Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 4
I pJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Bylgingin í Rúmeníu Breytingar þær, sem orðið hafa í löndum Austur-Evrópu á undanförnum mánuðum, hafa sem betur fer verið blóðlaus- ar byltingar mestan part. Það hefur komið mörgum á óvart: Sagan hefur kennt mönnum að valdhafar vilji ekki fyrr en í fulla hnefana gefa frá sér það sem þeir hafa hrifsað til sín. Sú kenning rætist svo með hörmulegum hætti í Rúmeníu. Það er að sönnu augljóst fagnaðarefni að illræmdum harð- stjóra Ceaucescu, er velt úr sessi. En þeim umskiptum hefur fylgt blóðbað, einkaherCeaucescus, öryggissveitirnar, hafa barist af heift stórsekra manna sem vita að heil þjóð á harma sinna á þeim að hefna. Eftir nokkurra daga borgarastyrjöld í landinu liggja margar þúsundir í valnum. Sjálfur einræðis- herrann er svo tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni eftir skyndiréttarhöld fyrir herdómstóli, sem bráðabirgðastjórn sú sem situr réttlætir með því, að eina ráðið til að tryggja frið sem skjótast hafi verið að gera þau margseku hjón úr heimi höll. Margt hefur komið á óvart í framvindu mála um austan- verða Evrópu en þó ekkert sem byltingin í Rúmeníu. Rúm- enía var hrópandi dæmi um það, að verulegur munur var á stjórnarfari og þróunarmöguleikum hinna einstöku landa í þessum hluta heims, eins þótt þau öll væru kennd við al- þýðuvöld eða valdseinokun kommúnistaflokkanna. í næsta grannríki, Ungverjalandi, hefur um þrjátíu ára skeið átt sér stað þróun, sem í fyrstu fór mjög hægt, til aukins málfrelsis, tilraunastarfsemi með blandað hagkerfi, til aukins pólitísks svigrúms fyrir umbótasinna og andófsmenn utan valds- flokks sem innan hans. Tékkóslóvakía átti sér öfluga lýð- ræðishefð, fyrirtuttugu árum hófst þar „bylting að ofan“ sem um margt svipartil perestrojku Gorbatsjovs í Sovétríkjunum nú. Og þótt sú hreyfing væri þá barin niður, þá lifði áfram í landinu öflug og merkileg andófshreyfing, sá eldur slokkn- aði aldrei sem þá var kveiktur. Ekki fremur en verklýðssam- tökin pólsku, Samstaða, hyrfu úr vitund manna þótt herlög væru sett gegn starfsemi þeirra. Engu slíku var að heilsa í Rúmeníu, Ceaucescu hefur verið kallaður síðasti stalinistinn (næstsíðasti á betur við, því enn hafa engar breytingar orðið í Albaníu). Víst svipar stjórn- arfari hans og Stalíns mjög saman: feiknarleg persónudýrk- un sem styðst við ótta almennings við grimma leynilögreglu, hugmyndafræðileg réttlæting persónulegs alræðis sem hrist er saman úr þjóðrembu og þeim herskálakommún- isma, sem Marx gamli varaði menn við þegar á sinni tíð. Hér við bætist hjá Ceaucescu undarlega úrkynjað tilbrigði við leiðtogahefð rómanskra landa - þá hefð að Foringinn, Caudillo, gerir heilt ríki að einkaeign sinni og fjölskyldu sinnar, einkagóssi sem hann ráðskast með eftir geðþótta og beitir um leið fyrir sig öllum tiltækum heilögum kúm - sög- unni eða kommúnismanum, ættjörðinni eða jafnvel kristnum dómi. Enn eiga menn margt ólært af hinu rúmenska dæmi. Eitt er þó Ijóst fyrir löngu: hve vafasamt það er að dæma leiðtoga eftir framgöngu þeirra á alþjóðavettvangi. Frægt er, að Ce- aucescu forseti átti vinsældum að fagna, jafnt meðal evr- ópskra vinstrimanna og ráðamanna í Washington, fyrir það að hann fordæmdi innrás annarra Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu 1968 og gerði Kremlverjum lífið leitt með ýmsum öðrum sjálfstæðistilburðum. Þetta spil Ceausces- cus leiddi til þess að menn leiddu það lengur en skyldi hjá sér að skoða hvað var að gerast í raun í landi hans. Annað ætti líka að vera Ijóst: sókn til lýðræðis verður erfiðari í Rúmeníu en annars staðar, blátt áfram vegna þess hve alræðið þar var þunghent, kæfandi og grimmt, vegna þess hve lengi því tókst að koma í veg fyrir að umbótastraumar og andófshreyfing sæktu í sig veðrið. AB Lögberg- Heimskringla Vikublað íslendinga í Vestur- heimi, Lögberg-Heimskringla, birtir fátt á íslensku núorðið, miðað við það sem áður tíðkað- ist. Sýnir það vafalaust, hve ís- lenskukunnáttan er á undanhaldi með Vestur-íslendingum. ís- lensk orð detta þó líka á stangli inn í enska textann fyrirhafnar- lítið, að þvf er virðist. Þannig var sagt í blaðinu nýlega frá íslenskri fjölskyldu sem flutti til Kúbu 1908 og ætlaði að taka þátt í stofnun norrænnar nýlendu þar. Skýrt er frá því að á heimili Jafets Diðriks Friðbjörnssonar Reinholts og Önnu Rósu Jónas- dóttur í Palmarito á Kúbu hafi verið á borðum daglega „milk, butter, cheese, skyr and rúllup- ylsa...“ Auglýsingarnar í Lögbergi- Heimskringlu sýna einnig að á- kveðin íslensk orð og orðasam- bönd hafa haslað sér völl í ensk- unni. Þar auglýsir Jonsson Ahetti meðal annars: „It may have been years since you have seen or used a Kaffi Poki...