Þjóðviljinn - 28.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.11.1989, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Fundur 1. des. Föstudaginn 1. des. hittast Alþýðubandalagsmenn í Hafnarfirði kl. 8 í Gaflinum til skrafs og ráðagerða. Stjórn ABH Leitin að týnda landsfundinum Á félagsfundi í Tæknigarði núna í kvöld, þriðju- dagskvöld 28. nóvember, hittumst við og byrjum að kryfja landsfundinn til mergjar og spá í fram- tíðina. Við byrjum á að athuga hvað varð um tillögur og ályktanir Birtingarfélaga á fundinum, og síðan reifar Svanfríður Jónasdóttir stöðuna að landsfundinum loknum. í kjölfarið verður rætt um framtíðarstarf og stefnu, og í þeim umræðum miðjum skýrir Kjartan Valgarðsson gang mála í undirbúningi borgarstjórnarfram- boðs. Byrjum 20.30, hættum 23.00. Fundarstjóri Hrafn Jökulsson. Nýir félagar velkomnir. SsfHI l*i ?. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ FRÁ MENNTAMÁLA- RAÐUNEYTINU: Lausar stöður Við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar tímabundin lektorsstaða í sjúkraþjálfunarfræðum. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna til þriggja ára og til greina gæti komið að skipta stöðunni í tvær hálfar lektorsstöður. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 20. desembern.k. Við verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað: íslenskukennara vantar frá næstu áramótum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 15. desember n.k. skáldsaga eftir Márques Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér skáldsöguna Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu eftir Gabriel García Márqu- es. Guðbergur Bergsson rithöf- undur þýddi. Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu fjallar um frelsishetjuna Símon Bolívar sem frelsaði heila heimsálfu undan nýlenduvaldi Spánverja. Sagan lýsir síðustu ævidögum hans þar sem hann hrekst um dauðveikur - rúinn valdi og vinum - rifjar upp liðna tíð og spyr sjálfan sig um tilgang baráttunnar. Gabriel García Márquez dreg- ur upp magnaða mynd af þeim veruleika sem liggur að baki sög- unni um byltingarhetjuna. Hann afhjúpar dýrðina sem sagan sveipar frelsishetjur á hverri tíð - vekur spurningar um eðli valds- ins og afleiðingar þess fyrir ein- staklinga og þjóðir. FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Lundia hillur Vill einhver skipta á 1 m og 30 cm djúpum hillum fyrir 80 cm og 30 cm djúpum eða selja mér slíkar. Upplýs- ingar í síma 681654. Bílskúr óskast á leigu til 20. des. undir bíl til geymslu. Upp- lýsingar í síma 24225 og 642035. Gömul eldhúsinnrétting með vaski og blöndunartækjum til sölu á kr. 5.000. Upplýsingar í síma 79936. Til sölu Skodi ‘86 130 GL, 5 gíra, útvarp/ segulband. Á góðu verði ef samið er strax. Upplýsingar í síma 626203. Óska eftir ódýru söngkerfi og gömlum hljóðfærum, helst gítörum. Á sama stað óskast einnig sófasett, sófaborð og hillu- samstæða. Til sölu er Sanyo útvarp/ segulband á kr. 6.000 og 2 Pioneer bíl hátalarar á kr. 4.500. Upplýsingar í síma 626203 Óska eftir ódýrt gömlum plakötum eða auglýsinga- skiltum frá því fyrir 1970. Upplýsingar í síma 19355. Óska eftir vel með farinni kerru. Þarf að vera lítil og þægileg í bíl (ekki regnhlífarkerra). Upplýsingar í síma 33975. Til sölu hvítt og blátt fjallahjól með brettum. Upplýsingar í síma 75990. Til sölu svartur leðurjakki, lítið notaður, stærð small (13—14 ára). Fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 75990. Til söiu íslendingasögurnar á kr. 10.000. Upplýsingar í síma 674506. Subaru Station ‘81 til sölu í varahluti í heilu lagi eða pört- um. Upplýsingar í síma 675809. Bíll óskast Góður bíll gegn staðgreiðslu ca. kr. 