Þjóðviljinn - 28.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1989, Blaðsíða 7
Nýr skáldsagna- höfundur: Úr hugarheimi unglinga Björgúlfur Ólafsson hefur gef- ið út fyrstu skáldsögu sína og nefnist hún “Hversdagsskór og skýjaborgir". Er því heitið í bókarkynningu að þetta sé skemmtileg og fyndin saga og hlýleg um daglegt líf unglinga, sorgir þeirra og gleði. Björgúlfur, sem er fæddur 1961, segir í stuttu spjalli, að hann hafi byrjað að skrifa einn góðan veðurdag fyrir fjórum árum þegar honum varð litið út um gluggann. Tekur þó ekki fyrir að einhver skriffinnska hafi blundað í honum áður. Hann hef- ur birt smásögur í Teningi og Les- bók Morgunblaðsins. Um bókina sjálfa segir hann þetta helst: Ég er að reyna að lýsa hugar- heimi unglinga og neita því ekki að ég geng út frá eigin reynslu án NYJAR BÆKUR Frjáls og bundin Björgúlfur Ólafsson með frum- burðinn. þess ég sé beinlínis að rifja upp hvernig allt var á mínum ungl- ingsárum - sagan gerist í nútím- anum. Mér fannst skemmtilegt að skrifa um þennan heim, um fólk sem er eins og á milli vita, er að bæta við skólareynsluna og skólaleiðann og foreldravandam- álið svo mörgu sem er nýtt - ví- munni og ástinni og mörgu fleira. Vissulega er þetta bók fyrir unglinga, en hún er ekki sér- hönnuð fyrir markhóp ef svo mætti segja, ég er að vona að hún sé ekki lakari lesning fyrir full- orðna, já hvern sem er.... Pórhallur Práinsson gerði kápu, Metri gefur út í samvinnu við höfund. -áb Doris Lessing Sumarið fyrir myrkur Helga Guðmundsdóttir þýddi Forlagið 1989. Hlutur góðra skáldsagna þý- ddra í bókaútgáfunni hefur vaxið eins og menn vita, þökk sé þýð- ingarsjóði og vídeóbyltingunni sem hefur slátrað þýddum reyfur- um í stórum stfl. Og þá fjölgar einnig erlendum fastagestum á bókamarkaði. Ein þeirra er Dor- is Lessing og á alltaf erindi til okkar. Þessi skáldsaga er ekki ný af nálinni, kom út fyrst árið 1973 og ber þess merki að kvennaum- ræðan er ekki eins langt komin eða eins sjálfsögð og síðar: það er að sumu leyti eins og Doris Less- ing sé að leiða okkur inn í fyrsta áfangann í sjálfskoðun kvenna. Þetta er saga af „kreppu á miðj- um aldri“, af Kate Brown, hálf- fimmtugri læknisfrú og fjögurra barna móður sem hefur í tvo ára- tugi lifað í dyggðum eiginkonu og móður. Og kannski ekki upp skorið annað en andlega hrörn- un? Hún er við upphaf sögunnar Að yfirvinna óttann Ný skáldsaga eftir Porvarð Helgason „Svíða sands augu“ heitir skáldsaga eftir Þorvarð Helgason sem út er komin hjá Fjölva. Þor- varður sem er kunnur fyrir leikritun og leikhúsrýni hefur áður gefið út skáldsöguna Eftir- leit, sem gerðist í íslenskri náms- mannanýlendu. Þessi saga hér gerist einnig á fjörrum ströndum - í óþekktu þriðjaheimslandi, og því er lofað að fjallað sé í henni um ýmis hin stærstu mál. í stuttu spjalli um skáldsöguna segir höfundur á þessa leið: Hér er rakinn ferill manns af minni kynslóð, þeirra sem voru ungir menn upp úr 1950 þegar nýlenduveldin voru að byrja að hrynja. Aðalpersónan hefur hafnað samlífi við mennina, en er neydd út í baráttuna aftur og send til Afríku. Frelsið sem þessi maður hefur öðlast í sinni höfnun er að verða ekki lengur undrandi á neinu og ekki bundinn neinu öðru en sinni hreinustu sannfæringu og með þessu móti endurfæðist hann ef svo hátíðlega má að orði kveða. Skiljandi að vandinn er sá að komast af á þessari jörð - ekki með hvaða skilmálum sem er, en með tilliti til þess umhverfis sem við komumst ekki út úr. Maður á víst ekki að vera að segja mikið, það er hættulegt. Ný bók eftir Svövu Jakobsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Undir eldfjalli eftir Svövu Jakobsdóttur. Hún hefur fyrir löngu skipað sér í fremsu röð íslenskra rithöfunda með skáldsögum sínum, smá- sögum og leikritum. Skemmst er að minnast lofsamlegra dóma sem síðasta bók Svövu, Gunnlaðar saga, hlaut fyrir tveimur árum en hún mun á næst- unni koma út á fjórum Norður- landamálum og var nú í nóvem- ber tilnefnd af íslands hálfu til Bókamenntaverðlauna Norður- landaráðs. Þetta nýja sagnasafn Svövu Jakobsdóttur, og hið fjórða frá hennar hendi, hefur að geyma sex sögur. Allar persónur sagn- anna heyja baráttu sína undir eld- fjalli þótt í ólíkum skilningi sé. Fræg japönsk saga Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Hneyksli eftir japanska rithöfundinn Shu- saku Endo. Úlfur Hjörvar þýddi úr ensku. Skáldsagan segir frá rithöfund- inum Súgúró sem nýtur