Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Sakamál Sekir um stórfelldan fjárdrátt Sakadómur dœmdi Magnús Þórðarson og Halldór Örn Magnússon fyrir skjalafals ogfjárdrátt. Stálumilljónummeðfölsunundirskrifta œttingja og annarra og með því að hirða fé sem þeim var treystfyrir Magnús Þórðarspn og félagi hans Halldór Orn Magnús- son voru fundir sekir af öllum ákæruatriðum í Sakadómi Reykjavíkur í gær en þeir voru ákærðir fyrir skjalafals og fjár- drátt. Magnús var dæmdur til fangelsisvistar í tvö ár og sex mán- uði en Halldór var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Þeir voru einnig Poppgetraun Skila- frestur framlengdur Skilafrestur í poppgetraun Þjóðviljans sem birtist í Nýju Helgarblaði 15. desember síðast liðinn hefur verið framlengdur til 9. janúar, ma. til að gefa lands- byggðarfólki betra tækifæri til að koma lausnum til skila. En sam- göngur hafa raskast nokkuð í veðurfarinu að undanförnu. Poppgetraunin eru 20 spurn- ingar úr erlendu og innlendu poppi. Vinningarnir eru þess virði að reyna með sér getspek- ina, geislaspilari, 10 geisladiskar og ferðasegulbandstæki. Fólki hefur gengið misjafnlega að svara en þess misskilnings hefur gætt að ekki sé hægt að senda inn lausnir nema öll svörin séu rétt. Ef fáir eru með öll svörin rétt er nefni- lega möguleiki á að einhver fái verðlaun sem vantar upp á svörin hjá. Poppgetraunin er umfram allt leikur og því um að gera að vera með. , -hmp Helga Guðrún til Upp- lýsingaþjónustunnar Helga Guðrún Jónasdóttir hefur verið ráðinn forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins, en Ólafur H. Torfason gegndi því starfi til 1. október að hann tók til starfa sem ritstjóri Þjóðviljans. Helga Guðrún er fædd árið 1963. Hún lauk stúd- entsprófi árið 1982 og hóf þá nám í félagsvísindum við Háskóla fs- lands. Hún hefur starfað við tímaritið Heimsmynd og hjá Ríkisútvarpinu við dagskrárgerð og á fréttastofu þess. Hún veitir nú forstöðu upplýsingaþjónustu- línu 991000 sem starfrækt er á vegum Miðlunar og Pósts og síma, auk þess kennir hún fjöl- miðlafræði við Menntaskólann við Sund. Helga Guðrún tekur til starfa hjá Upplýsingaþjónust- unni í febrúar. dæmdir til að greiða skaðabætur, þar með talinn allan sakark- ostnað og saksóknarlaun og máls- varnariaun skipaðs verjanda í málinu og Magnús missir málf- ærsluréttindi sín í þrjú ár. Þeir Magnús og Halldór áfrýuðu mál- inu ekki til hæstaréttar. f októbermánuði 1985 voru Magnús og Halldór ákærðir fyrir fjölmörg brot á lögum vegna skjalafals og fjársvika. Þeir föls- uðu ma. undirskriftir á veð- skuldabréf sem þeir síðan seldu til banka og fjárfestingasjóða fyrir milljónir króna og sömu- leiðis hirti Magnús hundruð þús- unda sem honum sem lögfræðingi hafði verið treyst til að fara með af umbjóðendum sínum. Þegar þeir félagar fölsuðu undirskrift- irnar notuðu þeir ýmist nöfn eigenda þeirra fasteigna sem veð- skuldabréfin voru gefin út á eða nöfn ættingja sinna, ásamt nöfnum sem þeir bjuggu til. Ákæruatriðin eru fjölmörg. Sem dæmi má nefna að í nóvem- ber 1984 fölsuðu þeir tíu sam- hljóða veðskuldabréf með fullri verðtryggingu, hvert að fjárhæð 100 þúsund krónur, tryggðum með öðrum veðrétti á húseign sem þeir félagar fölsuðu undir- skrift eigandans á skuldabréfin ásamt undirskriftum votta. Fé- lagarnir þinglýstu síðan bréfun- um og seldu Verðbréfamarkaði fjárfestingarfélagsins fyrir 878 þúsund. Svipaðan leik léku Magnús og Halldór margsinnis. Magnús er fundinn sekur um margs konar fjárdrátt. Hann tók ma. 905 þúsund krónur sem hann átti að verja til kaupa á verð- tryggðum skuldabréfum fyrir umbjóðanda sinn, til eigin nota og eins fór fyrir 300 þúsundum sem annar umbjóðandi treysti honum fyrir. Þá tók Magnús fleiri hundruð