50.000. Áttu eitthvað? Láttu mig vita í síma 675809. Óskum eftir barngóðri konu til að gæta þriggja ára drengs 1.12. Er góður á næturnar. Upplýsingar í síma 678748. ísskápur óskast Upplýsingar í síma 622278 eða 23028 á kvöldin. Notaðir skautar óskast fyrir 3ja ára stúlku. Stærð 28-29. Sími 687816, Kolbrún, eftir kl. 17. Til sölu tvær sturtur með botni á kr. 2.500 hvor, teppamotta, mynstruð, nokkuð stór, á kr. 2.000. Upplýsingar í síma 74268. Óska eftir vinnu fyrir hádegi. Hringið í síma 626219 á kvöldin. Tek að mér þrif á sameignum og stigagöngum í Vest- urbæ. Upplýsingar í síma 74380, Sig- rún María. Jólahreingerning Vantar þia aðstoð við jólahreingern- inguna? Eg gæti hjálpað. Er vön. Hafðu samband. Sigrún María sími 74380. 3ja gíra reiðhjól fyrir fullorðinn til sölu á ca. 5.000 (með sprungið dekk). Upplýsingar í síma 674073. Átt þú þokkalegt, notað sófasett sem þú vilt losna við á auðveldan hátt? Ef svo er þá máttu hringja í síma 33525 á kvöldin. Vala. Til sölu sófaborð og hornborð úr bæsaðri eik, 3 svört netborð úr járni, leðurkápa nr. 38 og leðurjakki nr. 12-14. Selst allt mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 79198. Ódýr Ignis ísskápur til sölu. Hæð 135 cm, breidd 60. Upp- lýsingar í síma 39059. Barnakojur óskast Óska eftir vel með förnum barnakoj- um. Upplýsingar í síma 29545. ísskápur til sölu Selst á kr. 2.000. Upplýsingar í síma 76586, á kvöldin. Tvöfalt gler, innihurðir, girðingarefni Til sölu fjórar innihurðir úr Oregon furu, þar af ein rennihurð með rúðum, heflað girðingarefni, 50 m 1x4 og 30 m 1,5x3 og tvöfalt verksmiðjugler 3 stk. 90x60 cm og 3 stk. 110x115 cm. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 621991. Svo til ný videóupptökuvél VHS-compact til sölu. Gjafverð stað- greidd. Taska fylgir. Sími 11096. Básar í hesthúsi Til sölu tveir básar í góðu hesthúsi í Kópavogi. Upplýsingar í síma 76706 eftir kl. 19.00. Múrverk/flísalagnir - Flísa/marmara /skífulagnir - Grófhúðun/fínhúðun/viðgerðir. - Ráðgjöf, tímavinna, tilboð, góð vinna, greiðsluskilmálar. - Fagmaður í fimmtán ár. Eiríkur Rauði Björgvinsson, sími 653087. Hreingerningar Við erum tvær skólastelpur og tökum að okkur að þrífa í heimahúsum. Erum vanar og vandvirkar. Uppl. í síma 36718, Sara eða 35206, Hrafn- hildur. FELAGS- FUNDUR í Iðju, félagi verksmiðjufólks verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, fimmtudaginn 30. nóvember 1989, kl. 5 síðdegis. Dagskrá: 1. Kjaramál 2. Félagsmái 3. Önnur mál í lok fundarins verður sýndur leikþátturinn: Karlar óskast í kór Höfundur og leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Leikendur: Bessi Bjarnason Ólafía Hrönn Jónsdóttir Sigurður Skúlason Leikþátturinn er saminn fyrir Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Jafnróttisráö og fjallar um jafnréttismál og stöðu karlmannsins í því sam- bandi. Verkið er gamanleikur með alvarlegum undirtón. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Óiafssonar í kvöld kl. 20.30 Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari flytja verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Karlheinz Stockhausen, Toru Takemitsu og Willy Burkhard. Matsmaður óskast til rækjuverksmiðjunnar Hafnarfells hf. Upplýsingar í síma 96-71970. Faðir okkar Jón Einarsson frá Berjanesi í Vestmannaeyjum Haukshólum 3 er látinn. Börn, tengdabörn og barnabörn Móðir okkar og tengdamóðir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kóþavogi, 18. nóvem- ber s.l. Útförin hefur farið fram. Axel Rögnvaldsson Ragna Rögnvaldsdóttir Kristín Rögnvaldsdóttir Pálmi Rögnvaldsson Sigríður Jóhannsdóttir Ingvaldur Rögnvaldsson Hafdís Gústafsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.