“ - og síðan býðst fyrirtækið til að selja fólki al- mennilega kaffipoka til að endur- vekja „hefðbundna íslenska kaff- ireynslu“ - „Traditional Ice- landic Coffee Experience." Loks er hægt að kaupa sögubók um þær konur sem leikið hafa Fjal- lkonuna á íslendingadeginum þar vestra 1924-1989: „The hist- ory of the fjallkonas of íslending- adagurinn.“ íslensk Ijóð þýdd á ensku 3.nóv. sl. birti Lögberg- Heimskringla þrjú sýnishorn af þýðingum á kvæði Stephans G. Stephanssonar, sem heitir réttu nafni „Úr íslendingadags ræðu“ og hefst svona: Pótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Watson Kirkconnel þýðir þess- ar línur svona á enskuna: Though you have trodden in travel All the wide tracts of the earth Bear yet the dreams of your bosom Back to the land ofyour birth. Paul Bjarnason snaraði sömu lín- um frá Stephani G. á þennan hátt: To the uttermost outlands Of the earth you may roam In the mind every moment Are the memories of home. En Kristjana Gunnarsdóttir kast- ar íslensku bragreglunum, rími, stuðlum og höfuðstöfum og segir: Though you wide journeying place every country underfoot your mind and heart bear your homelands resemblance. Emil Bjarnason í Vancouver segir í Lögbergi-Heimskrínglu, að þrátt fyrir dálæti sitt á rímuð- um og stuðluðum kveðskap þá líki sér þýðing Kristjönu best. Guðrún Helgadóttir og Spaugstofan Tíminn birti fróðlegt viðtal við Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs Alþingis, á Þorláks- Fjallkonas of Islendingadagurinn 1924 -1989 Lögberg-Heimskringla birtir fátt á íslensku núorðið, en laumar íslenskum orð- um inn í enska málheiminn. messu. Þar segir hún meðal ann- ars um það lántökumál sem mikla athygli vakti: „Eg held ég hafi sjaldan tekið fjölmiðlafár reglulega nærri mér, fyrr en þetta fáránlega lánamál kom upp. Ég held að ég sé nú einu sinni þannig gerð, að ég sé ekki óvönduð í peningamálum, manna, nefndarstörf alla daga frá morgni til þingfunda, mætingar á kvöld- og helgarfundi og segir um það efni m.a.: „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að taka upp þann sið sem tíðkaður er í nágrannalöndum okkar, að hlífa þingmönnum við fundum á laugardögum og sunnudögum. Guðrún Helgadóttir kann vel að meta grín Spaugstofunnar um sig í Sjónvarp- inu. enda væri ég ríkari ef ég væri það. Umfjöllunin um launalán mitt frá Alþingi var svo ósæmileg og svo óréttlát og ósanngjörn sem frek- ast máttí vera. Hins vegar segist Guðrún hafa mjög gaman af umfjöllun Spaugstofunnar í Sjónvarpinu vegna þessa máls. Um þessa hlið segir Guðrún í viðtalinu við Árna Gunnarsson í Tímanum: „Sem betur fer hef ég kímni- gáfuna í lagi og ég hef aðeins eitt um þá Spaugstofumenn að segja: „Mér finnst þeir alveg bráð- skemmtilegir - þeir hafa með- höndlað málið miklu skemmti- legar. Ég er alveg staðráðin í því að einn góðan veðurdag ætla ég að bjóða þeim hingað heim til að skoða minn fataskáp.“ Guðrún telur fulla þörf á að kynna störf þingmanna og Al- þingis betur fyrir þjóðinni. Hún segir: „Ég er ansi hrædd um að fólk geri sér ekki grein fyrir því álagi sem hvílir á þingmönnum og ráðherrum þjóðarinnar. Þegar mest er að gera koma þeir ekki mikið heim til sín...Við það bæt- ist svo að við erum einu þegnar þjóðfélagsins sem vinna með fjöl- miðlana yfir sér alla daga.“ Guðrún rekur vinnutíma þing- Þarna hreyfir Guðrún máli sem snertir fleiri aðila. Þeir sem taka þátt í norrænu samstarfi á ýmsum vettvangi hafa tekið eftir því, að menn eru víða hættir að ráðstafa helgum til þeirra verka. Norður- landamenn sem hittast vegna starfa síns funda á virkum vinnu- dögum og taka það ekki 1' mál að spandera frítíma sínum í slíkt. Hérlendis þurfa menn ef til vill að endurskoða hina miklu funda- og ráðstefnugleði um helgar í ljósi þessarar þróunar, sem hægt er að kenna við mannréttindi. Það er líka fróðlegt að kynnast því hvemig verklag og aflcöst á Alþingi hafa batnað, eftir að nú- verandi forsetar þess tóku upp nýtt skipulag. Guðrún Helga- dóttir lýsir því svona: „Við höfum átt hið ágætasta samstarf sem er alveg ómetanlegt. Okkur hefur lánast að framkvæma verulegar breytingar í þinginu. Við réðumst í að gera róttækar skipulagsbreyt- ingar á rekstri þingsins og ég held að þar hafi mjög verið af hinu góða. Öll vinna í fastanefndum Alþingis hefur til dæmis gjör- breyst með tilkomu endurskipul- agningar og ráðningar nýrra starfsmanna sem ráða vel við sín verk.“ ÓHT i pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 661348 Símfax: 661635 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, ólafur H. Torfason. Fréttastjórl: SiguröurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (fþr.), ÞrösturHarakteeon. Skrdstofustjórl: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax: 68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setníng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasöiu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askrlftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 Sk>A - ÞJÓÐVILJINN < Flmmtudagur 28. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.