þúsund krónur ýmissa annarra umbjóðenda til eigin nota, fjármuni sem annað hvort áttu að vera greiðslur umbjóð- enda hans til þriðja aðila eða greiðslur sem áttu að ganga til umbjóðenda hans. Þeim félögum virðist fátt hafa verið heilagt. Þann 8. apríl veitti Magnús viðtöku skuldabréfum upp á rúma milljón, sem var greiðsla dómsskuldar í skaða- bótamáli Hríseyings vegna slyss sem hann varð fyrir á skemmtistaðnum H-100. Magnús seldi umrædd skuldabréf og hirti alla peningana sjálfur og nýtti í eigin þágu. Verjandi Magnúsar og Hall- dórs, Kjartan Reynir Ólafsson, sagði í gær að málið væri þess eð- Iis að ekki væri ástæða til að á- frýja því til hæstaréttar, enda hefði ekki verið farið fram á sýknun. Bragi Steinsson sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins en Hjörtur O. Aðalsteinsson sak- adómari kvað upp dóminn. -hmp Það var vetrarlegt um að litast þegar landsmenn héldu til vinnu sinnar í gær eftir að hafa hvílt sig yfir jólin. Fyrsta verk margra var að skafa bílrúður og síðan haldið út í þæfinginn. Mynd: Jim Smart. Sonur skdarans að Varmalandi Leikdeild Ungmennafélags son en alls talca 30 manns þátt í Skaftholtstungna frumsýnir sýningunni sem er sú viðamesta leikrit Jökuls Jakobssonar, Sonur sem leikdeildin hefur ráðist í. skóarans og dóttir bakarans, að Varmalandi í Borgarfírði föstu- Þetta er fYrsta uppfærsla leikrits- daginn 29. desember. Leikstjóri ins frá Því Það var frumflutt í er Jón Júlíusson en leikmynd Þjóðleikhúsinu á Listahátíð gerði Jón Svanur Pétursson. Með 1978- Önnur sýning er laugardag- stærstu hlutverk fara Grétar Þór inn 30- desember. Sýningar hefj- Reynisson og Snorri Þorsteins- ast kl- 21.00. Úthlutun Norræna menningarsjóðsins Úthlutað hefur verið úr Norræna menningarsjóðnum og fengu þrír íslenskir aðilar styrk úr sjóðnum. Alls var úthlutað rúmum 4 milj- ónum danskra króna, eða tæpum 400 miljónum íslenskra króna. Sinfóníuhljómsveit íslands fékk úthlutað 150.000 dönskum krón- um, eða tæpum 1,5 miljónum ís- lenskra króna til hljómleikaferð- ar um Norðurlönd. Jazzvakning fékk 90.000 danskar krónur til Norrænna útvarpsdaga og Æskulýðs- og tómstundaráð Reykjavíkur 50.000 danskar krónur til æskulýðsfulltrúaráð- stefnu um unglingamenningu á Norðurlöndum. Alls var úthlutað til 40 aðila á Norðurlöndunum. Jólafundur SÍNE Árlegur jólafundur Sambands ís- lenskra námsmanna erlendis verður í kvöld, fimmtudags- kvöld, í Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Fundurinn hefst kl. 20.00. Rædd verður staðan í lána- málunum og á dagskrá verður m.a. kynning á niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð hef- ur verið innan sambandsins. Jólatrésfagnaður Kvöldvökufélagið Ljóð og saga heldur jólatrésfagnað laugardag- inn 30. desember kl. 14 í Skeif- unni 17. Verið velkomin. Stórtónleikar jassara Félag íslenskra hljómlistarmanna stendur fyrir mikilli jasshátíð nk. laugardag. Þar koma fram sex hljómsveitir skipaðar fremstu jasstónlistarmönnum landsins. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Tómas R. Einarsson og fé- lagar, Tríó Guðmundar Ingólfs- sonar, Ellen Kristjánsdóttir og flokkur mannsins hennar, And- rea Gylfadóttir ásamt hljómsveit Carls Möller, Kvartett Reynis Sigurðssonar og Friðriks Karls- sonar og Tentett FÍH. Sérstakur gestur tónleikanna verður saxó- fónleikarinn Halldór Pálsson, sem starfar í Svíþjóð. Kynnir verður Pétur Grétarsson. Tón- leikamir hefjast kl. 15 í nýjum og glæsilegum sal félagsins að Rauðagerði 27. Ölgerðin Egill Skallagrímsson og íslenskir sjáv- arréttir styrkja tónleikana og bjóða upp á veitingar. Öllum ágóða af tónleikunum verður varið til áframhaldandi uppbygg- ingar á tónleikaaðstöðu félags- ins. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.