyrst út árið 1968 og er heimild um þau sögulegu umbrot sem urðu það ár um leið og rætur verksins liggja víðar í vestrænni menningu, goðsögnum sem samtímalist. Folda sem kom út árið 1972 geymir þrjár frásagnir sem höf- undur kallar skýrslur og allar eru þjóðlegar ferðasögur, gamalt vín á nýjum belgjum. Grámosinn glóir hefur síðan hún aflaði höfundi sínum Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs komið út í Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi og alls staðar hlotið mikið lof. Efnið er sótt í kunn sakamál á 19. öld sem verða höfundi tilefni til að glíma við spurningar um sakleysi og sekt, ást í meinum, heimsmenn- ingu og öræfi. Dúfan eftir Patrick Siiskind Út er komin á vegum bókaút- gáfunnar Bjartur nýjasta bók Patrick Súskind Dúfan í þýðingu Hafliða Arngrímssonar. Patrick Súskind fjallar þar um líf hins sérstæða Jonathans, sem er vaktmaður í París, Jonathan ólst upp undir ógnum seinni heimsstyrjaldar. í uppvextinum lendir hann í margvíslegum þrengingum og kemst snemma að því að mönnunum er í engu treystandi. Hann einsetur sér því að lifa fábreyttu lífi. í því skyni kemur hann sér fyrir í risherbergi í París, sem er hans örugga ey- land í ótryggum heimi. Patrick Súskind er um þessar mundir einn athyglisverðasti rit- höfundur Evrópu. Ilmurinn eftir Patrick Súskind sem kom út í ís- lenskri þýðingu árið 1987, vakti fyrst heimsathygli á höfundi sín- um, enda er hann gæddur ein- stakri frásagnargáfu og hug- myndaauðgi. Patrick Súskind fékk mikið lof gagnrýnenda fyrir Dúfuna. Auk Ilmsins hefur leikritið Kontra- bassinn eftir Patrick Súskind komið út í íslenskri þýðingu. Leikhúsið Frú Emilía sýndi það árið 1988. Bókaskrá um ættfræðirit Út er komin fjórða söluskrá Ættfræðiþjónustunnar um bækur og hjálpargögn í ættfræði. í skránni eru nál. 120 ættfræái- verk, sem fást hjá Ættfræðiþjón- ustunni að Sólvallagötu 32A í Reykjavík. Mun þetta stærsta söluskrá, sem út hefur komið um ættartölur, niðjatöl, æviskrárrit, manntöl, byggðasögur og önnur heimildarrit um ættir íslendinga. Hægt er að fá bókaskrána heimsenda án endurgjalds (pant- anir í síma 91-27101). Þá er nýútkomið verkið Ættir mínar - vinnubók í ættfræði. Þar er að finna upplýsingar um ætt- fræðiheimildir, eyðublöð til skráningar á framættum, sem ná til rúmlega 600 forfeðra, ásamt leiðbeiningum um skipulega skráningu ættartölunnar. Ritið fæst hjá Ættfræðiþjónustunni. Fyrsta Ijóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina í jaðri bæjarins eftir Jónas Þorbjarnarson. Þetta er fyrsta ljóðabók hans en áður hafa birst eftir hann ljóð í tímari- tum. Á liðnu ári hlaut Jónas einn- ig fyrstu verðlaun í ljóðasam- keppni Morgunblaðsins. „Svo glæsilegt byrjendaverk sem þetta ljóðasafn sætir vissu- lega tíðindum í íslenskum bók- menntaheimi," segir í kynningu Forlagsins. „Hér er eins og land, sjór og himinn renni eðlilega saman við hugsun skáldsins og ljóðmálið er svo lífrænt og þokk- afullt að lesandinn fær strax að- gang að ljóðunum án þess að vera krafinn um skilning. Hann gengur inn í ljóðheim höfundar, hlustar þar og horfir í kringum sig - á mann og náttúru“. í jaðri bæjarins er 48 bls. Guð- rún Ragnarsdóttir hannaði kápu. Sonur minn og stjúpsonur Hermann Ingólfur Guðmundsson Austurgötu 29b Hafnarfirði fyrrum starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkurborgar andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 6. þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafía Þórðardóttir Stefán Hannesson Dagskrá 9. landsfundar Alþýðubandalagsins Fimmtudagur 16. nóvember Landsfundur Alþýðubandalagsins settur kl. 17.30. Setningarræða formanns Alþýðu- bandalagsins Ólafs Ragnars Grímssonar Nýr grundvöllur fyrir nýja tíma: Framsögur um framtíðarverkefni flokksins kl. 21.00 Svanf ríður Jónsasdótt- ir: Nýr grundvöliur í at- vinnumálum Svavar Gestsson: Is- lensk menningarstefna og alþjóöaþróun Steingrimur J. Sigfús- son: Auðlindir og um- hverf i á nýrri öld Arthúr Morthens: Sam- felld menntun - forsenda framfara Margrét Frímannsdótt- ir: Sveitarstjórnirnar- vettvangur lýðræöis og félagslegra réttinda Björn Grétar Sveins- son: Jöfnuður - Atvinnu- þróun-varanlegar lífskjarabætur Almennarstjómmálaumræðurhefjastkl. 22.30 Föstudagur 17. nóvember Almennarstjórnmálaumræðurogstarfstarfshópa Laugardagur 18. nóvember Störf nefnda og starfshópa tilhádegis. Kl. 12-14.30 Hliðarráðstefnaíhádegisverðarhléi. Evrópa íbreyttum heimi Erindi: Árni Bergmann ritstjóri: Lýðræðisþróunin í ‘ Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur: | g/KSk Á Evrópu i Rikisheildirog breyttar pólitískaraðstæðuri Evrópu. Már Guðmundsson efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra: Nýsköþuni efnahagsmálum: Hlutur Evrópu í heimsbú- skapnum. Pallborðsumræður undir stjórn Halldórs Guömundssonar. Þátttakendur: Ari Skúlason, Álfheiður Ingadóttir, Hjalti Kristgeirsson, Logi Þormóösson, Vil- borg Harðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Síðdegis verður afgreiðsla mála. Stefnt er að kosningu stjórnar og fram- kvæmdastjórnar kl. 16. Landsfundarfagnaður í Risinu, Hverfisgötu 105, í umsjón ABR. Sunnudagur 19. nóvember. Afgreiðsla mála. Stefnt er að kosningu miðstjórnar kl. 14. Fundarslit kl. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.