ósvikinn- ár virðingar og vinsælda fyrir skáldskap sinn. Við verðlaunaaf- hendingu í Tókýó vindur sér að honum drukkin kona og kveðst kannast við hann úr fjölmörgum heimsóknum hans í hverfi klám- sýninga og vændishúsa í borginni. Súgúró kannast ekki við neitt, en leitar allra hugsanlegra skýringa. Á hann sér tvífara? Getur verið að þarna sé á ferðinni annar þátt- ur persónuleika hans sem hann vill ekki við kannast? í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Af óvenjulegri snilld lýsir hinn .frægi japanski rithöfundur því hvernig Súgúró glatar smám saman innri friði og tekur að efast um heiðarleika sinn í afstöðunni tl lífs og listar. Sagan varð á ör- skömmum tj'ma metsölubók í Japan og hefúr notið ómældrar athygli á Vesturlöndum, enda sameinar höfundurinn menningu þjóðar sinnar og vestrænan skáldskapararf á meistaralegan hátt.” Hneyksli er 242 bls. og er gefin út bæði í bandi og sem kilja. SHUSAKU ENDO Doris Lessing * n! ÁRNI BERGMANN Sumar þeirra takast á við lífið, háska þess og hverfulleika, af þrautseigju og ástríki. Aðrar sögupersónur glíma við eyðingar- öfl valds og kúgunar sem brjótast upp á yfirborðið gegn góðum vilja og beinast gegn lífinu þegar minnst varir. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Sögur Svövu Jakobs- dóttur búa yfir fágætri spennu hins óvænta og ósagða. Yfirbragð jjeirra er ýmist leikandi létt og innilegt eða þrungið dulúð og al- vöru. En undir stilltu yfirborði meitlaðrar frásagnarlistar leynist eldur margræðninnar og lýkst smám saman upp fyrir lesandan- um.” Undir eldfjalli er 122 bls. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. Þorvarður Helgason Ekki síst vegna þess að hér koma margir þræðir saman fyrir utan það sem spinnst út frá sam- skiptum Vesturlanda og nýlendu- heimsins sem var. En semsagt: hér er sýndur maður sem hafði gefist upp, sleginn ótta við dýrið og á von á því að sprengjan falli. En hann yfirvinnur þennan ótta. Að vísu er hann ekki sannfærður um að hann geti bjargað miklu, en hann hefur þó reynt hvað hann getur og það er nokkurs virði.... að velta því fyrir sér, hvort hún hafi nokkru sinni átt val, hvort allt hennar líf hafi ekki stjórnast af öðrum, er hægt að byrja á ein- hverju nýju? Möguleikarnir eru fyrir hendi, sumar sögunnar splundrar fjölskyldunni í ýmsar áttir, hún er ein, Kate, sem er ágæt málamanneskja, gefst tæk- færi til að vinna fyrir alþjóðlega matvælastofnun. Hún er vinsæl, fær fljótt stöðuhækkun, leggst í ferðalög, ástarævintýri bíður á næsta leiti. En því miður: líklega kemst Kate Brown ekki mjög langt frá sínu búri - það er reyndar gefið til kynna strax við upphaf sögunnar: hún sýnir greinileg merki um hinn fræga ótta við frelsið, þegar hún loksins gerir sér grein fyrir því að fjölskyldan þarf ekki á henni að halda og henni standa ýmsar leiðir opnar. Sú framvinda verður ekki rakin hér. En þessu hér fram haldið: Doris Lessing bregst lesendum sínum ekki með ósvikinni þekkingu á því hvernig söguhetju hennar líður. Með skarpskyggni á hvað er satt og hvað logið í upplýstu og vinsam- legu hjónabandi. Með ofurnæmi sínu til dæmis á það, hve litlu munar að kona með útlit og aldur Kate Brown dregur til sín augu og athygli karlpenings og svo því að hún hverfi, gerist kynlaus og marklaus vera sem þeir koma ekki auga á. Um leið takmarkast sagan ekki við það að vera sálkönnun á ein- stakiingi í efri millistétt: hin fé- lagslega vídd er á sínum stað hjá Doris Lessing - ekki síst í ádrepu þeirri sem lesa má í sögunni um þær dýru umbúðir (ráðstefnur, skýrslur, ferðalög) sem gleypa feiknin öll af þeim peningum sem merktir eru þróunaraðstoð eða öðrum göfugum markmiðum. Við vitum líka vel af því að bókin gerist á hippaskeiðinu: áður en lýkur stígur Kate niður í kjallar- ann til Maureen, sem er næsta kynslóð vel stæðrar konu í sjálfs- leit, í leit að því sem máli skiptir í þrælsundruðum heimi. Undir lokin eru þær báðar á leið heim aftur í það skjól sem stétt þeirra veitir - uppreisnin fórst fyrir. Helga Guðmundsdóttir hefur þýtt söguna af vandvirkni að því er best verður séð. Árni Bergmann Vinningstölur laugardaginn 25. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 5.510.785 O PLUSf-gíjí Z. 4af5^Á 1 565.993 3. 4af5 99 9.862 4. 3af 5 4.604 494 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.327.492 kr. UPPLÝSINGAR:' SÍMSVARI 681511 - LUKKUIÍNA 991002 Þriðjudagur 28. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.